Nýja dagblaðið - 04.11.1934, Blaðsíða 4

Nýja dagblaðið - 04.11.1934, Blaðsíða 4
4 1» Ý J A DAOBLA01D I DAG Sólaruppkoma kl. 8,20. Sólarlag kL 4,00. Flóð árdegis kl. 3,15. Flóð síðdegis kl. 3,45. Veðurspá: Stillt og bjart veður fram eftir deginum, en þykknar upp með suðaustan átt síðdegis. Ljósatimi hjóla og bifreiða kl. 4.50—750. Meuur: í dómkirkjunni kl. 11. sr. Bjarni •fónsson (ferming), kl. 5 bama- guðsþjónusta sr. Friðrik Hall- grímsson. í frikirkjunni kl. 12 sr. Ámi Sig- urðsso (ferming). í fríkirkjunni í Hafnarfirði kvöld- söngur kl. 8Vi sr. Jón Auðuns. Sötn, skrlfstofuz o. H Alþýðubókasafnið ............ 4-10 þjóðminjasafnið ............. 1-3 Xáttúrugripasafnið .......... 2-3 Listasafn Einars Jónsaonar .. 1-3 Pósthúsið ................. 10-11 Landssíminn .................. 8-9 HelmsóknartímJ cjúkrahúsa: Landspítalinn ................. 3-4 Landakotsspítalinn ............ 3-5 Laugaraesspítali ........... 12^4-2 Kleppur ...................... 1-5 Vífilstaðahœlið 12y2-iy2 og Elliheimilið .................. 1-4 Fæðingarh., Eiriksg. 37 .. 1-3 Og 8-9 Sjúkrahús Hvitabandsins .... 2-4 Nasturvörður í Réykjavíkurapóteki og lyfjabúðinni IOunn. Næturlæknir: Valtýr Albertsson, Túngötu 3, sími 3251. Næturlæknir aðra nótt: Kristín Ólafsdóttir. Skemmtanlx og samkomur: Málverkasýning Kjarvals í Good- templarahúsinu opin kl. 5—10. Málverkasýning Sveins þórarins- sonar og konu hans, Kirkju- torgi 4, opin kl. 10—9. Leikfélag Reykjavíkur: Jeppi á Fjall, kl. 3y2 og 8. Hlutavelta knattsp.fél. Valur í K. R. húsinu kl. 4. Hótel Borg: Hljómleikar. Kristján Kristjánsson syngur „Gömul þjóðlög" í nýjum búningi kl. 3-5- Nýja Bíó: Katrín mikla kl. 7 og 9. Bamasýning kl. 5. Ýmsar mjög skemmtilegar myndir. Samgðngur og póstferðtr: Dr. Alexandrine til Khafnar kl. 8 Dagskrá útvarpsins: Kl. 9,50 Enskukennsla. 10,15 Dönskukennsla. 10,40 Veðurfregnir. 12,00 Messa í frikirkjunni. ‘Ferm- ing (sr. Ámi Sigurðsson). 15,00 Erindi: Don Bosco, verkamanna- prestur og dýrlingur (Guðbrandur Jónsson rithöf.). 15,30 Tónleikar frá Hótel ísland (Hljómsveit Felz- manns). 18,45 Bamatími: Sögu- kafli (Gunnar M. Magnússon kennari). 19,10 Veðurfregnir. 19,20 Grammófónn: Karlakór. 19,50 Aug- lýsingar. 20,00 Klukkusláttur. Fréttir. 20,30 Erindi: Áfengislög- gjöfin. I (Friðrik Á. Brekkan stór- templar). 21,00 Grammófóntónleik- ar: Prokofieff: Píanó-konsert No. 3. — Danslög til kl. 24. Veður var gott um land allt ,i gær. Frost var víðast frá 2—7 stig. Mest frost var mælt ó þing- völlum 9 stig. Hlutaveltu heldur Knattspymu- félagið Valur i dag. Sjá augl. á öðrum stað í blaðinu. jVera Simíllon TúngÖtu 6 — Slmi 3371 Ókeypis ráðleggingar fyrir kvenfólk á mánudögum V,7—V,8 síðdegis Viðtalstími fyrir karlmenn á mánudögum og fimmtu- dögum kl. 8—10 Sími 3371 — Heimasími 3084 A.xmá.11 Skipafróttir. Guilfoss kom til Kaupmánnahafnar í gær Goðafoss íór frá Hull í fyrradag á leið til Vestmannaeyja. Brúarfoss kom frá útlöndum í gærmorgun. Detti- foss var á Blönduósi í gær. Lagar- foss fór írá Kaupmannahöfn í gær ó leið til Leith. Selfoss kom frá útlöndum í fyrrinótt. Esja kom úr Borgamesi í gær og ætlaði að leggja af stað 1 nótt áleiðis til Kaupmannahafnar, en þar verða settir í hana nýir katl- ar. Útvarpserlndi um áfengislttggjöf- Ina. Flest kvöld i þessari viku verða fiutt eitt eða tvö erindi í út- varpið um áfengislöggjöfina. Er- indi flytja Friðrik Á. Brekkan. Guðmundur Hannesson, Pétur Ottesen, Ragnar E. Kvaran, .Tón Auðunn Jónsson, Pálmi Hannes- son og seinásta erindið flytur Her- mann Jónasson forsætisráðherra á laugardagskvöldið. Nýja Bíó sýnir nú hina írægu, ensku mynd „Katrín mikla“ með Elísabeth Bergner í aðalhlutverk- inu. Myndin lýsir örlagaríkum