Nýja dagblaðið - 23.08.1934, Blaðsíða 3

Nýja dagblaðið - 23.08.1934, Blaðsíða 3
X Ý 3 A DAQBLABIB S NÝJA DAGBLAÐIÐ Útgefandi: „Blaðaútgáfan h.f.“ Ritstjóri: Gísli Guðmundsson, Tjarnargötu 39. Sími 4245. Ritst j órnarskri f stof umar Laugav. 10. Símar 4373 og 2353. Afgr. og auglýsingaskrifstofa: Austurstræti 12. Sími 2323. Áskriftargj. kr. 1,50 á mánuði. í lausasölu 10 aura eint. Prentsmiðjan Aeta. Hallar undan fæti Við kosningarnar í vor fengu hin yfirlýstu flokkssam- tök íhaldsmanna, Sjálfstæðis- ílokkurinn, ekki nema um 40% af greiddum atkvæðum í land- inu, en 60% voru greidd öðr- um ílokkum. Áður hefir flokk- urinn haft mjög nálægt helm- ingi atkvæða. Þessvegna hafa íhaldsmenn búizt við því hing- að til, að þeir gætu náð hrein- um þingmeirahluta. Þeir létu breyta kjördæmaskipuninni, en allt kom íyrir ekki. Og nú er meirihlutavonin útdauð hjá íhaldinu sjálfu. Foringjar íhaldsmanna vita, að héðan af er fylgi flokksins á niðurleið. Þeir sjá fyrir sér örlög danskra íhaldsmanna, sem ekki eru orðnir nema 80 af 150 í neðri deild þingsins. Það er líka eins og óhöppin hafi elt íhaldið nú síðustu vik- urnar. Telja ýmsir íhaldsmenn þetta bera vott um, að gifta flokksins sé horfin. 1 Skaga- firði ætlaði íhaldið að hafa rangt við í talning atkvæða, en fékk þá „guðsdóminn" á móti sér. I uppbótarþingsætum sat það uppi með Garðar Þor- steinsson, hinn ófarsælasta mann og 28 ára drengsnáða, sem foringj um flokksins, eftir því sem íhaldsblöðin skrifa um unga menn, hlýtur að vera mikil raun að. Þá hefir Jón Þorláksson fyrir stuttu síðan tapað .lögregluþjónamálinu fyr- ir undirrétti, og er þar þung- ur harmlur kveðinn að bæjarstjórnarklíkunni hér, svo dólgslega sem hún lét í því máli s. 1. haust. Til tíðinda má og telja andlát Heimdallar, sem að vísu var engin eftirsjá að, hvorki fyrir íhaldsmiexm né aðra, en þó má telja andlátið bera vott um þverrandi krafta í flokknum. Loks er þess að minnast, að borgarstjóri Reykjavíkur, þar sem íhaldið hefir ráðið öllu, hefir orðið að biðja ríkisstjórn „rauðu flokk- anna“ um hjálp til að ráða fram úr fjárhagsvandræðum bæjarins. Fjármálaspekingamir í bæjarstjóminni gátu ekki einu sinni fengið lán nema með aðstoð ríkisins. Sjálfsagt hefir þetta verið einskonar Canossa- ganga fyrir þessa mætu menn. En svona eru atvikin skrítin, þegar fer að halla undan fæti. Hér í blaðinu var vakin at- hygli á því fyrir nokkrum dög- um, að íhaldið hefði nú tapað fjórum alþingiskosningum í röð, árin 1927, 1931, 1933 og 1934. Kjósendur flokksins hér í bænum eru búnir að gera sér grein fyrir þessu, margir Ný norsk bráðabirgðalög um aíurðasðlu landbúnaðarins Af nágrannaþjóðum okkar Islendinga standa Norðmenn okkur um marga hluti næst og eiga við líkasta aðstöðu að búa. Noregur er stórt strjál- býlt land, með landbúnað í af- skekktum héröðum. þar sem víða er erfitt um samgöngur. Það er því sérstaklega eftir- tektarvert fyrir Islendinga, hvernig norska löggjafarvald- ið hefir farið að því að veita bændum síns