Nýja dagblaðið - 08.10.1934, Blaðsíða 4
4
N Ý J A
DAGBLAÐIÐ
stjórnin ekki fram á að heild-
artekjur ríkissjóðs verði hækk-
aðar. Frumvörpin ganga í há
átt að færa skattabyrðina í
réttlátara horf en áður hefir
verið og að bæta ríkissjóði
upp þá tekjurýrnun, sem hann
hlýtur að verða fyxár við
minnkaðan vöruinnflutning til
landsins.
Benda stjórnar-
andstæðingar á
aðrar leiðir?
Ég þykist viss um að hátt-
virtir stjóraarandstæðingar
muni telja sig hafa eitthvað
út á fjánnálatillögur stjómar-
innar að setja. Má vel vei'a,
að með réttu rnegi að finna
og að eitthvað standi til leið-
réttingar. En ég sé alveg sér-
staka ástæðu til þess að taka
það fram, að á þeim, sem
gagnrýna þessar tillögui', hvíl-
ir tvímælalaust sú skylda, að
benda glöggt á það, hvaða
leiðir þeir álitu réttari en þær,
sem stjórnin leggur til að
famar séu. Sé það eigi gerf,
fellur gagnrýnin um sjálfa sig,
en sé komið fram með ákveðn-
ar tillögur í aðrar áttir, leiða
þær vitanlega til rökræðna um
málið.
Gjaldeyris-
verzlunin
Þá vil ég minnast nokkrum
orðum á gjaldeyrisverzlunina
sérstaklega og viðskiptin við
útlönd. Ég- hefi nú drepið á
þau mál , í sambandi við af-
komu ríkissjóðs og horfuraar
um tekjur hans. Eins og ég
gat um, þá er útlitið hið í-
skyggilegasta um greiðslujöfn-
uð við útlönd á yfirstandandi
ári. 1. sept. er innflutningur
um 7 milj. kr. hærri en út-
flutningur, en þyrfti í árslok
að verða, eftir því sem næst
verður ,komizt, um 8 milj. kr.
lægri en útflutningurinn, til
þess að hagur þjóðarinnar :
ekki versni út á við á árinu.
Virðast engar líkur til annars
en að niðurstaða ársins vei'ði í
þessum efnum mjög óhag-
stæð.
Strangara eftirlit
óhjákvæmilegt
Ástæðan til þess, að svona
ex komið á þessu ári, er í
fyrsta lagi sú, að of mikil
bjarisýni hefir ráðið gerðum
manna um ákvörðun innflútn-
ings framan af árinu. Enn-
fremur veldur hér miklu um,
að þeir sem starfað hafa að
úthlutun innflutnings. og
gjaldeyrisleyfa, hafa eigi haft
nægilega stoð í gildandi lögum
og reglum um innflutnings- og
gjaldeyrishömlur, til þess að
gera fullnægjandi ráðstafanir,
til verndar greiðslujöfnuðin--
um. Samkvæmt núgildandi
lagaákvæðum er eigi unnt að
gera allan vöruinnflutning til
landsins háðan leyfisveiting-
um. Hefir mér virzt, að allir
þeir, sem að þessum málum
vinna, séu sammála um það,
að til þess að hægt sé að ráð-
stafa þeim gjaldeyri til vöru-
kaupa, sem fyrir hendi er, á
fullnægjandi hátt, þurfi hlut-
aðeigendur að hafa aðstöðu til
að í’áðstafa öllum vöx-uinn-
flutningi tiil landsins. Þá eru
ennfi'emur í gildandi lögum
um sjálfa gjaldeyrisvei-zlunina
ýms ákvæði, sem valda því, að
hvoi'ki bankarnir eða gjald-
eyrisnefndin hafa náð nægi-
lega sterkum tökum á gjald-
eyi'isvei-zluninni. Með reglú-
gerð, sem fjái’málaráðuneytið
setti nú fyrir nokkrum dög-
um, er gjaldeyi’isnefndinni
fengin aðstaða til frekari í-
hlutunar um innflutning vara
en áður.
Stjórain leggur nú fyrir Al-
þingi frumvarp um gjaldeyris-
verzlunina og innflutninginn,
sem á að bæta úr þeim göll-
um, sem nú eru á lagafyrir-
mælum um þau efni. Miða
þau að því, að hægt sé að
ná fastari tökum á gjaldeyris-
og innflutningsmálunum en
unnt er nú. Er þess að vænta,
að Alþingi viðurkenni hina
bxýnu þörf, til leiðréttinga á
greiðslujöfnuði landsins, sem
á hefir verið bent og taki
frumvarpi þessu vel.
Þess skal og getið hér, að
stjómin gerði ráðstafanir rétt
eftir að hún tók við völdum,
til þess að dregið yrði úr inn-
flutningi síðari hluta þessa árs
svo sem frekast væri fært.
