Nýja dagblaðið - 18.09.1934, Side 3

Nýja dagblaðið - 18.09.1934, Side 3
N Ý 3 A DAGBLABIÐ I NÝJA DAGBLAÐIÐ Útgefandi: „Blaðaútgáfan h.f.“ Ritstjóri: Gísli Guðmundsson, Tjarnargötu 39. Sími 42tó. Ri tst j ómarskrifstefumar Laugav. 10. Símar 4373 og 2353. Afgr. og auglýsingaskrifstofa: Austurstræti 12. Sími 2323. Áskriftargj. kr. 1,50 á mánuði. í lausasölu 10 aura eint. Prentsmiðjan Acta. Iðrandi syndari í greinum, sem hinn afsetti bankaeftirlitsmaður er að burð- ast við að skrifa í Vísi um „eft- irlits“-feril sinn síðustu 10 ár, kemst hann m. a. svo að orði um sjálfan sig og íhaldsstjórn Islandsbanka sáluga: „-------- en hann (bankinn) varð síðar að þola þá háðung, að verða að leita til mín, til þess að fá mat á hag bankans, til að leggja fyrir Alþingi“. Það má segja að Jakob sé orðinn hógvær og af hjarta lítillátur. Islandsbankastjórnin naut, vægast sagt, lítillar virð- ingar né trausts — og átti líka hvorugt skilið. En „eftirlits- maðurinn“ leit svo upp til hennar dýrðar, en niður á sinn breiskleika, að hann telur hana hafa gert sjálfri sér mikla „háðung“ með því að kveðja sig (Jakob) henni til aðstoðar. Það er satt. Þetta var „háð- ung“. „Mat“ Jakobs var rangt, skakkaði um margar miljónir króna. En bankastjórninni þótti það gott. Á því ætlaði hún að fleyta áfram öllu svindli sínu og óreiðu. Stjóm íslandsbanka hvarf frá störfum mleð vansæmd. Bankaeftirlitsmanns-„háðung- in“ er farin sömu leið, og með svipuðum eftirmælum þjóðar- innar. En ef til vill ætlar Jakob nú að fara að haga lífi sínu í íhaldsflokknum eftir hinu foma boði: „Hver sem niðurlægir sjálf- an sig mun upphafinn verða“. Það mun ætlandi, að íhaldið sjái honum fyrir upphefðinni. Lieikfólag-id Mbl. og Vísir skýra frá því, að Leikfélag Reykjavíkur hafi ráðið hingað danskan mann, Gunnar Hansen að nafni, og eigi hann að hafa á hendi leik- stjóm hjá félaginui í vetur. Er mikið gumað af þessari ráð- stöfun. Það getur vel verið, að þessi danski maður sé sæmilega leik- menntaður og starfhæfur í sínu föðurlandi. Nýja dagblað- inu er þó ekki kunnugt um, að hann hafi getið sér neinn sér- stakan orðstír fyrir leiklistar- starfsemi sína í Kaupmanna- höfn. Enda er fremur ólíklegt, að hann mundi hverfa að leik- stjóm hér, ef mikil eftirspurn væri eftir starfskröftuin1 hans í Danmörku. En hvað sem því líður, er Norðurlandasamvinna í milliríkjaYerzlun Norðurlönd sameínuð eru stórveldi Hentug skólaföt fyrir drengi GEFJUN, Lgv. 10, simi 2S3S Það hefir um mörg undan- farin ár verið nokkuð um1 það rætt, hvort ekki mundi tiltæki- legt að koma á fastara fjár- hags- og verzlunarsambandi á milli Norðurlanda. Fundir hafa fleirum sinnum verið haldnir um þetta og samþykktar til- lögur, sem ekki hafa þó verið nein úrlausn á málinu, eða borið nokkurn verulegan á- rangur. Enda hafa ríkisstjórn- irnar aldrei tekið málið að sér. Uppástungur hafa jafnvel komið fram um, að vörur, sem fiuttar væru á milli Norður- landanna, yrðu tollfrjálsar, en Norðurlönd hefðu sameiginleg tollaákvæði gagnvart öðrum þjóðum. Við nánari athugun kom brátt í ljós, að þetta var ó- framkvæmanlegt. Tvi eða fleiri af Norðurlöndunum framleiddu samskonar vöru, við töluvert mismunandi að- stöðu, en það var framleiðsla, sem ekkert þeirra gat hætt við. Þarna voru gagnstæðir liagsmunir, sem ekki var hægt að jafna. Þá