lands aðstoð í erfiðleikum kreppunnar. Það var á árunum 1930 og 1931, sem norska Stórþingið og ríkisstjórnin fór að láta af- urðasölu bændanna á innan- landsmarkaðinum til sín taka. Með lö'gum 6. júní 1930 var hin svokallaða viðskiptanefnd (Om- sætningsraadet) sett á lagg- irnar og átti hún að vinna að því að skipuleggja markaðinn fyrir flesk, mjólk, smjör, ost og egg. Var viðskiptanefndinm falið að gera tillögur um verð- jöfnunarskatt á þessar vörur, eftir því sem henta þætti og ríkisstjóminni veitt heimild til að framkvæma þær tillögur. Síðan hefir þessari starfsemi til umbóta á innanlandsmárk- aðinum stöðugt verið haldið áfram, fyrst undir stjórn Hundseid og síðar undir stjórn Movinckels og hefir stórbætt afkomumöguleika landbúnaðarins norska á þess- um erfiðu árum. Lagafyrirmæli, sem Stór- þingið hefir samþykkt í þess- um efnum undanfarin ár, eru nefnd bráðabrigðalög (midler- tidig lov), og táknar það, að þau séu sett vegna óvenjulegs ástands og eigi ekki að gilda, ef afkomumöguleikar landbún- aðarins færist aftur í venjulegt horf. Síðustu „bráðabrigðalögin“ af þessu tagi voru samþykkt í Stórþinginu 28. júní s. 1. og staðfest af konungi 29. s. m. Skal hér skýrt frá efni þeirra, enda er þar ýmislegt, sem verða mætti til athugunar hér á landi einmitt nú, þegar þessi mál eru til méðferðar. Fyrsti kafli þessara nýju laga er um kjamfóður*) og notkun þess. Er samkvæmt lögunum heimilt að banna inn- flutning á kjarnfóðri eða efn- um, sem notuð eru til að fram- leiða kjamfóður. Gert er þó ráð fyrir, að undanþágur verði *) Heimaræktað korn er undan- skilið. hverjir, og famir að tala um það sín á milli. Og þeir ræða líka um hin tíðu óhöpp flokks- ins, hina slæmu fyrirboða. Þeir tala meira að segja um það ; sumir, að líklega sé það meira , og minna lygi, sem Mbl. hafi j verið að segja um „rauðu | stjórnina“ og að líklega sé það j réttast að yfirgefa íhaldið áð- ur en það klofnar. veittar. Ennfremur er heimild til með stjómarráðstöfun að setja reglur um hámarksnotk- un kjarnfóðurs (skömmtun), hvort sem það er aðflutt eða framleitt í landinu sjálfu. Skömmtun á innlendu kjam- fóðri nær þó ekki til þeirra bænda, sem kaupa innan við 1000 kg. af kjarnfóðri alls á ári. Heimilt er að leggja skatt á innflutt kjamfóður. Verður því varið til að standa straum af kostnaði við þessar ráðstafan- ir og til greiðslu flutnings- gjalda fyrir bændur í afskekkt- um héröðum. Rísi ágreiningur um, hvað telja skuli kjarnfóður, sker stjórnarráðið úr og verður þeim úrskurði ekki áfrýjað til dómstólanna. Tilgangur þessara lagafyrir- mæla er að koma í veg fyrir það, sem nefnd hefir verið „óeðlileg" framleiðsla á mjólk. En hún er í því fólgin, að framleiða mjólk, aðallega í ná- grenni bæjanna, að méstu leyti á aðkeyptu kjarnfóðri og keppa á þann hátt við þá fóðurframleiðslu (hey og korn) sem sveitabændur hafa á jörðum sínum. Telja Norð- menn, að á meðan bændur eiga fullt í fangi með að fá markað fyrir sína „eðlilegu" fram- leiðslu á