Nýja dagblaðið - 04.08.1934, Side 4

Nýja dagblaðið - 04.08.1934, Side 4
4 N Ý J A DAGBLAÐIÐ Odýrt sallkjöt í heilum tunnim S i m i 4 2 4 1 1 DAG Sólaruppkoma kl. 3.45. Sólarlag kl. 9.20. Flóð árdegis kl. 12.00 Flóð síðdegis kl. 12.40. Veðurspá: Norðan gola léttskýjað. Ljósatími hjóla og bifreiða kl. 21.10 —1.55. Sttfn, skrifstofur o. fL Landsbókasafnið .... opið kl. 1-7 Alþýðubókasafnið .. 10-12 og 1-10 Höggmyndas. Ásm. Sveinss. 1—7 Landsbankinn.............opinn 10-1 Búnaðarbankinn .. .. opinn 10-1 Útvegsbankinn............opinn 10-1 Útbú Landsb., Klapparst. opið 2-4 Sparisj. Rvk og nágr. 10-12 og 3-4 Skrifstofa útvarpsins kl. 10-12 og 1-6 Búnaðarfélagið ......... opið 10-12 Fiskifélagið ..... Skrifst.t. 10-12 Samband isl. samvinnufélaga 9-1 Skipaútgerð ríkisins .... opin 9-1 Bimskipafélagið ........ opið 9-1 Stjómarráðsskrifst. .. opnar 10-12 Skrifst. bæjarins .... opnar 10-12 Skrifst lögreglustj....opin 10-12 Sltrifst. lögmanns .... opin 10-12 Skrifst. tollstjóra .... opin 10-12 Tryggingarst. rikisins ...... 10-12 Hafnarskrifstofan opin 9-12 og 1-3 Rikisféhirðir ........... opiS 10-2 Lögregluvarðst. opin allan sólarhr. Hftimsóknartimi sjúkrahúsn: Landsspítalinn ........... kl. 2-4 Landakotsspítalinn ........ kl. 3-5 Laugamesspítali .... kl kl. 12Vi-2 Vífilstaðahælið .. 12%-2 og Sft-AV4 Kleppur ................. kl. 1-5 Fæðingarh., Eiríksg. 37 kl. 1-3 og 8-9 Sjúkrahús Hvítabandsins ...... 2-4 Sólheimar .............. opið 3-5 Blliiioimilið ................ 1-4 Nnturvörður i Reykjavikurapótftki og lyíjabúðinni Iðunn. Næturlæknir: Halldór Stefánsson, Lækjargötu 4. Sími 2234. Skemmtanir og samkomur: Skemmtiför ungra Framsóknar- manna til Hreðavatns kl. 5 frá Sambandshúsinu. Samgttngur og póstferttir: Suðurland til Borgarness kl. 6. Dagskrá útvarpsins: Kl. 10.00 Veðurfregnir. 12.15 Há- degisútvarp. 15.00 Veðurfregnir. 19,10 Veðurfregnir. — Tilkynning- ar 19.25 Tónleikar (Útvarpstríóið). 19.50 Tónleikar Auglýsingar. 20.00 Klukkusláttur. — Beethoventónlist með skýringum (Jón Leifs. 20.30 Upplestur (Brynjólfur Jóhannes- son). 21.00 Fréttir. 21.30 Grammó- fónkórsöngur (rússneskir kórar). Danslög tii kl. 24. Kaupendur blaðsins í Reykjavík og grennd eru beðnir að borga l)laðið við hver mánaðamót, en menn lengra úti á landi ársfjórð- ungslega. Ingvari Sigurðssyni hefir hlotn- ast mikill heiður fyrir bók sína, Alríkisstefnan. Bókin ehefir verið þýdd á þýzku, en efni hennar, sem fjallar um frið og bræðralag, hefir ekki fallið í geð ribbalda- stjómarinanr þýzku og hefir hún bannað sölu bókarinnar i þýzka- landi. Sólskinslítill júní. í júní sl. var sólskin í Reykjavik 156,6 stundir eða 29,0% af þvi sem það getur verið mest. Meðaltal 11 undanfar- inna ára er 202,1 stundir. ítttlsku Grænlandsfaramir. Vél- skipið Njáll fór 1. þ. m. frá fsa- firði með ítölsku leiðangursmenn- ina áleiðis til Grænlands. Annáll Skipaíréttir. Gullfoss er á leið t.il Kaupmannahafnar. Goðafoss er í Hamborg, Biúarfoss kom frá útl. í gærkveldi. Dettifoss kom til Ak- ureyrar i gærkveldi. Lagarfoss er á leið til Leith. Selfoss fór í gær- kveldi frá Fáskrúðsfirði beint til