Nýja dagblaðið - 24.07.1934, Blaðsíða 4

Nýja dagblaðið - 24.07.1934, Blaðsíða 4
« N Ý J A DAGBLAÐIÐ í DAG Sólaruppkoma kl. 3.10. Sólarlag kl. 10.54. Flóð árdegis kl. 3.30. flóð síðdegis kl. 4.00. Veðurspá: Norðvestanátt með skúr um. Léttir til. Söfn, skrifstofnr o. fL Alþýöubókasafnið .. 10-12 og 1-10 þjóðskjalasafnið ....... opið 1—4 þjóöminjasaínið ........ opið 1-3 Náttúrugripasafniö ..... opið 2-3 Landsbankinn ................. 10-3 Búnaðarbankinn .... 10-12 og 1-3 Útvegsbankinn ....... 10-12 og 1-4 Útbú Landsb., Klapparst....... 2-7 Pósthúsið: Bréfapóststofan .. 10-6 Bögglapóststofan .......... 10-5 Skrifstofa útvarpsins 10-12 og 1-6 Landssiminn ................... 8-9 Búnaðarfélagið ...... 10-12 og 1-4 Fiskifélagið (Skrifst.t.) 10-12 og 1-5 Samb. isl. samvinnufél. 9-12 og 1-6 Skipaútg. ríkisins .... 9-12 og 1-6 Eimskipafélagið ............... 9-6 Stjórnarráðsskrifst. .. 10-12 og 1-4 Sölusamband íslenzkra fisk- framleiðenda ..... 10-12 og 1-6 Skrifst. bæjarins .... 9-12 og 1-4 Skrifst. lögreglustjóra 10-12 og 1-4 Skrifst. lögmanns .... 10-12 og 1-4 Skrifst. tollstjóra .... 10-12 og 1-4 Tryggingarst. ríkisins 10-12 og 1-5 Hafnarskrifstofan .... 9-12 og 1-6 Skipaskoðunar og skráningarst ríkisins ......... 10-12 og 1-6 Lögregluvarðst opin allan sólarhr. Heimsóknartími sjúkrahúsa: Landsspítalinn ........... kl. 3-4 Landakotsspítalinn ........... 3-5 Laugarnesspítali ........... 12^-2 Vífilstaðahælið &/2-W2 og 3^-4% Kleppur ...................... 1-5 Fæðingarh., Eiríksg. 37 1-3 og 8-9 Sólheimar .................... 3-5 Sjúkrahús Hvitabandsins .... 2-4 Farsóttahúsið ................ 3-5 Næturlæknir í Laugavegsapóteki og Ingólfsapóteki. Næturlæknir: Ólafur Helgason, Ingólfsstr. 6. Sími 2128. Samgöngúr og póstferöir: Suðurland til og frá Borgarnesi. Suðurlandspóstur kemur. Lagarfoss til Breiðafjarðar og Vest fjarða. Skemmtanir og samkomur: Sýning sænska fimleikaflokksins á íþróttavellinum kl. 8.45. Dagskrá útvarpsins: Kl. 10.00 Veðurfregnir. 12.15 Há- degisútvarp. 15.00 Veðurfregnir. 19.10 Veðurfregnir. Tilkynningar. 19.25 Grammófóntónleikar. 19.50 Tónleikar — Auglýsingar. 20.00 Klukkusláttur. Tónleikar: Celló- sóló (þórhallur Árnason). 20.30 Er- indi: Böð og líkamsæfingar (Jan Ottoson fimleikastjóri, frá Svíþjóð. þýtt og flutt á íslenzku). 21.00 Fréttir. 21.30 Grammófónn: a) ís- lenzk lög. b) Danslög. Nokkrir stærstu skipaskurðir í heiminum eru þessir: Súez skurð- urinn ca. 161 km., Rielar skurð- urinn ca. 98,14 km., Panama skurðurinn ca. 80,50 km., Ellee skurðurinn ca. 65,97 km., Man- chester skurðurinn ca. 56,31 km., Welland skurðurinn ca. 41,83 km., og Amsterdam skurðurinn ca. 26,55 km. Aima.ll Skipafréttir. Gullíoss fór vestur og norður í gærkveldi. Goðafoss kom að vestan og norðan í gær- kveldi. Brúarfoss kom til Grims- by í gær. Dettifoss kom til Hull í gær. Lagai'foss fer til Breiðafjarð- ar og Vestfjarða i kvöld kl. 10. Selfoss var á Blönduósi í gær. Nýir kaupendur að Nýja dag- blaðinu fá blaðið ókeypis til mán- aðamóta og Dvöl frá byrjun með tækifærisverði. Komið á aígreiðsl- mia eða símið í 2323 og' pantið blaðið, þá verður það sent heim til yðar á liverjum morgni (nema mánudaga) og út um land