Nýja dagblaðið - 08.07.1934, Blaðsíða 1

Nýja dagblaðið - 08.07.1934, Blaðsíða 1
NYIA DAGBIAÐIÐ 2. ár. Reykjavík, sunnudaginn 8. júlí 1934. 15r blað HHflHHHHHHBHHHHHHfiHHHBHHHiHHBHHHHHHBHBHHHBHHHHBHHHHHHHHBHHflHHHHHHHBHHHHHHHHHHHHHHHHHHHB^HHHUHHHHHHHHHHHHBHHHHHHflHHHHHHHflHHHHHHHflHHHHHHHSHHHflHHHHHHHHHHHflHHHflHHHHHHHHL HHHHB árid 1933 Utdráttnr úr skýrsln iramkvœmdarstjóra inn- fiutningadeildar, Aðalsteins Kristinssonar á að- altnndi 1934. Sala útlendra vara hefir aukizt á árinn nm 1.198 þús. kr. IntJendar iðnvörnr haia veriO seldar fyrir 334 þús. kr. Buddha og Sven Hedin Nýlega átti hinn frægi svenski vísindamaður Sven Hedin 40 ára starfsafmæli, sem landkönnuður í Asíu. Á myndinni íést Sven Hedin framan við stórt og skraut- legt Buddhalíkneski. Færeysk skólabörn koma r til Islands. Heildsalan. Eins og áður hefir verið skýrt frá í frásögn af nýlokn- um aðalfundi Sís, seldi það út- lendar vörur að viðbættum inn- lendum iðnvarningi á árinu 1933 fyrir 4.811 þús. krónur. Auk aðalskrifstofunnar hér í Reykjavík hefir það eins og að undanförnu skrifstofur í Leith og Kaupmannahöín og námu innkaup þeirra 3.308 þús. kr. Salan á vörum þessum hér innanlands skiptist þannig: Til sambandsfél. 3.910 þús. kr. Til annara sam- vinnufélaga . 423 — — Til annara við- skiptamanna 355 — — Til eigin þarfa 123 — — Samtals 4.811 þús. kr. Árinu áður nam þessi sala 3.613 þús. kr. og hefir hún því aukizt 1933 1.198 þús. kr. Stafar þetta að engu leyti af hækkuðu vöruverði, því það hefir sízt verið hærra 1933 en 1932. Er hér því um glæsilega framför að ræða, sem má að nokkru leyti þakka því, að kreppan hefir ekki verið nærri eins tilfinnanleg og fyrra árið og félögin ekki þurft að spara eins innkaup og þau gerðu: þá. Sambandið leggur alltaf meiri og meiri áherzlu á það, að ná beinum og millihðalaus- um viðskiptuml Á síðastl. ári hefir mikið áunnist í þeim| efn- um. Hefir Sís nú verzlunar- sambönd í 12 löndum. Sís og innlendi iðnaðurum. Auk þeirra iðnaðarfyrir- tækja Sís, sem vinna úr inn- lendum hráefnum og síðar verður getið um, hefir það rekið kaffibætisverksmiðjuna Freyju og sápuverksmiðjuna Sjöfn undanfarin ár. Hefir starfræksla beggja þessara fyrirtækja gengið vonum fram- ar og má góðs af þeim vænta í framtíðinni. Freyju- kaffibætirinn hefir stöðugt ver- ið að vinna sér auknar vin- sældir og Sjafnarverksmiðjan er í þann veginn að bæta við sig nýjum tækjum og mun hún því geta bætt framleiðslu sína á næstunni. Alls framleiddu báðar þess- ar verksmiðjur á síðastl. ári fyrir 145 þús. kr. og varð sæmilegur hagnaður á rekstr- inum. Sambandið seldi einnig vörur fyrir tvö iðnfyrirtæki samvinnufélaganna, mjólkur- verksmiðju Kaupfélags Borg- firðinga og smjörlíkisverk- smiðju Kaupfélags Borgfirð- inga og smjörlíkisverksmiðju KEA fyrir samt. 64. þús. kr. Hefir Sís því selt innlendan iðnvaming framleiddan af fyr- irtækjum samvinnufélaganna fyrir 210 þús. kr. og er þó framleiðsla Gefjunar gæruh verksmiðjunnar og gama- hreinsunarstöðvarinnar ekki talin þama með. Við önnur innlend iðnaðar- fyrir tæki hefir Sís einnig haft viðskipti og hefir innflutnings- deildin alls selt innlendan iðn- vaming fyrir 334 þús. kr. Landbúnaðarvörur. Síðastliðin tvö ár hefir sala á ræktunarvörum og öðru því, sem snertir landbúnaðinn verið minni en árin þar á und- an. Er þar um beina afleiðingu af krepunni að ræða. Sala jarðyrkjuverkfæra hef- ir verið minni árið 1933 en 1932. Hinsvegar hefir salan aukist á heyvinnuverkfærum og