Kaupmannahafnar. Atvinnuleysisskráningu lauk hér | gærkveldi og höfðu þá verið alls skráðir 390 atvinnuleysingjar. Um 400 lömbum var slátrað hjá Sláturfélagi Suðurlands í gær og eru það fyrstu lömbin, sem slátr- <",ð er hjá því á þessu sumri. Nýja dagblaðið kemur ekki út á þriðjudaginn kemur vegna þess að á mnnudaginn er frídagur hjá prnnturum. Tíminn, sem venjulega kemur út á mánudögum, kemur nkki fyr en á þriðjudag. Skemmtiför Félags ungra Fram- sóknarmanna. þátttalca sé tilkynnt fyrir hádegi í dag á afgreiðslu Nýja dagblaðsins. Aliar upplýs- ingar gefnar þar. Lagt verður af stað frá Sambandshúsinu kl, 5, stundvíslega. peir sem geta, ættu að hafa með sér tjöld og teppi. Á mótorhjóli frá Reykjavík til F.skifjarðar fór Gissur Erasmussor ásamt öðrum manni og komu þeir þangað síðastl. þriðjudag eftir 7 daga ferð norður um land og höfðu þeir þá keyrt. alls um 1000 km og fnngið rigningu og þreytandi ferð. Er þetta í fyrsta sinn sem farið er á mótorhjóli milli Reykjavíkur og Eskifjarðar. þeir félagar gera ráð fyrir að fara sjóleiðis heim aftur. Sölubúðir eru lokaðar frá kl. 4 i dag til þriðjudagsmorguns. Frí- dagur verziunarmanna er á mánud. Sundnámsskeiði, sem stóð í mán aðartíma, er nýlokið á Reykjanesi við ísafjarðardjúp. Fór fram sund- próf síðastl. sunnudag og gengu 40 menn undir prófið. Skemmtigarðurinn Hellisgerði í Hafnarfirði er að flestra dómi ein hver einkennilegasti og fegursti taður hér á landi og þó víðar sé leitað. Hann er opinn fyrir almenn ing á sunnudögum kl. 10—12 f.h. og kl. 1%—7 síðd. Veitingar eru á staðnum. Hafnfirðingar, sem ekki hafa tækifæri til þess að fara út úr bænum á sunnudögum, ættu að nota sér þá hressingu sem það veitir að dvelja dagstund á svo fögrum stað. Reykvíkingar og aðr- ir utanbæjarmenn eru jafn vel- komnir í garðinn og Hafnfirðingar sjálfir. Síldveiðamar eru nú að glæðast nyrðra og er góð veiði bæði á Eyja firði og Skagafirði. Hafa sum skip in komið til Siglufjarðar tvisvar sama sólarliringinn frá veiðum á Eyjafirði, Bæjarskrá Reykjavíkur 1934—35 er komin út. Eru þar tvær skrár yfir nöfn allra fullorðinna bæjar- manna, önnur eftir stafrófsröðun en hin eftir götunöfnum og húsa- röð. Er þetta hið þarfasta verk og getur oft verið til mikilla þæg- inda. Aftan við skrána er lögreglu samþykkt Reykjavíkur. Pétur G. Guðmundsson fjölritari kostar ÚF gáfuna og hefir séð um hana. Er ]?að mikið starf og ekki ósennilegt að útgáfan beri sig ekki fjárhags- lega. Mun hann hafa sótt um styrk 111 bæjarstjórnar til útgáfunnar en var synjað, eins og búast mátti við af henni. En þakkir á Pétur skild- ar fyrir að hafa hrint þessu verki í fi'amkvæmd á eigin spýtur og ættu bæjarbúar að sýna að þeir meti það að verðleikum og kaupi l)ókina. Vestur-fftlendingar halda sextíu ára minn- ingarhátíð fyrstu Is- lendingasamkomu í Vest- ur-heimi. Eftir því sem ameríska viku- blaðið „The Minnesota Mas- cot“ skýrir frá, hefir íslend- ingafélagið „Vísir“ í Chicago undirbúið Islendingamót, er halda á í borginni Milwaukee í Wiscomsin 5. þ. m. Verður það einskonar minn- ingarhátíð í tilefni af fyrsta íslendingamóti, er haldið var í Ameríku 2. ág. 1874. Þá