með hverri póstferð. Engann má vanta Nýja dagblaðið, sem vill fylgjast með almennum málum og helztu nýungum, erlendum og innlend- um. Maður fótbrotnar. það slys vildi til á þingvöllum síðastl. sunnudag, að maður fótbrotnaði með þeim hætti, að steinn, sem hann stóð á, sporðreistist og lenti á fótlegg um. Maðurinn heitir Ásgeir Hall- dórsson frá Hákoti á Álftanesi. Hann var fluttur til bæjarins í sjúkrabifreið. GiímuféL Ármann stendur fyrir móttöku sænslca fimleikaflokksins. í kvöld hefir það dansleik í Iðnó að lokinni sýningu flokksins. Allt íþróttafólk er velkomið, Aðgangur er seldur vægu verði og ágæt hljóm sveit spilar. Helene Jónsson danskennari fór utan með íslandi á sunnudags- kvöldið til Kaupmannahafnar og mun dvelja þar nokkurn tíma til að læra nýjustu dansa. Trúlofun sína hafa opinberað ungfrú Kristín- Loftsdóttir, Stýri- mannastíg 5 og Árni Bjömsson, læknir, Bárugötu 21. Ennfremur hafa opinberað trú- lofun sína ungfrú Margrét Eggerts dóttir, Grundarstíg 8 og Lúðvík Guðmundsson, Grettisgötu 58. Skip sekkur. Norska síldveiða- skipið Havhesten sökk út af þist- ilfirði aðfaranótt síðastl. miðviku- dags. Varð mannbjörg með naum- indum. Ætla menn að þetta hafi orðið með þeim hætti, að síldin, sem allmikið var af í skipinu, hafi runnið til, unz sjór gekk inn á annað borðið. Skipverjar eru komn- ir til Akureyrar. Dönsku knattspyrnumennirnir fóru með íslandi í fyrrakvöld. Is- lenzkir knattspyrnuinenn og knatt spyrnuvinir fjölmenntu við skips- hlið og voru kvaddir með marg- íöldum húrrahrópum. Eldur kom upp í Haukshúsunum við Mýrargötu kl. 9 á sunnudags- morguninn var. Hafði kviknað þar í ketilhúsi Lýsissamlags isl. botn- vörpunga. Slökkviliðið var þegar kvatt á vettvang og tókst því að slökkva eldinn fljótlega. Skemmd- ir munu ekki hafa orðið að ráði. Hið opinbera málgagn nazista- deildar ihaldsins, ísland, kom út i gær. Blað þetta lofar enn ákveðn- ar íhaldsskipulagið en jafnvel sjálft Morgunblaðið treystir sér til að gera, eins og eftirfarandi setn- ing úr blaðinu sýnir: „Reynslan færir oss heim sanninn um það, að hagsmunir atvinnurekendans og verkamannsins fara æfinlega sam- an“. Drukknun. Á Norðfirði vildi það slys til á föstudagskvöldið, að þriggja ára gamall drengur féll í sjóinn og drukknaði. Hann hét Kjartan Einarsson, fóstursonur Sigríðar Elíasdóttur og þorsteins Jónssonar að Bjargi i Norðfirði. ' Bjami Bjarnason, sem vann Ala- íosshlaupið er frá Múlastöðum í Flókadal. Liiðrasveit Reykjavíkur leikur á Austurvelli í kvöld kl. 8,15. Hjúskapur. þ. 14. þ. m. voru gefin saman í hjónaband i Borg- ai'kirkju á Mýrum: ungfrú .Tóna G. Jónsdóttir og Ágúst Kristjáns- son lögregluþjónn. JJýzka konsúlatið á ísafirði hefir verið lagt niður og starfsvið þess sett undir þýzka aðalkonsulatið i j Reykjavík. Kennara við barnaskólann í Reykjavík frá 1. okt. næstk. hefir dóms- og kirkjumálaráðuneytið ! 