Nýja dagblaðið - 20.05.1934, Blaðsíða 3
N Ý J A
DAGBLAÐIÐ
8
NÝJADAGBLAÐIÐ
ITtgefandi: „Blaöaútgáfan h.f.“
Ritstjóri:
Gísli Guðmundsson,
Tjarnargötu 39 Sími 4245.
Ritstjómarskrifstofur:
Laugav. 10. Símar 4373 og 2353.
Aígr. og auglýsingaskrifstofa:
Austurstræti 12. Sími ?32.3,
Áskriftargj. kr. 2,00 á mániiöi.
í lausasölu 10 aura oint.
Prentsmiöjan Acta.
Vorinu seinkar
Einhverjir verstu og sárustu
ókostirnir við íslenzka veður-
áttu eru vorkuldarnir. Og ein-
i v er tilfinnanlegustu vonbrigð-
i: eftir langan, dimman vetur,
o. u sóllítil og nepjusvöl vor.
Það er eðlilegt að vetrartím-
íi.n sé kaldur og ömurlegur.
Mönnum fimist það nær sjálf-
sagt, og búa sig undir þvílíka
veðuráttu. En um leið er litið
hlakkandi hug til vors og sum-
ardaga, til hlýrra tíma og
bjartra, þegar mannssálin
jafnt og lífræn náttúra vaknar
til endumýjaðrar orku, frjó.
magns og fjörs. Og enda þótt
dutlungafullt tíðarfar sé ein-
kenni nyrsta hluta tempraða
beltisins í Atlantshafi, þá
i'innst íbúum þessara svæða að
með hækkandi sól og komnu
sumri hljóti að fara hiti og
gróður.
I dag er hvítasunnudagur og
mánuður af sumri. Enn er
tíðin lík því sem oft er á ein-
mánuði. Hvar sem græn strá
stinga lágum kollum upp úr
grassverðinum, anda svalir
dagar og frostbitrar nætur á
þau nepju dauðans. Brum-
knappar trjánna, sem sýndu
fyrstu merki vaxtar og lífs eru
að verða dökkir af kali og
kyrkingi.
Suður í Danmörku baðar
æska höfuðstaðarins sig í sól-
hituðum öldum Eyrarsunds.
Svo misjafnt skiptir nú móðir
náttúra gæðum sínum á þessu
vori.
En á slíkum vorum sem
þessu verður okkur kaupstað-
arbúum tíðhugsað upp í sveitir
og dali Islands. Kalt vor og
gróðurlaust er einhver ískyggi-
legasti vágestur íbúanna þar,
manna og dýra. Undir hlýju
þess eða hörku er komin líðan
þeirra, afkoma og líf. Aldrei er
bóndanum eins mikil þörf á
nærgætni náttúrunnar eins og
á vorin. Aldrei er bústofni
hans baráttan við hungur og
kulda eins erfið og þá. Og
sjaldan sækja þunglyndi og
áhyggjur eins fast á fátækt
sveitaheimili sem þá, er allt
leikur á óvissu um það, hvem-
ig ræðst um líðan og líf fén-
aðarins, sem ekki er einungis
grundvöllur undir líðan þess og
kjörum heldur líka bundinn
f'ólkinu þelhlýjum böndum dag-
legrar umönnunar og vináttu.
En þrátt fyrir tvísýnu þá,
um hag allan og framtíðar-
horfur, sem úfin vorveðurátta
og köld veldur, eru vonir
mannshugsans sjaldan örari né
áleitnari en á vorin. Gróðrinum
Orímsvötn og Skeiðará
Framh. af 2. síðu.
Vatnajökli frá 15. jan. og fram
á haust. Er talið að gosstaður-
inn hafi verið 64° 24’ N og
17.5° W. eða á svipuðum stað
og 1873.
13. marz byrjaði Skeiðará að
vaxa og 21. s. m. var allur
sandurinn frá Sandfelli í öræf-
um og vestur að Lómagnúp í
einu flóði svo aðeins örlaði á
tvo malarhryggi, en síðan
þvarr flóðið aftur án þess að
jökullinn springi fram.
3. Árið 1892 varð hinsvegar
stórkostlegt jökulhlaup án þess
að vart yrði eldsumbrota.