Markaðshorfur
Um horfur á næsta ári um
gjaldeyrisverzlunina og um
sölu íslenzkra afurða er ekki
hægt að segja neitt með vissu
og jafnvel ekki um sölu afurða
á þessu ári til hlítar. Eigi virð-
ist um neina breytingu að ræða
í heiminum nú í áttina til meii'i
rýmkunar í viðskiptum milli
landa. Virðist meira að segja
miða heldur í áttina til frekari
hindi'ana. Kröfumar um vöru-
skipti ríkja á milli eru sí og æ
að verða háværari, og því er
sízt að leyna að þær eru utan-
ríkisverzlun okkar mjög hættu-
legar, vegna þess hve útflutn-
ingsvörur okkar eru einhæfar
og markaður fyrir þær óvíða.
Nú er- svo komið, að innflutn-
ingshömlur eru á flestum aðal-
útflutningsvöram okkar í aðal-
markaðslöndunum, og keppi-
nautar okkar á mörkuðum hafa
víða beti-i aðstöðu en við. Geta
boðið meiri vörukaup en við o.
s. frv. Svo er það til dæmis um
Norðmenn á Spánarmarkaði og
Portúgalsmarkaði. Hafa þeir
fengið bætta aðstöðu sína á
þessum mörkuðum og fer ekki
hjá því, að það gengur að ein-
hvex-ju leyti út yfir sölu á okk-
ar afurðum. Vei'ður því ekki
annað sagt en að margt sé í
óvissu um sölu afurðanna
framvegis og þar með um af-
komuna út á við. Er vonandi
að betur rætist úr því en á
horfist. Ei’ sýnilegt að keppa
verður að því mjög eindregið
að gera útflutningsvörur okkar
fjölbreyttari en þær eru nú til
þess að tryggja afkomu þjóð-
arinnar. Ennfremur verður að
vinna að aukningu iðnaðar af
alefli til þess að auka atvinnu
í landinu og spai’a erlendan
gjaldeyri.
Greiðsluhallalaus
fjárlög árið 1935
Fj árlagaf rum vai’p stj órnar-
innar, skattafrumvörpin og
frumvarpið um gjaldeyi’isvei'zl-
unina mynda í raun og veru
eina heild og hafa því öll hlot-
ið að blandast inn í þá grein-
argerð um fjárlögin, sem hér
hefir vei’ið flutt. Vildi ég leyfa
mér að æskja þess að þetta
yrði sérstaklega haft í huga við
afgreiðslu og umi’æður um fjár.
málin hér á Alþingi. Að lokum
vil ég svo leggja áherzlu á það,
að fjárlögin verði afgreidd
gi’eiðsluhallalaus að þessu
sinni. Til þess að svo megi
verða hlýtur Alþingi að gera
íáðstafanir til þess að lækka
útgjöld eða hækka tekjur ríkis-
sjóðs frá því, sem ráð er fyrir
gert í frumvöxrpum stjórnar-
innar, ef breytinga reynist
þörf til hækkunar útgjöldum.
Sérhverri skynsamlegri tillögu
til lækkunar á beinum kostnaði
við ríkisreksturinn mun stjórn-
in taka vel.
t
Þorgerönr Oddsdóttir
Hún var fædd um 1863 að
Kvíakoti í Þverárhlíð. Foreldr-
ar hennar, Oddur og Kristín,
bjuggu þar við heldur lítil
efni, en mikla gestrisni. Þau
hjónin áttu tvö böm yngri,
Jón og Halldói’U. Sammæðra
við þau var Guðmundur
Hjaltason kennari. Ólst Þor-
gerður upp hjá foreldrum sín-
um, þar til móðir hennar and-
aðist frá þeim systkinum ung-
um. Fluttu þau þá að Gunn-
laugsstöðum í Hvítársíðu með
föður sínum, sem kvæntist þá
í annað sinn. Þegar Þorgerður
var um tvítugt, réðist hún að
Gilsbakka til hinna þjóðkunnu
sæmdarhjóna, Magnúsar And-
réssonar og konu Ixans. Minnt-
ist Þoi’gerður ávalt vera sinnar
þar með virðingu og þakklæti,
og munu fá hjú hafa talað um
húsbændur sína af meiri sam-
úð og skilningi en hún gerði.
Um þrítugt giftist hún eft-
irlifandi manni sínum, Magn-
úsi Péturssyni, og bjuggu þau
lengst af í Lækjarkoti í Þver-
árhlíð. Böm áttu þau þrjú:
Odd, Guðmund og Sigþrúði,
sem eru öll á lífi. Alla tíð var
fjárhagurinn í Lækjarkoti
þröngur. En lági torfbærinn
geymdi þó innan veggja auð-
legð, sem ekki verður metin
til fjár. Ástúðin og friðurinn
yfir sambúð hjónanna brá
þeim ljóma yfir allt heimilis-
lífið, að allir vildu þar koma.
