Nýja dagblaðið - 05.08.1934, Side 4

Nýja dagblaðið - 05.08.1934, Side 4
4 Jf Ý J A DAGBLAÐIÐ ÍDAG Sólaruppkoma kl. 3.48. Sólarlag kl. 9.17. Flóð árdegis kl. 1.45. Flóð síðdegis kl. 2.00. Veðurspá: Hæg norðanátt. Smá- skúrir en bjart á milli. Ljósatími lijóla og bifreiða kl. 21.10 —1.55. Sfiln, skrilatoiar o. fL pjóðminjasafnið ........ opið 1-3 Náttúrugripasaínið ..... opið 2-3 Listasafn Einars Jónssonar .... 1-3 Pósthúsið.................10—11 Landasíminn ........... opinn 8-0 Höggmyndasafn Ásm. Sveins. 1-7 Mossa í dómkirkjunni kl. 11 (sr. Bjarni Jónsson) Orgelvígsla. Hotnuéknartíml sjákrahúsa: Landsspítalinn ........... kl. 3-4 Landakotsspítalinn ........... 3-5 Laugamesspitali ............ 12^-2 Vífilstaðahælið 12y2-iy2 og 3y2-4y2 Kleppur ...................... 1-5 Fæðingarh., Eiríksg. 37 1-3 og 8-9 Sólheimar .................... 3-5 Sjúkrahús Hvitabandsins .... 2-4 Farsóttahúsið ................ 3-5 Næturvörður í Reykjavíkurapóteki og lyfjabúðinni Iðunn. Sunnudagslæknir Olafur Helga- son, Ingólfsstræti 6. Sími 2128. Næturlæknir: Halldór Stefánsaon, Lækjargötu 4, simi 2234. Læknir aðfaranótt þriðjudags er Ólafur Helgason, Ingólfsstræti 6, Simi 2128. Skemmtanlr og aamkomor: Skemmtun að Álafossi kl. 2þ2- Samgfingur og póstferfilr: Suðurland frá Borgarnesi. Dagskrá útvarpslns: Kl. 10.40 Veðurfregnir. 11.00 Messa í dómkirkjunni (sr. Bjarni Jóns- son). 15.00 Miðdegisútvarp. 19.10 Veðurfregnir iTilkynningar. 19.25 Grammófóntónleikar. 19.50 Níunda svmfónia Beethovens með skýring1- um (Jón Leifs). 21.00 Fréttir. 21.30 Danslög til kl. 24.00. Á m o r g u n: Kl. 10.00 Veðurfregnir. 12.15 Há- degisútvarp. 15.00 Veðurfregnir. 19.10 Veðurfregnir — Tilkynning- ar. 19.25 Grammófóntónleikar. 19.50 Tónleikar Auglýsingar. 20.00 Klukkusláttur. Tónleikar: Alþýðu- lög (Útvarpshljómsveitin). 20.30 Frá útlöndum: Hindenburg og heimsstyrjöldin Vilhj. p. Gislason. 21. Fréttir. 21.30 Tónleikar: a) Ein- söngur (Kristján Kristjánsson) b) Grammófónn: Fiðluleikur (Elman og Kreisler). Frá Akranesi Framh. af 1. síðu. og komið með það hingað í vor. Hefir það legið síðan í Hvammsvík og er verið að gera á því ýmsar nauðsynleg- ai umbætur, áður en því verð- ur sökkt við hafnargarðinn á Akranesi, eins og áður hefir verið frá sagt. Nýtt vélskip „Fagranes“ hafa Akurnesingar keypt frá Noregi. Er það um 60 smá- lestir að stærð, byggt úr furu og eik og hefir rúm fyrir um Til Alafoss á morgun alían daginn Bifreiðasiöð Sieindórs. Aamáfll Maður drukknar. Siðastl. mánu- dag er m.b. Jón Guðmundsson í Keflavík var að fara í róður, féll formaður bátsins, Sigurður Bjarnáson, út.byrðis og drukknaði. Sigurður heitinn hafði bátinn á ieigu í sumar. Hann var maður á bezta aldri, þekktur atorku- maður og hafði hann stundað formennsku frá Vestmannaeyjum og Sandgerði. Hann var ættaður frá Stokkseyri. Tungubúið í Reykjavík er til sölu eða leigu hjá Dýraverndun- arfélaginu. Mun það sjá um að áframhald verði á starfrækslu þeirrí er félagið hefir rekið þar að undanförnu. Unga ísland, 7. tbl. yfirstand- andi árg. er komið út. Er það læsilegt og vel við barnahæfi, að vanda. Ritstjórn blaðsins annast Arngrímur Kristjánsson og Kristín Thoroddsen. Frídagur verzlunarmanna er á morgun og verða því sölubúðir lokaðar. Meðal farþega með Brúarfossi hingað í fyrrakvöld voru þor- steinn Jónsson bankafulltrúi og frú, Ti-yggA'i Sveinbjömsson, Helgi II. Eiríksson, fríi Ásta Einarsson, Sigurður Björnsson brunamálastj., Edvard Árnason. