Nýja dagblaðið - 24.07.1934, Blaðsíða 2

Nýja dagblaðið - 24.07.1934, Blaðsíða 2
2 N Ý J A DAGBLAÐIÐ Sænski flmleikaflokkurinn á íþióttavellmum í kvöid Sænski fimleikaflokkurinn, sem kom hingað fyrir nokkru og áður hefir verið sagt frá hér í blaðinu, sýnir fimleika á íþróttavellinum kl. 8M> í kvöld. Flokkurinn fór fyrra laugar- dag til vestur og norðurlands- ins og hefir haft fimleikasýn- ingar þar á fimm stöðum, ísa- firði, Húsavík, Akureyri, Blönduósi og Borgarnesi. Alls- staðar hefir hann fengið góða aðsókn og verið vel af honum látið. Foringi flokksins og kennari er Jan Ottoson, fimleikakenn- ari við lýðháskólann í Tárna. Er Ottoson einn af þekktustu og duglegustu fimleikakennur- um Svía, en þeir standa, eins og kunnugt er, framarlega í þessari íþrótt og er því mikils af þessum flokki að vænta. Hefði Ottóson varla lagt í ferða lag um framandi land, nema með fimleikaflokk, sem hann teldi sig vera fullsæmdan af. Þrisvar sinnum áður hafa ís- lenzkir íþróttaflokkar heimsótt Svía. Á Olympiuleikana í Stokk hólmi 1912 sendu íslendingar nokkra sína beztu glímumenn. Fimleikaflokkur úr íþróttafél. Reykjavíkur fór til Svíþjóðar 1927 og hafði þar sýningar á nokkrum stöðum. Og seinast fór flokkur úr Ármann á ís- lenzku vikuna í Stokkhólmi 1932 og sýndi þar glímu og fimleika. Öllum þessum Islenzku í- þróttaflokkum hefir verið vel tekið af Svíum og með mikilli rausn og höfðingsskap. Þeir hafa reynt að gera íslending- um dvölina sem bezta og sýnt það, að þeir kynnu að meta í- þróttir. Það er vafalaust, að Reyk- víkingar kunna því illa að vera þeim eftirbátar og munu því áreiðanlega fjölmenna á Iþrótta völlinn í kvöld. Alafosshlavpið Bjarni Bjarnason varð sigurvegari Álafosshlaupið fór fram á sunnudaginn. Hlaupið hófst kl. 4x/2 og var fyrst hlaupinn einn og hálfur hringur á íþróttavell- inum og síðan að Álafossi. Keppandur voru fjórir. Einn þeirra, Ámi Stefánsson (Á), hætti hlaupinu, þegar eftir voru tæpír tveii km. Tók sig upp gamalt hnémein og varð hann að hætta af þeirri ástæðu. Af hinum hlaupurunum varð fyrstur Bjarni Bjamason (I.B.) á 1 klst., 11 mín. 58,1 sek. Annar varð Jóhann Jóhannes- son (Á) á 1 klst., 18 mín. 15.1 sek. Þriðji Bjami Magnússon (Á) á 1 klst., 26 mín. 34 sek. Franskur herforingi látinn. General Jacques Gabriel Langlois, einn af merkustu herforingjum Frakka, er ný- látinn, sextugur að aldri. „Monte Rosa“ strandaði við Fær- eyjar i gærdag. Þýzka skemmtiferðaskipið Monte Rosa strandaði við Fær- eyjar í gær, skammt frá Þórs- höfn. Mun það hafa ætlað að koma þar við. Þoka var svört, en veður sæmilegt að öðru leyti. Skipið er ekki talið í verulegri hættu. Frá Færeyjum ætlaði skipið að koma hingað og vera hér í tvo daga. Farþegarnir eru flestir þýzk- ir læknar. Danskar nýlendur í Suður-Ameríku. Danska stjómin hefir ný- lega sent fjögra manna nefnd til Argentínu, Brazilíu og Venezuela, til að kynna sér möguleika þá, sem fyrii; hendi eru um stofnun danskra ný- lenda í þessum ríkjum. Hafa Danir, á síðari árum, fluzt nokkuð til S.-Ameríku, sér- staklega til Argentínu. Úr djúpum hafsins Ýmsar rannsóknir á dýralífi í sjónum Þær eru margar fiskateg- undirnar, sem lifa í sjónum, og margvíslegar að eðli, bygg- ingu og lifnaðarháttum. Fiskafræði hefir hraðfleygt fram síðustu tvo þrjá áratugi. Meiri- og minniháttar leiðangr- ar hafa verið farnir um öll heimsins höf til að kynnast lifnaðarháttum og eðli fisk- anna, og leita að áður óþekkt- um tegundum. Þetta hefir hvorutveggja tekizt. Menn hafa orðið margs vísari um hætti og sköpun ýmsra fiska, sem orðið hefir til mikils fróðleiks og nýjar fiskategundir eru alltaf að bætast í hópinn, sem áður hafa verið óþekktar. Ileims- höfin eru mörg og stór og það er margt sem í þeim býr. Líður án efa á löngu að rannsakað verði til fulln- ustu hvað dyljast kann á sjávarbotni hinna ýmsu hafa. Hér fer á eftir frásögn um nokkra einkennilega fiska, er aðallega lifa í suðurhöfum. Sá fiskur, er fyrst verður minnst á, heitir á vísindamáli Porichthys notatus, og á heima í Kyrrahafinu við vest- urströnd Ameríku. Er hann hrygnir, festast hrognin eins og venja er til við sjávarbotninn, sökum líms eða kvoðu, sem í þeim er, og heldur þeim þar unz þau klekjast út. Hefir mönnum aldrei tekizt að búa til slíkt lím, sem nota mætti undir vatnsborði. En allan tímann meðan hrognin erul að klekjast, situr fiskurinn