Nýja dagblaðið - 23.08.1934, Blaðsíða 1

Nýja dagblaðið - 23.08.1934, Blaðsíða 1
I urunsamlegt ferðalag Schussniggs 4usturríkis- kanslara til Itafíu og heim aftur London 28/8. FÚ. Schussnigg’, kanzlari Aust- urríkis, fór frá Flórenz í dag, eftir að hafa lokið viðræðum sínum við Mussolini. í opin- berri tilkynningu, sem út var geíin áður en hann fór frá Italíu, sagði hann, að hann heí'ði rækilega rætt við Musso- lini þau mál, sem einkum vörðuðu miklu fyrir pólitízk og viðskiptaieg’ samskipti þessara landa, þ. á m. hefði hanri rætt um það, hversu varðveita skyldi sjálfstæði Austurríkis. Dr. Schussnígg sagði ennfremur, að hann væri mjög ánægður með árangur- inn af viðræðum sínum við Mussolini, og að viðræður þeirra hefðu miklu fremur snúizt uml viðskiptaleg efni en stjórnmálaleg. Ennfremur lét hann þess getið, að þeir hefðu í gær ekki rætt um það, að setja llabsborgarættina enn á ný til valda í Austurríki. Jafnframt því, sem þessi yf- irlýsing Schussnigg’s hefir orð- ið almenningi kunnug, hafa menn gert sér ýmsar getgát- ur um það, hversu krókótta leið hann hefir valið sér til heimferðar. Hann flaug ekki til Vínar, heldur fór hann á vélbát til Genue, íor þaðan um borð í gufuskip, sem átti að fara til frönsku Miðjarðar- liafsstrandarinnar. Það er talið fullvíst, að hann fari með járnbrautarlest frá Nice til Vínar. Orðrómur gengur um það, að einhversstaðar á þess- ari leið muni hann hitta að máli fulltrúa Habsburgarætt- arinnar og að í Nice mUni hann eiga tal við franska em- bættismenn, en þetta eru þó enn aðeins getgátur einar. Úrslitakappleikui inn milli Fram og Yals á Iþróttayellinum í kyöld. Úrslitakappleiknum milli Vals og Fram var frestað í gærkveldi, sökum þess, að völlurinn var blautur og verð- ur hann háður í kvöld. Það þarf ekki að taka fram, að þessi leikur verður mjög skemmtilegur fyrir áhorfendur og mjög eru spár manna á reiki um það, hvort félagið muni hreppa sigurinn. Og þess verður að vænta, að bæði kapp- liðin sýni það, að þau hafi ver- ið þess verðug, að taka þátt í úrslitakappleiknum, með því að láta þetta verða fallegasta kappleik mótsins. Því er ekki að neita, að á undanfömum kappleikum hefir oft kennt harðneskju og ofurkapps, svo til lýta hefir verið. Þann sið eiga íslenzkir knattspymu- menn að leggja niður, því nieð- an hann helzt, getur knatt- spymuíþróttin aldrei notið sín til fulls. Nýja dagblaðið vill enn á ný endurtaka þá ósk, að þessum leik verði útvarpað. Víða um land eru margir knattspyrnu- unnendur, sem vilja fylgjast sem bezt með þessari íþrótt og það er vafalaust, að þeirri venju yrði almennt veltekiðað útvarpa frásögn af öllum úr- slitaleikjum á stærri knatt- spymumótum, t. d. íslands- mótinu og Reykjavíkurmótinu. Leikstaða knattspymumann- ana í úrslitaleiknum í kvöld verður sennilega þessi: © -D © S SÆ s && t— U £ CQ © u C C P C bJJ cS p p '•ci u -A § p u O H 1/3 5 00 J© u U .