Nýja dagblaðið - 08.07.1934, Blaðsíða 4
4
N Ý J A
DAGBLAÐIÐ
ÍDAG
Annáll
„Amatörar“, Athngið
Odýrn
Sólaruppkoma kl. 2.25.
Sólarlag kl. 10,38.
Flóð árdegis kl. 3,05.
Flóð siðdegis kl. 3,30.
Veðurspá: Norðvestangola. Úr-
kornulaust.
pjóöminjasafnið ....... opið 1-3
Náttúrugripasafniö ..... opiö 2-3
Höggmyndasafn Ásm. Sveins. 1-7
Listasafn Einars Jónssonar kl. 1—3
Pósthúsið...............10—11
Landssíminn ................. 8-9
Heimsóknartími sjúkrahúsa:
Landsspít&linn ........... kl. 2-4
Landakotsspitalinn ....... kl. 3-5
Laugarnesspítali .... kl kl. 12^-2
Vífilstaðahseiið .. 12%-2 og 3%-4V4
Kleppur .................. kl. 1-5
FϚingarh., Eiriksg. 87 kl. 1-3 og 8-9
Sjúkrahús Hvítabandsins ...... 2-4
Sólheimar .............. opið 3-5
EllihoimiliÖ ................. 1-4
Neeturvörður i Laugavega Apóteki
og Ingólfsapóteki.
Næturlœknir: Bergsveinn Ólafsson
Suðurgötu 4. sími 3677.
Skemmtanix og samkomur:
Málverkasýning Jóns porleifsson-
ar, Blátúni, opin 1—7.
Skólasýningin opin 2—7 og 8—10.
Samgöngur og póstferðir:
Suðurland til Borgamess og frá.
Dr. Alexandrine til Færeyja og
Kaupmannahafnai'.
Messa
kl. 11 í Dómkirkjunni (séra Frið-
rik Haligrímsson.
Dagskrá útvarpsius:
Kl. 10,40 Veðurfregnir. 11,00 Messa
í Dómkirkjunni, 15,00 Miðdegis-
útvarp: a) Tónleikar frá Hótel
Borg. b) Grammófóntónleikar.
18,45 Barnatimi (puríður Sigurð-
ardóttir). 19,10 Veðurfregnir. Til-
kynningar. 19,25 Grammófónn:
Lög úr óperunni „Madame Butter-
fiy“ eftir Puccini. 19,50 Tónleikar.
Augiýsingar. 20,00 Klukkusláttur.
Fréttir. 20,30 Erindi: Norræn sam-
vinna (Guðbrandur Jónsson).
21,00 Grammófóntónleikar: Tschai-
kowsky: Symphonia No. 4. Dans-
lög til kl. 24.
Á mánudag:
Kl. 10,00 Veðurfregnir 12,15 Há-
degisútvarp. 15,00 Veðurfregnir.
19,00 Tónleikar. 19,10 Veðurfregn-
ir. Tilkynningar. 19,25 Grammófón-
tónleikar. 19,50 Tónleikar. Auglýs-
ingar. 20,00 Klukkusláttur. Fréttir.
20,30 Frá útlöndum. Mælska og
rnælgi (Vilhj. p. Gíslason). 21,00
Tónleikar: a) Alþýðulög (Útvarps-
hljómsveitin). b) Einsöngur (Pét-
ui' A. Jónsson). c) Grammófónn:
Syrpur úr gömlum danslögum.
Kolanám Breta
Árið 1932 voru grafnar úr
jörðu ca. 208 milj. og 750 þús.
smálesta af kolum í Bretlandi.
Að námuvinnunni unnu jafn-
aðarlega 804 þúsundir manna.
í námunum fórust sama ár,
881 maður, en 125.874 særðust.
Var þetta miklu minna kola-
nám en venjulegt er. Annars-
staðar í Evrópu, að Rússlandi
frá skildu, voru brotin s. 1. ár
ca. 242 miljónir smálesta.
