Nýja dagblaðið - 20.06.1934, Blaðsíða 2
2
N Ý J A
DAGBLAÐIÐ
Bændur um land allt eru beðn
ir að athuga:
seljum einungis nýjustu
sláttuvélum —
- með sjálfvirkri
smurningu,
Vélarnar eru með öllum nýjustu endurbótum.
Samband ísl. samvinnufélaga
Afgrtíðsla og hraðpressun Laugaveg 20 (inngangur
jk | frá Klapparstíg). — Verksmiðjan Baldursgötu 20.
JW s -r Sent gegn póstkröfu um allt land.
3 | g Sími 4263. — Pósthólf 92,
Jf Móttaka hjá Hirti Hjartarsyni, Bræðraborgarstíg 1.
| jj-’g Sími 4256. — Afgreiðsla í Hafnarfirði í Stebbabúð,
■jjj ° 'S Linnetsstíg 1. — Sími 9291.
2 S R
» g 9 El þér þurfið að láta gufuhreinsa, hraðpressa, lita
g .5 § eða kemisk-hreinsa fatnað yðar eða annað, þá getið
2 S; þér verið fullviss um, að þér fáið það hvergi betur
!© g né ódýrara gert en hjá okkur. — Munið, að sérstök
| biðstofa er fyrir þá, er bíða meðan föt þeirra eða
g s | hattur er gufuhreinsaður og pressaður..
Sendum. — Allskonar viðgerðir. — Sækjum.
BRUSLETTO
Hvað er „BRUSLETTO“ ?
Það er Jjáaverksmiðjan norska, sem fram-
leiðir hina góðfrægu handsmíðuðu stál-
ljái. — Eylandsljái.
Þessir ljáir eru eingöngu smíðaðir fyrir
oss.
Athugið að nafnið „Brusletto“ standi á
þjóinu á ljánum.
Samband ísl. samvínnufélaga
lelson komimi
atitPiffi
mSMmmm
■
■
' .A
Brezka orustuskipið H. M.
S. Nelson, flaggskip heima-
flotans brezka kom kl. 8 í gær-
morgun til Reykjavíkur. Sem
fylgiskip þess kom beitiskipið
Crescent.
Nelson er 33.500 smál.,
gengur 231A knobs. Byggt 1925
úr 14 þml. þykkum stálplötum.
Nelson hefir 27 fallbyssur,
þar af níu 16 þml., og eru það
stærstu fallbyssur herskipa.
Eitt orustuskip eiga Bretar
stærra, Hood (41 þús. smál.),
en það skip er eldra og því
ekki með jafn fullkomnum út-
búnaði og þetta skip.
Nelson stýrir Sir Williám
Boyle aðmíráll (fæddur 1873)
erfingi jarlsins af Cork og
Orrery, kvæntur dóttur sjöunda
jarlsins af Albemarle. Hann
gekk í flotann 1887, lærði sjó-
mennsku á H. M. S. Britannia,
hefir gegnt •ýmsum trunaðar-
stöðum í enska flotanum, verið
forseti flotaskólans í Green-
wich, verið flotamálafulltrúi
við sendisevitina í Róm, verið
foringi ýmsra flotadeilda, en
er nú síðan 1928 vice-aðmíráll í
brezka. heimsflotanum og yfir-
foringi heimaflotans.
Nelson er af sömu gerð og
stærð og Rodney, sem Bretar
sendu hingað 1930, í tilefni af
Alþingishátíðinni.
Er Nelson kominn hér í
opinberri heinisókn. Kl. hálf-
þrjú í gær gekk foringi flagg-
skipsins á fund forsætisráð-
herra, en forsætisráðherra fór
stundu síðar í heimsókn að-
mírálsins um borð í orustu-
skipið.
Mætti þessi heimsókn vera
íslendingum kærkomin, og
jafnframt minna á hvert happ
það er að eiga hina voldugu
brezku þjóð að næsta ná-
granna.
Rö kvillu v
og reynsluskoriur
lagapváfessovsins
Eftir Hermann Jónasson lögrefflustjóra.
Mér var bent á það, að ný-
lega hefði birzt í dagblaðinu
Vísi grein eftir Bjarna Bene-
diktsson með fyrirsögninni:
„Staðreyndir gegn skáldskap“.
Er ég las grein þessa, sem er
hin mesta langloka, sá ég að
hún mundi eiga að vera eins-
konar svar við grein minni
Dómsmál og réttarfar, sem
birtist fyrir skömmu í Tíman-
um.
Auk allra fúkyrðanna, sem
úir og grúir af í grein þessa
pilts, gerir hann tilraun til að
Tæra rök að eftirfarandi:
1) að náðum Gísla Guð-
mundssonar og Björns Har-
aldssonar hafi verið misnotkun
á náðunarvaldinu.
2) að það hafi verið van-
ræksla hjá Jónasi Jónssyni að
fyrirskipa svo seint málshöfð-
un í íslandsbankamálinu, enda
hefði mér verið skylt að rann-
saka málið og dæma í því án
þess að spyrja dómsmálaráðu-
neytið.
3) að ég eigi sök á drætti
BjörnsGíslasonar-málsins vegna
þess, að ég hafi sent málið í
dómsmálaráðuneytið til þess að
spyrjast fyrir um, hvaða með-
ferð ráðuneytið vildi hafa á
því, en það hefði ég ekki átt
að gera, segir prófessorinn.
4) að það hafi raunverulega
verið J. J., sem gaf þá fyrir-
skipun um meðferð málsins, að
binda framhald rannsóknarinn-
ar við það, að dómur kæmi frá
hæstarétti um hvort gjald-
þrotaúrskurðurinn yrði stað-
festur eða felldur úr gildi.
5) að það hafi verið J. J.,
sem hafi látið í té áfrýjunar-
leyfi eftir að áfrýjunarfrestur
var liðinn, og málið um gjald-
þrotið fallið niður fyrir hæsta-
rétti.
Vegna þess, að rökvillur B.
B. um þessi atriði eru færðar
í þannig búning, að einstaka
maður gæti ef til vill við
skyndilestur blekzt á þeim og
álitið að þar væri að einhverju
leyti farið með rök, tel ég rétt
að liða þessar rökvillur í sund-
ur.
Um fyrsta atriðið er það að
segja, að Gísli Guðmundsson
ritaði nolckrar ádeilugreinar
um Helga Tómasson fyrir hið
alræmda frumhlaup hans gagn-
vart Jónasi Jónssyni. Þetta at-
hæfi H. T. hefir nú verið for-
dæmt af alþjóð. H. T. stefndi
G. G. og fékk hann dæmdan í
sektir samkvæmt meiðyrðalög-
gjöfinni fyrir ádeiluna. Með
þessurn dómi hafið H. T. feng-
ið þann rétt er hann átti að
lögum. En það hefði ekki að-
eins verið ranglátt, heldur líka
hlægilegt, ef G. G. hefði verið
látinn greiða sekt fyrir þessa
ádeilu, sem viðurkennd er að
vera réttmæt. Það var því ekki
aðeins rétt heldur skylt að
fella sektina niður með náðun.
En B. B. kann að taka sér
þessa náðun dálítið nærri
vegna þess, að þeir munu ekki
hafa staðið honum allfjarri,
sem í dagblaðinu Vísi héldu
uppi vöni fyrir hinn „góða
málstað“ Helga Tómassonar.
Líkt mun hafa staðið á um
Björn Haraldsson.
Þá er næsta atriði. — Töfin
Framh. á 3. síðu.
✓
%