Nýja dagblaðið - 05.09.1934, Síða 3
N Ý J A
DA6BLABIB
S
NÝJA DAGBLAÐIÐ fl
Útgefandi: „Blaðaútgáfan h.f.“ |
Ritstjóri:
Gísli Guðmundsson,
Tjarnargötu 39. Sími 4245.
Ritstjórnarskrifsteíumar
Laugav. 10. Símar 4373 og 2353.
Afgr. og auglýsingaskrifstofa: I
Austurstræti 12. Simi 2323.
Áskriftargj. kr. 1,50 á mánuði. |
í lausasölu 10 aura eint. I
Prentsmiðjan Acta.
Þrjár leiðir
í mjólkurmálinu
Einstaka menn hafa það á
orði, að óþarfi sé að setja
bráðabirgðalög um skipulagn-
ing mjólkursölunnar. Hún geti
vel beðið eftir þinginu, sem
kem'ur saman í næsta mánuði.
En slíkt er hinn mesti mis-
skilningur.
Hér kemúr það nl. mjög til
greina, að nú sem sakir standa
eru í gildi lög frá Alþingi 1933
um sölu mjólkur og rjóma.
Samkvæmt ráðstöfunum fyrv-
stjórnar hafa þessi lög ekki
\ erið framkvæmd. Enda voru
þar að ýmsu leyti famar ó-
heppilegar leiðir og aðrar en
þær, sem nú er gert ráð fyrir.
I málinu var, eins og nú
standa sakir, um þrjár leiðir
að velja.
Ein leiðin var sú, að láta
sama ástand og nú er haldast
fyrst um, sinn. Framkvæma
ekki gildandi lög og láta hina
nýju löggjöf bíða þingsins. En
allir sjá hversu gersamlega ó-
fært ástand það er og raunar
óverjandi, að virða gefin lög
að vettugi, þótt gölluð séu.
Hins ber þá einnig að gæta,
að framkvæmd nýrra laga
þarf all-langan undirbúning,
t. d. samsalan, sem er eitt
höfuðatriði skipulagningarinn-
ar. Ef lögin ættu að bíða að-
gerða þingsins, væri því tæp-
ast að vænta neinna verulegra
framkvæmda fyr en á næsta
vori.
Önnur leiðin var sú, að byrja
nú þegar að framkvæma
mjólkuirlögin frá 1933, og það
er sú leið, sem stjórnin sjálf-
sagt hefði orðið að fara, ef
ekki væru gefin út bráða-
birgðalög. Myndu þá lögin frá
1933 hafa verið framkvæmd
þangað til ný lög gátu gengið
í gildi. Við það hefði skapast
mjög illviðunandi míllibilsá-
stand og ýmsar ráðstafanir
gerðar, sem beinlínis fara í
bága við það, sem endanlega
verður gert. Myndi því tæp-
lega hafa verið tekið með mik-
illi ánægju, sem ekki er held-
ur von.
Þriðja leiðin er sú, sem farin
verður: Að gefa út bráða-
birgðalög nú, hefja undirbún-
ing endanlegra framkvæmda
strax, svo að lögin geti verið
komin fyllilega til fram-
kvæmda um áramót.
Þessi leið er vitanlega alveg
sjálfsögð. Um það- hljóta allir
að sannfærast, þegar þeir gera
sér grein fyrir, hvernig málið
er í raun og veru.
Ofbeldisstefnur
oíi’ kristindómur
Pólitískir pílagrímar.
Það er fyrir nokkru síðan
orðið áberandi, hve ýmsir
menn, sem reynt hafa að láta
bera eitthvað á sér í flokkum
íhaldsmanna og kommúnista,
eru farnir að leggja leiðir sín-
ar til þeirra tveggja þjóða, er
flokkar þessir þrá að taka til
fyrirmyndar um stjórnarhætti.
Þau tvö lönd, er þeir sækja
til, eru Rússland og Þýzkaland.
'í þessum tveiiú ríkjurn
grundvallast stjórnarfarið á
einveldi og harðstjóm.
Kommúnistar hófu þessar
pólitísku utanfarir, eftir að
Káðstjórnarríkin voru orðin
föst í sessi.
íhaldsmennirnir íslenzku hafa
tekið þetta eftir, en beina
sinni för nokkru vestar eða
inn í miðstöðvar þýzka ofbeld-
isins. Hvorirtveggju eru í póli-
tískri námsför.
Eins og gefur að skilja, er
hér ekki átt við námsferðir og
avalir ísl. stúdenta, er sigla til
ýmsra landa til vísindalegs
náms í hinum, og öðrum fræði-
greinum.
Þessar pílagrímsferðir íhalds-
manna og kommúnista erú farn-
ar í því skyni að kynna sér og
flytja heim fræði og starfs-
hætti ofbeldisins.
