Nýja dagblaðið - 20.10.1934, Blaðsíða 4

Nýja dagblaðið - 20.10.1934, Blaðsíða 4
4 N Ý J A DAOÐLA DIÐ 1 DAG Sólaruppkoma kl. 7.33. Sólarlag kl. 4,50. Flóð árdegis kl. 3,30. Flóð síðdegis kl. 3,45. Ljósatimi hjóia og bifreiða kL 5,40—6p0. Veðurspa: Norðvestan- og norðan- kaldi. ÚrkomulausL Söfn, skriístoíui o. fl. Landsbókasafnið ...... 1-7 og 8-10 Alþýðubókasafnið .. 10-12 og 1-10 Landsbankinn ................ 10-1 Búnaðarbankinn .............. 10-1 Útvegsbankinn ............... 10-1 Útbú Landsb., Klapparst. .... 2-7 Skrifstofa útvarpsins.. 10-12 og 1-6 Búnaðarfélagið ..... 10-12 og 1-6 Fiskifélagið ..... Skrifst.t. 10-12 Skipaútgerð ríkisins ......... 9-1 Eimskipafélagið .. .. 9-12 og 1-6 Stjórnarráðsskrifst......... 10-12 Skrifstofur bæjarins ....... 10-12 Heimsóknartiml »júkrahú«a: Landspítalinn ................ 8-4 Landakotsspítalinn ........... 3-5 Laugamesspitali ............ 12^-2 Vifilstaðahælið .. 12y2-2 og 3y2-4y2 Kleppur ...................... 1-5 Elliheimilið ................. 1-4 Fæðingarh., Eiríksg. 37 .. 1-3 og 8-9 Sjúkrahús Hvitabandsins .... 2-4 Sólheimar ................. 3-4Vfc Næturvörður í Ingólísapóteki og Laugavegsapóteki. Næturlæknir: Halldór Stefánsson, Lækjargötu 4, sími 2234. Skemmtanix og samkomnr: Aðalklúbburinn: Eldri dansamir í K.R.húsinu kl. 9 Iðunn: Kvæðaskemmtun í Varðar- húsinu kl. 8y%. Nýja Bíó: Blessuð fjölskyldan kl. 9. Málverkasýning Jóhanns Briem i Goodtemplarahúsinu kL 10—8. Dagskrá útvarpslnsi Kl. 10,00 Veðurfregnir. 12,05 ping- fréttir. 12,20 Hádegisútvarp. 15,00 Veðurfregnir. 19,00 Tónleikar. 19,10 Veðurfregnir. 18,45 Bamatími: I-Ivemig varð bókin til? (Jónas Jósteinsson kennari). 19,10 Veður- fregnir. 19,25 þingfréttir. 19,50 Auglýsingar. 20,00 Klukkusláttur. Fréttir. 20,30 Upplestur: Saga (Helgi Hjörvar). 21.10 Tónleikar: a) Útvarpstríóið; b) Grammófónn: Létt lög, leikin af hljómsveit. Danslög til kl. 24. Annað kvöld kl. 8 Jeppi á Fjalli Gamanleikur í 5 þáttum. eftir Holberg. Danzsýning Aðgöngumiðar seldir í Iönó daginn áður en leikið er, kl. 4—7 og leikdaginn eftir kl. 1. — Simi 3191. Skátafélagið „Emir“, II. sveit. Sveitarfundur verður haldinn á morgun (sunnudag) kl. 1% e. h. Áríðandi! Stúdentafélagið Academica. — Fundur verður haldinn að Hótel Borg kl. 5 á morgun. Heilsufræðissýningin er opin í tíag til kl. 12 á miðnætti. Ókeypis aðgangur. Anná.11 Kvcnnadeild Nýja Bíó Skipafréttir. Gullfoss var á Siglufirði i gær. Goðafoss fór í gærkvöldi til Hull og Hamborgar. Dettifoss fór frá Hull í fyrradag á leið til Vestm.eyja. Brúarfoss kom til London í gær. Lagarfoss ér á leið til útlanda. Selfoss fór frá Antwerpen í gær. Herbúnaður þjóðverja. í útlend- um blöðum segir frá þvi fyrir skömmu, að franska utanríkis- ráðuneytinu hafi borizt fregnir um það, að þýzki rikisherinn verði þrefaldur mjög bráðlega. Sam- kv. Versaillessamningunum mega þjóðverjar hafa 200 þús. manns i ríkishemum, sem gegna herskyldu í eitt ár. Hjónaband. Nýlega voru gefin saman i hjónaband ungfrú Guð- rún Jensen og Sigurður Símonar- son kaupfélagsstjóri á Sandi. Ylfingar í skátafél. „Emir“ eru beðnir að mæta á Ægisgötu 27 kl. 9 á sunnudagsmorgun. Höfnin Gyllir kom af veiðum í fyrrakvöld með 60 iifrarföt. — Brackoll fór með fiskfarm áleiðis tii Spánar í fyrrakvöld. Kemur