Nýja dagblaðið - 23.05.1934, Síða 3
N Ý J A
DAGBLA9IB
8
NÝJA DAGBLAÐIÐ
ÍTtgefandi: „Blaöaútgáfan h.f.“
Ritstjóri:
Gísli Guömundsson,
Tjarnargötu 39 Sími 4245.
Ritstjómarskrifstofur:
Laugav. 10. Símar 4373 og 2353.
Afgr. og auglýsingaskrifstofa:
Austurstrœti 12. Sími 2323.
Áskriftargj. kr. 2,00 é mánuöi.
í lausasölu 10 aura oint.
Prentsmiöjan Acta.
rnMrmmrriTWTT--imTiTirMTminrmngmr~~
Spaðbitar
íhaldsmanna
I óvenjulega kostuglegri
grein, sem Magnús Jónsson
skrifar nýlega í Mbl. og sem
virðist eiga að vera einskonar
vainarræða fyrir fjármála-
»tjórn íhaldsins, minnist hann
á lýsingu Jóns Þorl., þá er
hann á sínum tíma gaf af inn-
ræti og tilhneigingum íhalds-
manna.
Jón fullyrti meðal annars, að
af- því íhaldsmenn eru jafnan
efnuðústu borgarar þjóðfélags-
ins, séu þeir „ánægðir með eig-
in hag . . . vilja ekki láta
heimta af sér skatta“ til bóta á
hag þjóðarinnar, og að inn-
ræti þeirra allt marki þá
„eyrnamarki reglulegs aftur-
haldsflokks, hverju nafni, sem
hann (þ. e. flokkurinn) kýs að
nefna sig“.
Aldrei hefir íhaldsstefnan á
íslandi verið húðflett eins hlífð-
arlaust og maklega og Jón
Þorl. gerði í hinni landskunnu
Lögréttugrein sinni
Hvatir íheldsmanna, sem þeir
eru svo útsmognir í að fela
undir blæju fallegra nafna,
kristilegs áhuga og dygðugs
lífex*nis, þær afhjúpaði Jón
miskunnarlaust. Undir gervi
talskra nafna fann hann þá og
þekkti. Og frammi fyrir lands-
ins lýð brá hann upp einkenn-
um þeirra: „eyrnamarki aftur-
haldsins“ á hverri framkvæmd
þeirra og marki. Af rit-
mennsku J. Þ. er þessi sjálfs-
lýsing og flokksathugun ein
sígild og merkileg.
Því það er alltaf lærdóms-
ríkt fyrir kjósendur þess flokks
sem annara pólitískra flokka í
landinu, að sjá ummæli for-
ingjans um eigin liðsmenn.
Þessari hroðalegu, en sönnu
mynd Jóns á flokki þeim, sem
Magnús lifir og hrærist í, þar
sem flestir lökustu pólitískir
lestir eru heimfærðir, henni
líkir M. J. við „safamikinn og
kjarngóðan spaðbita“.
Er hann þá að falla frá sinni
íhaldstrú ?
Um það skal ekkert fullyrt,
en hitt væri reynandi, að bita
svolítið meira ofan í guðsmann.
inn af þessu „safamikla og
kjarngóða" sælgæti Jóns Þor-
lákssonar, sem lýsir svo einkar-
vel innstu hugðarefnum íhalds-
manna.
Þetta skal nú gert — svona
smátt og- smátt — í þeirri von
að Magnúsi og sálufélögum
hans í íhaldsflokknum verði
ekki meint af „spaði“ húsbónd-
ans.
»Stóra bón« bændanna
»Stóra bón« spekúlanta
Framh. af 1. síðu. |
sér í lagi fyrir þá, sem Þ.
Briem hafi afskipt svo herfi- !
lega sem rök hafa verið leidd ;
að hér í blaðinu.
