Nýja dagblaðið - 29.11.1934, Blaðsíða 3
N Ý J A
DAGB LAÐI Ð
8
NÝJA DAGBLAÐIÐ
Útgefandi: „Bl&ð&útgáf<ui h.f.“
Ritstjórar:
Gisli GuÖmundsatm,
Hallgrimur Jónaaaon
R i tst j óma rskriístoí umar
Laugav. 10 Símar .4373 og 2353
Afgr. og auglýsingaakrifstofa:
Austurstrœti 12. Simi 2323.
Áskriftargjald kr. 2,00 á mán.
í lausaaölu 10 aura aint.
Prentsmiðjan Acta.
Bóksali og bdrnin
Frumv, um ríkisútgáfu skóla-
bóka var nýlega til umræðu a
Alþingi.
Sennilega mun enginn kenn-
ari með sæmilegum vitsmunum
og reynslu í kennslustarfi, vera
mótfallinn þessu frumv. Svo að
segja hver og einn þeirra fylg-
ir því með áhuga, að úr því
ástandi sé bætt, er nú ríkir um
bókakost í landinu til skóia-
náms. Öllu því skipulagsleysi og
glundroða er um val námsbóka
viðgengst.
Kennarastéttin hefir og ótví-
ræðilega látið skoðanir sínar í
ljósi um þetta mál, einmitt á
þá lund, að ríkinu beri til nauð-
syri og skylda að koma því máli
í heppilegra horf.
En það er með þetta mál sem
ónnur mikilsverð almenningi,
að þau rekast stundum á per-
sónulega hagsmuni einstakra
manna.
Þeir menn finnast nú innan
þingsins og hafa þar á því
blygðunarlausa einurð að
standa í gegn þessu frv.
Það er Pétur Halldórsson
bóksali, sem hefir haldið uppi
andófsræðum gegn því dag eft-
ir dag.
Hann sagði, að fyrst hefði
bömunum verið veitt ókeypis
kénnsla, síðan var þeim gefinn
matur í skólunum, en nú sé tal-
að um að gefa þeim skólabæk-
urnar líka. Og Pétur bætti við,
að þessi reginóhæfa gæti hald-
ið áfram og t. d. lent út í þá
fjarstæðu að gefa bömunum
fatnað.
Það er svo sem óþarfi að
minnast á það, að það eru fá-
tæku bömin, sem ekki geta
veitt sér þessar nauðsynjar,
sem bóksalinn sér eftir svo
blóðugum augum til þeirra og
annara bama.
Og þó er þetta sárast með
bækurnar fyrir hann.
Stundum mælti Pétur í
dæmisögum og líkingum. Minnt-
ist þá þessi, ekki sérlega bók-
fróði bóksali, á „refinn“!!, sem
skipti ostinum1 milli kattanna.
Á. Á., sem talaði m. a. fyrir
frumv., sagði að enda þótt P.
H. sæi eftir fé úr ríkissjóði til
að gefa út góðar skólabækur,
yrði ekki séð, að hann teldi eft-
ir að gefnar væru út langar og
leiðinlegar ræður (sjálfs hans).
Og þetta var hógvær lýsing á
máli Péturs, sem var hinn af-
káralegasti hugsanagrautur og
málvillumauk frá upphafi til
enda.
Það má því furðu gegna, ef
Mbl. birtir ekki ræðu þessa orð.
rétta innan skamms.
Auk Á. Á. talaði og Sig. Ein-
arsson fyrir frumv.
Afgreidd mál frá
Alþingi
Þessi stjórn&rtrumvörp á yflrst&ndandi Alþingi
STRAUMROF
hið nýja leikrit Halldórs Kiljan Laxness
sem leikið er í kvftld, er komið í bókaverzlanir
Bókaútgáían Heimskringla
Lækjargötu 6 A
eru orðin að lögnm:
1. Frv. um 40% tekju. og
eignaskattsauka framlengdur
fyrir árið 1934.
2. Frv. um staðfestingu á
bráðabirgðalögum frá 10. apríl
s. 1. um að ákveða heimild til
lántöku vegna stofnunar síldar-
bræðslustöðvar á Norðurlandi í
enskri mynt.
3. Frv. um framlengingu
bráðabirgðaverðtolls til ársloka
1935.
4. Frv. um framlengingu
verðtolls til ársloka 1935.
