Nýja dagblaðið - 08.10.1934, Blaðsíða 2
2
N Ý J A
DAGBLASIÐ
\\
jj
áður er minnst. Þó vil ég gefa ;; niðurstaða ársins verði ekki
stutta skýrslu um breytingu jl svona slæm, en engar líkur
enska lánsins frá 1921. '! virðast til þess að hún verði
,! hagstæð.
Breyting enska
lánsins frá 1921
Eins og fyrverandi fjármála-
ráðherra gat um í opinberri
skýrslu sinni, hafði fyrverandi
stjórn samið um það,, að
enska láninu frá 1921 yrði á
þessu ári breytt úr 7% láni i
5% lán. Fór breyting þessi
þannig fram, að öllu láninu
var sagt upp til innlausnar 1.
sept., en skuldabréfaeigendum
jafnframt gefinn kostur á að
fá skuldabréfunum breytt í
5% bréf og um leið greidd
3 £ af hverju 100 £ bréfi,
eins og áskilið var í upphaflega
lánssamningnum. Þá var enn-
fremur gengið frá því, að hægt
væri að innleysa bréfin, ef
skuldabréfaeigendur vildu fá
þau greidd fremur en taka
vaxtalækkuninni. Þegar fyr-
verandi fjármálaráðherra gaf
skýrslu sína, var vitanlega
ekki vitað hve mikið af bréf-
um kæmi til innlausnar. Vil ég
því skýra frá því nú, að öllu
láninu hefir verið breytt í 5%
lán að undanskildum 1350 £,
sem innleyst voru með hver
100 £ 103 £, eins og upphaf-
lega var áskilið.
Afkoma ríkis-
sjóðs 1934
Um afkomu ríkissjóðs á yf-
irstandandi ári er eigi hægt
að segja með neinni vissu eins
og sakir standa. Líklegt má þó
telja, að tekjur verði svipað-
^ar og í fyrra, ef þær bregðast
eigi síðara hluta ársins. Um
endanleg útgjöld er nokkuð í
óvissu, m. a. vegna þess hve
margháttaðar greiðslur verða
samkv. sérstökum ráðstöfun-
um Alþingis utan fjárlaga. En
engar líkur virðast vera til
þess, að hægt verði að komast
hjá greiðsluhalla á þessu ári,
enda gera gildandi fjárlög ráð
fyrir greiðsluhalla. Þann 1.
júlímánaðar þ. á. hafði lausa-
skuld ríkissjóðs í Barclay’s
Bank hækkað um 839.812 frá
áramótum og var þá orðin
um kr. 2.160.000. — Síðan hef-
ir hún staðið óbreytt. Sam-
kvæmt samningi við bankann
má skuld þessi vera hæst 100.
000 sterlingspund. Skuldir inn-
anlands hafa á árinu hækkað
um ca. 266.000 kr. Þessar töl-
ur gefa ekki hugmynd um
endanlega niðurstöðu ársins,
en þykir þó rétt að geta þeirra
hér.
Verzlunarjöfn-
uðurinn 1934
Bráðabirgðaskýrslur um út-
og innflutning á þessu ári, sem
fyrir liggja til 1. sept., sýna
mjög óhagstæðan verzlunar-
jöfnuð. Samkvæmt þeim er út-
flutningur ca. 24.9 milj., en
innflutningur ca. 31.9 milj.
Verzlunarjöfnuðurinn samkv.
því óhagstæður um ca. 7 milj-
ónir. Að vísu er vonandi, að
Innflutningurinn og
tekjur rikissjóðs
Þegar athugað er það yfir-
lit, sem nú hefir verið gefið í
mjög stórum dráttum um af-
komuna 1931—1933 og horf-
urnar á þessu ári, eru það
nokkur höfuðatriði, sem mér
finnst mest ástæða til þess að
gefa gaum.
Öll árin, að undanteknu ár-
inu 1932, eru keyptar til lands-
ins vörur fyrir hærri upphæð-
ir en þjóðin hefir getað greitt
með ársframleiðslu sinni.
