Nýja dagblaðið - 03.07.1934, Blaðsíða 2

Nýja dagblaðið - 03.07.1934, Blaðsíða 2
2 M Ý J A DASBbABIB Hóiel Borg Ný danshljómsveit frá kl. 9 á kvöldin undir stjórn Mp. flpfhur Rosebeppy eins hins bezta og vinsælasta hljómlistarstjóra Lundúnaborgar. Hefir spilað á Kit Kat, Savoy og Romanos í Lundúnum. Hljómleíkap, söngup, sfeppdanz og gpín. Komið á Bong Búið á Bopg - Bonðið á Bopg Karföflumyglan Hvernig á að verjast kartöflumyglunni? 1. Með því að velja heppilegt garðstæði. 2. Með því að rækta garðana vel, ræsa þá vel, vinna þá vel og bæta þá með heppilegum áburði, og með því að hirda þá vel. 3. Með því að nota útsæði af þeim tegundum, sem reynast hraustastar gegn myglunni. 4. Með því að kaupa og nota þau tæki og efni, sem geta orðið til að hindra eða draga úr skemmdum af v 1 dum myglunnar. 5. Með því að geyma útsæðið vandlega frá hausti til vors. Vér urðum fyrstir til þess að flytja inn og útbreiða svo um munaði þær tegundir af útsæði sem hraustastar eru gegn myglunni. Vér urðum einnig íyrstir til þess að hafa á boðstólum tækí og efni til þess að verjast árásum kartöflumyglunnar. Höfum ávalt til: Sprautur til að dreita vökva — Bordeauxvökva og Burgundervökva. Verð kr 52.00—85.00 A.K.I. kopareódamjöl til að blanda Burgundervökva Fýsibelgi tíl að dreifa dufti. Verð: litlir kr. 4,50, stærri kr. 15,00. A.K.I. kopareódaduft. ATV. Tilraunastöð danska ríkisins mælir eindregið með A.K.I. koparsódadufti til varnar gegn kartöflumyglunni Látið ekki skeika að sköpuðu með kartöfluræktina Hafið tæki og efni við hendina til þess að verjast myglunni. Biðið ekki þangað til það er um seinan. Samband ísi. samvinnufélaga Slmi 1080. Frá Mahatma Gandhi Hinn indverski vitr- ingur er að ferðast um meðal þjóðar sinnar og vekja hana til mannúðar og skilnings gagnvart lífskjörum þeirra „óhreinu“, sem eru um 60 miljónir. Mathama Gandhi, hinn frægi indverski stjómmálaspekingur og mannvinur, hefir verið und- anfarinn vetur og vor á ferða- lagi um þvert og endilangt Indland. Hann hefir farið þorp úr þorpi og borg úr borg og predikað fyrir fólkinu. Hann hefir talað við háskóla og margskonar menntastofnanir, og alstaðar hefir hann sama boðskapinn að flytja. „Farið þið til „Harijanna" — þeirra óhreinu — sópið göt- ur þeirra, farið þið inn í hús- in og þvoið böm þeirra“. , Þetta mætti segja að væri inntakið í predikun Gandhis. Hann er að reyna að vekja 180 miljónir mánna til meðvitund- ar um þann órétt, sem 60 mil- jónir manna — hinir óhreinu — hafa orðið að þola af félög- um sínum — sem eru hreinir — um aldaraðir og allt fram & þennan dag. Hann er að reyna að opna augu meirihlutans fyrir því, að þeim óhreinu hafi of lengi verið þjakað, og að einnig þeir séu salt jarðar. Og á því velti endanleg velferð ind- versku þjóðarinnar að þessum 60 miljónum verði lyft upp úr saumum og gert jafnt undir höfði og öðrumi gagnvart þjóð- félagslegum réttindum. Þessu fólki hefir um alda- raðir verið meinaður mannleg- ur tilveruréttur. Þetta fólk hefir engan aðgang að brunn- unum eða vatnsbólinu, og því er meinað að ganga í guðshús, — og þegar það ferðast eftir