jörðunum, þá sé ekki æskilegt frá þjóðfélagsins sjónarmiði að auka hana á þennan hátt og sérstaklega ekki með kjarnfóðurinnkaup- um frá öðrum löndum. Er enginn vafi á, að þessi af- staða Norðmanna til kjamfóð- ur notkunarinnar er mjög at- hyglisverð hér á landi, þótt þar verði vitanlega að taka nauðsynlegt tillit til þeirrar kjarnfóðurnotkunar, sem óhjá- kvæmileg er í sveitunum vegna skemmda á heyjum í óþurka- sumrum. Annar kafli hinna nýju norsku laga eru framhalds- ákvæði viðvíkjandi sölu á fleski, mjólk og mjólkurafurð- um. Er stjórninni þar heimilað að setja ákveðnar reglur um takmörkun aðflutnings á fleski, mjólk og mjólkurafurðum til markaðarins í bæjunum, ef hætta er á, að markaðurinn verði of hlaðinn að öðrum kosti. Þriðji kafli laganna er um skatt á smjörlíki. Undanþegið skattinum er það smjörlíki, sem inniheldur a. m. k. 10% af smjöri. Sé smjörblöndunin sem svarar 5% eða minni er skatturinn 20 aurar pr. kg., en lækkar um 1 eyri pr. %, sem smjörblöndunin er aukin. Smjörlíkisskatturinn rennur í sérstakan sjóð. Nokkrum hluta sjóðsins á að verja til að greiða verðuppbót á vinnslu- mjólk og á seljasmjör og J heimagert smjör, eftir nánari ákvæðum, sem stjórnin setur. »Á tuinga vor að týnast?« Það eru nú um þrjátíu ár síðan Baldur Sveinsson, hinn ágætasti Islendingur, ritaði blaðagrein, er hann nefndi: A tunga vor að týnast. Grein þessi var lesin og rædd af öll- um þorra íslendinga; sýndi það glögglega, að höfundur hennar talaði eigi fyrir daufum eyr- um og að íslenzk tunga átti sér enn formælendur og vini. Hvað myndi verða nú, ef rit- gerð Baldurs Sveinssonar yrði birt. Myndi hún verða lesin og rædd af meirihluta lands- manna? Ég efast um það. Mér hefir oft fundizt hin síðari ár, að tilfinningu manna fyrir hreinu máli vera að hnigna. Bækur sem bera með sér hroð- virkni og alúðarleysi eru gefn- ar út af menntamönnum. Rit- dómarar skrifa um þær og minnast ekki á lýtin, fremur en þau væru engin. (Dæmi: Dýraljóð G. Finnbogason). Þá er að minnast á skáldin. Þau eru óteljandi þessi síðustu ár, en gleymast jafnótt, því síðan Davíð Stefánsson kom fram hefir ekkert atkvæða- skáld bætzt við. Engu að síður gefa þessi dvergskáld síðustu ára út ljóð sín og öllu er hrós- að af dvergritdómurum. Ný- lega kom út ljóðabók er all- mörgum ber saman um að sé bezt af því sem þessi síðari ára skáld hafa gefið út. Það er Fagra veröld eítir Tómas Guð- mundsson. Hefir höfundi henn- ar verið óspart hælt og launað fyrir þessi ljóð, — sem eru þó raunar fremur einhæf og grunn. Ég er að vísu á sama máli sem þeir, er telja En nokkrum hluta á að verja til að jafna mjólkurverðlagið milli einstakra verðlagssvæða (melkecentraler) í landinu, að fengnum tillögum frá lands- sambandi norskra mjólkur- framleiðenda. I fjórða kafla eru sektar- ákvæði o. fl. Brot gegn lögun- um varða allt að 100 þús. kr. sektum. Kjarnfóður ólöglega innflutt eða ólöglega selt má með dómi gera upptækt án endurgjalds, eða andvirði þess. Skyldugjöld samkv. lögunum eru