Hér var öllu stillt í hóf. Ekki
gengið . út frá neinum taxta,
þeim sem útgerðarmenn og
kaupmenn fylgja, heldur að
hafa hliðsjón af honum. Kaup- |
ið í langri, fastri vinnu hefði
orðið lægra heldur en það sem
íhaldsmenn kaupstaðanna semja
um við sósíalista og borga þeim ;
þar.
Þegar Þorst. Briem ætlaði að j
fljóta á lygasögum.
Jón og Hannes báru það fyr-
ir sig, að bréfin milli flokkanna
um hugsanlegt samkomulag, 1
, væru ekki næg sönnum. Eitt ’
hefði verið undanskilið. Social-
istar hefðu átt að fá atvinnu- !
málaráðherrann, og hann að j
semja við flokksmenn sína. 1
Aumingja „bændavinirnir“ j
vissu þá ekki hvað bændur j
stunda mikið opinbera vinnu.
Út af uppspuna 'þeirra félaga j
í þessu efni gáfu tveir menn, í
er mest gengu fram í þessu
máli miðstjórnar Framsóknar-
manna svofellda yfirlýsingu:
verkamenn. Jón í Stóradal hefir
þrásinnis látið kaupfélagið á
Blönduósi semja um kaup.
Hver einasti bóndi á landinu
semur um kaup við fólk sitt.
Enginn hálfviti á landinu vill
hafa fólk í vinnu án þess að
semja um kaupið, hvað þá þeir,
sem eru betur viti bornir.
En eitt dæmi alveg hliðstætt
því, sem hér er um að ræða
var fyrir hendi. Árið 1930
samdi Tr. Þ. við Alþýðusam-
bandið um kaup í opinberri
vinnu, og hafði sér til stuðn-
ing*s í því efni Geir Zoega, Gísla
Ólafsson símstjóra og Krabbe
vitamálastjóra. í samninga-
nefnd fyrii' verkamenn voru
Pétur Guðmundsson, Nikulás
Friðriksson og Björn Blöndal.
Stóðu samningar yfir frá því
í marz og* fram á vor, og hafði
samninganefndin marga fundi
með Tr. Þ. og ráðunautum hans.
Segir í Alþbl. 22. ág. 1930 frá
þessu, og hefir sú frásögn jafn.
an staðið ómótmælt, að Tr. Þ.
hafi þá hækkað kaup í opin-
berri vinnu um nærfellt 20%
og látið á sér skilja að hann
teldi rétt að hefja samninga
næsta vor, og myndi hann þá
vera fús til frekari hækkunar.
„Þrátt fyrir margendurtekn-
ar leiðréttingar og skjallegar
sannanir, láta forkólfar Bænda-
flokksins svonefnda breiða það
út, að í sambandi við samninga
þá, sem Framsóknarflokkurinn
og Alþýðuflokkurinn gerðu í
haust um grundvöll fyrir
myndun bráðabirgðastj órnar,
þá hafi það verið ákveðið, að
atvinnumálai-áðherrann skyldi
vera úr Alþýðuflokknum.
í tilefni af þessu lýsum við
undimtaðir, sem erum þessum
málum sérstaklega kunnugir
vegna afskipta okkar af þeim,
því yfir, að söguburður þessi
er með öllu tilhæfulaus og
ósannur.
Jafnframt sjáum við ástæðu
til að taka það fram, að ef til
þess hefði komið, að Fram-
sóknarflokkurinn i*éði ekki at-
vinnumálaráðh.embættinu, þá
mundi stjórnarmyndunin hafa
strandað á því.
Sigurður Kristinsson
sign.
Eysteinn Jónsson
sign.“
Hvort halda menn að Sig-
urður Kristinsson, sem átti að
mynda umrædda landsstjórn,
viti meira, hversu verkun hefði
þar verið skipt, ef til hefði
komið, eða Þorst. Briem og Jón
í Stóradal. En bardagaaðferð
þeirra félaga sýnir líka málstað
þeirra. Nú hefir Halldór Stef-
ánsson á fundi á Fossvöllum
orðið að taka aftur opinberlega
ósannindi klofningsmanna um
þetta atriði.
