Nýja dagblaðið - 07.12.1934, Side 1

Nýja dagblaðið - 07.12.1934, Side 1
fllit skipolagsnefndar í atvinnvmálttm, Búnaðarfélagsins og Menntamálanefnd efri deildar hefir haft til athugunar frv. um stofnun atvinnudeildar við háskólann. Hefir hún í sam- bandi við það leitað álits skipulagsnefndarinnar í at- vinnumálum, Búnaðarfélagsin3 og Fiskifélagsins. Þar sem hér ræðir um mál, sem er mjög þýðingarmikið fyrir atvinnuvegi landsmanna, þykir blaðinu hlýða, að lesend- ur þess fái tækifæri til tvð kynnast áliti þessara stofnana. Ur áliti skipulagsnefcdar „Nefndin lítur svo á, að mjög mikils sé um það vert, að hlutazt sé til um, að atvinnu- vegir landsmanna fái allan þann stuðning af vísindalegii, innlendri starfsemi, sem frek- ast er unnt að veita þeim, og jafnframt mjög mikilvægt, að starfsemi Háskóla Islands veröí fjölbreyttari en hún er nú, en nefndinni virðist, sem með frumvarpinu séu ekki gerðar nægilegar ráðstafanir til þess, að séð verði fyrir þessum efn- um á viðunandi hátt. Um síðara atriðið er það að segja, að enda þótt það sé vafalaust rétt, sem bent er á í greinargerð frumvarpsins, „að markmið æðsta skóla landsins á ekki eingöngu að vera það, að útskrifa embættismenn, heldur væri ekki minna um hitt vert, ef þessi menntastofnun gæti orðið miðstöð fyrir hag- nýta þekkingu" o. s.' frv., þá lítur nefndin svo á, að naum- ast sé æskilegt að tengja við háskólann starfsemi, sem ekki stendur í neinu sambandi við kennslu. Það er alkunnugt, að mikil þörf er á því, að stúdent- um verði gefinn kostur á fjöl- breyttara námi við háskólann en þeir eiga nú kost á. En þetta frumvarp bætir á engan hátt úr þeim skorti. Á frumvarpinu verður ekki séð, að prófessorum og aðstoðarmönnum hinnar fyrirhuguðu deildar sé ætlað að hafa neina stúdentafræðslu með höndum. Og bersýnilegt Fiskifélags Islands er, að hún ætti þess heldur ekki neinn kost, þar sem meðal ann- ars er ekki gert ráð fyrir nein- um sérfræðingi í stærðfræði og eðlisfræði. En þær vísinda- greinar eru, eins og almennt er vitað, imdirstöðugreinar alis verklegs vísindanáms. Atvlcnudeildm óíullnsegjandi En þótt ekki sé höfð nein hliðsjón af fræðslu stúdent- anna, þá verður ennfremur á það að benda, að sem rann- sóknarstofnun til viðreisnar og eflingar atvinnuvegum lands- manna nær þessi fyrirhugaða atvinnudeild háskólans svo skammt, að naumast verður sagt, að atvinnuvegirnir séu mikið betur settir hennar vegna en þeir eru nú. í því sambandi má t. d. benda á, að ekki er gert ráð fyrir, að hér verði f jallað um þau efni, sem heyra undir almenna jarðfræði, grasafræði, plöntusjúkdóma- fræði, jarðaræktarfræði og ým- islegt annað, er að landbúnað- arfræðum lýtur. Þá lítur nefndin ennfremur svo á, að með stofnun atvinnu- deildar við háskólann með því fyrirkomulagi, sem gert er ráð fyrir í frumvarpinu, sé á engan hátt séð fyrir þeirri samvinnu við ríkisstjórnina og atvinnu- Iífið í landinu, eins og það er á hverjum tíma, sem nauðsyn- leg er til þess að stofnunin komi að haldi. Og að lokum skal á það bent, að með 7. gr. frumvarpsins eru úr gildi numin ýms þörf ákvæði úr lögum nr. 17 14. júní 1929, um rannsóknir í þarfir atvinnuveganna, án þess að aðrar ráðstafanir séu gerð- ar, er komið geti í þeirra stað. Að þessu athuguðu þykir skipulagsnefnd atvinnumála | sýnt, að málið sé ekki nægi- lega undirbúið, og leyfir sér því að leggja það til, að málinu verði vísað til ríkisstjómarinn- ar með tilmælum um, að hún láti fara fram nýja athugun á þessu mikilvsega rn41i og leggi það, að þessum nauðsjmlega undirbúningi loknum, fyrir næsta Alþingi. Skipualgnefnd atvinnumála Héðinn Valdimarsson. Steingr. Steinþórson“. Umsögn Bún&ðarfélagsins I áliti Búnaðarfélagsins segir m. a.: Af frumvarpinu verður eigi séð, að neinum búfróðum manni sé ætlað að starfa þar. Vér teljum það þó nauðsynlegt, að