Öll árin er greiðsluhalli á
rekstri ríkissjóðs, enda þótt
útgjöldin í heild hafi farið
lækkandi. Greiðsluhallinn er
yfirleitt jafnaður með lántök-
um og 1933 og væntanlega í
ár, að mestu leyti með lántök-
um erlendis. En það, sem er
þó ískyggilegast og mestum
erfiðleikum mun valda við leið-
réttingar, er sú staðreynd, að
þessi greiðáluhallaár, að und-
anskildu árinu 1932, hafa toll-
tekjur ríkissjóðs verið hærri
en eðlilegt var, vegna þess hve
innflutningurinn hefir verið ó-
eðlilega mikill. Hefði inn-
flutningurinn ekki farið fram
úr því, sem þjóðin gat borgað
árlega, hefði greiðsluhalli þess-
ara ára orðið ennþá meiri,
nema ríkissjóði hefði þá verið
séð fyrir nýjum tekjustofnum.
Skakkar fjár-
laéaáætlanir
ön árin eru útgjöldin
samkvæmt Landsreikningnum
ír.iklu hærri en útgjöldin sam-
kvæmt fjárlögum. Er það
gamalt og alkunnugt fyrir-
brigði og stafar sumpart af
þeirri hættulegu reglu, að sam-
þykkt eru allskonar útgjöld á
Alþingi önnur en þau, sem eru
á fjárlögum og sumpart af því,
að upphæðir eru áætlaðar of
lágt í fjárlögum. Stundum virð.
ast áætlanir svo fjarri reynslu,
að eigi verður annað álitið,
en þær séu vísvitandi of lágt
settar í fjárlögin. Er slíkt ekki
til þess fallið, að auka traust
Alþingis og þarf að hverfa
með öllu. Verður nánar að
þessu vikið í sambandi við
fjárlagafrumvarpið fyrir 1935.
Undirbtíningur
frumvarpsíns
fyrir 1935
Eins og yfirlit þetta um af-
komu undanfarinna ára ber
með sér, hlutu miklir erfið-
leikar að verða á vegi stjóm-
arinnar við undirbúning fjár-
laga fyrir 1935.
Stjórninni var það Ijóst, að
til lengdar getur ekki gengið,
að ríkissjóður þurfi á ári
hverju að taka lán erlendis til
þess að nota til afborgana
fastra lána og því síður til ó-
arðgæfra framkvæmda. —
Greiðsluhallann varð að stöðva
— helzt þegar á næsta ári.
Ennfremur lá það fyrir, að
atvinnuhorfur og ástand at-
vinnuveganna var þannig, að
framlög til verklegra fyrir-
tælvja og til atvinnuveganna
þurfti að auka frá því, sem á-
kveðið var á fjárlögum 1934.
Við samning fjárlagafrum-
varpsins hafði stjórnin til
hliðsjónar gildandi fjárlög og
I-andsreikninga undanfarinna
ára. Var vitanlega fyrst svip-
azt eftir leiðum til sparnað-
ai á beinum kostnaði við rekst-
ur ríkisins. Eins og kunnugt
er, verður ekki mjög miklu um-
þokað í þeim efnum nema með
róttækum breytingum á fyrir-
lcomulagi ríkisrekstursins. —
Lang-mestur hluti útgjalda rík-
issjóðs er ýmist bundinn með
lögum eða við fyrirkomuíag,
sem ekki verður breytt nema
á löngum tíma. Þó hefir
stjórnin gert ýmsar lækkanir
á útgjöldum og verður þeirra
helztu getið í sambandi við
við hækkanir framlaga til
verklegra framkvæmda.
\\ milf. kr. af út>
gjöldunum eru leið
réttingar og gjöld
skv. nýjum lögum
Við athugun á útgjöldum
og samanburði við fjárlög yf-
irstandandi árs kom það hins-
vegar í ljós, að ýmsar áætlun-
arupphæðir voru allt of lágt
settar í þeim fjárlögum, með
tilliti til reynzlunnar og þurftu
að leiðréttast. Ennfremur að
ýms óumflýjanleg útgjöld, þar
af ýms lögbundin, sem ekki
voru á fjárlögum þessa árs,
þurftu að takast á fjárlög.