Hafði aldrei áður verið samið
við alþýðuna?
Jú, oft og mörgum sinnur.
Kaupmenn og* útgerðarmenn
semja árlega um kaup við
Hvað fengu bændur upp úr
þessutn samningum 1930?
Mér vitanlega fengu bændur
ekki nokkurn skapaðan hlut í
„verzlun“ í þetta sinn. Mál-
ið var afgreitt af atvinnumála-
ráðuneytinu og ráðunautum
þess áðurnefndum. Það var
aldrei minnst á það innan
landstjórnarinnar. Jón í Stóra-
dal og Hannes á Hvammstanga
studdu Tr. Þ. jafnörugglega og
áður, þó að hann hefði hækkaí
kaupið um allt að Vs án þess
að láta bændur fá nokkurn
skapaðan hlut í staðinn“.
Þessi kauphækkun var gerð
af fonnanni „bændavinanna"
alveg hljóðalaust. Enginn hér-
aðsbrestur varð þá. En í haust
ætla sömu menn að ganga af
göflunum, og bregða gömlum
samherjum um svik af versta
tægi fyrir það eitt, að ætla að
þoka áfram stærsta velferðar-
máli allra bænda á íslandi, af-
urðasölumálinu, og* jafna um
leið verstu misfellurnar á kaup-
gjaldi við opinbera vinnu, sem
líka var orðið stórfellt hagnað-
armál fyrir mikinn hluta af
fólki í sveitum landsins. Það
var fordæmi allra atvinnurek-
enda, sem semja um kaup og
fordæmi Tr. Þ. frá 1930.
Loks kom Jón Jónsson og
samdi við verkamenn á Blöndu-
ósi um ákveðinn tíma, kaup
o. s. fi*v.
Hvað var hægt að gera í vetur?
Kaupf élagsstj órafundurinn,
sem haldinn var nýlega, lagði
grundvöll að skipulagi í afurða-
sölumálinu. Hann krafðist, að
stjórnin gæfi út bráðabirgða-
lög til að koma skipulaginu í
framkvæmd strax. En stjórnin
hreyfir sig ekki. Hún ar ekki 1
Kuldinn er ægilegur
Sól og sumar er lífgjaflan
Gfrænmeti og aðrir garðávextir hafa í sér fólgna saman-
sparaða lífskrafta sólarinnar og geyma þá til vetrarins.
Ræktið garðávextí. — Kaupið bókina
(xarðyrkjustörf
eftir Ingimar Sigurðsson. - Fæst hjá bóksölum og
Vevzbmin Flóva
Vesiurgöiu 17
þingræðisstjóni. Hún er úr- I
ræðalítil stjórn. Og hún er um-
fram allt í vasa íhaldsins,
Þorst. Briem vantar allt til að
gera myndárlegt átak á nokk-
urt mál.
Ihaldið bað sinn ráðherra að
gefa út bráðabirgðarlög um
fisksölu í fyrra. Það þótti
nauðsynleg þá. Ef Jón Jónsson
og Hannes hefðu ekki brugðist
stefnu sinni og kjósendum í
haust, myndi þekktasti trúnað-
armaður samvinnufélaganna
hafa verið búinn, á þingræðis-
legan hátt, að koma á löggjöf,
sem lagði undirstöðu að stór-
legra bættri afkomu bænda í
landinu. Kosningarnar hefðu
snúist um, hvort rífa ætti nið-
ur skipulagið, hvort íhaldið ’
ætti að sigra fyrir milliliðina
og taka 2/s af útsöluverði
mjólkurinnar o. s. frv. Þá hefði
Framsóknarflokkurinn verið
viss um að geta haldið afstöðu
sinni, haldið íhaldinu frá að
geta féflett bændastéttina með'
óeðlilegu undirboði, og óhæfi-
lega mörgum og dýrum millilið-
um.
