Nýja dagblaðið - 07.12.1934, Side 4
I
4
N Ý
B
TDAG
Sólaruppkoma kl. 10,05.
Sólarlag kl. 2,31.
Flóð árdegis kl. 5,35.
Flóð síðdegis kl. G.00.
Veðurspá: Austankalcli. Úrkomu-
laust.
Ljósatimi hjóla og bifreiða kl.
3,00—9,35.'
Sðln, skrilstofur o. fl.:
Landsbókasafnið ...... 1-7 og 8-10
Alþýðubókasafnið ... 10-12 og 1-10
Þjóðskjalasafnið ............ 1-4
Landsbankinn ................. 10-3
Búnaðarbankinn ...... 10 12 og 1-3
Útvegsbankinn ....... 10-12 og 1-4
Útbú Landsb., Klapparst....... 2-7
Póstiiúsið: Brófapóststofan ... 10-G
Bögglapóststofnn ........,. 10-5
Skrifstofa útvarpsins . 10-12 og 1-G
Landssíminn ................... 8-9
Búnaðarfólagið ....... 10-12 og 1-4
Fiskifélagið (Skrifst.t.) 10-12 og 1-5
Skipaútg. ríkisins .... 9-12 og 1-6
Eimskip ........................ 90
Stjórnarráðsskrifst. ... 10-12 og 1-4
Samb. ísl, samv.fél. .. 9-12 og 1-6
Sölus.b.. ísl. fiskfr.I. .. 10-12 og 1-6
Skrifst. bæjnrins ..... 9-12 og 1-4
Skrifst. lögmanns .... 10-12 og 1-4
Skrifst. tollsljóra .... 10-12 og 1-4
Hafnarskrifstofan ..... 9-12 og 1-6
Skipa- og skrán.st. rík. 10-12 og 1-5
Hæstiróttur kl. 10.
Heimsóknartími sjúkrahúsa:
l.andspitalinn ............... 3-4
Lnndakotsspítalinn ........... 3-5
Kleppur .................. 1-5
Vífilstaðahœlið . 12^2-1^2 og3y2-4y2
Næturvörður í Be.vkinvíkurapó-
teki og l.vfjnbúðinni Iðttnn:
Aðra nótt Daníei Fjcldstcd.
Næturlœknir Gísli Pálssorí,
Skemmtanir og samkomur: ■
Góðtemplarahúsið: Málverkasýtiing
Höskuldar Björnssonar kl. 10—8.
Málvcrkasýning Ólafs Túbals á
.Skólavörðustig 12.kl. 10—9.
Nýja Bió: 20.000 ár i Sing-Sing, og
áukamynd: Konurtgsmorðið i
Marscillc kl. 9.
Gamla Bió: Tarzan og hvita stúlk-
an kl. 9.
Dagskrá útvarpsins:
Kl. 10,00 Veðurfrcgnir. 12,10 Há-
degisútvarp. 12,50 pýzkúkonnsla.
15,00 Vcðurfregnir. 19,00 pingfrcít-
ir. 19,20 pingfróttir. 19,50 Auglýs-
ingar. 20,00 Klukkusláttur. Fréttir.
20,30 Iívöldvaka: a) Jón Sigurðs-
son skrifstofustj.: pýdd saga; h)
J>orst. p. porstcinsson skáld:
Landnám íslendinga í Vestur-
hcimi, ‘ IV; c) Guðm. Thoroddsen
próf.: Fcrðasaga af Hornströndum,
I — Ennfremur íslcnzk lög.
Afgreiðsla blaðsins óskar eftir
283. ig 285. tölubl. af Nýja dag-
blaðinu.
Gestamót ungmehnafólaganna
verður í Iðnó annað kvöld og
tiefst aðgöngumiðasalan í dag í
Körfugerðinni. — Mót þessi eru
vön að vcra mjög fjölmcnn og er
liklegt að svo verði ennþá, að hús-
rúm takmarki tölu þátttakenda.
Taugaveiki hefir komið upp í
Qlerárþórpi fyrir nálægt 3 vikum.
Háfá 7 vcikst og allir vcrið fluttir
i sjúkrahús Akurcyrar og liggja
þar enn. Ennfremur gaus upp
taugaveiki um svipað lcyti á Rúgs-
- stöðum i Eyjafriði. Sýktust 2 og
voru báðir fluttir til Akurcyrar
i sjúkrahús. — FÚ.
GAMLA BÍÓ I
Tarzan
og HVÍTA STÚLKAN
Framhald af Tarzan-
. myndinni, er hér var
sýnd í fyrra Qg er þessi
Imynd um nýjan leiðang-
ur, sem gerður var út til
að leita Jane Parker, er
varð eftir hjá Tarzan. —
Börn innan 10 ára fá
| ekki aðgang.
Annáll
Skipalréttir. Gullfoss fcr írá
Kaupmannahöfn í dag. Goðafoss |
er á lcið til Vestmannacyja frá j
Hull. Brúarfoss var við Flatey i gær
morgun. Dcttifoss var í gær á leið
til Huli írá Vestmannaeyjum. Lag-
urfoss var á Bakkafirði í gær-
morgun. Sclfoss cr á leið til Os!ó.