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið lieíir þ. 24. f. m. skipað Hlöðver Sigurðsson skólastjóra og Axel þórðarson kennara við barnaskól- ann á Stokkseyri frá 1. okt. næst- komandi að telja. Hæstiréttur hefir kosið Einar Arnórsson forseta réttarins frá 1. sept. næstk. Ingólfur Runólfsson hefir verið skipaður kennari við barnaskól- ann á Akranesi frá 1. okt. næstk. Skólastjórastaðan við barnaskól- ann í Vík í Mýrdal hefir ver’ið auglýst laus. Umsóknarfrestur er til 1. sept. næstk. Guðbrandur Jónsson rithöfundur hefir þ. 27. f. m. verið löggiltur dómtúlkur og skjalaþýðari úr danskri tungu og á. þorsteinn Briem er nú kominn til Akraness. Orgelvígsla. Hið nýja orgel dóm- kirkjunnar verður vígt, við messu- gerð í dag kl. 11. Togararnir Hannes ráðlierra og Otur fóru á veiðar i gærkveldi. þeir fiska í ís. Ægir fór i gærkveldi til Breiða- fjarðar með þátttakendur í skemti- ferð verzlunarmanna. Danskt skip, Dr. Alexandrine, kom að norðan i gærkveldi og kvað fara til útlanda í kvöld. Nokkur tölublöð af Nýja dag- blaðinu eru uppgengin og hefir verið auglýst eftir þeim nýlega, en auk þess er sýnilegt að nokkur tölublöð muni þrjóta á næstunni, Sýnir þetta gleggst vinsældir blaðs ins og vaxandi útbreiðslu og hversu vel það þar af leiðandi er lnllið til að flytja auglýsingar, sem almennt eiga að lesast. Jarðarför llindenburgs fer fram kl. II á þriðjudaginn við Tannen- berg-mmnismerkið. Búist er við að hundruð þúsunda eða jafnvei miljónir manna verði viðstaddar. 100 farþoga á 1. og 2. farrými. Skipinu er aðallega ætlað að vera í förum milli Reykjávíkur og Akraness. Hraðfryst isl. raatvæli Framh. af 1. síðu. sem neytendur í Frakklandi eiga kost á, jafnast ekki á við , okkar fisk að gæðum. En í i Frakklandi eru allmiklar inn- flutningshömlur. Söluhorfur í Sviss. — Hvar virtust yður mögu- leikarnir méstir? — í Sviss. Að vísu má svip- að segja um Tékko-Slovakiu og einnig um Þýzkaland og Austur ríki, ef þar væri ekki svo margt í óvissu nú. Svisslendingar flytja allt sitt fiskmeti langar leiðir, nema það litla, sem í landinu veiðist af vatnafiski. En eftirspurnin er mikil og kaupgeta neytenda líka' meiri en víðast annarsstaðar. Hin miklu ferðamannahótel eiga sinn þátt í að auka markaðs- möguleikana. — Hvaðan kaupa Svisslend- ingar fisk? Mjög víða að, en yfirleitt : skemmda vöru, og þó er verðið j mjög 'hátt. Útsöluverð á þorski í Bazel er 4—5 krónur kg. út | úr smásölubúðum. En smásöluá- lagningin er líka gífurlegt ok- ur. Miðað við verð fiskjarins á járnbrautarstöð í Bazel, ætti að fást fyrir hann um kr. 1.50 pr. kg. f.o.b. Reykjavík, þ. e. fryst an og beinlausan. — Höfðuð þér með yður sýn- ishorn ? — Já, og þau líkuðu allsstað- ar mjög vel. Ég hefi um þau skriflegar umsagnir hóteleig- enda og fjölda manna annara, frá Englandi, Sviss og víðar. Englendingar ljúka lofs- orði á íslenzka skyrið. — En hvað er að frétta af skyrinu ? — Fyrsta sendingin var send til Englands með Gullfossi í apríl sl. Ég dreifði út sýnis- hornum og átti tal við fjölda mörg og ýms stór matsölufélög, smærri matsölustaði, heilbrigð- isfélög, lækna og svo sölubúðir, sem verzla með matvörur, að ógleymdum mjólkurfélögunum. öllum þótti skyrið ágætis mat- ur. Og flestum þótti það hreint lostæti. Aðeins tveimur þótti ekki neitt sérlega varið í það, þó þeim á hinn bóginn þætti maturinn ekki vondur að held- ur. En vel má vera, að þessir tveir menn, eða öllu réttara tvö firmu, hafi fengið skyr, sem ekki var gott, er ég' fékk það til frystingar. Tilbúningi skyrs í mjólkurbúum er enn ábóta- vant. — . .Einmitt við menn, sem kall- ast verða sérfróðir um það, hvað gengur í fólkið, ræddi ég frá ýmsum hliðum það spurs- mál, hvernig