Ef' Þorsteinn Briem og Jón
í Stóradal hefðu ekki verið að
hugsa um þeirra eigin smá-
vægilegu og lítilfjörlegu hags-
muni, myndi bændasttétin nú
þegar hafa fengið sína stóru
bón uppfyllta.
Tækifæri, sem hefir verið
stolið.
I stað þess að framsýnn, var-
færinn og góðviljaður maður í
sæti atvinnumálaráðh., myndi
hafa samið á hóflegum grund-
velli um kaupgjaldsmálin, bætt
úr misrétti og kúgun, sem;
bændastéttin er beitt í því efni,
og haldið uppi sómasamlegri
atvinnu, þá er Þorst. Briem nú
búinn að flækja sig í neti úr-
ræðaleysisins og má sig* hvergi
hreyfa. Alþýðuflokkurinn vill
semja við ríkisstjórnina um
sumarkaupið, alveg eins og
þeir vildu semja við Jón um
uppskipunarkaup á Blönduósi.
En Þorst. Briem þorir ekki að
taka á málinu. Síðan lendir allt
í úlfúð og karpi. Þorsteinn sér
vel að hann muni tapa, en af
kosningaótta vill hann bíða
fram yfir kosningar. Síðan
liggur opinber vinna niðri að
mestu leyti. Vegirnir verða
óviðgerðir, og í óstandi. Sum-
stáðar er stjómin að reýna að
Minnisblað I.
Sumarvertíð hefst. Kaup til
haustsins byrjuð. Hús, jarðir
býli og byggingarlóðir jafnan
lil sölu, t. d. 1. Tvílyft stein-
steypuhús nálægt miðbænum,
þrjái* íbúðir. 2. Steinhús og
timburhús í miðbænum. Góðar,
velhaldnar íbúðir. öll þægindi.
3. Einbýlishús í suð-austurbæn.
um. 4. Býli með hænsnabúi,
hæfilega stórt og vel hirt. Tæki
færisverð, væg útborgun. 5.
Spánýtt hús, 4 íbúðir, öll þæg-
indi. 6. Villa í vesturbænum o.
m. fl. Fasteignir teknai* í um-
boðssölu. Býtti á eignum mögu.
leg. Gerið svo vel að spyrjast
fyrir. Fasteignaskrifstofan í
Austurstræti 14, 3. hæð, opin
kl. 11—12 og 5—7, sími 4180
og 3518 heima. Notið lyftuna.
Helgi Sveinsson.
Mimið Austurstræti 14,
þriðju hæð.
kúga fátæka bændur til að
vinna fyrir hörmungarlaun, og
borga þannig þinggjöld sín.
Með slíku ráðlagi er hægt að
halda við eymdinni, vesaldóm-
mum og óánægjunni, en meira
ekki.
En meðan vegirnir grotna
niður og atvinnuleysið vex sér
Þorsteinn Briem hvert straum-
urinn stefnir. Hann lítur suð-
ur, norður, austur og vest-
ur, alstaðar heimta fulltrúar
bændastéttarinnar jafnrétti um
vinnuna, og mótmæla „bænda-
ánauðinni“. Hann sér alla semja
um kaup. Hann sér íhaldið á
Austurlandi hækka sýsluvega-
kaupið úr 5 kr. í 9 kr. Hann
sér Jón í Dal reyna að brölta á
Blönduósi, og vonast til að
liann geti kúgað bláfátæka dag-
launamenn á mölinni þar. En í
stað þess kúga þeir Jón um öll
veruleg atriði.
Bændurnir hafa tapað sínu
tækifæri Þeir fá ekki sína
kauphækkun. Skipulagsleysið
drottnar enn í allri sinni eymd.
Kaupgjaldsmálið verður leyst
að þessu sinni á einn eða annan
hátt án þess að það hjálpi þeim
til að hafa meira upp úr kjöti,
smjöri eða mjólk.
En hafa spekúlantamir tap-
að? Ekki ennþá. En hvernig
væri að bændur landsins sendi
þeim þakklæti 24. júní?
J. J.