Nýja dagblaðið - 23.10.1934, Side 1
Kappflugið mikla til fflelbourne
Englendingarnír Scott og Black setja
Ægii tekur togara
í annað sinn á hálfum mán.
nýtt met svo munar hálfum fimmta
sólarhring á flugtímanum millí Eng-
lands og Astralíu
London kL 17, 22./10. FÚ.
C. W. A. Scott og Campell
BlaCk komu til: Port Darvin á
norðurströnd Ástralíu kl. 11 í
morgun eftir brezkum tíma,
eftir 2ja sólarhringa og 4Vá
stundar flug. Fyrir hér um bil
nákvæmlega ári, flaug Charles
Ulm þessa sömu vegalengd og
setti þá nýtt met með 6 sólar-
hringum og rúml. 18 stundum.
Nú hafa þeir Scott og Campell
hnekkt þessu meti svo rösk-
lega, að það munar 4 sólar-
hringum og 13 stundum.
Fyrst var flogið til Ástralíu
frá Englandi 1919. Tók sú för
4 vikur og 2 sólarhringa. Nú
virðist það nokkum veginn ör-
uggt, að þeir Scott og Campell
muni vinna hraðflugið, þar sem
þöir einir eru komnir til Ástr-
alíu að því vitað er. Þeir lögðu
af stað frá Singapore 7 stund-
um 4í5ur en næsta flugvél fór
þaðan, það var hollenzka vélin,
sem stýrt er af Parmentier og
Moll. Þriðja vélin í röðinni er
vél þeirra amerísku flugmann-
anna, Roscoe Turner og Clyde
Pangbom.
Þegar að þeir Scott og Black
komu til Port Darvin höfðu
þeir flogið í 2Y2 stund með
aðeins annan hreyfilinn í gangi.
Þeir töfðust í 2 klst. meðan
verið var að reyna að gera við
hinn hreyfilinn. Kl. 1,30 e. h.
(brezkur tími) lögðu þeir af
stað aftur. Hin stóra hollenzka
flugvél þeirra Parmentier og
Moll hefir nokkra farþega inn-
anborðs. Þeir lögðu af stað kl.
4 síðd. frá Rambang á Java,
þaðan eru um 1000 enskar niíl- :
ur til Port Darvin. Ilefir þeim
einnig gengið allt að óskum.
Roscoe Tumer og Clyde
Pangbom villtust á leiðinni
milli Karachi og Alahabad, en
komust á rétta leið aftur með
aðstoð leiðbeininga, sem þeir
fengu í loftskeytum. Þeir fóru
frá Singapore kl. 2,30 síðd. í
dag, 6 stundum á eftir liinni
stóru1 hollenzku flugvél.
Fjórða vélin í röðinni er nú
vél þeirra Carthcart og Wal-
lers, sem fór fram úr vél Molli-
son 1 Alahabad. Mollison-hjón-
unum hefir gengið illa. Þau
vom á undan til Karachi, en
töfðust þar mikið og eru nú í
Alahabad. Komast þau ekki
þaðan sakir vélabílunar, og
koma ekki lengur til mála.
Kalundboro kL 17, 22./10. FÚ.
Ensk vél, sem tók þátt í
kappfluginu til Ástralíu, hrap-
aði í dag í Ítalíu og kviknaði
í henni. Báðir flugmennimir,
sem í henni voru, fómst.
Scott hefir orðið að snúa til
Port Darwin eftir hálfrar
stundar flug, vegna þess að vél-
in var í ólagi. Við þetta óhapp
hefir keppnin milli hans og
Hollendingsins orðið ennþá
meiri en áðru.
Mollisons-hjónin hafa sagt
sig úr þátttöku í kappfluginu,
en ætla samt að fljúga áfram
til Ástralíu.
Fréttir af kappflug-
inu frá Englandi
kl. 10 1 gærkveldi.
Frá Port Darwin til Mel-
boum er flugleiðin um 2.300
enskar mflur og er talið víst að
Scott muni ná þangað fyrstur,
ef flugvélin heldur út, en hún
er lítilsháttar biluð og vinnur
ekki nema á 5 stimplum í stað
sex. — Óvíst er talið, hvort
hollenzka flugvélin verður á
undan þeirri amerísku, því
Hollendingamir þurfa að koma
við á 2 stöðum, en amerísku
flugmennimir ætluðu að reyna
að fljúga beint til Port Darwin
til að freista að ná þangað á
undan Hollendingunum.
Scott og Black hafa nú
. sett nýtt met í þessu flugi og
1 ef þeir ná heilu og höldnu til
j Melbourne á morgun vinna þeir
verðlaunin, en þaú eru 10.000
sterlingspund.
Mollison-hjónin eru enn í
Allahabad og er því útilokað
að þau nái fyrst til Melboume,
en ekki er ólíklegt að þau geti
enn fengið „handi-cap“ verð-
launin, 2000 sterlp., sem veitt
em fyrir fæstar flug-klst.