5. Frv. um staðfestingu á
bráðabirgðalögum frá 28. júní
s. 1. um útflutning á kjöti.
6. Frv. um að ríkisstjóminni
einni sé heimilt að flytja til
landsins og framleiða ilmvötn,
hárvötn, andlitsvötn og bökun-
íirdropa, kjama (essensa) til
iðnaðar og pressuger.
7. Frv. um að tryggingar-
skyldum iðnfyrirtækjum svo og
skipaútgerðum innlendra og er-
lendra skipa, sé skylt að láta
Hagstofunni í té árlega ítarleg-
ar og sundurliðaðar skýrslur
um starfsemi sína.
8. Frv. um staðfestingu á
bárðab.1. frá 23. júlí s. 1. um
heimild fyrir ríkisstjómina til
þess að taka á leigu síldar-
verksmiðju Útvegsbanka ís-
lands á Sólbakka við Önundar-
fjörð.
9. Frv. um einkasölu ríkisins
á tilbúnum áburði og greiðslu
úr ríkissjóði (20 kr. á tonn) á
flutningskostnaði á áburðinum
til landsins. Gildir það ákvæði
til ársloka 1937.
10. Frv. um að rannsóknar-
stofnanii' ríkisins fái heimild
til þess að verzla með þær
lyfjavörur, er þær framleiða
eða útvega við þeim sjúkdóm-
um, er þær fást við rannsókn á.
11. Kjötsölulögin.
12. Frv. um einkasölu á eld-
spýtum, vindlingapappír og
vindlingakveikj umm.
13. Frv. um heimild fyrir
ríkisstj. að banna útfl. á síld-
armjöli, þegar fóðurþörf bú-
fjár krefur.
14. Frv. um skemmtanaskatt
og þjóðleikhús.
15. Frv. um verkamannabú-
staði.
16. Frv. um vinnumiðlun.
Enntremnr þessi þingmannatrnmvörp:
1. Frv. um 2. varaforseta í '
sameinuðu þingi,
2. Frv. um löggildingu verzl- |
unarstaðar á Fögrueyri við Fá-
skrúðsfjörð.
3. Frv. um að forðagæzlu-
mönnum sé skylt að senda Hag.
stofunni og Búnaðarfélagi Is-
lands árlega skýrslur um fóð-
urbirgðir og ásetning og land-
bún.ráðh., þegar hann krefst
slíkra skýrslna.
4. Frv. um að kaupa Syðra-
Laugaland fyrir prestsetur í
Grundarþingum í Eyjafirði, en
selja Saurbæ.
5. Frv. um löggildingu verzl-
unarstaðar á Hvalskeri við
Patreksfjörð.
6. Frv. um lagfæringu á
ákvæði um ábyrgð sýslunefnd-
ar Austur-Húnavatnssýslu á
láni til hafnargerðar á Skaga-
strönd.
7. Frv. um verzlunarlóð Isa-
fjarðar.
8. Frv. um að verja útflutn-
ingsgjaldi af síld til hlutarupp-
bótar sjómönnum.
9. Frv. um endurkosningu
bæjarstjórna (Tilefni frá Isa-
firði).
10. Frv. um heimild ríkisins
til að kaupa og starfrækja síld-
arverksmiðju á Raufarhöfn.
11. Frv. um sölu á eggjum
eftir þyngd.
12. Frv. um síldar og ufsa-
veiði með nót.
13. Frv. um hafnargerð í Ól-
afsvík.
14. Frv. um að nýjum iðn-
og iðjufyrirtækjum veitist
undanþága frá útsvörum og
sköttum.
15. Frv. um útvarpsiekstur
ríkisins.
Sum þessara frumvarpa hafa
verið flutt af nefndum að til-
hlutun ríkisstjómarinnar, og
eru því í rauninni stjómar-
frumvörp, þótt eigi væru tök á
að bera þau fram í byrjun
þings með öðrum slíkum frum-
vörpum.
Hestamenn
Höfum til fóðurhafra
beztu teéund
Samband isl. samvinnufélaga
Brauda*
Ing'imars Jónssonar, Skólavörðustíg 28, hefir fengið
síma 2547
Serstaka athygli vil eg vekja á mínum viðurkenndu seyddu rúg-
brauðum, franskbrauðum og vínarbrauðum.