yfir þeim eins og hann sé að passa þau, og ekki nóg með það, hann syng- ur. Söngurinn kemur úr sund- maganum, sem mun vera nokkuð öðruvísi en í öðrum fiskum, og er söngurinn svo hár, að vel má heyra upp á yfirborð sjávar. Annar fiskur, sem lifir við vesturströnd Ameríkui, og Ind- landsstrendur, er kállaður á ensku máli The mud-skipper. Hann hefir oft verið kallaður blendingur af fiski og froski, þó líklega heyri hann fiskun- um frekar til. The mud-skipper lifir á grunnsævi við strendurnar, og þegar háfjara kemur, er hann skilinn eftir á þurru landi. En það virðist einmitt vera það sem hann hefir beðið eftir, og þá fyrst fer hann að njóta lífsins. Hann hleypur upp um allar fjörur og langt á land upp. Klifrar hann um kletta, og er oft fundinn upp í all- háum trjám. Leitar hann sér fæðu meðal trjánna og í öðr- um gróðri, og grfpur flugur, fiðrildi og önnur skorkvik- indi, er þau fljúga framhjá. Nærist hann aðallega í þessum landferðum sínufn. Stórir og sterkir kvið»uggar gera honum það kleift að ferðast um á þurru landi, svo sem raun ber vitni um. Annar fiskur, sem gengur mikið um á landi, er The walking perch í Indlandi. Hann lifir í smátjörnum og vötnum. Er þau þorna upp í sumarhitunum, þá leggur hann land undir fót og leitar sér að nýrri tjöm. Hefir hann birgðir af lofti í tálknunum, sem hann notar á þessum ferðalögum sínum, sem gera honum mögu- lega svo langa landvist sem oft er raun á. En öllu einkennilegri en þessir fiskar eru þó lungna- fiskarnir, sem lifa í ám í Ástralíu, S.-Ameríku og Af- ríku. Einna einkennilegastir þessara fiska eru þeir, er heima eiga í Afríku. Þegar ámar eru að því komnar að þorna í hinum ndklu sumarhitum, þá grafa fiskarnir sig niður í leirinn í árbotninum. Svo þegar árfar- vegurinn hefir þomað upp, verður leirinn grjótharður eins og móhella og steikjandi heitur, en það gerir fiskinum ekkert tiL Þegar að rigninga- tími kemur næstu árstíð, losn- ar um leirinn og fiskuirinn fer að busla á ný í vatninu. Stórir kögglar af þessum harða leir hafa verið brotnir upp og fluttir á söfn og sýn- ingarstaði um allan heim, og eru þeir svo harðir, að ekki er vandfarið með. Eru þeir síðan látnir í vatn og lagðir í bleyti og út syndir fiskurinn í bezta ásigkomulagi. Til eru ýmsar fiskateg- undir, sem hafa lært að not- færa sér rafmagnið. Nota fisk- arnir það bæði til að veiða með, og svo til að lýsa niður í hafdjúpunum. Einn slíkur fiskúr, sem á heima á miklu sjávardýpi, hefir langan veiði- taum fram1 úr höfðinu og á enda hans ofurlítið rafljós. Ginnir hann aðra fiska til sín með ljósinu og hremmir þá síðan. En rafmagnsállinn, er heima á í stórfljótum S.-Ameríku og oft verður 6 feta langur, ver sig með rafmagskrafti þeim, er út frá honum gengur, og er svo mikill, að snerting við fiskinn getur svift fullhraust- an mann meðvitundinni. Þenn- an kraft notar hann líka til veiða, því ekki þarf annað en snerta einhvern annan fisk með sporðinum, og þá er hann úr sögunni. Er það með allra einkennilegustu fiskategund- um, og hafa vísindamenn ekki enn í dag komizt að neinni niðurstöðu um hvernig raf- hlöður fiskjarins eru síhlaðn- ar og á hvern hátt hann leið- ir rafmagnið. Einn fisk þarf að minnast á ennþá, og er það „öngulfisk- urinn". Hann veiðir á líkan hátt og við mennirnir gerum „Lagarfoss" fer í kvöld kl. lOtilBreiða- fjarðar og Vestfjarða. Farseðlar óskast sóttir fyr- ir hádegi, og vörur afhend- ist fyrir kl. 2 í dag. „Goðafoss“ fer á miðvikudagskvöld kl. 8 um Vestm.eyjar, til Hull og Hamborgar i-h:h i: 11 M.b. SkaftfellÍHgur hleður til Víkur og Skaft- áróss á morgun Obrolhæll: Bollapör, parið . . 1,55 Drykkjarkönnur . . 1,10 Matardiskar . . . 1,35 Vatnsglös .... 0,75 Vínbikarar .... 0,65 Nýkomið. K. Einoi h Biosso Bankastræti 11. Yerzlið að öðru jötnu vid þá sem auglýsa í Nýja dagblaðinu með flugu. Hefir hann langan taum út úr höfðinu, og á enda hans „beitu“. Veifar hann þessu í vatninul og laðar til sín aðra fiska á þann hátt. Er þeir eru komnir nógu nærri, kippir hann „beitunni“ til sín og gleypir þá. Á þennan hátt ginnir hann oft endur og aðra sundfugla til að stinga sér, og hremmir þá síðan. Enn er verið að kanna höf- in, og árlega koma sagnir af nýjum undrafiskum, sem fundizt hafa, enn einkenni- legri en þeim er lýst hefir verið í þessu ófullkomna á- •idu3

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.