Nýja dagblaðið - 30.06.1934, Side 3
N Ý 3 A
DAGBLABIÐ
S
NtJADAGBLAÐIÐ
Útgeíandi: „Blaöaútgáían h.f.“
Ritstjóri:
Gísli Guömundsson,
Tjamargötu 39 Sími 4346.
Ritatjómarskrifstofur:
Laugav. 10. Símar 4373 og 2353.
Afgr. og auglýsingaskrifatofa:
Auaturstrœti 12. Sími 2323
Áakriftargj. kr. 2,00 á mánuði.
í lausasölu 10 aura oint.
Prent&miöjan Acta.
»Gaman er að
börnunum, þegar
þau fara að sjá.
Mbl. getur stundum verið
furðu skemmtilegt. Menn munu
t. d. lengi minnast þeirrar
klassisku náttúrulýsingar þess:
„Esjan var blá og fögur eins
og strompurinn á Gullfossi“.
En í fyrradag ræðir það
kosningamar í slúðurleiðara
sínum,. og er skemmtilegra en
það hefir verið nokkru sinni
fyrr. Sumir halda að það sé
farið að tala tungum eða rita
ósjálfráða skrift. En það er nú
reyndar misskilningur. Þau tíð-
indi hafa bara gerzt, að Mbl. er
farið að sjá það, sem allir full-
orðni'r menn eru löngu búnir að
sjá, og þetta hefir gerzt með
svo skjótum og óvæntum hætti,
að blaðið segir óvart miklu
meira en það ætlar að segja.
En blaðið segir líka mikið og
sér þó áreiðanlega ennþá meira.
Það segir fyrst að „rauðu
flokkarnir“ fái meiri hluta í
þinginu (til þess þurfti nú
reyndar ekki sjónarinnar við).
Og svo kemur það með sínar
ályktanir. Og lesi menn nú vel,
hvað Mbl. segir:
„Að loknum þessum kosning-
um, fenginni þessari vitneskju
er víst, að Sjálfstæðisflokkur-
inn stendur einhuga og óskipt-
ur í baráttu þeirri, sem nú
stendur fyrir dyrum“.
Mikið er sagt í ekki fleirl
orðum. Og það eru býsn, hvað
Mbl. sér.
Ef til vill er rétt að gera
ofurlitla grein fyrir því, hvers-
vegna Mbl. kallar Framsóknar-
flokkinn og Alþýðuflokkinn
„rauðu flokkana“. Það bregður
dálítilli birtu yfir hvernig sjón
Mbl. er háttað. Mbl. sér nefni-
lega í eldglæríngum. Þetta kem-
ur til af því, að blaðið er að
byrja að sjá.
En hvað er það nú eiginlega,
sem Mbl. sér?
Það sér að Sjálfstæðisflokk-
urinn hefði ekki „staðið ein-
huga og óskiptur. í baráttu"
sinni, ef hann hefði náð meiri
hluta. Að vísu segir Mbl. ekki
meira en að óvíst sé að flokk-
urinn „hefði staðið saman“.
En Mbl. getur ósköp vel leyft
sér svona smádrýgindi yfir
glöggskyggni sinni. Það veit, að
menn eru ekki svo heimskir, að
þeir geti ekki vitað, hvað það
sér, þó að það láti hálft orð
ósagt, ef það bara tæpir á því.
Mbl. veit, að ólafur Thors
varð allt í einu „sjálfstæður"
gagnvart Jóni Þorlákssyni
núna fyrir kosningamar, þeg-
ar Jón var hvergi nserri. Það
„J svona heimi gei
ég ekki lifaÓu
Berlín.
Á hinni risavöxnu sýningu
„Deutsches Volk — Deutsche
Arbeit“ sé ég einkennisbúinn
nazista, sem er að sýna hóp
skólabarna sýninguna.
Þar á meðal beinir hann at-
hygli þeirra að stað, þar sem
sýnd eru hin þrjú höfuðtíma-
bil í sögu þýzku þjóðarinnar.
Ríki Rómverja í Þýzkalandi,
ríki Bismarks og Þriðja ríkið.
Mig langar til að fylgjast
með því hvað Berlínarbömum,
og yfirleitt öllum þeim börn-
um, sem tækifæri hafa til að
sjá þessa sýningu, er kent, og
helzt er dregið fram fyrir augu
þeirra. Því fylgist ég með.
Nazistinn staðnæmist fyrir
framan stóra veggtöflu, þar
sem á er málað hvítt og svart I
marsvín ásamt fleiru. Þar er
verið að gera grein fyrir kenn-
ingum Mendels um erfðir. Naz-
istinn útskýrir.
— Svarta marsvínið merkir
hina vondu eiginleika, hið
hvíta þá góðu, og Mendel hefir
sannað, að hinna vondu eigin-
leika gætir méira í erfðunum
en þeirra góðu. Ef við snúum
þessu síðan upp á kynþættina,
segir hann', þá sjáum við glögg-
lega hver áhrif það hlýtur að
hafa, ef Gyðingur, sem svarar'
til svörtu marsvínanna, fær að
eiga þýzka konu, sem svarai-
til hvíts marsvíns.