at- burðum í lífi hinnar mikilhæfu og stórgerðu konu, sem var mestur kvenskörungur sinnar tiðar. Elisa- beth Bergner er með allra fræg- ustu og færustu kvenleikurum, sem nú eru uppi og hefir hún í er- lendum blöðum fengið sérstakt lof fyrir leik sinn i þessu hlut- verki og ýmsir gagnrýnendur telja að henni hafi aldrei tekist jafn- vel. Skátar selja merki hér í bænum i dag til styrktar félagsskap sínum. Enginn vildi Ólaf. í íhaldsblað- úiu íslendingur á Akureyrí segir m. a. um foringjaskiptin hjá íhald- inu: „það raá óhætt fullyrða, að hver einasti Sjálfstæðismaður á öllu landinu hefir viljað að J. þorl. héldi áfram að vera formað- ur flokk3Íns“. Farþegar með Brúarfoss frá út- löndum í gær: Sigurður Skagfield, Björn Ólafsson, Frímann Ólafsson, Sunna Stefáns, Auður Jónasdóttir. Samvinnufélagið „Sólmundur" á Akranesi hefir nýlega keypt línu- veiðarann „Huginn“ og ætlar fé- lagið að gera hann út. til fiski- veiða í vetur frá Akranesi. Sam- vinnufélagið Sólmundur er árs- gamalt og hefir það nú komið sér upp myndarlegri fiskverkunar- stöð innan við kauptúnið á mjög góðum stað. Byrjaði félagið fisk- verkun þar s. 1. sumar fyrir fé- lagsmenn og er i ráði að auka hana framvegis og mcðal annars verður fiskurinn, er Huginn fisk- ar, verkaður þar. Sigurður Skagfield söngvari kom í gær hingað frá London. pingvisur. Eysteinn verst að víkingssið — vex á þingi rígur. Óli fyrir íhaldið um skattstigann lýgur. Reyndist stiginn honum háll, hjálpar lygin eigi. Moggarýjan eins og áll anar dýja vegi. K. H. B. Hjúskapur. í gær voru gefin saman af lögmanni ungfrú Kristín K. Jónsdóttir frá þórshöfn og Jón Benjamínsson trésmlður. — »Við gœtum því saman grátíð« Framh. af 2. síðu. míns Kristjánssonar um bók Jóhannesar, en sá ritdómur birtist í Mbl. fyrir nokkru. Sr. Benjamín viðurkennir hina ágætu skáldhæfileika Jó- hannesar meðan hann „orti guði vígða sálma“ og í ljóðum hans skein „ljós kærleika, trú- ar og vonar“. En þegar „sálmaskáldið Jóhannes" er kominn þangað, að vera farinn að gera „gabb að trúarbrögð- um! og semja sem berorðastar lýsingar á kynferðismálum" og farixm „að hreiðra um sig á flatlendi hversdagsleikans", þá er hann ekki lengur neitt skáld. Samkvæmt þessu verð- ur að álykta, að dómur gagn- rýnandans sé sá, að skáldskap- ur sé ekkert annað en sálma- kveðskapur og lof um dá- semdir lífsins. Allt annað sé argvítugur þvættingur og að engu nýtt. Það er þetta þröngsýna sjónarmið, þessi sjálfskoðana mælikvarði margra íslenzkra gagnrýnenda, sem er farinn að verða lítt þolandi. Og hann er mun leiðinlegri þegar í hlut á gáfaður og gegn maður eins og sr. Benjamín. „Við gætum því saman grátið". Sr. Benjamín tilfærir í iok ritdómsins nokkur erindi úr kvæði Jóhannesar: Ég dæmi þig ekki. Hér fer á eftir sein- asta erindi kvæðisins, sem Benjamín sleppir: Ég dæmi þig ekki syndug sál því sjálfan mig glepur heimsins tál og sama friðlausa fátið. Ég heyrði forðum Guðs heilagt mál — þó hefi ég blekkjast látið. Við gætum því saman grátið. Seinasta hendingin: Við gætum því saman grátið, get- ur vel átt við þá Jóhannes og Benjamín, þó ólík séu tilefnin, sem breytt hafa hvorum um sig. Gunnl. Þór. Heimili ungu hjónanna er á Njáls- götu 10 A. Áfengiseitrunin. Eins og kunn- ugt er af frásögn hér i blaðinu hafa tveir menn látist nýlega á Akranesi af áfengiseitrun. Við rannsókn kom í ljós, að þeir hafa. drukkið hárvatn frá Efnagcrð Reykjavíkur. Hárvatn þetta er eitrað og er miði, sem stendur á: „Lífshættulegt að drekka", límdur á botn glasanna. En miöar þessir munu í sumum tilfellum Frá Alþingi Úfvarpið Frv. um endurskoðun og breytingar á útvarpslögunum var til 3. umr. í neðri deild í gær. Umr. byrjaði í fyrradag en var þá frestað eftir