Nýja dagblaðið - 14.08.1934, Blaðsíða 3

Nýja dagblaðið - 14.08.1934, Blaðsíða 3
N Ý J A DAOBliAÐIÐ S Nokkrir kaflar úr bók þýzka ríkis- þmg'smaimsins Gerhart Seger, sem hann neinir Oranienbnrg. s£yibÁ& J^Z'í-d Ég sver, að segja eftir beztu vituud og samvizku, hreinan sannleikaun, allan sannleikann og ekkert nema sannleikann. Gerhart Seger. NÝJA DAGBLAÐIÐ | Útgefandi: „Blaðaútgáfan h.f.“ 1 Ritstjóri: Gísli Guðmundsson, Tjarnargötu 39. Simi 4245. I R i tst j órn arskri fstoíumar Laugav. 10. Símar 4373 og 2353. | Afgr. og auglýsingaskrifstofa: I Austurstrœti 12. Sími 2323. | Áskriftargj. kr. 1,50 á mánuði. | í lausasölu 10 aura eint. Prentsmiðjan Acta. I »Nautnalíf og skemmtanalíf* vegavinnnmanna, sem „leysa upp staö- testu sinan. Þegar blað einhvers stjórn- málaflokks skrifar um hags- munamál, menningarmál eða önnur mál einstaklinga og stétta þjóðfélagsins, kemur jafnan fram, beint eða óbeint, sá vilji, sem ríkjandi er í stefnu þess flokks um það, hverja aðstöðu þessir einstak- lingar eða stéttir skuli hafa til þeirra lífsgæða, er allir keppa um. Þessi flokksvilji er mat á manngildi þessara aðilja í þjóðfélaginu. Það er fyrirfram sagður vilji flokksins um það, hvort hann vinnur fyrir þá eða ekki. Og eftir þessu fer það mjög oft, hvaða flokki menn fyigja. Kaupgjald í vegavinnu er hagsmunamál þeirra, er þá vinnu stunda. Með því að sam- ræma þetta kaup um land allt, er fullnægt jafnrétti vinnend- anna. Og með því að veita fólki sveitanna forgangsrétt að vinnunni, er þetta orðið, fyrst og fremst, mál sveitamanna. Nú hefir blað „einkafyrir- tækisins“ ekki látið sitt eftir liggja að skrifa urn vegavinnu- kaupið, sem ríkisstjómin hefir nýskeð samið um við Al- þýðusambandið. 1 síðasta blaði „Framsókn- ar“, 11. ágúst, er grein, sem nefnist: „Kaupgjaldssamkeppni kaupstaða og sveita“. Er þar tvímælalaust skarað fram úr Mbl. í bjálfalegri hugsun og illgjörnum aðdróttunum í garð íslenzkra bænda og bændasona. Grein þessi er undirrituð Sn. (Stóradals-nonni). Greinarhöfundur talar ekk- ert um, hversu mikið kaupið hafi nú hækkað, en það er, svo sem kunnugt er, 5—10 au. um klst. Hann sér það fyrir, að sveitafólk, sem kynni að lesa greinina, mynfli ekki taka al- varlega seinnihluta hennar, um afleiðingamar af kauphækkun- inni, ef það færi nú að reikna út allan gróðann í krónum. En hann leggur aðaláherzluna á það, hverjar afleiðingarnar verði, þegar kaupið hækki svona í vegavinnunni. Og það er ekkert smáræði, sem þá á að gerast. Um það segir hann m. a.: „þá leysa þeir menn, sem verið liafa á vist með bændum (og lausamenn, sem hafa stundað fasta atvinnu í sveitum) upp staðféstu sína í sveitinni og fara í vegavinnu. Með vegavinnukaup- ið „reisa" þeir svo í kaupstaðina. Eftir nokkra mánuði, þegar kaup- ið er til þurðar gengið í dýrtið kaupstaðanna, við nautnalíf þeirra og skemmtanalíf, þá bætast þeir við atvinnuleysingjahópinn". Það er ekki ófögur lýsing þetta á íslenzku sveitafóiki! Og það er ekkert lítið, sem 5— 10 aura kauphækkun fær ork- að! Ef bóndasonur t. d. fer í vegavinnu 8 vikna tíma að sumrinu, fær hann nú 24—48 krónum meira kaup alls, en Þorst. Briem lét ríkið borga. Fyrir þessa fjárhæð á hann svo að dómi „bændavina“, að „leysa upp staðfestu sína í sveitinni“, flytja sig í kaup- stað, lifa þar nautnalífi í nokkra mánuði og lenda