innkræf með lögtaki. Upplýsingar, sem nauðsyn- legar eru vegna framkvæmdar lagana, eru viðkomandi aðilar skyldir að gefa að viðlögðum samskonar viðurlögum og gilda um vitnaframburð í sakamál- um. Þvílíkar ráðstafanir telja frændur vorir Norðmenn nú sanngjarnt og nauðsynlegt að gera vegna landbúnaðarins í heild og til að hjálpa því fólki í lífsbaráttunni, sem heima á í þeim byggðarlög- um, sem erfiðasta eiga mark- aðsaðstöðu. I Noregi myndu því þær ráðstafanir, sem verið er að gera hér á landi til að skipuleggja afurðasöluna, síð- ur en svo þykja ósanngjamar. T. öG. það skársta sem komið hefir út eftir þessi síðustu og verstu skáld vor. En T. G. hef- ur samt vondan galla: hann kann ekki móðurmálið sitt. Hann yrkir á „nesjamáli“. All- ir vita hvað nesjamál er. Á æskuárum mínum var það þyngsta þraut allra bamakenn- ara í Reykjavík og umhverfis Reykjavík að venja bömin af því að tala og skrifa nesjamál. I lestri og skrift rugluðu þessi börn saman vissum hljóðstöf- um. Og það var ljótt að heyra þau tala. — Það er nú fyrir sig að tala nesjamál, en að yrkja á nesjamáli ætti engum að fyrirgefast. Tómas Guð- ivxiindsson yrkir á nesjamáli og það á ekki að fyrirgefa hon- um það. Ég skal nú nefna dæmi. 1 ljóðabók hans, Fagra veröld, á bls. 8 er þetta vísu- upphaf: „Og nú hef ég biðið og biðið svo óralengi“. Á bls. 47 er þessi ljóðlína: „Og opn- um lófum höfðu börnin biðið“. Sama villan í þriðja sinn. Á bls. 83 stendur: „Þegar hæsta hjalli er náð“. Ég hefi aldrei heyrt að neinn hafi keppt að því að ná fiskhjalli eða þvotta- hjalli uppi á fjöllum, en þar má finna bæði grashjalla og grjóthjalla. Er ekki gremju- legt að rekast á þetta hjá skársta unga skáldinu ? Ber það ekki vott um vaxandi sljó- leika fyrir íslenzkri tungu, að enginn þeirra manna er hafa ritað um bókina skuli nefna þetta? Hætt er við því. Það á ekki að þegja yfir göllunum. Móðurmál okkar á heimtingu á vörn. Málhreinsun nefndust einu nafni smágreinar er birtust við og við í landvarnarblaðinu „Ingólfi“ forðum daga. Þar voru góðir menn á verði um sóma íslenzkrar tungu. — Nýja dagblaðið ætti að taka upp þennan sið. Góðir Islendingar ættu að leggja lið móðurmáli sínu með því að benda á þegar útgefendur bóka og höfundar sýna því ekki sjálfsagða virð- ingu. B. B. Þorlelfur Jónsson sjötugur Framh. af 2. síðu. ar eru látnir hvíla utan víg- vallarins. Við, sem höfum átt því láni að fagna að vera samstarfs- menn Þorleifs Jónssonar send- um honum þökk og kveðju á þessum tímamótum. Þökk fyr- ir starf hans og það fordæmi sem hann hefir gefið með langri og drengilegri þjóðmála- starfsemi og kveðju um! leið og hann leggur frá sér sverð og skjöld og hyggst að njóta friðar og hvíldar á efri árum í faðmi þess héraðs, sem er einna fegurst meðal byggða landsins, þar sem dagsverk hans er unnið og þar sem honum hefir verið sýnd svo mikil og verðskulduð viður- kenning. P. t. Laugarvatni 21/8. 1984. jóna* Jónsson fré Hriflu.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.