Hringið i sima 2547 og reyniö viðskiitin
Litið skritiS
fá Mrxla i ióiagjSi
Vesælmennskan mesta
Ki'amh. aí I. siðu.
,,15. ágúst 1932.
Dómsmálaráðherrann,
Reykjavík.
Með skírskotun til samtals
vors við hæstvirtan dómsmála-
ráðherra í dag höfum vér at-
hugað réttarskjöl viðvíkjandi
vitnaleiðslu í hinu svokallaða
Belgaum-máli, þar sem hr.
skipstjóri Einar M. Einarsson,
v/s. Ægir, er sakaður um að
hafa á ólöglegan hátt gert
breytingar á leiðarbók Ægis.
Á þessu stigi málsins hvorki
getum né viljum vér mynda
oss skoðun um hvað rétt er í
þessum ásökunum, en lítum
aftur á móti svo á, að krefjast
verði sérstaklega af skipstjór-
um varðskipanna hinna mestu
vandvirkni og samvizkusemi í
allri skýrslugerð og leiðarbók-
arfærslu. Það er þvi álit vort,
að sé Einar M. Einarsson sekur
um það, að hafa breytt leiðar-
bókinni óleyfilega, eigi að
víkja honum úr embætti strax
og það er sannað. Sé hann aft-
ur á móti saklaus, eiga þeir,
sem komið hafa slíkri sögu á
loft og stofnað með því ís-
lenzkri landhelgisgæzlu í hættu,
að sæta fyllstu ábyrgð og vera
vikið úr stöðu, sé um menn af
varðskipum að ræða. Eiríkur
Kristófersson skipstjórí á v/s.
Þór er aðalvitnið í þessu máli;
en málið þannig vaxið, að það
getur mjög rýrt álit landhelg-
isgæzlunnar, sérstaklega í aug-
um útlendinga, en á því sviði
verður að gæta hinnar mestu
varúðar.
Er það því álit vort, að
hvorki Eiríkur Kristófersson
né Einar M. Einarsson eigi áð
hafa skipstjórn á varðskipi
meðan á rannsókn þessa máls
stendur.
Virðingarfyllst,
Skipaútgerð Ríkisins.“
Einari var eins og kunnugt
er vikið frá skipstjórn, en Ei-
ríkur hélt áfram og mér vitan-
lega hefir enn ekki verið upp-
lýst, hvaðan kærumar voru
fyrst runnar“.
Þóttistleita s&nnleik&ce
en höndlaði lýgina.
Af þessari frásögn Pálma
Loftssonar er ljóst, með hversu
rangt mál Magnús Guðm. hefir
faríð í eldhúsumræðunum.
Pálmi Loftsson óskaði aldrei
eftir rannsókn á Skipaútgerð-
inni, en taldi sig einu skifta
þó hún færi fram. Endurskoð-
un Ludvigs C. Magnússonar
var ekki gerð til að hnekkja á-
; rásunum á Skipaútgerðina,
[ heldur til að leita að árásarefn-
um og vekja gegn henni tor-
tryggni. Það sýnir sá útreikn-
ingur „endurskoðandans", sem
byggður var á ramvitlausum
forsendum, að Pálmi hefði stol-
ið helmingnum af afla Þórs
1932. Jafnvel M. Guðm. fann,
að þessi ásökun var svo röng,
að hann tók hana ekki til
greina. Mun það einsdæmi, að
opinber endurskoðandi skuli
ekki tekinn alvarlega.
Um Einar M. Einarsson er
það að segja, að tillaga Pálma
um burtvikningu hans, meðan
rannsókn stæði yfir, var byggð
á því, að rannsóknin tæki sem
styztan tíma. 1 stað þess dró
Magnús hana í tvö ár. Skýtur
því æði skökku við, að farið
hafi verið þar eftir tillögum
Pálma. Og hvers vegna var þá
ekki líka farið eftir tillögu
hans um brottvikningu Eiríks
Kristóferssonar ? Nei, Magnús
Guðmundsson getur ekki varið
sekt sína í landhelgismálum,
með því að reyna að leita skjóls
til Pálma Loftssonar. Hafi
hann framið afglöp sín fyrir
atbeina annara, þá ætti hann
að beina þeim ásökunum til
hinna pólitísku húsbænda
sinna, en ekki þeirra, sem
reyndir eru að trúmennsku og
■ dugnaði í landhelgismálunum.