svo í örbyrgð atvinnuleysisins! Slík- an dóm, um menningu ísl. sveitamanna, niyndi enginn kveða upp nema Jón í Stóra- dal og aðrir slíkir „unnendur" vinnandi fólks. Þessi takmarka- lausa lítilsvirðing á þeim mönnum, er örsjaldan eiga kost á staðgreiðslu fyrir sleitu- laust erfiði sitt, hefir óvíða sést síðan íhaldið skrifaði ,mosagreinina“ frægu. Það er sama lítilsvirðingin, sem fram kom í því, að Þorsteinn Briem borgaði bændasonum mun minna kaup, en bæjarmönnum, , í sömu vinnu og jafnvel sama vinnuflokki. Manni verður á að spyrja: Hversvegna leysti Jón upp staðfestu sína í Stóradal og fiuttist til Reykjavíkur á há laun í Kreppulánasjóði? Hvers- vegna leysti Hannes upp stað- festu sína á Undirfelli, fluttist til Hvammstanga og þaðan til Reykjavíkur í sama Kreppu- lánasjóðinn og Jón? Hvers- vegna leysti Þorsteinn Briem upp staðfestu sína á Hrafna- gili, seldi jörðina fyrir 40 þús. kr., sem hann hafði keypt á 4 þús., og fluttist til Akra- ness og þaðan til Reykjavík- ur? Hversvegna leysti Halldór Stefánsson upp staðfestu sína á Torfastöðum og fluttist til . Reykjavíkur í vel viðunandi embætti þar? Gerðu þessir m.enn þetta til þess að lifa nautnalífi í dýrtíð kaupstað- annna? Voru þeir, með þessu að gefa æsku sveitanna fyrir- mynd? Eða var þetta „próf“ í því að stjóma þeim flokki, er átti að hafa úrslitavald um fjármál, atvinnumál og menn- ingarmál sveitafólksins ? Bændur og bændasynir! Er það gegn ykkar hags- munum að hin nýja ríkisstjórn lætur ykkur ganga fyrir um vegavinnuna? Er það gegn ykkar jafnrétti, að hún lætur ykkur hafa sama kaup og aðra í sömu vinnu? Er það of mikil rausn við ýkkur að árstekjur ykkar kunna að hækka um ör- fáar krónur? Og svo er ykkur núið því um nasir, að fyrir þetta verðið þið nautnalífi bæjanna að bráð! Gjafir eru yður gefnar af þeim „bændavinum“! Þær eru nýtt mat á mann- gildi ykkar. Þær eru nýr dómur um stað- Kosniugarnar 12 nóv. Margir lesendur þýzkra og erlendra blaða, hafa efalaust furðað sig á niðurstöðum kosn- inganna, þeim er birtar voru frá ýmsum fangabúðum eftir 12. nóvember. í Oranienburg — en þar var fangahópurinn óvenju fámenn- ur um þær mundir — voru greidd 368 atkvæði. Af þeim sögðu 338 já, afgangurinn var neitandi eða ógildur. f undirdeildinni Blumberg, þar sem ég var um þetta leyti, voru greidd 73 atkvæði, 61 ját- andi, 9 nei og 3 ógild. Þar sem atkvæði í öðrum fangabúðum, t. d. Branden- burg og Dachau, féllu eða skiptust hlutfallslega svipað, dreg ég af því þá ályktun, að fangarnir þar hafi haft svipað- ar skoðanir á þessum hlutum og við, sem sé þá, að því fleiri játandi atkvæði, sem fangarn- ii' greiddu, því berar yrði það fyrir öllum heimi, að hér væri um þvingunarkosningu að ræða. Engum dytti í hug, að menn, sem hnepptir væru í fangelsi án nokkurra lögmætra saka, gæfu þeirri stjóm traust, er svo ómánnlega færist við þegna sína. Fæstum kom til hugar að þeir fengju fangelsis- vjst sína stytta, þótt atkvæði þeirra félli í vil stjórninni. Yfirleitt var það nær ein-. róma álit fanganna, að með því að fella atkvæði sín á harðstjórnina, kæmi skýrast í ljós sá fullkomni ofbeldisblær, er væri á þjóðaratkvæða- greiðslunni. Og þótt athöfnin í sjálfu sér . færi fram líkt og venjulega — í kjörklefum — var hún, með tilliti til hins takmarkalausa ofbeldis og grimmdar, er fang- amir