Nýja dagblaðið - 04.11.1934, Blaðsíða 3

Nýja dagblaðið - 04.11.1934, Blaðsíða 3
K t J A DAOBLAÐtÐ Andstaöan {(e® skipulaMsmálunum Ihaldið þolir ekki að atvinnuvegir þjóðarinnar séu rekn- ir á grundvelli samvinnu og sannvirðis »Verzlunarleyndarmái« þess mega ekki vitnast Verksvið og starfshættir skipulagsnefndar hafa nú enn orðið Magnúsi Jónassyni tilefni fil umræðu. Ihaldsmenn segjast óttast vald nefndarinnar, eins og stjómarfrumv. gerir ráð fyrir þvi. Þeir nefndu það „ægilegt“. Þeim virðist afarilla við að gefa þessari nefnd réttar upp- lýsingar um stjómarhætti sinna fyrirtækja. Þeir segja, að nefndin muni nota þá vitneskju íhaldsmönn- uml til ófrægingar. Þessir menn gá sennilega ekki að því, að með þvílíkum aðdróttunum, eru þeir að gefa lesendum blaða sinna og áheyr- endum fullkomið tilefni til þess að ganga .með þann grun, að eitthvað meir en lítið sé við stjóm þeirra að athuga og sem maklega geti orðið þeim til ófrægingar, ef það yrði lýðum ljóst. Ihaldsmenn mega vara sig á þessari framkomu sinrd. Hún gefur greinilega átyllu til þess að halda, að í raun og veru sé hér um einhver háskaleg leynd- armál að ræða, sem hlutaðeig- endum standi af bráður voði, ef um vitnast. Atvegaleiddar g'udsmadur Fleipur Magnúsar Jónssonar um það, að Framsóknarflokk- urinn. ætli sér að vinna að þjóðnýtingu framleiðslunnar í landinu er ekkert annað en sama .tuggan, sem hann og samherjar hans eru búnir að jórtra milli sín í 12—15 ár. Framsóknarmenn og samvinnu. menn landsins vilja þoka þess- um málum inn á grundvöll sam. vinnunnarT af því að óviturleg samkeppni hefir teflt öllu í rústir. Það er samvinnuskipulagið, þar sem hver ber úr býtum eftir hæfileikum og dugnaði, sem M. J. og íhaldsmenn ótt- ast meir en alla þjóðnýtingu. Þeir vita að þjóðnýtingarskraf- ið í sambandi við atvinnuvegi íslendinga verður ekki úrlausn- arefni næstu framtíðar. En þeir reyna að hræða með því. Ef Alþbl. lætur orð falla um gamalt stefnumál síns flokks, sem meir er á orði en á borði, finnst íhaldsmönnum, sem hér 1 sé um eitthvert goðasvar að ræða, og þykjast fyllast skelf- ingu. Það eru mest látalæti. Þeir óttast annað meir. Það er skipulag og starfshættir samvinnunnar, sem útilokar braskið og stórgróða á hendur þeim, sem hafa minnst til hans unnið, en leítast við að veita öllum sannvirði fyrir sitt starf. Þetta hrærir hjarta M. j. til hryllings. .. .. . .. Þetta má ekki takast. Þá yrði m. a. minni hluturinn hinna I fimm forstjóra í einu útgerðar- . félagi. Og M. J. veit sitt þjónustu- hlutverk. IMatun rikÍB- ðtjómauna En það veit hvert mannsbarn á landinu, að atvinnuháttum okk- ...... ... ar er í ýmsu stórum ábóta- vant. Þetta viðurkennir raunar hver heilvita maður, Mbl. ját- ar og, að ekki muni örðugt að finna „veilur“ á þeim sviðum. En því þá ekki að reyna að laga þær veilur, eyða þeim? Svo að segja um gervallan heim, hefir orðið að gera marg- víslegar ráðstafanir af hálfu ríkisstjómanna, atvinnumálum þjóðanna til viðréttingar. At- huganir hafa farið fram á ým- iskonar íðjurekstri og starfs- formum, þar sem méiri eða minni mistök hafa komið í ljós en þar sem fjöldi fólks átti undir afkomu sína, að vel væri ickin og með hagsýn heildar- innar fyrir augum. Nægir hér m. a. benda á við- reisnarstarf Bandaríkjastjóm. ar. Geysisterk öfl lögðust þar á móti. — Stóratvinnurekendur kærðu sig síður en svo um at- hugun hins opinbera á atvinnu- rekstfi þeirra. En stjómin skeytti því engu. Hún varð að meta meir að bæta úr boli atvinnuleysisins og örbirgðarinnar en Hitt, að lofa atvinnurekendum að vera sjálfráða um það, hvort miljón eftir miljón ætti að bætast við hinn atvinnulausa múg. Landbúnaðurinn var að falla í rústir og mestallur iðjurekst- ur rekinn með hagsmuni eig- endanna einna fyrir augum. Hver sæmileg ríkisstjóm getur áreiðanlega tekið sér i munn einkunnarorð for- setans, að enginn einstakling- ur þjóðfélagsins megi deyja úr órbirgð. Sérha&smunlr og almenningsheill Það er skiljanlegt og mann- legt, að atvinnurekendur miði iðjurekstur sinn fyrst og fremst við eigin hagnaðar- vonir. Ei hitt er og jafnskiljanlegt að ríkisstjóm, sem er í and- stöðu við lífsskoðun íhalds- manna, telji það beina skyldu sína að miða störf sín, fram- kvæmdir og fyrirætlanir við hag almemúngs, sem falið hef- ir þeim forystu í viðreisnarmál- um þjóðarinnar. íhaldsflokkurinn hefir rexmt miljón eftir miljón af fé þjóð- arinnar- um greipar sér og út í sand eyðslunnar. Þessum miljónatugum hefir oft verið eytt afar Öskynsam- lega. Þjóðin krefst þess nú, að við slíku séu reistar skorður. Fátækt hennar þolir ekki | slíka misnotkun á eigin fé. Manndómur hennar og rétt- lætistilfinning rís gegn þvílíku framferði og farsæld hennar og framtíðarvonir eru undir því komnar, að forystumenn henn- ar hviki ekki frá því márki — þó íhaldsleiðtogarnir þybb- ist á móti. „Sveltar sitjandi kráka, en fljúgjandi tær‘ Hlutavelta Lífið í skemmw gluggann hjá Haraldi í dag! Ása Hanson danskennari hefir gefið 26 á- vísanir á mán- aðarkennslu í: Plastik, i Steppdans og öðrum dönsum. Knattspyrnufélagsíns Valur Feningrar! 500 krónnr, í mörgum dráttum t. d.: 100,00 50,00 50,00 25,00 25,00 10,00 10,00 10,00 10,00 10,00 10,00 10,00 'J 10,00 10,00 10,00 10,00 10,00 10,00 10,00 10,00 10,00 10,00 10,00 10,00 10,00 10,00 10,00 10,00 10,00 10,00 verður haldin í K.-R.-húsinu í dag kl. 4 e. h. Hlé kl. 7—8. Þar verður svo ótrúlega margt góðra og gagnlegra muna, að líkara er, að inaður só kominn í eitthvert „Stór-Magasin“ erlendis, en á hlutaveltu. Sem dæmi má nefna: Olia, Kol mörg tonn, HVEITI, margir pokar FISKUR. Matvörur allsk. Hreinlætisvörur. Glervörur. Leirvörur. Búsáhöld. Bamavagn. Silfur. og plett- vörur. Fatnaður allsk. ínngangur 50 aurar Vals-hljómsveitiD skemmtir alliD

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.