verið sem hér segir: 1932 1933 Sláttuvélar 41 87 Rakstrarvélar 21 61 Snúningsvélar 5 9 Sýna þessar tölur að salan hefir vel tvöfaldast á sláttu- vélum og snúningsvélum og nær þrefaldast á rakstrarvél- um. Þá má geta þess, að salan hefir mikið aukizt á öðrum Frh. á 4. síðu. Danskir Mennta- skólanemar heim- sækja Isiand Hingað komu fyrir tveimur dögum flokkur menntaskóla- nema frá Danmörku. Er þar fyrir þeim rektor skólans, Ein- j ar Andersen. Stýrir hann ein- um mest metna menntaskóla Dana, Östre Borgerdydskole í Kaupmannahöfn. Með E. An- dersen eru 22 nemendur skól- ans og hugsa þeir til þess að dvelja hér fram yfir 20. þ. m. til þess að kynnast landi og þjóð. Menntaskólinn hér annast móttökur flokksins og sér fyrir dvalarstöðum. og kostar ferðir þeirra hér um nærsveitir. Mun svo ákveðið, að álíka hópur úr menntaskólanum hér fari utan til Danmerkur í svip- uðum erindum um líkt lejTi og Danirnir halda heim, og mUn menntaskólinn danski annast móttökurnar þar. Hverjir voru líf- látnir í Þýska.andi London kl. 17 7/7. FÚ. Hvarvetna í Þýzkalandi bíða menn þess með óþreyju, að birtur verði hinn opinberi listi yfir þá menn, sem teknir voru af lífi í síðustu viku. Því hefir hvað eftir annað verið frestað að birta þenna lista. Hinn nýi foringi stormsveitanna hefir birt opinbera tilkynningu þess efnis, að enginn stormsveitar- maður hafi staðið á bak við byltingartilraunina, og að brún- liðar hafi ekkert það á sam- vizkunni, er þeir þurfi að bera kinnroða fyrir. Samtím- is er það tilkynnt, að nauðsyn- leg endurskipulagning storm- sveitanna muni hafa í för með sér nokkra fækkun innan þessa félagsskapar. Skólasýningin í dag eru síðustu forvöð að skoða hina stórmerku skóla- sýningu í Austurbæjarskólan- um. Foreldrar í bænum, sem enn hafa ekki séð hana, ættu að nota þennan seinasta dag, sem hún er opin til þess að skoða hana vel og rækilega. Eins og kunnugt er, fóru 26 skóladrengir frá Reykjavík til Færeyja sl. vor og fengu þar mjög glæsilegar viðtökur. Bók- in „Til Færeyja“, er þeir skrif- uðu og gáfu út, sýnir, að sú ferð hefir heppnast afbragðs vel og haft mikla þýðingu. Nú endurgjalda Færeyingar heimsóknina. 28—30 skólaböm frá Þórshöfn koma hingað á morgun með Lyru, og með þeim kennarar. Eru það Rik- hard Long, skáld og rithöf., og Elísabet Rasmussen, en hún hefir dvalið hér á landi og les- ið íslenzku við háskólann í Reykjavík. Félagið Færeyjafarar, þ. e. drengimir, sem fóru til Fær- eyja í fyrra og kennari þeirra, Aðalsteinn Sigmundsson, sér um móttöku færeysku bam- anna hér og dvöl þeirra, er verður 17 dagar, eða til 26. þ. m. Bömin búa á heimilum hér í bænum, er taka þau sem gesti. Fyrstu dagana munu þau skoða söfn, verksmiðjur o. fl., sem hér er að sjá. 14. þ. m. fara þau austur yfir fjall, | að *Gullfossi og Geysi, en dvelja ! síðan tvo daga í Biskupstung- um að kynnast íslenzku sveita- lífi. Hafa Tungnamenn skipt þeim niður á bæina til dvalar og fylgja þeim þriðja daginn á hestum að Laugarvatni. Þar verður gist, en haldið síðan til Reykjavíkur. Síðar em ráð- gerðar ferðir að Þingvöllum, upp á Esju, til Hafnarfjarðar og í Skátaskálann að Lækja- botnum, en þangað bjóða skát- ar börnunum. Það er mikið fagnaðarefni, að eiga von á þessum ungu gestum frá nánustu frændþjóð vorri, og efalaust, að allir Is- lendingar hafa hug á, að gera það, sem í þeirra valdi stend- ur til að þeim verði koman hingað sem ánægjulegust og minnisstæðust.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.