Síðustu fréttir frá Engalndi
í kvöld ld. 11 herma, að þeir
Scott og Black hafi komið til
Charwell í Qveensland kl. 9,40
(ísl. tími) og áttu þeir þá eftir
787 mílur til Melboume. Hol-
lendingamir fóru1 frá Port Dar-
win 91/2 klst. á eftir þeim Scott
og Black. Ekkert hefir frétzt
frá Ameríkönunum, sem ætluðu
að fljúga viðstöðulaust beint
frá Singapore.
Þýzkur skoðana-
bróðir Morgunbl.
Julius Streicher.
Morgunblaðið birtir langa
grein á sunnudagixm, þar sem
heraaðaræðið og nazistiskar
kynþáttakenningar eru lofaðar
með mörgum fögmm orðum.
T. d. em Japanir taldir eftir-
breytnisverð fyrirmynd, „þetta
litla eyríki með 30 miljónir
íbúa, sem á fáum áratugum!
hefir vaxið í 90 miljóna þjóð,
er veitir sér olbogarúm með
hervaldi, þrátt fyrir þjóða-
bandalag"!
Fyrsti kostur og aðaldyggð
norrænna manna er sá talinn,
að þeir séu „hermenn góðir“!
Gyðingar fá líka aðeins upp
á pallborðið hjá Morgunblað-
inu.
Myndin hér að ofan er af
einum æstasta skoðanabróður
Morgunblaðsins í þessum mál-
um, Þjóðverjanum JuliusStrei-
cher, sem er talinn einn hat-
ramasti Gyðingahatari Þýzka-
lands og er þá langt jafnað. .
Hann er útgefandi blaðsins !
„Der Stiirmer“ og hefir það
haldið uppi þrálátum árásum
á Gyðinga og myndi Valtýr
ekki komast í hálfkvisti við
það, þó hann legði sig allan
fram.
Uppreisnio á Spáni
London. kL 17, 22./10. FÚ.
Yfirvöldin á Spáni em nú að
gera síðustu ráðstafanir sínar
til þess að friða Asturiu. 1 dag
var yfirvöldunum afhent þús-
undir riffla og allmiklar birgð-
ir af skotfærum. Er nú óðum
verið að gera við skemmdir á
vegum og ritsíma- og talsíma-
slit.
Framh. á 4 •ÍÖu.
Ægir kom á laugardagskvöld-
ið til Norðfjarðar með togara,
sem hann hafði tekið að land-
helgisveiðum á Þistilfirði.
Togamn er enskur, Okini frá
Grimsby. Skipstjórinn heitir
Adelson.
Áreiðanlegar fréttir herma,
að um augljóst landhelgisbrot
hafi verið að ræða.
Viðtalstfmi
ríkisstjðrnarinnar
Ráðherramir hafa ákveðið,
vegna mikilla anna við þing-
störfin, að þeir verði til viðtals
í stjórnarráðinu kl. 10—12 árd.
á mánudögum, miðvikudögum
og föstudögum1, en ekki á öðr-
um tímum.
Gildir þessi ákvörðun fyrst
um sinn a. m. k: meðan þing
stendur yfir.
Þeir sem leggja þurfa erindi
sín fyrir stjómina, þurfa þvi
að koma til viðtals við ráðherr-
ana á þessum ákveðna tíma.
Sú spuming, hvað verði um
hinn aldraða, flokklausa for-
sætisráðherra Bretlands, Mac
Donald, er nú töluvert rædd í
Englandi.
Við síðustu kosningar náði
hann með ítrustu hörkubrögð-
Þetta er í annað sinn á hálf-
um mánuði, sem Ægir tekur
togara, síðan Einar M. Einars-
son tók við skipstjóm.
Bilslys
Tyær kýr drepnar
Hræðilegt bifreiðarslys vildi
til á Hafnarfjarðarveginum kl.
9 á sunnudagskvöldið.
Bifreiðin RE 847 var á leið
að sunnan. Rétt við Hraun-
holtsbrúna sá bifreiðarstjórinn
tvo menn á veginum og gaf
hann merki. Viku þeir strax til
hliðar og lét bílstjórinn bif-
reiðina halda áfram. Kom þá í
ljós, að þeir höfðu teymt sína
kúna hvor, en ekki verið nógu
fljótir að koma þeim af vegin-
um. Meiddust báðar kýmar
stórkostlega og drapst önnur
þegar í stað. Hin var skotin
strax og því varð við komið.
Málið er í lögreglurannsókn
í Hafnarfirði.
um kosningu í kjördæmi sínu
Seaham. Hitt er talið von-
laust, að hann nái þar endur-
kosningu, þegar næst verður
kosið til brezka þingsins.
Mac Donald styðst nú ékki
Framh á 4 slðu.
Veröur BKacDonald
landsstjóri í Canada?