4. 13. jan. 1897 hljóp vöxtur
í Skeiðará og flæddi austan-
verðan sandinn. Þá sprakk jök-
ullinn og ruddist jakaröst fram
farveg Skeiðarár út í sjó. 17.
jan. var póstur frá Núpstað á
leið austur yfir sandinn. Þegar
kom austur undir Háöldu, heyr-
ir hann dynk mikinn og sér
hvar vatnsflóð ryðst fram und-
an jöklinum og steypist fram
yfir sandinn með feiknajaka-
burði. Sneri hann við hið skjót-
asta og komst með naumindum
aftur yfir Núpsvötn. Viku síð-
ar hættu tveir menn sér aftur
austur á sandinn, og sáu vegs-
ummerki. Hafði hlaupið skilið
eftir jakahrönn 25 km. langa
og 5—6 km. breiða fram eftir
sandinum á Hörðuskriðu. Sum-
ir jakarnir voru 20—25 m. há-
ir.Á milli þessarar jakahrannar
og Skeiðarár voru ekki færri en
6 minni jakahrannir. Ekki varð
vart eldsumbrota í sambandi
við hlaupið, en um haustið
varð nokkurt öskufall á Suður-
landi.
5. Árið 1903 varð stórfellt
Skeiðarárhlaup. Hófst það 25.
maí og eins og venjulega með
vexti í Skeiðará. Var hún vax-
andi í þrjá daga, en nóttina
milli 27. og 28. sprakk jökull-
inn fram og samtímis gaus upp
eldmökkur úr Vatnajökli. Þegar
jökullinn var að springa iek allt
á reiðiskjálfi í öræfum, rúður
sprungu og dunurnar heyrðust
austur í Hornafjörð. Fram eftir
farvegi Skeiðarár ruddust 10—
20 m. háir ísjakar. Fleiri jaka-
hrannir ruddust fram yfir
sandinn vestar — sú vestasta
í'ram Sigurðarfitjaál.
Bylgjugangur frá hlaupinu
barst vestur með ströndjnni og
hafði nær grandað stórum báti
í Vík í Mýrdal.
Aska frá gosi þessu barst um
allt land að heita mátti og
jafnvel til Noregs. 31. maí gekk
Hannes á Núpsstað upp á
Björninn og sá þá reykjar-
mökk mikinn upp úr jöklinum
norðvestur af Grænafjalli en
og veðursældinni seinkar, en
hvorttveggja kemur þó um síð-
ir og vonandi nógu snemma til
að firra stórvandræðum og
tjóni. Og á vorin er sú trú
sterkust, að hamingjudraumar
mannanna um hin ýmsu hugð-
arefni, nái að vaxa fram til
veruleika undir sólaryl ókom-
inna daga. H. J.
norðaustur af Hágöngum, hjá
hnúk einum, sem stendur þar
upp úr jökli. — Hágöngur eru
að sögn Hannesar tveir hnúkar
h. u. b. vestur af Grænafjalli
í krika uppi í jöklinum og er
jökullaust að þeim að vestan.
Á Islandskortum eru Hágöngur
settar langt inn á jökul!
6. Árið 1910 var gos í Vatna-
jökli en Skeiðará hljóp ekki.
1913 varð hinsvegar talsvert
hlaup.
7. Síðasta hlaup Skeiðarár
var svo 1922 um haustið sam- !
fara gosi og allmiklu öskufalli. ;
Bar gosmökkinn þá yfir Þumal j
frá Skaptafelli en við brún á !
Svínaf'ellsfjalli frá Sandfelli '■
séð. Bendir það til að gosið
hafi orðið miklu austar heldur j
en 1903 eða í Svíagíg eða |
Grímsvötnum. T. d. um, hve !
stórvirkt þetta hlaup var, skál ■
ég geta þess, að frá ómunatíð
hafði staðið grjóthæð, sem Há-
alda nefndist uppi undir jökli
austanhalt á sandinum. Var
hún úr samlímdu hnullunga-
grjóti og ca. 30 m. hærri held-
ur en sandurinn umhverfis.
Sunnan undir Háöldu hafði ver-
ið reist sæluhús og töldu flestir
því óhætt 1 skjóli hennar. En
eftir þetta hlaup var Háalda
gersamlega horfin og vottar nú
ekki fyrir mishæð á sandinum
þar sem hún var.
