Nýja dagblaðið - 13.06.1934, Side 1

Nýja dagblaðið - 13.06.1934, Side 1
NYJA DAGBIAÐIÐ 2. ár Rejrkjavík, miðvikudaginn 13. júní 1934. 136. blað Sauðánkróksfundupinn Magnús Guðmundsson skríðup á bak við Oddgeip í Ijúgvifna- málinu, hæslaréll í Behrensmálinu og bankasljópa Lands- bankans i Islandsbankamálinu. Að lokum gefur hann upp vörnina og nolar ekki ræðuh'mann. Kennaranámskeiðið í Austurbæjarskólanum Þátttakendar eru um 90 viðsvegftr að ai landinu Aðalkennarinn er sænskur, Sverker Stibelius Eins og kunnugt er, hafði Hermann Jónasson boðað til fundar á Sauðárkróki 11. þ. m- og skorað á Magnús Guð- mundsson að mæta. Höfðu þeir áður verið saman á fundi á Hofsós, eins og sagt var í blaðinu í gær. Fundurinn á Sauðárkróki var afarfjölmennur, um 400 manns og voru þar kominir menn víða að úr Skagafirði. Var auðséð, að menn höfðu mikinn áhuga fyrir þessum fundahöldum, enda eru þau nýmæli. Hermann Jónasson ræddi dómsmálastjórn Magnúsar Guðmundssonar ítarlega í frumræðu sinni, sýndi fram á hina stórkostlegu ágalla henn- ar og deildi fast á Magnús. Magnús reyndi að verjast með ýmsum vífilengjum og útúr- snúningum og var hann orð- inn það þrekaður er á leið fundinn, að hann notaði ekki nærri því allan ræðutíma sinn í seinustu umferðunum. íhaldsmenn þeir í Skaga- firði, sem hvöttu Magnús til að sækja fundina, ásaka sig nú harðlega fyrir að hafa fengið hann norður, og þykj- ast nú komnir að raun um, að þótt hann hefði tapað miklu við það að hopa af hólmi, þá verði fylgistap hans nú enn meira en af því hefði hlotizt. í sumum málum! gaf hann upp alla vörn. Ljúgvitnamálið sagði hann að væri sér alger- lega óviðkomandi, hann bæri á því enga ábyrgð. Öll ábyrgðin væri á Oddgeiri og hinum vitnunum. Var auðheyrt, að Magnús fann glöggt til þess ósóma, sem íhaldið hafði haft af því máli og vildi sem minnst um það tala. 1 Behrensmálinu varði hann sig með því, að hann hefði verið sýknaður í hæstarétti og ekki fallið við seinustu kosn- ingar í Skagafirði. Um málið sjálft og einstök atriði þess vildi hann ekki ræða. Og eng- ar skýringar gaf hann á því, livers vegna hann hefði valið íhaldsþingmann til að verða hæstaréttardómari, og að sá maður dæmdi í hans eigin máli. Sá maður hafði gildar ástæður til að vilja sýkna Magnús. Hermann sýndi fram á, að af þessum ástæð- um væri dómur hæstaréttar ekki haldgóð vörn, og þess vegna ætti fyrst og fremst að ræða um málið sjálft, en ekki dómsúrslitin. I íslandsbankamálinu varði Magnús sig með því, að hefði verið rétt að ákæra íslands- banlíastjórana. þá hefði það sama átt að gilda við banka- stjóra Landsbankans. Þeir hefðu lánað fé eins ógætilega og hinir og líka gefið út ávís- anir á enga innistæðu. Er hér um hina glæpsamlegustu að- dróttun að ræða í garð banka- stjóra Landsbankans og má mikið vera, ef það mál verður ekki athugað betur. Frh. A 4. síðu. Sanngirnin I kaup- greiðslum i opin- berri vinnu Sigurþór Ólafsson oddviti í Kollabæ hefir sent blaðinu þessar upplýsingar um sam- ræmið í kaupgreiðslum ríkis- ins, þegar komið er upp í sveit. Við Markarfljót. Vikan 18.