Sumpart var hér um' ný út-
gjöld að ræða, sem1 ákveðin
höfðu verið síðan fjárlögin fyr-
ir 1934 voru samin og sumpart
útgjöld, sem af einhverjum
ástæðum ekki hafa verið talin
með fyr í fjárlögum, þótt
greidd hafi verið. Þessar bundnu
hækkanir og leiðréttingar nema
nálægt lJ/2 miljón króna og eru
þessar helztar:
1. Tillag til Kreppulánasjóðs
kr. 250.000,00. Er þetta nýr lið_
ur samkv. lögum um Kreppu-
lánasjóð frá 1933.
2. Viðhald þjóðvega kr.
100.000,00. 1 frumvarpinu er
viðhaldið alls hækkað um 150
þús. krónur. Af þeirri hækkun
tel ég þessar 100 þús. krónur
beina leiðréttingu á þessum lið
fjárlaganna, sem undanfarið
hefir farið mjög fram úr áætl-
un.
3. Landhelgisgæzla kr 180.-
000,00. Þessi hækkun er sum-
part vegna þess að undanfarið
hefir heildarkostnaður við
gæzluna verið of lágt settur í
fjárlög samanborið við reynsl-
una, en sumpart vegna þess að
reynslan hefir sýnt að undan-
farið hefir verið gert ráð fyrir
hærra tillagi úr Landhelgis-
sjóði til gæzlunnar en honum
er unnt að ieggja fram. Sjóð-
urinn er því nær þorrinn og
getur því aðeins lagt fram ár-
legar tekjur sínar, sem eru
sektir og björgunarlaun.
4. Afborganir lána kr. 142,-
000,00. Hækkunin á þessum lið
stafar af afborgunum af hin-
um nýrri lánum. Má þar sér-
staklega benda á lán ríkis-
sjóðs til vega_ og brúargerða.
5. Vextir kr. 90.800,00.
Hækkun á þessum lið þrátt fyr-
ir spamað vegna breytingar
enska lánsins frá 1921, stafar
sumpart af skuldahækkun 1933
og að sumu leyti af því að nú
er nákvæmar áætlað fyrir
vaxtagreiðslum af ósamnings-
bundnum skuldum en áður hef-
ir verið í fjárlögum.
6. Tillag til sveitafélaga
vegna fátækraframfæris yfir
meðallag- ki\ 100.000,00. Er
hér um leiðréttingu að ræða,
samkvæmt því sem reynslan
sýnir að útgjöld þessi muni
reynast. í núgildandi fjárlög-
um er áætlað að greiðslur til
sveitafélaga vegna fátækra-
framfæris, sem er 15% yfir
meðallag, muni nema kr.
100.000,00, en fyrirsjáanlegt er,
að þau muni nema 170 þús. kr.
á þessu ári.
7. Jarðræktarstyrkur kr.
75.000,00. Þessi hækkun á áætl-
unarupphæð er einnig gerð til
leiðréttingar. Þessi liður hefir
undanfarið verið áætlaður tölu-
vert lægra en hann hefir orðið
í reyndinni.
8. Kostnaður við barna-
fræðslu kr. 60.000,00. Þessi
hækkun er leiðrétting, aðallega
vegna þess að laun kennara eru
í gildandi fjárlögum sett lægri
en þau reynast.
9. Strandferðir kr. 70.000,00.
Ilækkun þessi er gerð til sam-
ræmis við þá reynslu, sem fæst
í ár. Úr strandferðum þykir
sízt fært að draga.
10. Kostnaður við spítala
kr. 76.800,00. Mestur hluti
upphæðarinnar eru hækkanir til
leiðréttingar til samræmis við
reynsluna um kostnað við
sjúkrahúsin, eru nokkur hluti
nýr liður vegna laga frá 1932
um breytingu á lögum um
vamir gegn kynsj úkdómum.
11. Malbikun þjóðvega kr.
77.000,00. Þessi liður er nýr og
settur á fjárlög samkvæmt
breytingu á lögum um bifreiða.
skatt, sem samþykkt var á Al-
þingi 1933. Renna samkvæmt
henni 15% af bifreiðaskatti til
malbikunar á þjóðvegum.