prófessor búnaðardeildarinar hafi fullkomna búnaðarmennt- un, og helzt sérþekkingu í ein- hverri fræðigrein búnaðarins. Þetta á að vera aðalmaður, sem á að hafa forgöngu í öllum til- raunum og rannsóknum bún- aðardeildarinnar. Þarf því að hafa víðtæka þekkingu á bún- aði, bæði utan lands og innan. Að öðru er oss eigi ljóst af i frumvarpinu, hvernig sam- bandi milli atvinnudeildarinn- ar og búnaðarins, fiskiveiðanna og iðnaðarins á að vera fyrir komið, eða hvernig atvinnu- deildinni er ætlað að vinna með stofnunum þeim, sem nú starfa á þessum sviðum, Fiskifélagi, Búnaðarfélagi og Iðnsambandi. Vér höfum svo lítið fé til um- ráða, að allir starfskraftar þurfa að notast sem bezt. Að koma upp sérstökum stofnun- um, sem hver vinni út af fyrir sig og sem svo eigi standa í sambandi hver við aðra, mun eigi heillavænlegt. Af framangreindum ástæðum hyggjum vér nauðsynlegt, að frumvarp þetta sé betur athug- að, bæði af háskólaráðinu cg aðalmönnum þeirra stofnana, sem atvinnudeildinni er ætlað að vinna fyrir. Nauðsynlegt er og að kynna sér fyrirkomulag líkra stofnana erlendis og sam- ræma við vora staðhætti. Virðingarfylst S. Sigurðsson“. Skoðnn Fiskiíélagsins i I áliti Fiskifélagsins er vikið að því, að tveir menn (Árni Friðriksson' og Þórður Þor- ' björnsson), sem ætlað er að i j starfa við þessa atvinnudeild, Framh. ó 4. síðu. Þrír lítrar! - Heil Hitler! Adolt Hitler, sem þegnar hans vilja hliðra sér hjá að neína. Nýlega birtist í Hamborgar- blöðunum tilkynning frá póst- málaráðherra Þýzkalands, þar sem embættismönnum póstmál- anna er gert að skyldu, að nota kveðjuna: Heil Hitl- er“, ekki einungis alltaf í em- bættisstarftíma sínum, heldur og utan hans. Og þar er sam- timis lögð rík áhersla á það, að þeir skuli segja „Heil ,Hitl- er“ greinilega. Ástæðan til þessarar áminn- ingar yfirvaldanna er talin að vera sú, að margir embættis- menn hafi hummað þessa skyldu fram af sér með því móti að tauta orðin: Drei Liter í staðinn fyrir Heil Ilitler. Deilur Jugoslava og’ Ungverja harðna London kl. 17 6./12. FÚ. Orðsending Ungverja til Þjóðabandalagsins var fengin í hendur ritara þess í dag. Orð- sendingin er allharðorð og neit- ar afdrátarlaust ásökunum stjórnarinar í Jugóslavíu. Júgóslavneska stjórnin hefir hinsvegar hafizt handa gegn Ungverjum í Júgóslavíu. Rúm- lega 1000 Ungverjum hefir ver- ið vísað úr landi, sumum að- eins með 24 stunda fyrirvara, og eru margir komnir til landa- mæraborga í Ungverjalandi, og hefir þar verið tekið á móti þeim af fulltrúum ungversku stjórnarinnar. Aðrir 1000 menn bíða þess í Júgóvlavíu að fá járnbrautarlest heim fyrir landamærin. Þar að auld hefir júgóslav- neska stjórnin gert landreka 300 menn, sem afsalað höfðu sér ungverskum borgararétti og sótt um júgóslavneskan. Ungverjaland hefir neitað að taka á móti þessu fólki, svo að þeir eru nú strandaglópar og einskis lands borgarar. Ungversku blöðin eru afar reið yfir þessu og mótmæla harðlega aðförum Júgóslava, og krefjast þess að ungverska stjórnin stefni máli þessu fyrir Þjóðabandalagið. slík auglýsingaspjöld, til þess að hræra menn til að gefa fé hinu örbjarga fólki til líknar. Jarðarför Kirovs neyð, sem nú ríkir víða Þýzkalandi um það bil að ve urinn er genginn í garð. Na istastjórrún hefir látið útbi LonJon kl. 17 6./12. FÚ. Jarðarför Kirovs, sem var myrtur í Leningrad á laugar- dag, fór fram í Moskva í dag. Stalin og aðrir fastir leiðtogar kommúnistaflokksins voru við- staddir. Það var tilkynnt í Moskva í dag, að síðan Kirov var myrt- ur, hafi verið teknir af lífi 66 menn vegna ofbeldis og gagn- byltingarstarfsemi. Síðan á laugardag hefir 71 maður verið yfirheyrður í Leningrad og Moskva út af þessum málum, og fimm þeirra, sem ekki hafa verið teknir af lífi, verða yfir- heyrðir aftur.

x

Nýja dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.