Nýja dagblaðið - 15.08.1934, Side 3
M Ý J A
DAðBliABIB
S
rnaBsmmsmm-seæaBfmmma^mmuammm
NÝJADAGBLAÐIÐ
Útgefandi: ,.Blaðaútgáfan h.f.“
Ritstjóri:
Gísli Guðmundsson,
Tjarnargötu 39. Sími 4245.
Ri tstj órnarskrifstefumár
Laugav. 10. Símar 4373 og 2353.
Afgr. og auglýsingaskrifstofa:
Austurstræti 12. Sími 2323.
Askriftargj. kr. 1,50 á mánuði.
I lausasölu 10 aura eint.
Prentsmiðjan Acta.
Gaddavírshræðsla
JónB Kjartanssonar
í Mbl. í gær birtist ákaflega
vitlaus grein um varalögregl-
una sælu samfara ruddaleg-
um skömmum um Hermann
Jónasson forsætisráðherra. Er
auðséð, að þar hefir sá lagt
hönd að verki, sem talinn er
manna heimskastur í lög-
fræðingastétt, þeirra, sem
yngri eru en fimmtugir, þ. e.
sjálfur „moðhausinn" Jón
Kjartansson.
Eins og kunnugt er, var Jón
Kjartansson einskonar lög-
reglufyrirliði í hinni frægu
„borgarastyrjöld” hér í bæn-
um haustið 1921. Er það í
minnum haft síðan, að valda-
manni þessum var stökkt á
flótta og fór þá um hann líkt
og Absalon forðum, að hann
(Jón) sat fastur á gaddavírs-
girðingu og mátti sig þaðan
hvergi hræra. En síðan er Jón
ákaflega hræddur við „upp-
reisn“ og gaddavírsgirðingar.
Af því kemur ofsi Morgun-
blaðsins út af niðurlagning
varalögreglunnar.
Út af því, sem Mb.l segir
um kostnað við varalögreglu
á árinu 1934, skal á það bent
nú til frekari áherzlu, sem ái)-
ur hefir verið skýrt frá, að
af þeim ki. 396,416,50, sem
færðar eru til varalögreglu-
kostnaðar á árinu 1933 eru kr.
41400,00 ekki greiddar fyr en
eftir áramót, þ. e. á árinu
1934, og ná þær greiðslur allt
fram í aprílmánuð á þessu ári.
Af þessu er auðsætt, að
Magnús Guðmundsson hefir
látið færa nokkuð af varalög-
reglukostnaði þessa árs yfir á
árið 1933 í því skyni, að láta
sem allra minnst vera tilfært
á reikningi þessa árs. Reikn-
ingarnir gefa því ekki rétta
hugmynd um eyðsluna á þessu
ári. Hún hefir verið meiri en
reikningarnir sýna,
En hvort sem varalögreglan
á þessu ári hefir kostað ríkið
mikið eða lítið, þá stendur
það óhrakið, sem haldið hefir
verið fram hér í blaðinu, að
það fé hefir Magnús Guð-
mundsson látið greiða í al-
gerðu heimildarleysi úr ríkis-
sjóði, þvert ofan í gildandi lög
— fyrir utan þær ólöglegu
greiðslur, sem áður höfðu far-
ið fram í sama tilgangi. Svo
augljós en ómótmælanleg eru
þessi lögbrot M. G. nú orðin,
að jafnvel íhaldsblaðið Vísir
viðurkennir, að lagaheimild
fyrir varalögreglunni sé vafa-
söm. Er þó Vísir vanur að
Nokkrir kaflar
þingBmannBÍns
úr bók þýzka ríkis-
Gerhart Seger, sem
skifti hverja nótt og annað
sinn milli máltíða á daginn og
áttu þá að hlaupa nokkra
hringi um fangelsisgarðinn.
í þessa myrkur- og pestar-
klefa voru fangamir dæmdir
við öll möguleg tækifæri, jafn-
an án þess að þeir fengju að
koma málsvörnum við.
hann netnir Qr&nienburg.
Jie
Ég sv«r, að aegja oftlr beztu vituud og samvizka, hrelnnn
sannleikann, ailan sannleikann og ekkert nema sannleikann.
Gerhart Segar.
Steinkistur tyrir ianga-
klefa
Við bakhlið fangabúðanna
var byggt upp einskonar
hindrunarsvið, sem fangarnir
voru þráfaldlega keyrðir yfir
af böðlum sínum. Því var
þannig fyrir komið, að fyrst
urðu þeir að stökkva inn á
milli tveggja lágréttra stanga,
klifra þvínæst yfir þriggja
metra háan Váhlaupsvegg“,
vitanlega án allra hjálpar-
tækja, hlaupa þá yfir breiða
gryfju, skríða þar næst gegn-
um tíu metra langt og 80 cm.
hátt grindverk úr rimlum og
þannig útbúið, að fanginn
varð bókstaflega að vinda sig
eins og ormur aftur og fram
um örþröngar krókaleiðir, og
verja svívirðingar íhaldsins í
lengstu lög.