beiðni minnihl. allshn. (Thor Thors og Garðars), sem vildi bíða eft- ir áliti útvarpsráðs um frv. Hafa þeir í hálfan mánuð eða síðan frv. kom fram, verið að reyna að toga út þetta álit og kom það loks fram í gær, en lítið er á því að græða vegna cákveðins orðalags. Þó má skilja af því, að útvarpsráðið er eitthvað óánægt með skipun dagskrárstjómar samkv. ákv. frv. Eins og áður er getið í þessu blaði, skal dagskrár- stjóm skipuð 7 mönnum: 3 kjömum af sameinuðu þingi, 3 af útvarpsnotendum og ein- um sem kennslumálaráðhera skipar, og skal vera formaður. Thor Thors og Garðar fallast á þessa skipun, að öðru leyti en því, að þeir leggja til að útvarpsnotendur kjósi 4 menn í stjóm þessa, sem þeir vilja að heiti áfram! útvarpsráo. Hinsvegar vilja þeir ekki, að umboð núverandi fulltrúa í út- varpsráði falli niður fyrst um! sinn. Stefán Jóh. Stefánsson benti þeim á það ósamræmi í þeirra skoðunum á þessu máli, að játa, að það væri rangt, að einstakar stéttir og stofn- anir ættu fulltrúa í stjóm út- varpsins og að réttara væri, að Alþingi og útvarpsnotendur kysu þessa stjóm, en vilja svo aftur á móti spoma við því, að slík stjóm væri þegar kos- in, með því að vilja halda í nú- verandi stéttskipað útvarps- ráð. illa límdir á og hafa dottið áf glösum. Virðist það mjög gá- lauslegt og vítavert, að ekki skuli á augsýnilegri og tryggari hátt vera gengið frá þvl, að gefa mönnum til kynna, að um eitur sé að ræða. Málið er í rannsókn. Vilhjálmur Stefánsson, hinn frægi landkönnuður, var 55 ára í gær. Anttur Jónasdóttlrf Jónssonar frá Hriflu), var meðal farþega á Brúarfossi frá Englandi i gær. — Hefir hún dvalið þar og í Sviþjóð alllengi við nám undanfarið. Dvttl fylgir blaðinu í dag og er ætlað að svo verði á sunnudögum íramvegis. þær vinsældir, sem Dvöl var búin að afla sér, birtust m. a. i sifelldum kröfum lesend- anna, að hún færi aÖ koma út Katrín mikla sýnd kl. 7 (lækkað verð) og kl. 9. Bamasýning kl. 5: Miokey setur mark bráðfjömg og skemmtileg tal- og tónmynd, leikin af litla stráknum Mickey Mc Gnire og félögum hans. Krakatoa Stórfengleg eldfjallamynd. Mickey mouse i póstfiugi Teiknimynd í 1 þætti. • Odýrn § auglýsingarnar. Kaup og sala Farseðill til útlanda til sölU með tækifærisverði á Lauga- veg 28 A. Saltfiskur 1. fl. Spánarmetinn, fœst í Kaupfélagi Reykjavikur. Til sölu borðstofusett úr eik fyrir hálfvirði. Njálsgata 83. Saltfiskbúðin er vel birg «f nýjum fiski. Sími 2098. Freyju kaffibætir er beztur. Ef þið hafið ekki notað hann áður, þá reynið hann nú um helgina, því ekki er sízt þörf að fá gott kaffi á sunnudögum. Fasteignastofan Hafnarstr. 15. Annast kaup og sölu fasfc- eigna í Reykjavík og úti um land. Viðtalstími kl. 11—12 bg 5—7 og á öðrum tíma eftir samkomulagi. Sími 8327. Jónas H. Jónsson. Hefi verið beðinn að kaupa notaðan ofn. Guðbrandur Magnússon, simi 2391. Umvötn, hárvötn og hrein- lætiavörur f jölbreytt úrval hjá Kaupfélagi Reykjavfkur. Átyinna Stúlka eða unglingur, sem getur sofið heima, óskast í vist hálfan daginn á barnlaust heimili. Uppl. gefur Rannveig Porsteinsd. Tóbakseinkasölunni. Húsnœði Lítið gott' herbergi óskast. Tilboð merkt: „Austurbær" af- hendist afgreiðslu blaðsins. aftur. Vegna þess, að nú þegar rr orðið við þeim kröfum, verður ekki hægt að hafa jafngóðan pappir i lyrstu heftunum, sem síðar verð- ur, og prentun varð að flýta meira en æskilegt var. Tímarit iðnaðarmanna. þrjú frystu heftin af yfirstandandi ár- gangi hafa blaðinu verið send. Birtast þar ritgerðir um iðnaðar- mál og ýmsar nýjungar á því sviði eftir Pétur G. Guðmundsson, Helga H. Eiriksson, þorlák Ófeigs- son o. fl. Ritstjóri Umaritsins er þórður Runólíssan.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.