Börnin hlusta þögul á þessa
merkilegu „útfæringu“ af
erfðakenningum Mendels. Svo
er farið inn í næsta sal. Þar er
sýnd mynd af feitum Gyðingi,
sem er að dansa við ljóshærða,
þýzka stúlku í drykkjukrá. Við
hliðina á þessari mynd eru
1 myndir af ýmsum gyðinga-
I „týpum“, sem eiga að sýna
! slæma eiginleika þeirra. Árang_
i urslaust leita ég eftir gagn-
| kvæmri mynd, sem sýni Gyð-
; inga með góðum og merkileg-
| um eiginleikum, t.d. sem dæmi
þeirra vísindamanna, er unnið
hafa Nobelsverðlaun, eða getið
J sér alheimsfrægð, en það er
árangurslaust. Slík mynd er
ekki til.
Manni óar við þeirri svívirð-
ing, sem sýnd er hinum „ve-
sölu og ófullkomnu“ gyðinga-
börnum, sem eru í hópnum og
verða að þola þennan saman-
burð við „æðri og fullkomn-
ari“ aría-börn, sem gerður er
af hinum hiæinræktuðu arísku
nazistum.
Þeir Þjóðverjar, sem maður
hittir utan Þýzkalands, láta
það ákveðið í ljósi, (en lágt og
hvíslandi) að nazistar hafi
gengið alltof langt í gyðinga-
ofsóknunum og sökum þess
kunna ýmsir að halda, að fjöld-
inn sé þessu mótfallinn og á
því sé orðin breyting. En m§ð-
an nazistar hrópa það hástöf-
um, að ekkert mark sé takandi
á lygasögum þessara landflótta
manna um gyðingaofsóknir, þá
eru slíkar sögur endurteknar í
reyndinni um þvert og endi-
langt Þýzkaland og ofsóknimar
halda áfram, bæði gegnum
blaðagreinar og fleira, eins og
er nú alveg áreiðanlegt, að
Mbl. veit þetta, því að það
vita allir, þó að þeir hvorki
heyri eða sjái. En af orðum
Mbl. má ráða, að það „sér“,
að þetta er af því, að Ólafur
hefir haldið, að Sjálfstæðis-
flokkurinn mundi ná meiri
hluta við kosninguna og fara
með völd. Og blaðið sér enn-
fremur, að af þessum sökum
gat flokkurinn ekki „staðið
einhuga og óskiptur í baráttu
þeirri“, er þá hefði staðið fyr-
ir dyrum.
En hefir nú Mbl. séð meira?
Hefir Mbl. séð að allt „sjálf-
stæði“ Sjálfstæðisfl. er ein-
mitt þetta „sjálfstæði“ Ólafs
Thors og að það er þetta
„sjálfstæði“, sem flokkurinn
kennir sig við?
Páll amtmaður Briem var eitt
sinn spurður álits á manni
nokkrum. „Þetta er allra sjálf-
stæðasti maður“, sagði amt-
maður. Hann var þá inntur
nánar eftir, við hvað hann ættl.
„Jú, hann er alltaf á móti öllu
og öllum“.
Slíkt er „sjálfstæði" Sjálf-
stæðisflokksins. Hann er flokk-
ur samkeppninnar, mótþróans,
öfundarinnar, andúðarinnar,
streitunnar. Hann er alltaf á
móti öllu og öllum!, bara mis-
munandi opinskátt. Þessvegna
getur hann ekki staðið einhuga
og óskiptur, ef hann fær meiri
hluta. Þessvegna getur hann
ekkert byggt upp, engar um-
bætur gert, bara tafið fyrir.
Og þessvegna getur hann held-
ur ekki farið með völd, nema
helzt, þegar hann hefir nógu
mikið til að vera á móti. Þess-
vegna reynir hann að gera og
sýna andstæðinga sína sem
stærsta. Það er „sjálfbjargai’-
viðleitni“ hans. Menn skulu
bara hugleiða, hvað honum
hefir tekizt með Jónas Jónsson
og Hermann Jónasson og hvað
honum tókst hér á árunum með
Tryggva Þórhallsson. Og þó
eru þetta bara menn.
Og Mbl. sér ennþá meira.
Það sér af þessurb kosningum,
framundan umbætur, gróður og
framsókn. Þar fær „Sjálfstæð-
ið“ nóg til að vera á moti.
„Að loknum þessum kosn-
ingum, fenginni þessari vitn-
eskju er víst, að Sjálfstæðis-
flokkurinn stendur einhuga og
óskiptur í baráttu þeirri, sem
nú stendur fyrir dyrum“.
í þetta sinn er óhætt að
trúa Mbl. Svona bamalega ein-
lægni getur blaðið ekki gert
sér upp.
„Gaman er að börnunum,
þegar þau fara að sjá“.
A.
t. d. dæmið, sem áður hefir
verið nefnt.