Enda skorii ekki gestakom-
urnar. Höfðinglyndið lætur
aldx-ei erfiðar ástæður marka
sér bás. Stórmennskan sem
býr í ' orðum höfðingjans
forna: „Heldr skal leiða naut-
in ór fjósinu en hestar gest-
anna fái ekki rúm“. Þessi
stórmennska bjó í sálum hjón-
anna í Lækjarkoti.
sem vilja fylgjast vel með erlendum
og innlendum nýjungum og gangi al-
mennra mála þurfa að lesa
aðal málgag-n stjórnarnna r,
Nýja dagblaðið er blað félagslyndra og framsækinna manna.
Hringið í síma 2323 eða komið á afgr. Austurstr. 12 — og
gerist áskrifendur að blaðinu.
Þorgerður var ,alla tíð
gjöi’fuleg kona, og bar yfir
sér höfðingssvip. Um fram-
kornu hennar mætti segja með
skáldinu:
„Kui’teisin kom að innan,
sú kurteisin sanna,
siðdekri öllu æði’i,
af öðrum sem lærist“.
Mestan hluta æfi sinnar var
hún hraust, sem kom henni
betur, er hún þui’fti ár eftir
ár að stunda mánn sinn í
þungum veikindum hans. Ef
sá þáttur úr æfi Þorgerðar
vær-i í’itaður, væri hann urn
leið saga þrotlausrar baráttu
íslenzkrar einyrkjakonu við
sótt og dauða í nær læknis-
lausum héi’öðum.
Síðustu ár æfinnar þjáðist
hún af æðakölkun, sem varð
loks banamein hennar. Bar hún
þjáningar sínar m!eð því þreki,
að jafnvel læknar hugðu hana
eigi svo langt leidda, sem raun
varð á. Fór hún til Reykjavik
ur að leita sér lækninga, en
andaðist á Hvítabandsspítal-
anum eftir stutta legu þann
11. september þ. á.
Mörgum mun hafa fundizt
sem sáú Þorgerði í banaleg-
unni, að orð Bjama Thoraren-
sens gætu átt við hana, er
hann segir: „að bjartast
hreint skín hjarta úr hálf-
slokknum augum“. — Birtan
yfir svip hennar var endur-
skin af fegurð mannssálar,
sem hafði lifað æfi sína í friði
við guð og menn.
Hinzta ósk Þorgerðar var að
fá Passíusálmana með sér í
gröfina. Bókina, sem geymdi
dýrasta arfinn sem hún hafði
hlotið um æfina. Ótti dauðans
hverfur sem1 dögg fyrir sólu
hjá þeim sem af hjarta geta
sagt með prestinum mikla:
„Dauði, ég óttast eigi
afl þitt né valdið gilt,
í Kristí krafti ég segi:
kom þú sæll, þegar þú vilt“.
Vinkona.
* Allt með íslenskniii skipum!
nýja dagblaðið
Útgefandi: „Blaðaútgáfan h.f.“
Ritstjórar:
Gísli Guðmundsson,
Hallgrimur Jónasson.
Ritstjórnarskrifstofurnar
Laugav. 10. Simar 4373 og 2353
Afgr. og auglýsingaskrifstofa:
Austurstræti 12. Sími 2323.
Áskriftargj. kr. l,50ámánuði.
f lausasölu 10 aura eint.
Prentsmiðjan Acta.
Maður drukknar
í hðfninni.
Snemma í morgun fundu
verkamenn, sem voru að vinna
við Battaríisgarðinn, lík'í höfn-
inni.
Var lögreglunni gert viðvart
og er haldið, að þetta sé lík
Jóns Júlíusar Björnssonar á
Freyjugötu 10. En haim hefii*
vantað síðan á laugardags-
kvöld, og hafði lögreglan verið
beðin að hefja leit að honum í
gær.
í fyrrakvöld var stolið 170
kr. frá gamalli þvottakonu,
sem býr í kjallara á Hverfis-
götu 58 A.
Lögreglan hefir þegar haft
upþi á þjófnum.
Ræða fjármálaráðherra, sem
0111 er hér í blaðinu, hófsjt í
sameinuðu Alþingi kl. rúml. 1 e.
h. í dag, og var útvarpað.
Hjónaband. Síðastl. laugardag
voru gefin saman i hjónaband
ungfrú Elísabet ísleifsdóttir og
Iíristjón Kristjónsson frá Útey í
Laugardal.
Danska ríklsþingið kom saman
2. þ. m. og voi’u margir fuíltrúar
crlendra ríkja viðstaddir setningú
þess.