Trúlofun. Nýlega opinberuðu
trúlofun sína Ragnheiður Magn-
úrdóttir frá Borg á Mýrum og
Hermann Hákonarson bifreiðar-
stjóri.
Jóhan Karlsoy þingmaður frá
Færeyjum hefir dvalizthérundan-
farið og flutt m. a. erindi á kenn-
araþinginu. Hann hefir ferðast
nokkuð um Suðurland í fylgd
með Aðalsteini Sigmundssyni
kennara og lætur vel af dvöl sinni
hér. Karlsoy er nú á förum héð-
an áleiðis heim.
Skipafréttir. Gullfoss er væntan-
legur tii Kaupmannahafnar í dag.
Goðafoss fór frá Hamborg í gær.
Brúarfoss er í Reykjavík. Detti-
foss er á Akureyri. Lagarfoss er í
Kaupmannahöfn. Selfoss fór frá
Kaupmannahöfn í fyrradag áleið-
is til Leith.
Ægir, mánaðarrit Fiskifélags fs-
lands, 6. tbl. yfirstandandi ár-
gangs, er nýlega komið út. Flyt-
ur það ýmislegan fróðleik að
vanda.
Fiskaflinn. Samkvæmt skýrsl-
um Fiskifélags íslands fiskaflinn
55.661 þús. kg. af þ'urfiski og er
það töluvert minna en á sama
tíma í fyrra.
Dronning Alexandrine fer í
kvöld kl. 8 áleiðis til útlanda.
Séra Hálfdán Guðjónsson vigslu-
biskup hefir sótt um lausn frá
prestskap frá 1. þ. m. að telja.
llann er prestur í Reynistaða-
prestakalli.
Lausn frá prestskap. Frá því á
fardögum í fyrra hafa fimm
prestar látið af prestsskap. Eru
það þeir: Séra Pálmi þóroddsson
71 árs, séra Árni þórarinsson 74
ára, séra Jakob O. Lárusson 47
ára, séra Runólfur M. Jónsson
69 ára og séra þorvarður þor-
varðarson 70 ára.
Félag ungra Framsóknarmanna
efndi til skemmtiferðar til Laug-
arvatns í gær. Var farið héðan
um fimmieytið. Margir tóku þátt
í förinni. Komið verður aftur í
kvöld.
Síldarverksmiðjurnar á Siglu-
firði tóku á móti fyrstu síldinni
fyrra mánudag og hófst bræðslan
daginn eftir. í fyrradag voru þær
búnar að taka á móti 15 þús. mál-
um af síld.
Útvarpsráðið. Lokið er nú skip-
un útvarpsráðsins til næstu
tveggja ára. Skipa það þessir
menn. Helgi Hjörvar formaður,
skipaður af atvinnumálaráðherra,
Pálmi Hannesson rektor, tilnefnd-
ur af útvarpsnotendum, Guðjón
Guðjónsson skólastjóri, tilnefndur
af Kennarasambandinu, séra Frið-
rik Hallgrímsson, tilnefndur af
kennarasambandinu, séra Frið-
rik Hallgrimsson, tilnefndur af
Prestastefnunni og Bjarni Bene
diktsson prófessor, tilnefndur af
háskólaráði.
Landskjálftamir. Um 15 jarð-
skjálftakippir fundust á Dalvik á
einni klukkustund aðfaranótt 5.
júlí. Voru margir þeirra mjög
snarpir. Hlaða, sem var í smið-
um hrundi og einhverjar smærri
skemmdir urðu. Hafa þessar stöð-
iiðu jarðliræringar haft mjög slæm
áhrif á marga og sagði fréttarit-
ari blaðsins á Akureyri í gær, að
böm jafnvel hefðu misst matar-
lyst. og þyrði ekki að dvelja inn-
anhúss í lengri tíma.