Og ofan á þetta bætist svo
það, að varalögreglan kemur
ekki að neinu gagni við dag-
lega löggæzlu og reynzlan sýn-
ir, að hún er síður en svo til
að efla friðinn í landinu. En
það er líka full ástæða til að
láta sér detta í hug, að á-
hugi íhaldsmanna sumra fyrir
varalögreglu sé ekki byggður á
því að varðveita öryggi al-
mennings, heldur liggi þar allt
aðrar hvatir á bak við.
Hin margendurtekna stór-
lygasaga Mbl. um þátttöku nú-
verandi forsætisráðherra í at-
burðunum 9. nóvember í fyrra,
gefur varla tilefni til sér-
staks umtals. Rétta svarið
væri, að sumra áliti, að senda
þá Valtý og ,moðhausinn“ í
tugthúsið. En það er þó sjálf-
sagt ekki ómaksins vert. Jafn-
vel íhaldsmenn eru hættir að
taka Mbl. alvarlega í þessu
efni, því að þeir sjá, að ef
Hermann Jónasson væri sekur
um uppreisn(I), þá væri Magn-
ús Guðmúndsson þó hálfu sek-
ari fyrir að hafa ekki vikið
uppreí snarmanninum (!) úr
embætti, eins og Jón á Akri
sagði á Alþingi í fyrra.
svo að síðustu að fara jafn-
vægisgang eftir mjóum bjálka
á háum undirlögum. Um allar
þessar hindránir voru fangarn-
ir reknir viðstöðulaust og án
nokkurs tillits um það, hvort
þeir væru heilir heilsu eða
veiklaðir, ungir eða hrumir.
Margir örmögnuðust líka af
þreytu og þjáningum, svo að
þá varð að bera burtu. Og
auðvitað voru menn barðir
hlííðarlaust við slík tækifæri.
Það var kærkomið tilefni til
misþyrminga og skapfróunar
S.-A.-mönnum. Og hver sá er
séð hefir foringja þeirra Stahl-
kopf, ganga fram með hindr-
unar-svæðinu, méðan undir-
menn hans hröktu Gyðinga-
deildina gegnum , það, hann
hefir séð hvert er útlit só-
dómista í augnabliki sinnar
fullnægju.
En auk þessa voru margs-
konar aðrar hegningar lagðar
á hina ógæfusömu fanga,
hegningar fyrir yfirsjónir eins
og þær, að ég tók í höndina
á ríkisþingsmánni og vini mín-
um Fritz Eberfc, er við fund-
umst fyrsta skifti í fangelsinu.
Eða fyrir það, að hinir mis-
þyrmdu ménn heilsuðu S. A.-
gæzlufólkinu ekki með nógu
djúpri auðmýkt, eða fyrir það,
að tala saman við vinnuna o.
s. frv.
Og viðurlög slíkra yfirsjóna
voru miklu þyngri en heraginn
þýzki ákvað fyrir hliðstæð af-
brot.
Næst eftir herbergi nr. 16,
voru myrkur-klefamir ægileg-
astir fyrir fangana. Þessir
klefar voru gömul þurkrúm,
er verksmiðjubyggingin hafði
notað. Veggir voru málaðir
svartir. „Ljós“ og „loft“ kom
inn í klefana gegnum örmjó
göt á járnhurðunurh, op, sem
voru fáeinir cm. í þvermál. Á
gólfinu fannst lítið eitt af
hálmrusli. Þarna komust fyr-
ir 3—4 menn, en nazistar
dyngdu þar inn 14 föngum
sólarhringum saman.
Meðan máltíðir stóðu yfir,
fengu þeir að koma út —
stutta stund, þar að auki eitt
jj Og hegningartíminn fór að-
eins eftir dutlungum yfir-
mannsins.
Þarna hafa fangar setið
samfleytt 41/) viku, þar á
meðal einn aldraður maður,
sem áður hafði verið píndur
til hvíldarlausrar „hergöngu"
í 17 klst. og sat því næst í
myrkurklefa 28 daga.
En þessi tegund fangelsa
fullnægði ekki kvalaþrá naz-
ista. Væru klefarnir ekki
nægilega fylltir, gátu fang-
arnir hvílt sig til skiftis á
gólfinu. Og það voru meiri
þægindi en nazisti gæti unnt
sínum andstæðing.
Þá voru steinkisturnar
fundnar upp. Nokkrir klefar
voru steyptir — birtulausir
og að innanmáli 60—80 cm.
eða þannig, að einn maður gat
aðeins staðið þar uppréttur.