12. Kostnaður við gjaldeyr-
isráðstafanir kr. 30.000,00. Á
fjárlöguml hefir eigi fyr verið
gert ráð fyrir kostnaði við
framkvæmd innflutningshafta
né gj aldeyrisráðstafana. Hefir
þó slíkur kostnaður verið
greiddur undanfarin ár. Þótti
sjálfsagt að ætla fyrir þessum
kostnaði á fjárlögum, þar sem
alkunnugt er að hjá því Verð-
ur alls ekki komizt að hafa
sterk tök á innflutningi vara og
sölu erlends gjaldeyris.
13. Tcjl. og löggæzla kr.
50.000,00. Þessi hækkun á liðn-
um er beinlínis til leiðrétting-
ar samkvæmt reynslu um
þennan kostnað. Er síður en
svo að tollgæzla megi minnka
frá því, sem nú er. Er full þörf
á að hún verði bætt víða á
landinu og getur því ekki til
mála komið að setja þennan
lið lægra en hann hefir reynzt
undanfarið.
14. Kostnaður við Alþingi
kr. 25.000,00. Hækkun þessi á
áætluðum kostnaði við Alþingi
er sett í samræmi við reynslu
undanfarinna ára. HinsVegar
hefir þess verið vænzt, að
kostnaður við fjölgun þing-
manna myndi vegast upp með
styttra þinghaldi þar sem fjár-
lög eru nú afgreidd í sameinuðu
þingi.
15. Kostnaður við milliríkja-
samninga kr. 18.500,00. Þetta
er nýr liður á fjárlögum, en
þó aðeiris leiðrétting, því áð
undanfarið hafa árlega verið
greiddar háar upphæðir í
kostnað við slíka samninga, og
vafalaust verður einhver kostn-
aður árlega vegna samninga
við önnur ríki. Get ég þess hér
til dæmis, að 1932 voru greidd-
ar tæpar 30 þús. krónur í slík-
an kostnað og 1933 um 36 þús.
krónur.
16. Framlag til Ellistyrktar-
sjóða kr. 25.000,00. Hækkun
þessi er leiðrétting vegna
álcvarðana Alþingis um að
hækka tillagið til sjóða þessara.
17. Framlag til sjúkrasam-
laga kr. 18.000,00. Um hækkun
á þessum lið er hið samla að
segja.
18. Sakamálskostnaður kr.
20.000,00. Á þessum lið er um
leiðréttingarhækkun að ræða
samkvæmt reynslu undanfai’-
inna ára.
19. Kostnaður við vinnuhæl-
ið á Litla-Hrauni kr. 15.000,00.
Hækkunin er gerð einungis til
leiðréttingar. Reynslan hefir
sýnt, að of lágt hefir verið
áætlaður kostnaður við stofn-
un þessa.
20. Kostnaður við skatta-
nefndir kr. 15.000,00. Kostnað-
ur þessi hefir verið of lágt
áætlaður undanfarið og er lið-
urinn hækkaður um þessa upp-
hæð til leiðréttingar.
Aðrar hækkanir af þessu
tagi og nýir liðir óhjákvæmi-
legir nema lægri upphæðum og
því ekki talið sérstaklega hér
með. Samkvæmt því, sem nú
hefir verið rakið var stjórnin
bundin við að hækka útgjöld
fjárlaganna um nálægt l1//
miljón króna eða að öðrum
kosti áætla vísvitandi of lágar
upphæðir fyrir þessum útgjöld-
um og blekkja mleð því bæði
sig og Alþingi.
Hækkun framlaga
til verklegra fram-
kvæmda Og atvinnu-
veganna
Þá kem ég að hækkun
stjómarinnar á framlögum til
verklegra framkvæmda og til
atvinnuveganna. Eru þessar
helztar:
1. Aukið framlag til nýrra
vega kr. 43.000,00.
2. Til bygginga og endurbóta
á skólum kr. 80.000,00.
3. Framlag til vterkfæra-
kaupasjóðs kr. 65.000,00.
4. Aukið framlag til bygg-
inga verkamannabústaða kr.
100.000,00.
5. Aukið framlag til Bygg-