við í Færeyjum. Flskimatið. Tillögur allsherjar- nefndar Fiskiþingsins um fiski- matið, sem birtar hafa verið í blaðinu, hafa verið samþykktar af Fiskiþinginu. Fundur um merkileg mál. Á mánudag n. k. verður fundur í Framsóknarfélagi Reykjavíkur í Ivaupþingssalnum kl. 8% e. h. Ýms merkustu viðreisnarmál þjóð- arinnar verða þar til umræðu. Hermann Jónasson forsætisráð- herra hefur umræður um kjöt- og mjólkurlögin. Eysteinn Jónsson fjármálaráðherra innleiðir umræð- ur um skattamálin og Jónas Jóns- son form. Framsóknarflokksins, skýrir frá störfum skipulags- nefndar. þingmenn Framsóknarfl. eru allir boðnir á fundinn. Slátrað er daglega þessa dag- ana nokkru af fé í Sláturfélagi Suðurlands og öðruhvoru í Kaup- fólagi Borgfirðinga. — Kommún- istar eru nú í blaði sínu teknir við af Mbl. að rægja skipulagið á kjötsölunni. Mbl. er þagnað, en „Vísir" og „Verklýðsblaðið" tvi- menna á rógtruntunni fram á or- ustuvöllinn og fer vel á þeirri samfylgd. Starísfólk í verksmiðjum stofn- aði félag með sér í gærkveldi og nefnist það Iðja. Framhaldsfund- ur verður haldinn innan skamms tíma. Námskeið. Vikuna 1.—7. október hélt Búnaðarsamband Suðurlands nómskeið í Gunnarsholti á Rang- árvöllum, til að kenna steinsteypu. Kennari var Jóhann Kristjánsson byggingameistari. Nemendur voru 8, úr ýmsum búnaðarfélögum í sýslunni. Fimm fyrirlestrar voru fluttir á námskeiðinu. Jóhann Kristjánsson flutti tvo, um bygg- ingar í sveitum, Klemenz Krist- jánsson einn, um tilraunastöðina á Sámsstöðum, og Kristján Karlsson héraðsráðunautur tvo, um nautgriparækt og fóður- mat — FÚ. Papen í lífshættu. Nýlega komst austurríska lögreglan að því, að félagsskapur hafði verið stofnaður með því augnamiði, að myrða von Papen, sendiherra þjóðverja í Vín. Var ætlunin að láta morðingjana vera klædda í austurríska hennannabúninga. — Hefir þetta orðið til þess, að á- kveðið hefir verið, að auka lífvörð von Papen til muna, þegar hann kemur aftur til Vínar, en nú | dvelur hann í UngverjalandL Slysavarnarfélags Islands heldur danzskemmtun í Oddfellowhöllinni laugardaginn 20. þ. m. kl. 9 síðd. Aðgöngumiðar á kr. 3, fást hjá veiðarfæra- verzlununum „Geysi“ og „Verðanda“. Einnig í bókaverzl. Sig- fúsar Eymundssonar og hjá Katrínu Viðar. Hljómsveit Hótel^Islands. í sunnudagsmatinn Nýtt dilkakjöt. Hangikjöt. Nautakjöt í buff og steik. Kæfa. Nýtt bögglasmjör. Ennfremur allskonar áleggspylsur. Kjötverzlunin Herðubreið Fríkirkjuveg 7 Sími 4565 Borðstofuborð Stólar, Bnftet, Tauskápar. Fjölbreytt úrval. Lægst verð. Húsnæði Lítið herbergi fyrir ein- hleypan, óskast strax. A. v. á. Frá Alþingi Húsgagnaverzlun Kristj. Siggeirssonar Þingmál Framh. af 1. síðu. stofn ferðamannaskrifstofu og má fela yfirstjóm hennar ann- ari ríkisstofnun. Meirihluti alls. herjamefndar neðri deildar flytur frv. þetta eftir ósk at- vinnu. og samgöngumálaráðu- neytisins. Skrifstofa þessi skal veita erlendum ferðamönnum hvers- konar leiðbeiningar ókeypis og vinna. að því að beina straumi ferðamanna til landsins. Hún skal ennfremur hafa eftirlit og íhlutunarvald um aðbúnað og fyrirgreiðslu erlendra ferða- manna hér á landi. Eftirlit meö opinberum rekstri Frv. um þetta efni er í neðri deild samið og flutt af sömu aðiljum og það frv. sem getið er næst á undan. Skifta skal ríkisstofnunum 1 3 flokka: 1. Póstmálakerfið, landssím. inn, ríkisútvarpið, skipaútgerð ríkisins. 