kom fremur fámennur hópur íslendinga saman á þessum sama stað," undir for- ystu sr. Jóns Bjarnasonar. Var hátíð sú haldin^með þátttöku frændþjóðar okkar, Norðmanna, og predikaði séra Jón yfir fólkinu í norskri lcirkju. Sú samkoma var einskonar þakkarhátíð hinna nýkomnu landnema, samfara því að það var minningarhátíð um 1000 ára byggð íslands. Samkoma sú, er nú á að fara fram í Milwaukee og vænst er að verði fjölmenn, nýtur hjálpar og aðstoðar „The Scandinavian Society of Mil- waukee“. Mun allt verða til þess gert af landa hálfu, að hún fari sem myndarlegast úr garði. Hcríoringj aráðsmælingunum lok- ið. I mánuöinum sem leið luku landmælingamenn herforingjaráðs- ins danska hringferð sinni til mælinga um byggðir íslands. Árið 1902 byrjuðu þeir landmælingar við Almannaskarð fyrir norðan Homafjörð eða Skarðsfjörð og héldu þá suður og vestur um land- ið. Oberstlautinant Jensen var þá einn af fyrirliðum landmælinga- mannanna, og nú var hann aftur foringi þess flokks, er fer á undan og mælir frá hæstu fjallatindum til útskerja. Hefir honum því auðnast að ljúka þess- ari hringferð og leiða til lykta hið mikla starf. Landmælinga- mennirnir dvöldu um tíma í Ilornafirði og endurnýjuðu aust- ustu merkin frá fyrri tíð. Síðan dvöldu þeir lengi á Stafafelli við mælingar í Lóni, og eru þeir nú komnir austur í Múlasýslu. Hafrannsóknaskipið franska, Pourquois pas? kom með vísinda- leiðangur Dr. Charcot, til Akur- eyrar 31. f. m. og dvelur þar fram undir helgina. þá fer það vest- ur til Grænlánds, og norður með ströndinni allt tii Scoresbysund. Sex enskir stúdentar frá Cam- brigde eru um þessar mundir uppi við Hagavatn, og ætla að kortleggja vatnið og umhverfi þess. Á Fljótsdalshéraði hefir verið ó- þúrkasamt og liggja töður víða und ir skemmdum. Frá Austurríki Dæmdur til dauða en náð- aður á siðustu stundu. Verður v. Papen sendi- herra? London ,3./8. FÚ. í Vínarborg er allt líf borg- arinnar nú loksins komið í samt lag aftur, eftir að Dollfuss kanslari var myrtur fyrir hálf- um mánuði. Veitingahús og leik liús voru opnuð' aftur í dag. Margir útlendingar, sem frest- að 'höfðu för sinni til Vínar, eru nú komnir til borgarinnar, og í Salzburg er tónlistarhá- tíðaihöldunum haldið áfram, aftur, eins og ekkert hefði í- skorizt. Hen-étturinn í Austurríki dæmdi í dag til dauða einn naz_ ista fyrir það, að sprengiefni f'undust í fórum hans. Ekkert benti á það, að hann hefði ætl- að að nota sprengiefnið í upp- reisnarskyni. Aftaka mannsins átti að fara fram 3 stundum eftir að dómurinn var kveðinn upp, en verjandi hans har fram fyrir Miklas forseta beiðni um náðun og á síðustu stundu, rétt áður en taka átti manninn af lífi, kom náðun forsetans og hreytti hann dauðadómnum í æfilanga þrælkunarvinnu. Verjandi Panetta hefir verið tekinn fastur vegna þess, hversu samúð hans með þjóð- ernisjafnaðarmönnum þykir hafa komið berlega fram í rétt arhöldunum. Það er ennþá óútkljáð, hvort austurríkska stjórnin vill taka við von Papen sem sendiherra Þjóðverja í Vín. Stjórnin mun ræða málið á fundi, sem lík- lega verður haldinn í næstu viku. Málið hefir einnig verið rætt á sérstökum