Nýja dagblaðið - 22.07.1934, Blaðsíða 3
N Ý J A
DAGBLAÐIÐ
S
i---------------------------i
g NÝJA DAGBLAÐIÐ
| Útgefandi: „Blaðaútgáfan h.f.“
Ritstjóri:
Gisli Guðmundsson,
| Tjarnargötu 39. Sími 4245.
Ritstjórnarskrifstofurnar
g I.augav. 10. Símar 4373 og 2353.
| Afgr. og auglýsingaskrifstofa:
| Austurstrœti 12. Simi 2323.
ÍÁskriftargj. kr. 1,50 á mánuði. |
í lausasölu 10 aura eint.
Prentsmiðjan Acta.
nmnmiMiMBiii—nujiinmm lii'iiiiMi i»'ii i 11
Lygar
Morgaablaðsins
Mbl. hefir nú um stund
flutt hverja greinina af ann-
ari með vísvitandi lygum um
tvo Framsóknarmenn, Jón
Árnason og Jónas Jónsson.
Mbl. flutti þessar lygar í á-
kveðnum tilgangi, að spilla
fyrir samvinnu Framsóknar-
manna og umbótafúsra verka-
manna.
Sú hlið af rógi Mbl. bar eng-
an árangur. Umbótaflokkarnir
þekkja vel starfsaðferðir í-
haldsins. Verkamenn vissu vel
að Ólafur Thors ætlaði að
draga saman 600 manna her
um haustið 1932 og nota sund-
höllina sem vígstöðvar. Þenn-
an her átti að nota til að
brjóta verkamenn á bak aftur
með hungurbaráttu og bar-
smíðum. Það var Framsóknar-
maðurinn Hermann Jónasson,
sem bjargaði óvitanum frá
þessu skaðræðisverki.
Verkamenn vita, að það er
eingöngu vegna framsýni og
þroska Framsóknarflokksins,
að íhaldið er ekki búið að
brjóta verkamenn undir sig
með ranglátum kúg’unarlögum.
Út úr lygasögum um Fram-
sóknarflokkinn, greip Mbl. til
þess háskaráðs fyrir íhaldið,
að ráðast á Sigurð Kristinsson
forstjóra með botnlausum stór-
yrðum. Mbl. hefir borið á hann
að hann hafi gefið falsvottorð
og bætir við mörgum öðrum
strákslegum orðum.
Sigurður Kristinsson er einn
af þehn mönnum á íslandi,
sem* 1 flestir menn þekkja að
drengskap, skapfestu og áreið-
anleik. öll þjóðin veit, að Sig.
Kristinsson myndi aldrei gefa
falsvottorð, aldrei segja vís-
vitandi rangt frá máli, hver
sem í hlut ætti.
Sigurður Kristinsson lætur
sér auðvitað ekki koma til
hugar, að virða Mbl. svars. En
hann dregur það fyrir lög og
dóm. Mbl. verður á eftir að
éta ofan í sig fólskuorð sín
um einn hinn mætasta mann
þjóðarinnar, eða þola að þau
verði dæmd dauð og ómerk,
enda eru þau ekkert annað en
vísvitandi rógburður ómennt-
aðra og vesælla manna.
Þannig enda allar göngur
Mbl.
Margir uppgjafaráðherrar.
1 Frakklandi eru nú á lífi
235 fyrverandi ráðherrar, eft-
ir því sem einhver fróður
maður hefir upplýst.
Nokkvir þæíiiv
úr sijórnarfarss og menningar*>
sögu Suður*Jóía.
Helzta vörn Dana, var að
stofna einkaskóla og fríkirkju-
söfnuði — meðan það var ekki
hindrað.
T. d. var í Bovelund 1896
reist kirkja af fríkirkjusöfn-
uðinum, en er méssa skyldi
þar í fyrsta sinn, og 1. sálm-
urinn hafði verið sunginn,
kom lögreglan, bannaði guðs-
þjónustuna og rak alla út úr
kirkjunni. Og slíkar tiltektir
voru víðar hafðar við lík tæki-
færi. Svo smávægilegar tylli-
ástæður voru notaðar til þess
að hindra áhugamál íbúanna,
að dæmi finnast til, að funda-
hús, er íbúarnir í einu þorpi
höfðu komið upp með frjáls-
um samskotum, var bannað
og því lokað, vegna þess, að
byggingin sjálf mældist hálf-
um þumlungi styttri en teikn-
ingin ákvað, sem yfirvöldin á
sínum tíma höfðu samþykkt.
