Nýja dagblaðið - 11.10.1934, Side 2
2
N Ý J A
DAOBLAÐIÐ
Bifreiðastjórafélagið Hreifill.
Fnndnr
verður haldinn föstudagskvöld 12. þ. m. kl. 12 á miðnætti
að Hótel Borg (inngangur um suðurdyr).
Dagskrá:
1. Félágsmál (inntaka nýrra félaga).
2. Rætt um launakjör og hvíldartíma bifreiðastjóra.
3. Ýms mál, sem upp kunna að verða borin.
Skorað er á alla bifreiðastj óra, sem aka leigubifreiðum til
mannflutninga, að mæta.
StJ órnin.
Lækningastofu
hefi ég opnað í Austurstræti 7, II. bæð, herbergi nr. 23
(Reykjavíkur Apótek). Yiðtalstími 5—7. — Sími 4838.
Heima Ingólfsstræti 21 C. Sími 2474.
Gísli Pálsson.
Spaðkfötið er komið
Eins og að undanförnu seljum vér valið og metið spað-
saltað dilkakjöt úr beztu sauðfjárhéruðum landsins.
Kjötið er flutt heim til kaupenda, þeim að kostnaðarlausu
Samband ísl. samvínnufélaga
Simi 1080.
FREYJU kaffibætisduftið
— nýtilbúið — inniheldur aðeins ilmandi kaffibæti, ekkert vatn
eða önnur efni til uppfyllingar. Þess vegna er Freyju kaffibætis-
duftið drýgst, heilnæmast og bezt. Og þó er það ódýrara en kaffi-
bæti í stöngum.
Notið þuð bezta, sem nnnið er í landinn
Egypiian
ClGARETTES
fSO’LED'ITKIPIFIEIID
VIÐTÆKI
margar n ý j a r g e r ð i r eru komnar í
útsölur vorar:
Viðtækjaútsöluna Tryggvagötu 28 og
Verzlunina Fálkaun Laugavegi 24.
Kynnið yður verð og gæði tækjanna.
VIÐTÆKJ AVERZL.
RIKISINS
Hækkun skattstigans
Ýmsir menn hafa beint til
Nýja dagblaðsins fyrirspurn
um það, hvernig á því standi,
að hækkun skattstigans, sam-
kv. stjómarfrumvarpinu, frá
því sem áður var, sé hlutfalls-
lega minni eftir að komið er
upp fyrir 8000—10000 kr.
hreinar tekjur, en hún er á
7000—10000 kr. hreinum tekj-
um.
Blaðið hefir fengið þær upp-
lýsingar, að þetta stafi af því,
að hækkunin sé gerð með hlið-
sjón af þeim útsvarsstiga, sem
niðurjöfnunarnefndir hafi far-
ið eftir nú síðustu árin. En við
niðurjöfnun útsvara var stig-
hækkunin orðin miklu meiri
þegar komið er yfir nefnda
tekjuupphæð, en hún var í
gildandi lögum um skatt til
ríkisins.
Það mun ekki hafa þótt rétt,
að ákveða stighækkunina á
skattinum til ríkisins þannig,
að niðurjöfnunarnefndir hefðu
ástæðu til að breyta þeirri
stighækkun, sem þær nú fara
eftir, heldur er frumvarpið,
eins og áður er fram tekið,
samið með það fyrir augum, að
álagning ríkis og bæjar- og
sveitafélaga sé skoðuð sem ein
heild.
En eins og kunnugt er, er
útsvarsstigi niðurjöfnunar-
nefndanna einmitt ákveðinn
með atbeina þeirra flokka,
sem að stjórnarfrumvarpinu
standa, og hafði í för með sér
meiri stighækkun á hæstu
tekjum (samtals hjá ríki og
bæjar- eða sveitafélögum) en
áður hafði verið.
Það skal tekið fram, að með
„hreinum tekjum“ er átt við
nettotekjur, eins og þær verða,
þegar búið er að draga frá
þeim útsvar og skatt greiddan
á fyrra ári. En til þess að finna
út „skattskyldar tekjur“ er
þar að auki dreginn frá „per-
sónufrádátturinn" fyrir skatt-
greiðanda og þá sem hann
kann að hafa á framfæri.