fundi kat- ólsku biskupanna í Austurríki og samþykktu þeir að beita ekki áhrifum sínum til stuðnings útnefningu hans. Fréttastofa Havas flytur þá fregn frá Róm, að þangað sé von á Schusnigg, kanslara Aust- urríkis og Stahremberg fursta, í septembermánuði til viðtals við Mussolini. Skemmtiíerðaskipin. Foucauld, frakkneskt skemmtiferðaskip kom hingað í gærmorgun og fór aftur í gærkveldi. Er það seinasta skipið sem kemur hingað í sumar og það 14. í röðinni. það fyrsta kom 3. júlí. I-Iéðan hafa þau ýmist farið til Noregs eða Spitsbergen. Hér við land hafa þau ekki komið annars- staðar en í Reykjavík, nema ,eitt, sem kom til Akureyrar og annað sem kom við í Vestmannaeyjum. Flestir farþeganna hafa komið frá Bandaríkjunum. þarnæst koma þjóðverjar, Englendingar, Frakkar, Hollendingar og Pólverjar. Með einu skipinu voru farþegar frá 17 löndum. Úr júníyíirliti Veðurstofunnar. Túnahreinsun byrjaði frá 26. mai tii 21. júní, meðaltal 29. maí. Kar- # Odýni # augiýsiag's.FnaF. 1 Kaup og uaia j| 5 manna bifreið sérlega rúmgóð, til sölu með góðum kjörum. Minni bifreið gæti ef til vill orðið tekið í skiptum. Afgr. v. á. Hús og aðrar fasteignir til sölu. Hús tekin í umboðssölu. Ski’ifstofan í Austurstræti 14, þriðju hæð, opin kl. 11—12 og 5—7. Sími 4180 og 8518 (heima). Helgi Sveinason. Nýr lundi í dag á fisksölutorginu við Tryggvagötu. Sími 2266. Jóhann og Haraldur. Nýtt hvalrengi af ungum hvölum fæst hjá Hafliða Bald- vinssyni, Hverfisgötu 123, sími 1456 og á planinu við höfnina, sírni 44022. llmvötn, hárvötn og hrein- lætisvörur fjölbreytt úrval hjá iiaupfélagi Reykjavikur. Margar húseignir með lausum íbúðum 1. október hefi ég til sölu. Að telja þær allar upp hér yrði of langt mál, gjörið því svo vel að leita upplýsinga hjá mér. Jón Magnússon, Njálsgötu 13 B, heima eftir Saltfiskbúðin er vel birg af nýjum íiski. Sími 2098. Freðfiskur undan Jökli, og glænýtt, ísl. smjör, komið í verzlun Kristínar J. Hagbarð. Freyju kaffibætir er beztur. Ef þið .hafið ekki notað hann áður, þá reynið hann nú um helgina, því ekki er sízt þörf að fá gott kaffi á sunnudögum. I nestið: Sælgæti, tóbak, öl ávextir, nýjir og niðursoðnir. Niðursoðið kjöt, fiskur og sar- dínur. Einnig góður harðfisk- ur, riklingur o. m. fl. Kaupfélag Reykjavíkur. Sími 1245. Beztu og ódýrustu sunnu- dagaferðirnar verða nú eins og áður frá Vörubílastöðinni í Reykjavík. Sími 1471. Með tækifærisverði seljast tveir klæðaskápar, tvísettur og þrísettur úr birki. Uppl. í Mið- stræti 5, niðri kl. 7—9 síðd. Reiðhjólin Hamlet og Þór eru þau beztu segja allir, sem reynt hafa. Fást hvergi landinu nema hjá SIGURÞÓR. Fyrirliggjandi eru nokkrir herraklæðnaðir, sem eiga að seljast. Ennfremur 1 kven- reiðdragt. Bankastræti 7. Leví. Ágæt svið fynrliggjandi. S. í. S. Sími 1080. | Tilkynningar | Til Stykkishólms hvern mánudag og fimmtu- dag. Aðalstöðin. — Sími 1383. töflur settar niður frá 17. maí til 26. júní, meðaltal 13. júní. Kartöflu gras kom upp frá 4. júní til 26. júní, meðaltal 13. júní og kýr látn- ar út frá 22. maí til 14. júní, með- altal 3. júni 4

x

Nýja dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.