Skólarnir, sem reistir voru
ýmist af einstökum áhuga-
mönnum eða félögum, og ætl-
aðir voru til þess m. a. að
halda uppi tengslunum við
föðurlandið og hamla í gegn
þýzka áróðrinum, urðu flestir
að hætta störfum innan langs
tíma, fyrir margvíslegar hindr-
anir yfirvaldanna. En þar í
Suður-Jótlandi stofnuðu Danir
sinn fyrsta lýðháskóla, Röd-
dinge skólann.
Félagssamtök fólksins urðu
þó ekki kæfð. Þau urðu sá
leiðarvísir, sem benti undirok-
uðum Suður-Jótum þá einu
leið, sem þeim væri fær til
þess að fá lifað innbyrðis
sjálfstæðu andlegu lífi, er út
á við var ekki leyft. Mörg fé-
lög voru stofnuð og fundahús
byggð eða leigð. Og -þrátt fyr-
ir hinar ótrúlegustu! tylliástæð-
ur, sem grafnar voru upp
þessu til hindrunar, varð á-
rangurinn gagnstæður tilgang-
inum. Eitt slíkt fundahús var
haft lokab í ár, vegna þess, að
lögreglan hafði fundið dálitla
rifu í kalkhúðinni innan
veggja. Fundur bannaður, af
sömu aðilum, þar eð fundar-
salurinn var upplýstur með
steinolíuljósum, enda þótt sam-
koman væri haldin um hádag
og engra ljósa vant. Og ef
menn mættu á þvílíkum mót-
um með göngustafi, var fund-
urinn talinn vopnaður — og
leystur upp.
Þegar ekkert af þessu bar
tilætlaðan árangur, var skift
um aðferð eða fleiri ráð notuð
samtímis. Og eitt þeirra var
það, að vísa umsvifalaust úr
landi þeim mönnum og kon-
um, er ekki voru löglegir þegn-
ar Þýzkalands, en studdu að
„óróa“ og „æsingum“, eins og
þjóðernisbarátta þeirra var
nefnd og yfirvöldunum. Það er
talið að á 5 árum kringum
síðustu aldamót hafi um þús-
und konur og menn verið gerð
landræk úr Norður-Slésvík. Og
kæmu danskir menntamenn
suður yfir landamærin, m. a.
til þess að halda fyrirlestra ;
eða taka þátt í fundahöldum.
Var þeim alloft vísað á burtu
og fluttir undir lögreglueftir-
liti norður um landamærin.
Þess voru dæmi, að dönsk
söngkona, sem var fengin til
að skemmta á félagsfundi,
var — ásamt annari stúlku,
er aðstoðaði við hljóðfærið —
tekin í miðju „prógramminu“
og flutt af lögreglumanni út
fyrir landamörkin um hánótt
og án þess að fá ráðrúm til að
komast í yfirhöfn.
Arne Möller, hinn góðkunni
íslandsvinur og skólastjóri,
segir á einum stað í bók sinni:
Suður-Jótland eftir 1864, frá
eftirfarandi atviki:
„Ég flutti erindi á ýmsum
stöðum í Suður-Jótlandi haust-
ið 1906, eftir beiðni, oftast á
heimilunum sjálfum. T. d. á
einum bæ rétt sunnan við
landamærin, þar sem hvert
herbergi var fullskipað áheyr-
endum úr sókninni, sem með
leynd var boðið. Um nóttina,.
þegar gestir voru farnir og ég
ætlaði að fara að sofa, bað
hinn ungi húsráðandi mig að
heilsa fyrst upp á föður sinn.