Innbrot var framið í Brauns-
verzlun aðfaranótt 6. þ. m. og stol-
ið 140 kr.
að það er ekki nóg að filman yðar sé rótt lýst, hún
verður líka að vera rétt framkölluð, og pappírstegund-
irnar rótt valdar. Trygging fyrir því verður ávalt ör-
uggust hjá mér, því allt er unnið af þaulvönu starfsfólki
Mnniö! Framköllun, kopiering, Btœkkanior,
L|ótny>dastofa Sig. Guðmundssonar
Lækjargötu 2 — Sími 1980
Blóðugir bardagar
í Amsterdam
London kl. 17 7/7. FÚ.
Alvarlegar óeirðir brutust út
í gærkvöldi í Amsterdam, og
tóku þeir, sem að þeim stóðu
sporvagn og hvolfdu honum og
drógu upp á honum rautt flagg.
Ríðandi lögreglulið gerði nokkr-
ar tilraunir til þess að dreifa
uppþotsmönnunum, með vopn-
aðri árás, en brynvagnar voru
einnig kvaddir á vettvang.
Kunnugt er um 6 menn, sem
létu lífið í þessum óeirðum,
en það er óvíst með öllu, hve
niargir hafa særst. Fótgöngu-
liðsherfylki var sent til Am-
sterdam í morgun og 8 bryn-
vagnar til viðbótar við þá, sem
fyrir eru, ef til frekari óeirða
skyldi koma.
Morðtilraun við
Mahatma Gandhi
Kastað sprengju að bif-
reið þeirri, er Gandhi
var í, af löndum hans,
er þykir hann ganga of
langt í kenningum sín-
um uxn stéttajöfnuðinn.
Það vakti mikla athygli víða
um heim, þegar sú frétt barst
út, að þ. 25. f. mián. hefði ver-
ið gerð tilraun til að ráða
Gandhi af dögum í borginni
Poona í Indlandi.
Gandhi hefir — eins og getið
var hér í blaðinu fyrir skömmu
— verið á ferðalagi um Ind-
land til þess að vinna að því,
að hinum „óhreinu" væri gef-
in sömu réttindi og öðrum til
aðstoðar í lífsbaráttunni.
Allstór flokkur níanna í Ind-
landi, sem kallaður er Sanatan-
istar og eru strangtrúaðir
Hindúar, telja að Gandhi gangi
of langt í kenningum sínum!
og telja þeir að ekkert það sé
til 1 hinum1 heilögu trúarbók-
um þeirra, er leyfi honum að
ganga svo langt.
Sanatanistar telja, að rétt
muni vera krafa hans um betri
lífskjör fyrir þetta úrkast, en
það sé óleyfilegt að þeir fái
að ganga í guðshús með öðr-
um Hindúum, en Gandhi held-
ur fast við það.
Telja þeir að þessar kenning-
ar Gandhis hafi hvorki við
trúarbrögð eða mannúð að
styðjast, heldur sé þetta gert
í pólitísku augnamiði frá hans
hálfu, til að geta notfært sér
þann kráft, er þetta fólk hefir
yfir að ráða, eftir að því hafa
verið veitt mannréttindi.
Starfsemi Sambandsins
Framh. af 1. síðu.
vélum, sem notaðar eru eink-
um til heimilisþarfa. Skulu hér
nefndar nokkrar tölur fyrir
bæði árin.
1932 1933
Skilvinur 84 225
Strokkar 15 23
Saumavélar 38 157
Prjónavslar 41 86
Sala á vímeti og gaddavír
hefir mikið aukist á árinu.
Svarar til að fyrir girðingar-
efni, er Sís seldi 1932, væri
hægt að girða með vírneti eða
5 gaddavírsstrengjum 8809
km., en 1933 204.06 km. langa
leið.
Á grasfræi var salan nokkru
minni árið 1933 en næsta ár á
undan, en hinsvegar seldist
töluvert meira af sáðkorni.