Sumarið 1929 kom mikið
vatn undan jöklinum nokkru
austar þeim stað, sem Háalda
var fyr. Jökullinn var ókyr eða
,,gangur“ í lionum eins og
Skaptfellingar segja. Það sumar
var símalína lögð yfir sandinn
skammt frá jökli. Á Hörðu-
skriðu var línan sett um 100 m.
frá jökli um miðjan júlí, en 20.
ágúst hafði jökulsporðurinn
gengið fram á hana og brotið
þrjá stólpa. Varð þá að færa
línuna framar á þeim stað. Síð-
an hafði jökullinn aftur færzt
til baka um 20—30 m. sumarið
1932. Um haustið hjaðnaði ár-
vöxturinn án þess að hlaup
yrði.
Á milli hlaupa smáhækkar
jökullinn, en lækkar þegar þau
brjótast fram. Ágætt mið á
þykkt jökulsins er það, að eftir
hlaupin sést Lómagnúpur langt
niður í hlíðar frá Skaptafells-
bæjunum, en þegar líður að
hlaupi verður jökulbungan svo
há, að varla yddir á gnúpinn,
þar sem hann er hæstur. Sum-
arið 1932 sást vel varðan á
Lómagnúp yfir jökulinn, en að-
eins yddi á fremsta kambinn
frá Seli og Hæðum í Skapta-
felli. Jökullinn er því búinn til
hlaups hvenær sem vera skal,
enda berast nú þær fregnir úr
Öræfum, að Skeiðará sé orðin
eins vatnsmikil og í mestu
sumarhitum og getur því högg-
ið riðið á hverju augnabliki.
Ég get ekki lokið þessu er-
indi án þess að bregða mér í
anda austur yfir Skeiðará og
heilsa upp á öræfinga og ör-
æfasveitina.
Frá Skaftafelli horfi ég vest-
ur yfir Skeiðarársand. Allur
austurjaðar sandsins er í flóði
8vo aðeins sóst á hábunguna og
4. frædslukvöld
verður í Fríkirkjunni á annan í Hvítasunnu kl. 81/*
EPNI: 1. Sigurður ísólfs leikur á orgel.
2. Kvennakór syngur undir stjórn Hallgr. Þorsteinssonar.
3. Síra Árni Sigurðsson: Erindi.
4. Sigurður ísólfs leikur á orgel.
ft. Kvennakórinn syngur.
Kort og' einstakir aðgöngumiðar fást við innganginn.
B F. R.
Getum selt
iiffkkrar tómar trétunnur
undan víni.
Afengisverzlun ríkísins
Nýtízku matarstellin
falleg og úr ekta postulíni, eru komin aftur.
Sama lága verðið.
Seld í heilum stellum eða einstök stykki eftir vild.
K, Einarsson & Björnsson
llörðuskriðu fyrir vestan. Áin
er úlfgrá af jökulleir, en
smájakar sigla í hrönnum nið-
ur farveginn. Allt í einu verð-
ur vábrestur svo jörðin titrar
og rúðurnar nötra. Stór spilda
hefir rifnað framan af jöklin-
um. Nú lyftist hún upp af óg'-
urlegum vatnaflaumi, steypist
fram yfir sig' og brotnar í
hundruð mola. Isjakar á stærð
við Hótel Borg steypast stömp-
um í straumröstinni, taka dýf-
ur, rekast saman og hoppa eins
og leiksoppar í vatnsaganum.
Fleiri brestir fylgja. Nýjar
spildur losna úr jöklinum og
ryðjast fram eftir sandinum.
Brátt er allur sandurinn fram á
fjörur þakinn jakahrönnum.
Þar taka þeir niður og festast,
nýir jakar skella á þeim,
brotna og hrúgast saman en
um jakahrannimar beljar
straumurinn í fossföllum.
Ég lít til norðurs. Kolsvart-
ur reykjarmökkur þeytist upp í
loftið norðan við Miðfell. Þar
hafa Grímsvötn kastað af sér
oki jökulsins.
Það er ósk mín að byggðir
þeirra Fljótshverfinga og ör-
æfinga blómgist og fái staðið
af sér hvert áhlaup af ísum og
eldum. Án þeirra sveita væri
raknaður sterkur og merkur
þáttur úr þjóðlífi voru.
Jón Eyþórsson.