—29. apríl 1933: Sigurður Sigurðsson frá Hornafirði, daglaun kr. 16.00. Bárður Bergsson bóndi Duf- þekju Hvolhreppi kr. 8.50. Báðir eru þessir menn lærð- ir trésmiðir, tóku sveinsbréf hjá sama manni, og sama dag. Vikan 30. apríl til 13. maí: Bjarni Jónsson frá Hvamms- tanga, daglaun kr. 12.00. Helgi Pálsson bóndi Ey Vestur-Landeyjum, daglaun kr. 6.50. Metúsalem Stefánsson mál- ari Reykjavík, daglaun kr. 11.50. Bárður Bergsson smiðui Dufþekju, daglaun kr. 8.50. Við Affallsbrú. 18. sept. til 20. okt.: Snorri Ólafsson stúdent Reykjavík, daglaun kr. 7.00. Þorkell Jóhannsson Mið- krika, daglaun kr. 6.50. Við Markarfljót 9.—22. júlí: Andrés Auðunnsson Hól, Eyjafj., daglaun kr. 7.50. Við Þverá á sama tíma: Bergvin Kristjánsson Ey- vindarmúla, dagl. kr. 5.50. 1 samanburði þessum eru dæmi tekin af jafnkomnum mönnum í hverju tilfelli. Ægilegar náttúrii' hamíarir í Miö- Ameríku London kl. 16, 12/6. FÚ. Fregnir frá Mið-Ameríku segja næstum því ótrúlegar sögur af skelfingum og eyði- leggingum. I nokkra daga hafa fellibyljir geysað yfir ríkin San Salvador og Honduras, og hafa verið þessu samfara á- kafjega mikil flóð, og loks hef- ir það aukið á hætturnar og hörmungarnar, að miklar skriður hafa fallið úr fjöllun- um. Vatnið í tveimur stórum stöðuvötnum hefir lækkað um 30 fet (ensk), og flætt yfir víðáttumikil svæði. í Hondu- ras gekk geysimikil flóðalda á ströndina, og er kunnugt um það, að í einu þorpi drukknuðu 500 manns af völdum hennar. Flugmenn, sem gerðir hafa verið út, til þess að rannsaka landið í flug’vélum, segja að j uppi í landi hafi heil þorp ! og smábæir horfið eða sokkið. j A einum stað lyfti fárviðrið I farþegalest af teinunum, og í lienti henni niður á hvolfi j kippkorn þar frá. Allar' járn- I brautir, sem liggja til strand- ar, hafa fokið upp eða burtu og getur þetta haft þau áhrif, að öll kaffiverzlun þessai’a hér- aða fari út um þúfur í ár. Skólpræsi hafa víða farið úr skorðum, og menn óttast það, að pestir kunni að gjósa upp. Stjórnarráðið í Panama og í Bandaríkjunum vinna saman að hjálparstárfsemi eins og auðið er. Landskjálftar í Argentínu London kl. 16, 12/6. FÚ. Frá Cordoba í Argentínu berast fregnir um alvarlega landsskjálfta. Sjötíu kippir fundust á 6 kl.st. — Ekkert manntjón varð, en talsvert mikið eignatjón. íhaldinu hefir löngum þótt Jónas frá Hriflu erfiður í viðskiftum, en ekki virðast sveitungar hans, Ljósvetning- ar, vera eftirlátari þessum flokki. í fyrradag ætlaði fram- bjóðandi íhaldsins, Kárí Sigur- jónsson, með þrem meðhjálp- urum frá kommúnistum, ,,bændavinum“ og socialistum, að halda mikinn framboðsfund á Ljósavatni. Áttu um 250 kjósendur að geta sótt þangað. Veður var hið blíðasta, og engar sérlegar annir. En á í gær kl. 1 var kennaranám- skeiðið sett í Austurbæjar- skólanum. Þátttaka