Niðurlútur og hnípinn geng
ég út af þýzku stórsýningunni,
út í hreint og sólríkt vorloftið.
Endurkoma vorsins á að gefa
okkur aftur það, sem veturinn
hefir rænt okkur. Vissulega er
það mikið.
En jafnvel þó ég haldi fyrir
eyrun, þá heyri ég hljóma í
vagnhjólunum er lestin þýtur
af stað. Það eru orð unga
Þjóðverjans:
— í svona heimi get ég ekki
lifað .... ..
Róm!
Mér gafst því miður ekkert
tækifæri til þess að vera við-
staddur barnsfæðingu í Róm,
svo ég veit ekki hvort börnin
fæðast í fasistabúningum, en
það er mér kunnugt um, að
strax 5 ára gömul eru þau ein-
kennisklædd og þau börn, sem
þá eru ekki komin í Balillabún-
inginn verða fyrir aðkasti frá
leiksystkynum sínum. Það er
fullt af einkennisbúningum, og
þeim sem eru án þeirra, finnst
þeir vera klæðlausir. Það byrj-
ar strax við landamærin, Hesta-
vörðurinn hefir með sér her-
mann, hann gengur milli vagíi-
anna. Á brautarpöllunum er
allsstaðar vörður, og hvert sem
farið er, rekur maður sig á
einkennisbúna menn. Aðeins í
einni götu í Róm, Via Nomen-
tana, er ekkert af einkennis-
búnum mönnum. Þar ganga
menn með flókaliatta og í regn
frökkum, er það leynilögregla
sú, er á að varðveita líf Musso-
linis, og ætíð eru þeir í 20
skrefa fjarlægð frá hans há-
tign, árvakrir og tortryggnir
gagnvart öllum, er framhjá
fara.
Þessi sífellda óró og tor-
tryggni, sem þar er um að
ræða, er kölluð regla.
Manni finnst næstum að
ekki muni þurfa nema að
styðja á hnapp til þess að öll
þessi fólksmergð skundi á stað
í stríð og þér finnst að ef til
vill kunni að verða stutt á
hnáppinn í misgripum. Þegar
menn leika hermenn frá vögg-
unni til grafarinnar, er þá
nokkuð eðlilegra en að til al-
vöru komi um síðir. Og hug-
urinn festist sérstaklega við
þá tilhugsun, þegar okkur er
kunnugt, að Mussolir>í álítur
endanlegan frið, hvorki fram-
kvæmanlegan, gagnsaman eða
æskilegan.
I bók sinni um „Stjórnfræði-
legar og þjóðfræðilegar kenn-
ingar fasismans", segir hann
meðal annars:
— Iívað þróun mannfélags-
ins viðvíkur og framtíð þess í
heild, trúir fasisminn ekki á
gagn eða möguleika eilífs frið-
ar. Aðeins styrjaldir kalla fram
atorku fólksins í fullum mæli
•
og setja aðalsmerki á þá er
þora að horfast í augu við
hættuna. Allar aðrar þrenging-
ar eru aðeins hálfverk, sem
aldrei setja mönnum kosti um
að lifa eða deyja. Þessvegna
er hver sú kenning, sem fyrir-
fram álítur frið æskilegan, fas-
ismanuni ókunn“.
Svona hljóðar hin mjög um-
rædda siðfræði fasismans, sem
á að koma í stað þess siðleys-
is, er svo mjög bryddir á í lífi
stórþjóðanna eftir stríðið. Það
virðist svo, sem siðleysiskenn-
ing einstaklingsins hafi hoi-fið
og færst yfir í form sem þrengt
er upp á þjóðirnar í heild sinm
með kennslu og annari virkri
útbreiðslustarfsemi.
Mussolini hefir átt námfúsa
lærisveina. Þýzkur kennari, að
nafni Tietjen, segir í bók, sem
hann skrifar og kallar Erzieh-
ung zum deutschen Menschen.
— Hin þýzka æska verður að
vaxa upp með vamarmögu-
leika og stríðslöngun í brjósti,
svo að hún geti aukið auðlegð
þjóðarinnar. Æskan á heldur
að hefja sókn fyrst, en verða
fyrir árás á undan, ef til þess
kemur, og til þess kemur. Því
guð hefir ákveðið, að hin
þýzka þjóð skyldi byggja
æðstu kirkju hinnar norrænu
sálar, svo hún geti lýst vítt
yfir lönd og höf.
Við kynnum að verða for-
vitin um hvort hin „æðsta
kirkja sálarinnar“ eða hið
kaldhæðna ítalska sjálfsálit
ber sigur úr býtum.
En við getum líka sleppt því
að vera forvitin og svarað
slíkri rangfærslu siðferðilegs
verðmætis og mannlegra til-
finninga með orðum unga
mannsins.
— í svona heimi get ég ekki
lifað. (Þýtt úr Politiken).
RÉYKIÐ
TYRKNESKAR
CIGARETTUR
fl® STK>.
PAKKINN
KOSTAR
FAST I OLLUM VERZLUNUM