Það verður að segja það
kommúnistunum til lofs, að
þeir viðurkenna þetta sjálfir.
Segja að þetta sé nú þeirra til-
gangur og markmið.
íhaldsnienn aftur á móti
fara með þetta með hinni
mestu launung..
Þeir klókari neita því bein-
línis — svona opinberlega —
að þeir vilji nokkur mök eiga
við ofbeldisflokkana. En þeir
eru í tvímælalausum minni-
hluta. Hvatvísi einfeldninnar
kemur öllu upp óðara en varir.
Þýzka nazista útsæðið, er hin-
ir kænni íhaldsmenn vildu
dreifa laumúlega út um hugar-
akur fólksins, án þess að vera
við kenndir sjálfir, það er —
áður en þeir fá nokkuð við
ráðið — borið fram í háværri
prósessíu af mergð hinna fá-
kænu.
Kommúnisminn hefir þegar,
að því er séð verður, lifað sitt
fegursta hér á landi. Fýlgi
hans varð aldrei neitt að ráði
og er nú í sýnilegri hrömun.
V erkamen* kjósa friðsamleg
samtök í stað ofbeldis. Nazism-
inn er yngri. Og því verður
ekki móti mælt, að hann sýn-
ist falla vel í geð æði márgra
íhaldsmanna. Þeim finnst, að
með aðstoð ofbeldisins muni
þeim fært að halda „gæðum
lífsins" í greipum sér, sem
vitsmunir þeirra, mannkostir,
starfshæfni og félagsþroski er
aftur á móti ekki fær um að
veita þeim.
Þessvegna er hrifning naz-
ismáns undirstraumur í íhalds-
blöðunum, sem af sumúm er
reynt að dylja undir meining-
arlausu yfirborðshjali um
,,sjálfstæði“ og „þjóðhollustu“.
Þjónað tveimur herrum?
Dálítið er það einkennilegt,
að kenningar hinnar erlendu
ofbeldisstefnu nazista virðast
hafa fundið einna frjóastan
jarðveg innan sumra þeirra
heimila hér í Reykjavík, sem
þykjast bera fyrir brjósti
kristindóm og siðgæði allra
liluta mest.
Það er ekki kunnugt, að í
neinum pólitískum flokki öðr-
um , en nazistaflokki Hitlers
hafi verið s'vo margt hátt-
settra manna, er báru á sér
jafndökka bletti siðferðilegra>-
cnáttúru og afbrota. Þrátt fyr-
ir þá annmarka, bundust þeir
fastri vináttu við Hitler —
meðan ekki greindi á í öðrum
efnum. Þetta er samt ekki til
fyrirstöðu því, að sumir hinir
sjálfkjömu siðferðispostular
Reykjavíkur gerist hugfangn-
ir nazistar.
Þá er hiþt atriðið ekki síður
furðulegt. Um fáa eða enga
pólitíska flokka er það vitað,
að þeir hafi beitt andstæðinga
sína meiri dýrslegri grimmd og
misþyrmingum en nazistar.
Engir hafa sennilega gengið
ollu berar á móti kjarna krist-
indómsins en þeir. Mannkær-
leikur og smælingjaást hefir
naumast einkennt breytni
þeirra. En höfundur kristn-
innar taldi þó þær dyggðir
ekki svo lítils virði fyrir menn-
ina. Nazistar virðast troða
kenningar hans undir fótum
sér.
Og samt fer þetta tvennt
svona prýðilega saman í sumra
mánna brjóstum hér á Islandi:
Kristindóms- og siðgæðisskraf-
ið annarsvegar og nazistadýrk-
un hinsvegar.
1 einni af ágætustu smásög-
um E. H. Kvarans, Vistaskipti,
lætur höfundurinn móðurlaus-
an smælingja, Steina litla,
segja þetta um Þorgerði hús-
móður sína: „Og ég var að
hugsa um, hvemig á því mundi
standa, að Þorgerður var guð-
hræddust allra manna, sem ég
þekkti, og líka verst“.
Skáldið lætur ekki söguper-
sónu sína hafa þessi orð vegna
þess að það sé óvinveitt krist-
indóminum. Síður en svo.
Það er spurning, hvort
meginkenningar Kristst hafa
átt sannari vin og talsmann í
ísl. - bókmenntum en þennan
höfund. En hann er þegar orð-
inn skarpvitúr mannþekkjari
er „Vistaskipti“ ui-ðu til- Vit-
anlega er ekkert fullyrt um
það hér, að þeir menn, sem
hjala mést um guðsótta og
siðavendni, séu oftast „verstir"
sjálfir. En það eru fleiri en
Steini litli, sem hugsa um,
hvemig guðhræðslan og
grimmdin geti sameinast. Þeim
hefir m. a. verið nokkurt
undrunarefni, hvernig það
Happdrætti
Háskóla Islands
I dag er síðasti endurnýjunardagur fyrir
7. flokk. Vinningar í 7. flokki eru 400,
samtals 83400 kr. Stærsti vinningur 20 þús.
kr. Enn þá eru eftir á þessu ári 3350
vinningar, samtals 726 þús. kr.