er geysimikil, miklu meiri en nokkru sinni fyr. Skrásettir þátttakendur- eru um 90 og úr öllum fjórðungum landsins. Námskeiðið er aðallega verk- legt. Sú nýjung um aukin líf- ræn og hagnýtt stört', sem á síðustu árum hefir rutt sér til Sverker Siibelius. rúms meðal menningarþjóð- anna„ hefir einnig náð inn á starfssvið íslenzkra kkóla og látið dauðan þululærdóm og ósamræmt fræðastagl þoka úr öndvegi. Aðalkennari á náskeiðinu er sænskur maður, Sverker Stibe- lius, kennari við kennaraskóla í Gautaborg. Hann er kunnur maður þar í landi fyrir kennslustörf sín, bækur um þau efni, er eftir hann liggja og ágæta forstöðu fyrir kenn- fundinn komu 6 menn. Hinir 4 áðurtöldu frambjóðendur, Jón í Yztafelli, sem umboðs- maður Framsóknarflokksins í sýslunni, og einn áheyrandi. Það var íhaldsmaður, ef til vill sá eini, sem til var í byggðinni. Þess má geta, að þegar Jón- as Jónsson hélt sinn framboðs- fund í nokkrum hluta gamla Ljósavatnshrepps seint í apríl í vor, þá komu um 80 manns á þann fund. aranámskeiðum víðsvegar um Svíþjóð. Hann kennir hér aðallega ýmsiskonar pappavinnu, og notkun vinnubóka við nám. Auk hans kenna á nám- skeiðinu Unnur Briem, leður- vinnu ýmiskonar, og Björn Bj örnsson teiknikennari al- menna teiknun og töfluteikn- un. Þar að auki munu ýmsir kennarar Austurbæjarskóíans leiðbeina um aðrar greinar kennslu, eftir því sem við verður komið. j Fyrirlestrar verða fluttir daglega kl. 5 '/■> e. h. Er for- stöðumaður Statens pedago- giske Musseum í Kaupmanna- liöfn á vegum námskeiðsins og flytur þar erindi, auk annara. Námskeiðið stendur til 28- þ. m. 17. júní verður farin kynn- is- og' námsför um nágrenni Reykjavíkur, undir leiðsögu Jóhannesar Áskelssonar nátt- úrufræðings og 23.—24. s. m. ; verður farinn leiðangur til Þingvalla með Pálma Hannes- syni, rektor sem leiðbeinanda. Á meðan námskeiðið stendur yfir, fá kennarar aðgang að vorskólum þeim, sem hér eru starfandi, sömuleiðis aðgang að skólasýningunni, er annars mun ekki opnuð almenningi fyr en eftir 20. þ. m. Rósturnar magnast i Austurriki Berlln kl. 8.00, 12/6. FÚ. A síðasta sólarhríngi hafa verið framin 30 sprengitilræði í Austurríki, og standa yfir- völdin varnarlaus gegn þess- um ófögnuði, því augljóst er, að um hættuleg samtök er að ræða. Meðal ^nnars var járn- brautarlínan til Triest sprengd í loft upp í Semmering í gær, og stöðvaðist umferð þar al- gjörlega. Kalundborg kl. 17, 12/6. FÚ. í Austurríki er enn haldið á- fram að sprengja ýms mann- virki, og hefir stjórnin enn reynt að auka varúðar- og varnarráðstafanir, án þess þó að fá rönd við reist. Margir álíta, að kommúnistar séu valdir að þessum verkum, en stjórnin áleit upphaflega, að það væru nazistar, sem að þessu stæðu. Sögulegur framboðsfundur að Ljósavaini Frambjóðendur fjögra sijórnmálaflokka fá í blíð- skaparveðri einn mann á fund í fjölmennu héraði

x

Nýja dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.