2. Tóbakseinkasalan, áfengis- verzlunin, viðtækjaverzlunin, á- burðareinkasalan. 3. Skrifstofa vegamálastjóra, skrifstofa vitamálastjóra, skrifstofa húsameistara, ríkis- prentsmiðjan, landsmiðjan. Skipa skal 3ja manna ráð yfir hvem flokk, sem fram- kvæmdarstjórar fyrirtækjanna ráðfæri sig við um öll þýðing- armikil atriði í rekstri hvers fyrirtækis. Ráðin skulu kosin til 3ja ára með hlutfallskosn- ingu á Alþingi. Þau starfi und- ir yfirstjóm ríkisstjómarinn- ar. Laun til hvers manns í ráð- Framh. af 2. síðu. komast til 3. umr. fyr en eftir nær tveggja stunda umræðu. Þrátt fyrir ítrekaðar at- hugasemdir og leiðbeiningar forseta, brutu þeir Sigurður Kristjánsson og Jakob Möller þráfaldlega ákvæði þingskap- anna. Jakob hélt því fram, að ákvæði þingskapanna næðu ekki til þeirra þingmanna, sem fella vildu mál á þingi!! Forseti svaraði því, að á- kvæðin væru miðuð við „nor- mala“ meðferð mála, og þá auðvitað líka „normala" menn. Varð þá almennur hlátur á bekkjununi. Játning Pétur Halldórsson sagði að sínir flokksmenn hefðu orðið „stiltari og viðráðanlegri“ í umr. um þetta mál, ef ekki væru önnur mál en þetta, sem kæmu þeim í vont skap. Böl heimsins Möller og Sigurður Krist- jánsson sögðu að allt það böl, sem yfir 'heiminn gengur nú, stafaði frá þeim flokkum, sem haldnir væru af hinni „rauðu pest“, eins og þeir orðuðu það. Ásgeir Ásgeirsson benti þeim á, hve þeim mönnum færi illa, sem sjálfir væru gegnsýrðir af kyrstöðupest nítjándu aldar, að bera fram! slííkar sakargiftir á hendur þeim flokkum, sem ekki þyldu að láta afskiftalaust hið kvelj- andi ástand þjóðmálanna. unum séu 400 kr. á ári og greiðist af viðkomandi fyrir- tækjum. Þær ríkisstofnanir, sem settar kunna að verða á stofn hér eftir, skulu heyra undir einhvem hinna þriggja flokka. Blessuð fjölskyldan bráðskemmtileg sænsk tal- kvikmynd, hrífandi fjörugt og vel leikin af hinum vin- sælu sænsku leikurum: Tutta Bemtzen, Gðsta Ekman, Carl Barkllnd og Thor Uoden. ® Odýrn § auglýBÍngarnnr. Kaup og sala Freyju kaffibætir er beztur. Ef þið hafið ekki notað hann áður, þá reynið hann nú um helgina, þvi ekki er sízt þörf að fá gott kaffi á sunnudöguin. Nýtt hvalrengi fæst á bak við verzl. Geirs Zoega, rétt hjá Beykisvinnustofunni. , Hver síðastur að ná sér í hval til vetrarins. Sími 2447. Flóra smjörlíkið nýkomið, bragðbetra en nokkru! sinni áð- ur, en sama lága verðið @ 1,30 kg. Kaupfélag Reykjavík- ur. Laufásbúðin vel birg af nýj- um fiski. Sími 4956. Stand-grammófónn til sölu mjög ódýrt. — Bjöm Jónsson. Símarv3370 og 3884. Fallegu lampana og allt til rafmagns, kaupa m'enn í raf- tækjaverzlun Eiríks Hjartar- sonar, Laugaveg. 20. Simi 4690. Saltfiskbúðin er vel birg af nýjum fiski. Sími 2098. Homafjarðarkartöflur ný- komnar. Kaupfélag Reykjavík- ur.__________________________ HILLUPAPPÍR fæst í Kaupfélagi Reykjavíkur. Stúlka óskast á góðan stað í nágrenni Reykjavíkur. A.v.á. Vantar mann. Uppl. í síma 3459. Tapað-Fundið Hvítur köttur með bláan blett milli eymanna hefir tap- azt. Vinsamlegast skilist til Hannesar, Sölvhólsgötu 7. Slátur fæst í dag Sláturfélag Suðurlands

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.