Ekkert skrum! Að eins staðreynd!
Beztar og ódýrastar viðgerðir
á alls konar skófatnaði. T. d.:
sóla og hæla karlmannsskó fyrir kr. 6,00 og kven- kr. 4,00.
Skóvinnustofan Njálsgötu 23.
Bimi 3814.
Sækjum, sendum,
Kiartau Árnason,
skósmiður (áður Frakkgstíg 7).
mátti verða, að tvö málgögn,
annað, er telur sig í þjónustu
kristindómsins og hitt í anda
ofbeldisstefnu nazista, gátu
verið runnin frá einni og sömu
uppsprettu.
En þótt þessi fremur sjald-
gæfu dæmi kunni að finnast
hér úti á íslandi, verður þeirra
tæplega vart hjá neinum ná-
grannaþj óðum okkar.
Til þess nú að grípa ein-
hversstaðar niður í umsagnir
þeirra um þessi mál, skal drep-
ið á skoðanir yfirmanns
sænskra kirkjumála, kirkju-
málaráðherrans. Hann ræðir
afstöðu sænsku þjóðarinnar til
nazismans — að vísu ekki sem
þjónn kirkjunnar fyrst og
fremst — heldur sem talsmað-
ur menningarinnar yfirleitt.
Frjálsir menn eða hjörð
af þrælum.
Kirkjumálaráðherra Svíþjóð-
ar, Engberg, hefir á ýmsum
stöðum í landinu rætt nýlega
um baráttu Svía gegn áhrifum
nazismáns.
Honum fórust orð m. a. á
þessa leið:
— Vér erum tilneyddir að
taka upp baráttu fyrir málefn-
um, sem vér álítum öruggt
um fyrir löngu síðan. Það er
barátta fyrir almennu frelsi og
réttindum. Þetta er varnar-
skylda, sem enginn maður með
ábyrgðartilfinningu má sneiða
hjá. Hér er um að tefla líf eða
tortímingu þess frelsis, sem
er skilyrði verðugrar tjlveru
mannanna. Grundvöllur æðra
lífs. Trúailega skoðað eru um-
bætur siðaskiptanna í voða.
Stjórnmálalega séð, er hér um 1
að ræða, hvort þjóðirnar eiga
að lifa sem samfélag frjálsra
borgara, eða einlitar hjarðir
af þrælum. Menningarlega at-
hugað veltur hér á því, hvort
líkamlegt ofbeldi eða tiginbor-
inn andi frelsisins á að vísa
leiðina.
Baráttan mót hinum rudda-
lega barbarisma, sem vill móta
oss eftir sínuni þóknanleik, má
ekki vera — og er heldur ekki
— flokksmál hjá oss.
Þau áhrif og það aðdráttar-
afl, sem hin nýja kenning
(nazista) hafði fyrir hálfu ári
á íhaldsflokkana hefir stórum
rýrnað eftir hina vel kunnu at-
burði (nazistamorðin síðast í
júní s. h). Þeir atburðir voru
einskonar sýnikennslustund, er
verkaði vel og leiddi til holl-
vænlegrar umhugsunar.
Það, að troðið hefir verið á
þeim meginkenningum, er að
þessu hafa verið álitnar óhagg-
anlegur grunnur undir sið-
rænni réttarskipun, hefir opn-
að augu jafnvel þeirra, sem
látið hafa blindast. Hið opin-
bera sænska almenningsálit
hefir — án tillits til flokka-
greininga — náð að festast um
þessi mál. Það vísar ákveðið á
bug þeirri kynflokkahjátrú og
þeim siðfræðilega og vits-
múnalega röngu skoðunum, er
réttlæta hryllilegustu blóðsút-
hellingar í i>ólitískri baráttu.
Almenningsálitið er vitanlega
skipt um hin ýmsu stefnumál.
En það er sammála því, að all-
ir flokkar verði að byggja á
þessu: Virðingu fyrir gildi
mannsins, játningu þess, að
valdið yfir lífi og frelsi ein-
staklingsins, takmarkist af lög-
um og réttlæti, en sé ekki háð
þóknanleik valdhafanna. Það
er vor þjóðarsómi, að það al-
menningsálit haggist ekki í
þessu efni.
Á þessa leið farast yfir-
manni sænsku kirkjunnar orð.
Vafalaust getur hver frjáls-
hugsandi íslendingur tekið
undir ummæli sænska stjórn-
málamánnsins og fagnað því,
að einnig hér er álit þjóðar-
innar óskift á barbarismanum
erlenda, sem sækir svo fast á
til yfirdrottnunar í skjóli fjöt-
raðs frelsis.