sættu, skrípaleikur einn. festu ykkar, víðsýni og heiðar- leik. En gefendurnir fengu ekki vald yfir málum ykkar í þetta sinn. Hafið þið tapað miklu við það? Og í þessu sambandi er vert að minnast á atvik, sem kom fyrir í fangabúðunum rétt fyr- ir kosningarnar. Eftir að fangarnir höfðu verið látnir hlusta á útvarps- ræður Hitlers og Hindenburgs, kvöldið fyrir kosningarnar, vildi foringi þessarar deildar fangabúðanna bæta þar nokkru við frá eigin brjósti. Þessi yfir maður hét Maue, drykkfelldur og lítið gefinn. Hann hóf mál sitt á þessa leið: „Þýzku félagar!“ Almenn undrun hjá okkur. Slíkt ávarp höfðu fangamir aldrei heyrt, en þetta var nú kvöldið fyrir kosningarnar. „Þýzku félagar! Á morgun gangið þið til kosninga. Þið hafið ekki misst ríkisborgara- réttindi ykkar. Ykkur er hald- ið í fangelsi af því að þið er- uð pólitískir andstæðingar okkar, en þið eruð ekki glæpa- menn. Fyrir því gangið þið til kosninga á morgun. Foringi okkar (Hitler) er genginn úr Þjóðabandalaginu. Um það eruð þið vafalaust honum sammála allir. Yið getum ekki horft upp á það, hvernig þeir í Geneve éta og drekka fyrir þýzkt fé og hvernig þeir svelgja í sig kampavín og annað mungát. Þessvegna munuð þið hver og einn greiða því atkvæði, að í slíku tökum við ekki lengur þátt. Ég hefi heyrt á það minnzt, að þetta sé kosninga- þvingun. Auðvitað er það þvættingur. Enginn segir ykkur, hvem- ig þið skulið kjósa. En á morg- un hafið þið tækifæri til að sýna, hvort þið þurfið lengur að vera í fangabúðum eða ekki. Og verðið mér nú ekki til minnkunnar hér í Blumberg. • Látið mig sjá, að atkvæða- " greiðsla ykkar verði ekki lak- ari en í Oranienburg“. Að þessari ræðu lokinni vissum við naumast, hvort við skyldum undrast meir: hinar ótrúlega barnalegu hugmynd- ir yfirmannsins um afstöðu Þýzkalands til Þjóðabandalags- ins í Geneve eða þá fákænu dirfsku, er kom fram í orðum hans með því að mótmæla kosningaþvingun við okkur, en gefa samtímis ótvírætt í skyn framlengingu á fangelsisvist okkar, ef atkvæðagreiðslan yrði honum ekki, fullkomlega að skapi. Á mánudagsmorguninn, eftir kosningarnar, bjóst Maue til þess að halda ræðu á ný yfir sama hópi fanga. Sú prédikun var aðeins nokkru styttri. Úr- slitin höfðu sýnt, að hlutfalls- lega höfðu litlu fleiri hjá okk- ur sagt nei en í Oranienburg- fangelsunum. Þessvegna hag- aði nú Maue orðum sínum svona: „Níutíu og fimm af hundr- aði hinnar þýzku þjóðar, hafa greitt atkvæði í samræmi við vilja Hitlers-stjórnarinnar. Tölurnar í Oranienburg eru langt um hærri en hér. Svínin ykkar! Þið þurfið minnst 20 ára fangelsi enn. Burt méð ykkur!“ Kvöldið fyrir kosningarnar var ávarpið: „Þýzku félagar“. Daginn eftir kosningamar var það: „Svínin ykkar“. Framh. HILLING islenzkur Tango eftir Þóri Jónsson, útsett af Roy Wat- ling, — Fæst i Hljóöfærahúsi Reykja- yikur, Atlabúð og- hjii K. Viðar. Til Akureyrar og víðar. Alla mánudaga, þriðjudaga, o n x yj fimtudaga og laugardaga »1« ö il«H« IRúmbeztu og traustustu lang- ferðabifreiðar landsins, stjórnað af landsfrægum bifreiðastjórum Afgreiðsluna í Reykjavík annast Bifreiðasföð Islands, sími 1540 Bífreiðastöð Akureyrar Simi 9 ATH. Áframhaldandi fastar ferðír frá Akureyri uru Vaglaskóg, Goðafoss til Mývatnssveitar, Húsavíkur og Kópaskers.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.