kom einnig bar- átta flokkanna í innanríkis- stjórnmálum til greina. Hver flokkur þurfti að berjast fyrir sína kjósendur og voru þá annaðhvort með eða rnóti toll- um. Þannig reyndist þessi leið ófær til samvinnu. Norræna félagið tekur upp málið og fær ríkis- stjórnirnar til þess að taka það að sér. Síðastliðinn vetur tók Nor- ræna félagið málið um verzlun- arsamstarf Norðurlandanna á sína dagskrá. Því var það það fyllilega ljóst, að engu yrði komið til leiðar, í þessu máli, nema ríkisstjórnimar tækju það að sér. Félagið byrjaði á því að skipa þriggja manna nefnd, til þess að undirbúa málið, og voru í nefndina valdir af fé- laginu utanríkismálafulltrúar ríkisstjórna þriggja Norður- landanna. Nefnd þessi undir- bjó svo málið fyrir fulltrúa- fund félagsins, sem haldinn var í sumar, og varð það þar tekið til umræðu, og ákveðið að snúa sér til ríkisstjórnanna, með ósk um1, að þær tækju málið í sínar hendur. — Síð- an hafa utanríkisráðherrar Danmerkur, Noregs og Sví- þjóðar haft fund rrteð sér, til það vitanlega alveg fráleit ráð- stöfun, að fá hingað danskan mánn til að kenna íslenzku fólki að bera fram íslenzkt mál á leiksviði. Til þess hefir hann vitanlega engin skilyrði. Svona ráðstafanir og fleiri þurfa áreiðanlega athugunar við áður en haldið er áfram að veita Leikfélagi Reykjavíkur styrk af opinberu fé. þess að ræða málið, og hafa þeir í opinberri tilkynningu í'rá fundinum látið í ljós ósk sína um að komið yrði á méiri samvinnu í fjár- og viðskipta- málum Norðurlanda. Tíminn, til þess að taka mál þetta upp, er mjög heppileg- ur, þar sem meiri þörf er nú á samvinnu á milli landanna en kannske nokkru sinni fyr. Milliríkjaverzlunin er komin i þrengri f'arveg en hún hefir nokkuru sinni fyr verið í. Nú er tæpast hægt að selja vörur til nokkurs lands, nema keypt sé fyrir jafnmikil verð- n.æti frá því sama landi aítur. Þegar viðskipti eru komin í slíkar skorður, eru þau eðli- lega miklu örðugri fyrir lítið land með fábreyttar útflutn- ingsvörur, heldur en stórt land með fjölbreyttar vörur, sem fluttar eru til margra landa með mismunandi skilyrð- um og framleiðslu. Eins og milliríkjaverzluninni er nú ! háttað, stöndum við íslending- ar illa að vígi. Við erum fá- menn og lítilsmegnug þjóð, höfum fábreyttar útflutnings- vörur, sem mestallar verða að seljast til mjög fárra landa, sem óþægilegt er fyrir okkur að kaupa af miklar vörur. Það mundi t. d. ekki vera svo auð- velt fyrir okkur íslendinga að kaupa vörur frá Spáni fyrir 11—12 milj. kr. meira á ári en við gerum nú. Ef hinum ströngustu reglum, sem nú gilda almennt um viðskipta- samninga á milli ríkja, væri þama fylgt, mundi annað- hvort fisksalan til Spánar verða að minnka sem svarar 11—12 milj. kr. virði, eða við yrðum að kaupa þaðan vöru fyrir þessa upphæð. Útkoman af slíku viðskiptaástandi get- ur hæglega orðið sú, að algerð- ar óþarfavörur, eða vörur sem við getum hæglega verið án, séu fluttar frá Spáni, en að við getum ekki fengið allra nauð- synlegustu vörur, sökum þess, að þær verður að kaupa í ein- hverju öðru landi, sem' við selj- um lítið til. Ástandið hjá hinum Norður- landaþjóðunum er nokkuð svipað, þó þau hafi fjölbreytt- ari útflutningsvörur og þar af leiðandi rýmri markað. Yfirstjóm .utanríkis- verzlunarinnar þarf að komast í hendur sér- stakrar