Margir l'angar fengu þarna
kvalafulla vist' þegar eftir
komu sína til Oranienburg og
að fyrstu barsmíðunum af-
stöðnum.
Þessari uppfyndingu yfir-
manns fangabúðanna verður
naumast jafnað við annað en
líkkistur, er standa upp á
endann. Fangelsun var lík
og kviksetning. I þvílíkum
klefa getur fanginn ekkert
annað en staðið. Svo að segja
hver minsta hreyfing líkam-
ans — sem fljótt verður dof-
inn — er heft. Fangarnir, sem
þarna eru kviksettir, líða kval-
ir, er engin orð fá lýst. Að
vera lokaður inni í lóðréttri
steinkistu án þess að geta
hreyft nokkurn lim, að finna
hvemig líkaminn byrjar að
stirðna og dofna, hvernig lúa-
þrautimar vaxa og færast upp
eftir, knén riða, kikna og slást
út í steinmúrinn, hve tilraunir
allra armhreyfinga eru árang-
urslausar, hve vonleysið um að
afbera þetta er voðalegt —
allt er þetta stórum skelfilegra
en nokkur tunga fær tjáð. Og
þó eru hinar andlegu þjáning-
ar ef til vill enn ógurlegrí.
Sífelld hringrás hugsananna
um þetta eina, hvernig hægt
sé að komast út. Hvernig
brjálæðiskennd örvæntingin
döggvar augun af tárum,
hvernig heilinn virðist ætla að
sprengja höfuðkúpuna og æð-
arnar um gagnaugun slá líkt
og æðiskennd dauðaþung
hamarshögg. í stytztu mali:
Þetta er helvíti, sem engin
vera með mannlegar tilfinn-
ingar getur upp fundið, heldur
villidýr eitt.
Margar klst. eru menn inni-
luktir í þessum steinkistum.
Komið var með mann til
fangabúðanna, er sagt var að
látið hefði falla móðgandi orð
um Hitler. Fyrst er hann bar-
inn svo blóðhlaupnar rákir
sjást um andbt hans dögum
saman. Svo er hann hnepptur
í 14 klst. inni í steinkistu —
TTTSr.f»k% *TT>
niV^nT
Skaftfellingur
fer héðan til Siglufjarðar ann-
að kvöld (fimmtudag). Kemur
við á Skagafirði ef nægur
flutningur býðst þangað.
LaugarvatR og
Þrastalundur
Daglegar ferðir frá Reykja-
vík kl. 10 árdegis og á
laugardögum kl. 5 e. h.
Bifreiðast. Tslands
Sími 1540
14 klst á hann að standa upp-
réttur í sömu sporum í myrkri
og án þess að geta hreyft sig.
Eftir nokkrar stundir reyndi
hann að leita — að svo miklu
leyti sem honum var það
hægt, eftir snaga eða krók á
veggjunum til að festa þar
snöru, sem hann hafði gert
úr tveimur vasaklútum.
En 14 klst. eru annars ekki
lengsti tími, sem menn hafa
verið kvaldir í þessum kistum.
Annar fangi, er átti að vera í
gæzluvarðhaldi, að nafni Neu-
mann, var lokaður þar inni í
átta sólarhringa — 192 kl.st.
Hann kom út með afmyndað-
an líkama af kvölum og bólgu.
Þetta er hegning við brot-
um á hlýðni og aga, sem er
dæmd út frá minnstu tilefn-
um af fullkomnu handahófi
yfinnannsins.
Og nú eru lesendur beðnir
að veita því athygli, hvað ó-
trúlegt sem það þó er, að allt
það, sem getið hefir verið um i
sambandi við fangabúðimar,
allt þetta, sem hingað til og
framvegis viðgengst í Oranien-
burg, bitnar á saklausum
mönnum. Mönnum, sem eru
saklausir samkvæmt lögum.
Sá, sem hefir brotið lögin —
þótt í litlu sé — er ákærður
og dæmdur. Og réttarfarið í
þriðja ríkinu er sannarlega
ekki naumt á hörðum dómum.
En menn í fangabúðum standa
utan við lögin.
Við marga fanga (líka mig)
hafa nazistar fullyrt, að gegn
okkur lægi engin ákæra fyrir.
Við værum einungis í fanga-
búðum vegna þess að hafa, áð-
ur en Hitler komst til valda,
látið skoðanir í ljósi, er væru
nazismanum andstæðar.
Og lesandinn verður einnig
að athuga það, að öll þessi
grimmd kemur ekki einungis
fram á saklausum mönnum,
heldur verður hann líka að
setja sér annað jafn hræði-
legt fyrir hugskotssjónir,
þetta: Allt, sem hér hefir ver-
ið sagt er lýsing og ástand í
einum af fangabúðum Þýzka-
lands — bara einum.
Framh.