Hann hafði setið falinn í
svefnherberginu meðan ég tal-
aði. Hann hafði sem sé verið
rekinn af, þeirri jörð, er svo
lengi hafði verið í eigu feðra
hans og hans sjálfs. Nú laum-
aðist hann einstaka sinnum
hingað um nætur, til þess að
sjá gamla heimilið sitt og
legstað konur.nar sinnar í
kirkjugarðinum.
Þegar hann kvaddi um' nótt-
ina, og ég horfði á eftir hon-
um út í náttmyrkrið, útlaga
frá sínu eigin heimili, þá
skildi ég hvað það er að vera
ofsóttur af Þjóðverjum“.
Þetta, sem hér hefir verið
drepið á, eru einungis örfá
dæmi um þá aðferð, sem stór
og voldug þjóð notaði til þess
að kúga til hlýðni lítið, her-
tekið þjóðarbrot annars lands.
Vitanlega sáu og fundu
margir Þjóðverjar, hve hræði-
legum misrétti og smánarlegri
rneðferð var beitt gegn þess-
um þjóðflokki og hve ger-
vonlaust það var, að ætla sér
að kúga frjálsborna menn og
konúr svo skifti hundruðum
þúsunda, frá móðurmáli sínu,
þj óðemiskennd og rótgrónum
lífsskoðunum. Og ýmsir tóku
þeirra. málstað drengilega.
En það var stjórnin prúss-
neska sem réð. Og hennar
hviklausa markmið var það,
að bræða Suður-Jóta að fullu
saman við stór]r/zkan hugsun-'
arhátt og lífsvenjur. Og til
þess voru öll ráð leyfileg.
„Danir (í Suður-Jótlandi) eru
landráðamenn, og gegn land-
I Tií Akuveyvav
á morgun (mánudag),
þriðjudag,
fimtudag og
föstudag.
Farþegar einnig teknir til:
Hvammstanga',
Blönduóss,
Sauðarkróks og víðar.
Framhaldsferðir frá Akureyri til Húsavíkur,
Mývatns og Dalvíkur.
Fargjöld hvergi lægri.
Farartæki hvergi betri.
Bifreiðasiöð Sieindórs
Simi 1580.
Hötum til
* Hverfistema
Hverfisteinaiárn
Samband isl. samvínnuíélaga
FREYJU kaffibæfisduftið
— nýtilbúið — inniheldur aðeins ilmandi kaffibæti, ekkert va tn
eða önnur efni til uppfyllingar. Þess vegna er Freyju kaffibætis-
duftið drýgst, heilnæmast og bezt. Og þó er það ódýrara en kaffi-
bæti í stöngum.
Notið það bezta, sem unnið er í landinu,
Freyju kaffibæti og Freyju kaffibætisduft fæst meðal annars í
Kaupfelagi Reykjavíkur
Sim'i 1245.
ráðamönnum er all>: leyfilegt".
Svo mælti einn af amtsfor-
stjórum Suður-Jótlands um
þegna sína. Og þegar litið er
á stjórnarstefnu Þýzkalands
gegn herteknum þjóðlöndum,
virtist þj óðernisbarátta Suð-
ur-Jóta nær vonlaus. „Ég vil
heldur sjá 42 miljónir liggja
fallnar á vígvöllumun, en iáta
af höndum einn stein af þeim
löndum, sem við höfum unn-
ið“, sagði Vilhjálmur keisari í
einni ræðu sinnl frá þessum
árum. Og þótt þá greindi
fljótt á um margt, kanzlar-
ann og keisarann, var Bis- ■
mark honum samþykkur í |
þessum efnum. i
(Framh.) H. J.
Verzlið við þá,
að öðru jöfnu, sem auglýsa
í Nýja dagbladinu
Takid eftir!
Dvergasteinn, Smiðjustíg 10
tekur að sér viðgerðir á alls-
konar landvélum, gerir tilboð í
smíði á handriðum, grindum og
rörum.
Brúnsuða á stálmunum, svo
sem byssuhlaupum.
Munið að líkkistuhandföngin
eru framleidd í
Dvergasteini
Eími 2049. Pósthólf 3885
límniðavinnustofa
mín er í Austurstraeti 8.
Haraldur Hagan
Sími: 8890.