Ef hjón með 3 börn í Reykja-
vík hafa t. d. haft 4000 kr. laun
og hafa greitt 50 kr. í skatt og
útsvar á fyrra ári, ber að draga
frá skattinn og útsvarið
50 kr. + 1500 kr. persónufrá-
drætti ’njóna + 1500 kr. per-
sónufrádrætti þriggja barna.
Alls 3050 kr. Skattskyldar tekj-
ur 950 kr. Skattur 9 krónur
og 50 aurar. Á þessu sést,
hversu mikill munur er á að
miða við „skattskyldar tekjur“
eða nettótekjur. Er því hækk-
un „pei'sónufrádráttarins" í
stjórnarfrumvarpinu til veru-
legi'a hagsbóta fyrir alla þá,
sem lágar tekjur hafa.
Loftskeytatakin
vanta
Eins og flestum er víst kunn-
ugt, þá hafa verið keypt hing-
að til landsins ekki alls fyrir
löngu fjögur stór og frekar
vönduð fraktskip, sem hafa þó
öll farþegarúm að meira eða
minna leyti.
Þessi skip eru 1500—2100
smálestir að stærð hvert.
Flestum er víst ókunnugt
um öryggisútbúnað þessara
skipa, sem er mjög af skorn-
um skammti, þar sem aðeins
eitt af þeim hefir tæki til
radiomiðana, en ekkert þeirra
loftskeytatæki.
Þetta er mikið menningar-
leysi og getur verið mjög skað-
legt, að þeim skipum, sem sigla
lengst af öllum ísl. skipum, skuli
I vera leyft að hafa jafnlítinn
öryggisútbúnað.
I Alþýðublaðinu s. 1. vor var
birt grein með undirskrift J. J.,
þar sem þessu máli er lýst
mjög rækilega.
Meðal annars skorar höfund-
ur greinarinnar á Sjómannafé-
lagið, að koma þessu í lag;
þannig að öll þessi skip, sem
sigla svona langa leið og flytja
árlega vörur sem skipta mil-
jónum króna og hafa stöðugt
öll til samans um 100 manns-
líf innanborðs og jafnvel far-
þega að einhverju leyti, yrðu
skylduð til þess að hafa loft-
skeytaútbúnað.
Ekki hefir heyrzt, að Sjó-
mannafélagið sé farið að sinna
þessu máli á neinn hátt.
Gluggatjöld
Dyratjöld
Storiesefni
Divanteppi
Hannyrða verzl
Þuríðar
Sigurjónsdóttur
Bankastr. 6
Simi 4082.
Islendingar syngja
í útvarpið í Canada
Samkvæmt frásögn nýkom-
inna vestanblaða hefir Karla-
kór íslendinga í Winnipeg
sungið þar í útvarpið þriðjudag-
inn 18. f. m. að tilhlutun kan-
adiska útvarpsráðsins. Útvarps,
stöðin þar er mjög sterk og
heyrist greinilega í henni frá
hafi til hafs.
Söngskrá karlakórsins var á
þessa leið:
Fjallkonan, Fósturlandsins
freyja, Skammdegisvísur, GamL
anvísur, Tárið, Enginn grætur
Islending, Nú tjaldar foldin
fríða, Grænlandsvísur, Töfrandi
tónar, Ólafur reið með björg-
um fram, Þótt þú langförull
legðir eftir S. K. Hall og Sofðu
unga ástin mín eftir Björgvin
Guðmundsson. — Sólsetursljóð
séra Bjama Þorsteinssonar.
Sennilega verður þetta að
umræðuefni núna á Alþingi
og vonandi má þá vænta
þess, að enginn þingmaður
livaða flokki sem hann tilheyr-
ir, hafi á móti slíku réttlætis-
máli. Bezt væri þó, að þess
þyrfti ekki með, heldur að eig-
endur þessara skipa sæju sóma
sinn í þessu máli, og létu setja
í þau strax beztu öryggistæki
nútímans á sjónum — loft-
skeytatækin. X,