© co K P O QQ P£ ^ P bp ö3 P ._ o p s S-5 fl o 09 fi.g S fl « ^ bd 03 fl o W S: ©• crq W o* p* © SO 2. p fl A £ © Q •-s 3 p <-* o- ö S M. § | 9» D D ChW o- O' d pr a •o Gð <D WrD £ D 2. »1 W ® © 11 5-g g; g: W © .3 p D D Cfi co Q § or A2 CO 3 >• «3! p O: H Ekki er fullráðið, hvort ól- afur Gamalíelsson keppir og kemur þá Frímann Helgason, hinn góðkunni bakbörður Vals í hans stað, en hann meiddist í fæti í úrslitakappleiknum á Islandsmótinu í vor og hefir ekki keppt síðan. FRÁ DANMÖRKU Áður var mikið að því gert í löndum, er ekki höfðu kolavinnslu, að grafa upp mo til eldsneytis. En eftir því sem notkun kola, olíu og annara brennsluefna verður algengari, minnkar notkun mósins. Samt er uppgröftur hans enn nokkur, t. d. í Danmörku, eins og myndin hér að ofan ber með sér. Qriersou kominn fram Hann kom til Angmagsalik kl. 37« í gær. Hefir sennilega orðið að nauðlenda vegna benzínleysis. Áín Hlífandi sem brúuð var i fyrra, heflr brotizt út úr far- Eins og sagt var frá í blað- inu í gær varð Grierson að nauðlenda í gærkvöldi við austurströnd Grænlands. Var það enskur togari frá Hull, sem heyrði skeytin frá honum, sem hljóðuðu á þessa leið: „Ég hefi komið á íslausan fjörð, hér um bil 3 mílur enskar inn af hafi. Ég hefi mat í aðeins 10 daga. Gerið svo vel og leitið að mér“. Seinna heyrðust þessi skeyti bæði á grænlenzkum og ís- lenzkum1 stöðvum. Strax og þetta fréttist fóru fjögur dönsk skip að leita hans. Grænlenzka nýlendu- stjómin hafði þegar gert ráð- stafanir til að hans yrði leitað með flugvélum. Hafði Grierson áður en hann hóf flug sitt, falið dönsku stjórninni fé til geymslu, er nota átti til þess að bjarga honum, ef þörf gerðist. Nýja dagblaðið átti tal við Geir Zoéga, umboðsmann Grier- sons í gærkvöldi og sagðist hann hafa fengið skeyti um' það kl. 2.10 í gær að Grierson væri fundinn og nokkuru síð- ar, að hann hefði komið til Angmágsalik um kl. 3</2- Eng- in vélarbilun hefði verið og Grierson sjálfum hefði ekkert orðið meint. Nánari fréttir um annað viðkomandi þessu ferðalagi Griersons hafa ekki fengizt. Er ekki ólíklegt, að hann hafi orðið að nauðlenda, vegna benzínleysis. Grierson mun halda ferð sinni áfram, eins og ekkert hafi ískorizt. 1 Arásir nazista á erlendar þjóðir ,,Times“ mótmælir Berlin 22/8. FÚ. Heimsblöðin ræða enn um þjóðaratkvæðið í Þýzkalandi, þ. á m. ensku blöðin. Blaðið Times finnur að því, meðal annars, hve allir nazistafor- ingjarnir hafi ráðizt hart að nágrannalöndunum í opinber- um ræðum í síðustu viku, og telur það, hve Þjóðverjar fjandskapast nú við erlend ríki, bera vott um hernaðar- hug. Maður d I fyrrakvöld kl. 9 drukkn- aði framimdan Grjótnesi á Melrakkasléttu, Valdemar Valdemarsson, unglingspiltur frá Akm-eyri, háseti á sfld- veiðaskipinu Arthur Fanney. Slysið vildi þannig til, að nokkrir skipverjar af Arthur Fanny voru á leiðinni í land í veginum. Klifandi í V.-Skaptaf.s., sem brúuð var í fyrrasumar, hefir nú síðustu dagana gerbreytt farvegi sínum og rennur nú utan hjá brúnni í tveim far- vegum austan og vestan við Pétursey. Samkvæmt símfregn, sem blaðið fékk frá Vík í gær- kvöldi, er vinna þegar hafin við að veita ánni í gamla farveginn aftur. Annars ræða ensku blöðin nú einnig mikið þá yfirlýs- ingu Hitlers, að starfsemi muni nú verða hafin til þess, að gera þá 10% þjóðarinnar, sem sagði „nei“ við þjóðarat- kvæðið, að góðum og gildum nazistum, og er þeirri yfir- lýsingu mjög misjafnlega tek- ið. rukknar snurpunótabáti. Valdimar sat við stýrið, og féll hann út- byrðis ,án sjáanlegrar orsak- ar, og er haldið að hann hafi fengið aðsvif. Hann kom einu sinni upp, en báturinn var á talsverðu skriði, og tókst því ekki,, að ná honum. Líkið hafði ekki fundizt, er seinast fréttist.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.