12. þ. m. skipað eftirtalda kenn- | ara: Önnu Hallgrímsdóttur, Árna þórðarson, Gísla Sigurðsson, Har- ald Björnsson, Steinþór Guð- mundsson og Julius Magnússon. S. d. skipaði ráðuneytið Guðlaug Jóhannesson til að vera farkenri- ara í Landskólahéraði frá 1. okt. næstk. að telja. Sænski íimleikaflokkurinn kom til Borgarness á laugardag og ætlaði að hafa sýningu þar um kvöldið. Á föstudagskvöldið var sýning á Blönduósi og á Akureyri á fimmtudagskvöld Áður hafði hann farið austur í þingeyjar- sýslu, gist á Laugaskóla í tvær nætur, farið að hverunum í Reykjahverfi, til Húsavíkur og Mývatns. Yfirleitt láta Svíarnir vel af ferðinni. Dönsku ráðgjafamefndarmenn- imir munu leggja af stað með Dronning Alexandrine frá Kaup- mannah. sl. sunnudag, en fundur nefndarinnar verður hér í Reykja- vík að þessu sinni. Leikflokkurinn, sem fór til Norð- urlandsins, kom til baka á föstu- daginn eftir tvegja vikna ferðalag. Sýningar hafði hann á fimm stöð- um: Reykjum i Hrútafirði, tvær, Hvammstanga, Hólmavík, Blöndu- ósi og Sauðárkróki. Var ferðinni ekki heitið lengra að þessu sinni. Leikið var sex sinnum við ágæta aðsókn víðast. Sóttu menn sýning- arnar langt að, enda er þetta í fyrsta sinn sem aðkomuleikarar hafa haft sýningar á sumum þess- ara staða. þekktur flugmaður ferst. James K. Wedell, þekktur amerískur flugmaður, er hélt núverandi heimsmeti i hraðflugi á landflug- vélum, sem er 491,28 km. á kl.st., féll til jarðar 24. f. m. í lítilli kennsluvél, er hann var að kenna flug, og fórust báðir. Var íhann einn hinna amerísku fluggarpa, er ákveðið hafði að taka þátt í Lundúna-Melbourne kappfluginu. Nokkrar hæztu byggingar heims- ins: Empire State byggingin N. Y. 1046 fet, Chrysler byggingin N. Y. 1030 fet, Eiffeltuminn París 984 fet, Manhattanbankinn N. Y. 925 fet, Woolworth-byggingin N. Y. 792 fet, Metropolitan-byggingin N. Y. 700 fet, Pyramidarnir í E- gyptalandi 450 fet, Salisbury kirkj- an í linglandi 404 fet, Sankti Pálskirkjan í London 365 fet. Miljénaborgir. 30 borgir í heim- inum hafa yfir eina miljón íbúa. Eftir álfum skiftast þær þannig: í Evrópu 12, Asíu 7, Norður-Ame- ríku 6, Suður-Ameríku 2, Ástralíu 2 og Afríku 1. Stærsta borg Ev- rópu og jafnframt stærsta borg í heimi, er London, með 8.204 þús. íbúa. Stærsta borg í Norður-Ame- ríku og önnur stærsta i heimi, er New York, með 6.930 þús. íbúa. Stærsta borg í Asíu og fimmta stærsta í heimi, er Shanghai, með 3.259 þús. íbúa. Fólksflesta borgin í Suður-Ameríku er Buenos Aires með 2.195 þús. íbúa og er hún sú 10. í röðinni. í Ástraliu er Sydney stærsta borgin með 1.256 þús. í- búa. Eina miljónaborgin í Afríku er Kairo og liefir hún 1.103 þús. íbúa. „Samband“ útvarnsnotMda Sökum frásagnar um stofn- un Sambands útvarpsnotenda hér í blaðinu fyrir skömmu, hefir hr. Elís Ó. Guðmunds- son eftirlátið blaðinu til birt- ingar svohljóðandi skipunar- bréf sitt: Iteykjavík, 28. febr. 1934. Hérmeð tilkynnist yður, að á fundi í Félagi Útvarpsnot- enda þann 22. þ. m. voruð þér kosinn í bráðabirgðastjórn fyr- ir Samband ísl. Útvarpsnot- enda. Hinir í stjórninni eru: Guðbrandur Jónsson, dr. phil., Trausti Ólafsson, efnafræðing- ur, Ásgeir L. Jónsson, áveitufræð- ingur, Einar B. Guðmundsson, lög- fræðingur. Samtímis sendum vér yður hérmeð 1 eintak af lögum fyr- ir sambandið, sem voru sam- þykkt á sama fundi, með hjá- lögðum breytingum. Yður ber að kalla stjórnina saman í fyrsta sinn. Virðingarfyllst. • Odýru % aagiýsmg&niar. Melónur og reyktur lax ný- komið. Kaupfélag Reykjavíkur. Notuð eldavél