Kjarnfóðursalan hefir verið
drjúgur liður í starfsemi Sís á
árinu. Hefir Ámi G. Eylands
ráðunautur haft þar góða og
þýðingarmikla forgöngu, bæði
fyrir Sís og bændastétt lands-
ins. 1 hinu nýja vörugeymslu-
húsi Sís í Reykjavík hefir ver-
ið komið fyrir fóðurblöndunar-
vélum. Hafa þær orðið til mik-
ils hagræðis, því auk þessa,
hafa þær verið notaður til
grasfræblöndunar. Sýnir salan
á fóðurvörum Sís, að þeim
aukist stöðugt vinsældir.
Áburðareinkasalan.
Það er kunnugt, að Sís hef-
ir haft með höndum rekstur
Áburðareinkasölunnar síðan hún
tók til starfa. Síðastl. ár seldi
hún 2364 tonn af áburði fyrir
482 þús. kr.
Innkaupsverð áburðarins og
sölukostnaður á árinu var í
hundraðstölum þessi:
Innkaupsverð......... 82.30%
Farmgjöld til útlanda 10.21%
Uppskipun, vörugjald,
húsaleiga, akstur og
vinna við áburðinn 2.55%
Farmgjöld innanlands 0.64%
Auglýsingar, burðar-
gjöld, innheimta, vá-
tryggingar og skrif-
stofukostnaður . .. 4.30%
Hér hefir aðeins verið hægt
að drepa á fáein atriði úr
hinni ítariegu og stórfróðlegu
skýrslu framkvæmdarstjórans.
Síðar verður sagt frá annari
starfrækslu Sís.
Símar Nýja dagblaðalns:
Ritstjérl: 4373.
Fréttaritari: 2353.
Aigr. og augL: 2328.
8aglýsiu{arn&r.
Gott íbúðarhús á kyrlátum
góðum stað í austurbænum til
sölu. — Verðið er aðgengilegt
og greiðsluskilmálar þægilegir.
Afgr. vísar á.__________________
Hillupappír, mislitan og
hvítan selur Kaupfélag Reykia-
víkur. Sími 1245.
Reiðhjólin Hamlet og Þór
eru þau beztu segja allir, sem
reynt hafa. Fást hvergi landinu
nema hjá SIGURÞÓR.
Gúmmísvampar mjög hent-
ugir að þvo með glugga, ffist
hjá Kaupfélagi Rvíkur.
STÓRHÖGGIÐ
kjöt af dilkum og fullorðnu fé
fyrirliggjandi.
S. I. S. — Sími 1080.
17 ára piltur óskar eftir at-
vinnu. Tilboð merkt „Atvinna“
leggist inn á afgreiðslu blaðs-
ins.
Ungur maður óskar eftir
vinnu í sveit óákveðinn tíma.
Uppl. Kirkjuveg 20, Hafnar-
firði.
Tilkyimingar
Beztu og ódýrustu sunnu-
dagaferðimar verða nú eins og
áður frá Vörubílastöðinni í
Reykjavík. Sími 1471.
-Fundið
Skjalataska hefir tapast. Að-
alsteinn Eiríksson. Sími 2610.
Það ráð hefir fundizt, og
skal almenningi gefið, að bezt
og öruggast sé að senda fatn-
að og annað til hreinsunar og
litunar í Nýju Efnalaugina.
Ferðaskrifstofa
Islands
veitir ókeypis upplýsingar u!m
ferðalög og gististaði; útveg-
ar farartæki, og hefir af-
greiðslu fyrir flest helztu sum-
argistihúsin úti á landi.
Komið í Ferðaskrifstofuna í
Ingólfshvoli áður en þið fariS
í ferðalög.
Reykholt
Sumarhótelið er tekið til
starfa. Tekur á móti dvalar-
gestum og hefir greiðasölu.
Heit sundlaug til afnota.
Allar upplýsingar og af-
greiðsla hjá
FERÐASKRIFSTOFU
ÍSLAND,
sem einnig gefur allar upplýs-
ingar um ferðir til og frá
hótelinu.