strætum og vegum, þá verður það að æpa og kalla, til þess að vara menn við þeirri stétt- arsaurgun, sem átt gæti sér stað, ef hreinn Indverji kæmi of nálægt óhreinum landa sín- um. I blaði, sem Gandhi hefir gefið út málefni þessu til stuðnings, er skýrt frá því, að upp á síðkastið hafi óhreinu stéttinni í sumímn héröðum Indlands * verið forðað frá því að lifa á hræjum, eins og hún hafi orðið að gera hingað til, og ýmislegt fleira er þar til tínt, sem1 bendir til þess að í stöku tilfellum hafi þetta fólk mætt hjálp og skilningi, sem áður hefir ekki viðgengist gagnvart því. Nú um langt skeið hefir Gandhi verið talinn merkasti umbótamaður þjóðar sinnar, samfara því, að hann hefir verið mikill m'einlætamaður. Þessum farandpredikunum hans hefir verið veitt mikil eftirtekt meðal fjöldans. Er það sumpart vegna þess að líta á hann eins og helgan mann Frh. á 4. síðu. íþróttamót v. he. s. B. Hið árlega héraðsmót Borgfirðinga verður háð n. k. sunnudag 8. júlí og hefst kl. 1 e. h. Mótið verður háð á Hvítárbökkum skamt frá Ferju- koti eins og að undanfórnu. „Suðurlandið;‘ fer til Borgarness kl. 8V* f. h. á sunnudag og til baka aftur að kvöldinu. Nánari upplýsingar hjá FerðaBkritstofn Islnndi Ingólfshvoli, sími 2 9 3 9. Auglýsiné nn skoSun á bifreiðum og bifhjólum í iðgsagnarumdæmi Reykjavfkur. Samkvæmt bifreiðalögunum tilkynnist hérmeð bif- reiða- og bifhjólaeigendum, að skoðun fer fram, sem hér segir: Miðvikudaginn 4. júlí þ.á. á bifreiðum og bifhjólum RE 1— 50 Fimtudaginn 5. — — • — — — RE 51— 100 Föstudaginn 6. — — — — RE 101— 150 Laugardaginn 7. — — — — RE 151— 200 Mánudaginn 9. — — - — — — RE 201— 250 Þriðjudaginn 10. — — — — RE 251 — 300 Miðvikudaginn 11. — — - — — — RE 301— 350 Fimtudaginn 12. — — — — RE 351 — 400 Föstudaginn 13. — — — — RE 401 — 450 Laugardaginn 14. — — — . — RE 451— 500 Mánudaginn 16. — — — — RE 501— 550 Þriðjudaginn 17. — — — RE 551— 600 Miðvikudaginn 18. — — — RE 601— 650 Fimtudaginn 19. — — - — — — RE 651— 700 Föstudaginn 20. — — — — RE 701— 750 Laugardaginn 21. — — — — RE 751— 800 Mánudaginn 23. — — — — RE 801— 850 Þrtðjudaginn 24. — — - — — RE 851— 900 Miðvikudaginn 25. — — — — RE 901— 950 Fimtudaginn 26. — — — — RE 951 — 1000 Föstudaginn 27. — — — — RE1001— 1020 Ber bifreiða og bifhjólaeigendum að koma með bifreiðar sínar og bifhjól að Arnarhváli við Ingólfs- stræti, og verður skoðunin framkvæmd þar daglega frá kl, 10—12 fyrir hádegi og frá kl. 1—6 eftir hádegi. Á laugardögum frá kl. 10—12 fyrir hádegi og frá kl. 1—4 eftir hádegi. Vanræki einhver að koma bifreið sinni ©ða bifhjóli til skoðunar, verður hann látinn sæta ábyrgð samkv. bifreiðalögunum. Bifreiðaskattur, sem féll í gjalddaga 1. júlí þ. á., skoðunargjald og iðgjald fyrir vátrygging ökumanns verður innheimt um leið og skoðunin fer fram. Sýna ber skilríki fyrir því, að lögboðin vátrygging fyrir hverja bifreið sé í lagi. Þetta tilkynnist hérmeð öllum, sem hlut eiga að máli, til eftirbreyttni. Tollstjórinn og lögreglustjórinn í Reykjavík, 30. júní 1934 Jón HermannBBon. Hermann JónaBson.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.