ríkisstofnunar, sem tekur málið föstum tökum. Þessar stöðugu kröfur um gagnkvæm viðskipti hafa dreg- ið töluvert úr millilandavið- skiptunum og gert þau örðug. Það hefir orðið að taka til gjaldeyrishamla og innflutn- ingshafta, til þess að skipu- leggja verzlunina og varna þvi að allt fari á ringulreið. Hænsnaíóður - J a ð a r - reynist bezt Samband Isl. samvinnufélaga Fóðurbætir Bezti fóðurbætirinn er S.I.S. - fóðurblandan Reynið hana. Samband Isl. samvinnufélaga Þannig hefir yfirstjórn allr- ar utanríkisverzlunar eðlilega komist meir og meir í hend- ur ríkisstjórnanna. Eins og nú er orðið hér, má það heita nauðsynlegt, að til sé sérstök ríkisstofnun, semi hefir yfir- stjórn utanríkisverzlunarinnar með höndum og stjórni henni með föstum tökum. Allt ann- að er hætt við að verði kák eitt. En þegar ríkisstjórnirnar hafa þannig tekið utanríkis- verzlunina í sínar hendur, verður auðveldara um sam- vinnu á milli ríkjanna um millilandaviðskiptin. Tvennskonar markmið. Aukin innbyrðis við- skipti og sameiginleg- ir viðskiptasamningar Norðurlanda við aðrar þjóðir. Tilgangurinn með auknu viðskiptasamstarfi Norður- landa er í fyrsta lagi, að auka viðskiptin á milli Norðurlanda innbyrðis, og í öðru lagi að Norðurlöndin komi fram sem ein heild í viðskiptasamhing- um við aðrar þjóðir. Hvert gagn getur Island liaft af slíkri samvinnu? I innbyrðisviðskiptunum væri t. d. hugsanlegt, að við fengjum Svía til þess að hætta að senda stóran skipaflota með ríkisstyrk hingað til lands til síldveiða, gegn því að við kaupum meiri vöru af þeim, f enda ættum við þá að geta selt þeini meiri síld. Einhverju svipuðu væri, ef til vill, hægt að koma til leiðar við Finn- lendinga, gegn því t. d„ að þeir seldu meira til íslands. Hin hliðin, að Norðurlönd- in komi sameiginlega fram í viðskiptasamningum1 við aðrar þjóðir, myndi þó sennilega vera þýðingarmeiri fyrir ís- land. — Það er skiljanlega meiri styrkur fyrir okkur ís- lendinga, að koma fram í heild, þar sem 15 miljónir manna standa saman, með mikil auð- æfi að baki sér, heldur en 100 þúsundir snauðar að auði og völdum. Það þýðingarmesta í þessu sambandi mundi þó vera, að Norðurlöndin rnyndu eftir því sem hagkvæmt væri, geta skipst á um að notfæra sér hinn hagstæða verzlunarjöfnuð hvers þeirra, og þannig haft þau áhrif, að markaðurinn rýmkaði að mun. Skal ég nú nefna dæmi þessu til skýringar. Við flytjum fisk til Spánar fyrir miklu meiri verðmæti heldur en við getum keypt þaðan. Nú skulum við gera ráð fyrir, að hagkvæmt sé fyrir Danmörku að flytja meira frá Spáni, heldur en sem samsvarar þeim verðmæt- um, sem hún flytur þangað, þá gæti ísland yfirfært sínar kröfur á Spáni til Danmerkur gegn því að okkar innflutn- ingsleyfi til Spánar aukist að sama skapi. Eins væri hugsan- legt með margar slíkar við- skiptayfirfærslur á milli Norð- urlandanna innbyrðis, sem gæti orðið þeim öllum til þæginda og til aukinna viðskipta út á við, ef þau koma fram sem ein heild. Norðurlöndin sameinuð í slíkt viðskiptasamband, sem hér ræðir um, mundu við það fá miklu sterkari og betri aðstöðu í heimsviðskiptunum, og verða litið á þau sem eitt af stórveldunum er nauðsyn- leg-t yrði að taka meira tillit til en nú þarf að taka til hvers einstaks. Guðl. Rósinkranz.

x

Nýja dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.