ætti á sem hæg- astan hátt að koma slíkum mat ofan í fólk. Okkur varð öllum strax ljóst, að fyrsta skilyrðið væri það, að fá fínna fólkið til að viðurkenna þessa fæðuteg- und, sem væri hún eitthvað sérstakt, m. ö. o., að gera það „móðins“ að éta skyrið, ein- hverra ástæðna vegna. Þá myndi af sjálfu sér skapast eft- irspurn hjá almenningi. öllum var þó ljóst, að talsvert þyrfti að leggja í kostnað og mikið þyrfti að vinna fyrir slíka ó- þekkta vöru. En ég hygg, að bezta lausnin til að byrja með verði sú, sem ég var búinn að ganga frá síðast er ég hvarf heimleiðis frá London. En hún er sú, að geta haft skyrið á boðstólum í þremur „exclusiv- um“ matsölustöðum í hjarta borgarinnar og í einni „exclus- ivri“ búð á sama stað. Þessir staðir eru heimsóktir mikið, sér staklega af „fínu fólki“. Jafn- framt verður svo auðvitað að hjálpa til, til dæmis með að ýmsir læknar og heil- brigðisfrömuða o. s. frv. Og ég hygg, að ég megi treysta því, að þeir ýmsu læknar og heil- brigðis frömuðir hjálpi til, þeg- ar að því kemur, að tímabært þykir að hefja auglýsingastarf- semi út af þessari fæðutegund. Þeir lofuðu því, að ljá mér lið, enda þótti öllum hér vera um talsvert merka nýjung að ræða. Möguleikar til útflutn- ings hraðfrystra mat- væla. — Eru möguleikar til, að • Odým • auj^lýsin^arnar. 5 manna bifreið sérlega rúmgóð, til sölu með góðum kjörum. Minni bifreið gæti ef til vill orðið tekið í skiptum. Afgr. v. á. Freknukrem (Stilmans) Niv- eakrem, Igemokrem og Sports krem fæst hjá Kaupfélagi Reykjavíkur. STÓRHÖGGIÐ kjöt af dilkum og fullorðnu fé fyrirliggjandi. S. í. S. — Sími 1080. HÚBnæði í B Ú Ð vantar mig frá 15. sept. eða 1. okt. n. k. Leiga greiðist mánaðarlega. Samning- ar skriflegir. — Tilboð sendist til afgr. Barnablaðsins Æskan, Ilafnarstræti 10. Friðrik Ásmundsson Brekkan Sá sem tók hattinn minn í misgripum á fundi Framsókn- arfél. í Iðnó á þriðjudagskveld- ið, er vinsamlega beðinn að sækja sinn hatt á Freyjugötu 42, efstu hæð, og skila mínum, eða hringja í síma 2097. Minn hattur er merktur S. I. Sig. Ingimundarson. við getum flutt út hraðfryst matvæli í stórum stíl? — Eftir þá reynzlu, sem fengin er, virðist óhætt að full- yrða, að með frystiaðferðum og í vélum mínum má hrað- frysta fisk, skyr, kjöt og fleiri matvörur og það svo vel, að öll gæði þeirra varðveitist ger- samlega óbreytt langan tíma. Víðsvegar úti um land eru kom- in upp ágæt geymsluhús fyrir frysta vöru og má með sanni segja að þessum húsum þurfi svo að segja ekkert að breyta aðeins bæta þar við vélum mín- um með litlum tilkostnaði. Svo er vitanlegt, að við íslendingar höfum yfir að ráða þeim skipa- kosti, að hægt er jafnvel næst- um vikulega að senda frá sér hraðfrysta vöru á fullkomlega öruggan hátt til annara landa. Skip þau, sem eru með kæli- rúrrium með nægum kulda, eru „Gullfoss“, „Brúarfoss“, „Is- land“ og „Dr. Alexándrine“, og einnig „Súðin“ og „Esja“. í þessum efnum skörum við ís- lendingar langt fram úr hin- um skandinavisku þjóðunum. Skipin, sem þar ganga í föstum ferðum, geta ekki flutt frysta vöru við meiri kulda en nálægt -i- 2 stig cels., sem er alltof lít- ið. Um flutninginn frá þeim höfnum, sem þessi íslandsferða- skip koma til erlendis, getur maður verið ugglaus, og eins um geymslu vörunnar í frysti- húsum víðsvegar um álfuna. Ingólfur Esphólín hefir nú gert- all ítarlega skýrslu um ferð sína, m. a. með verðskrám um verð á hraðfrystum mat- vælum í ýmsum löndum. Er hér á ferðinni viðfangsefni, sem þegar í stað verður að gefa gaum að.

x

Nýja dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.