óskast til kaups. Uppl. á Frakkastíg 15 uppi eft ir kl. 6 síðd. IIús og aðrar fasteignir til sölu. Hús tekin í umboðssölu. Skrifstofan í Austurstræti 14, þriðju hæð, opin kl. 11—12 og 5—7. Sími 4180 og 8518 (heima). Helgi Sveinsson. Freknukrem (Stilmans) Niv- eakrem, Igemokrem og Sports- krem fæst hjá Kaupfélagi Reykjavíkur. Rauður rabbarbari til sölu í Hólabrekku. Sendur heim ef óskað er. Sími 8954._________ STÓRHÖGGIÐ kjöt af dilkum og fullorðnu fá fyrirliggjandi. S. I. S. — Sími 1080. Húsnæði Einhleypur máður í fastri stöðu óskar eftir herbergi með sérinngangi í Miðbænum eða Austurbænum. A. v. á. F. h. Félags Útvarpsnotenda. M. Júl. Magnús. /H. H. Eiríksson. 141 hr. verzlunarmanns Elís Ó. Guðmimdssonar, hjá Mjólkurfél. Rvíkur Hafnarstræti 5. 2 herbergi og eldhús óskast til leigu 1. ágúst, helzt í Vest- urbænum. Tilboðum sé skilað á afgr. þessa blaðs fyrir laug- ardag, merkt í b ú ð. Atvinna Samkv. þessu skal það upp- lýst hér með, að Sambands- stjórnin hefir ekki samið 0g samþykkt lög Sambandsins, eftir að hún var kosin, en hvaða afskifti meðlimir henn- ar kunna að hafa haft af þeim málum áður, gefur þetta skipunarbréf ekki upplýsingar um. Eftir skipunarbréfinu er það ekki stjóm félags útvarpsriot- enda, sem hefir stofnað sam- bandið heldur fundur í þessu sama félagi. En hitt stendur þó óhaggað í frásögn Nýja dagblaðsins, að stjórn félags- ins mun hafa veg og vanda af þessu frumkvæði og fundur- inn, sem á er minnst í skipun- arbréfinu, hefir haft það hlut- verk eitt, að leggja blessun sína yfir gerðir stjómarinnar. Hversu fjölmennur sá fundur hefir verið, heflr Nýja dag- blaðið ekki fengið upplýst, og ekki heldur hvemig til hans hefir verið boðað. En. vel má vera að það verði kunnugt síðar. En staðfest er það með skip- unarbréfinu, að það er eitt félag, aðeins eitt félag, sem stofnar Sambandið og jafn- framt er það vitanlegt, að það er stjórnin í þessu eina fé- lagi, sem um það hefir öllu ráðið. Þá skal það fram tekið, að til Sambandsþings mun hafa ver- ið boðað áður en kosningin í útvarpsráðið var um garð gengin. 2 drengi • 12—14 ára vantar í sveit. A. v. á. Hreppsnefndar- kosning i Keflavik í Morgunblaðinu 13. þ. m. er sagt frá hreppsnefndar- kosíiingunni í Keflavík, sem fram fór 9. þ. ml Þar segir meðal annars svo: Fulltrúar „Sjálfstæðismanna fengu frá 200 og upp í 240 atkvæði, en fulltrúar socialista fengu frá 30 og upp í 70 atkvæði". Þeir lesendur, sem ókunnug- ir eru málavöxtum, gætu hald- ið, að hér hefði verið um lista-kosningu að ræða, og að fulltrúar hefðu boðið sig fram af hálfuí hinna áðumefndu flokka, en svo var ekki. Kosn- ingin var ekki hlutbundin (lista-kosning), heldur aðeins leynileg kosning, þar sem allir kjörgengir kjósendur voru í kjöri. Þessu til sönnunar skal geta þess, að 48 var gefið, en 6 þeirra fengu flest at- kvæði, 246, 202, 198, 74, 64 og 32. Ég skal ekkert um það segja hverjar pólitískar skoðanir þessir menn hafa, en hitt | hljóta allir menn að sjá, að engarin er hægt að telja full- trúa ákveðins stjómmála- flokks, nema hann sjálfur gefi kost á sér, og bjóði sig fram sem slíkur. Keflavík 20. júní 1934. Verkamaður.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.