Hægt gengur. í Ed. gckk þolan-
lega mcð afgreiðslu mála í gær,
voru þar tekin fyrir 5 mál, en í
Nd. fór allur fundartíminn í að
ræða um skipulagsncfnd atvinnu-
mála og i'iskimálancfnd, en umr.
um hvorugt málið varð lokið.
Höfðu íhaldsmcnn í frammi hið
mesta málþóf og cr það sýnilcga
hugsjón þeirra að reyna að vinna
þessum málum skaða á þann hátt.
Bergur Jónsson og Finnur töluðu
fyrir till. mcirihl. sjóvarútvn. um
t milj. kr. framlag úr ríkissjóði til
öflunar nýrra markaða og til-
rauna mcð nýjar og hættar vcrk-
unaraðferðir á fiski. Tóku íhalds-
menn þcssari till. mcð hálfgcrðri
ólund.
Skothríð á Norðilrði. Kvennfclog
Norðfjarðar efndi til skemmtunur
1. þ. m. og var Vilhelm Jakobson
tollþjónn fcnginn til þcss að vcra
lögregluþjóni hæjarins til aðstoö-
ar. Nokkru eftir að danslcikurinn
iiófst urðu ryskingar, scm enduðu
með því að Vilhelm Jakobson
skaut nokkrum skotum og særði
f.jóra menn, sem voru viðstaddir.
Lögreglustjórinn á Norðfirði hefir
leyft fróttaritara útvarpsins að
liafa cftir sór cftirfarandi: „1.
Tvcir lögregluþjónar voru á staðu-
um. 2. Ryskingarnar byrjuðu á
því, að lögreglan bannaði manni,
sem hún áleit ölvaðan, aðgang að
skemmtisöiunum. 3. 1 viðureign-
inni var annar lögregluþjónninn
iiorinn út, en hinn sleginn í rot.
4. Sá iögregluþjónninn, scm út var
horinn, skaut nokkrum skotum.
þrír eða fjórir menn hlutu áverka.
Einn fékk skot gcgnum vinstri
hönd, annar særðist af skoti A
tveim fingrum og þriðji fókk skot
i lærið, en grunnt. Ölium mönn-
unum líður vel og ckki útlit fyrir
að neinn vcrði ökurmlamaður. 5.
Árásarmcnnirnir hafa jálað brot
sín. Ekki nánara fyr cn að lok-
inni rannsókn“.
Guðspekifélagið. Fundur i „Scpt-
ímu“ í kvöld kl. Sþí; á vcnjulcgum
stað. Fundarefni: Hvuð cr „Guð-
speki"? Tveir ræðumcnn. Gcstir.
Gestir í bænum: Jónas Bcnc-
diktssorí, Iíolmúla, þorstcirm Jóns-
son kaupfólagsstjóri Reyðarfirði,
Stefán Jlorsteinsson, Höfðaliúsum,
þorstcinn Pálsson, Reyðarfirði.
Veðrið í gær. Kyrt vcður um allt
land, ncma við suðurströndina,
þar var hvöss austan átt. Úrkomu-
■ laust um iaríd allt. Við suður-
ströndina var 1—3 stiga hiti, cn
annarstaðar 1—9 stiga frost. Mcst
frbst var mælt á þingvöllum 9 stig.
þá g-efið þeim bókina ICELANDIC LYRICS. Hún er sígild
bók og talin falegasta bókin, sem gefin hefir verið út á ís-
landi. Margir útlendingar hafa lokið miklu lofsorði á hana.
Gefið þér hana, vinnið þér þrennt: Kynið Island, gleðið vin
yðar og njótið sjálfur ánægju gefandans.
Fæst hjá bóksölum og útgefandanum Þórhalli Bjamar-
syni prentara í Gutenberg.
Nýkomnar ódýrar
jólaYörur
Spejlflauel í kjóla og svuntur.
Flauel í fleiri litum.
Kjólasilki, hvít og mislit.
Skozk silki.
Upphlutasilki.
Silltislæður.
Silkiléreft, einlit og munstruð.
Blundur og Mótív, mikið úrval.
Smádúkar og Löberar.
V asaklú takassar.
| Vasaklútamöppur.
i Matrósakragar og uppslög.
íslenzk fiögg og stengur.
Kjólaspennur og Clips
Sokkar í góðu úrvali.
Flauelshúfur og skúfar.
Upphlutsborðar og allt tilheyr-
andi upphlutum og margt
fleira.
Lítið inn sem allra fyrst og þér munuð sannfærast um
að hjá okkur gerið þér góð og ódýr kaup.
Nýi hazarinn
Hafnarstræti 11. Sími 4523.
Bæjarstjórarfandur var haldinn
i gær. Aðaldagskrármálið var
samþykkt bæjarrcikninganna og
reikninga hafnarsjóðs fyrir siðastl.
ár. Voru þeir samþ. eftir lítilshátt-
ar umræður. Mestur hluti fundar-
tímans fór í karp milli Einars 01-
geirssonar og Óiafs Friðrikssonar
út af tillögu, sem Einar bar fram
um styrk tii atvinnuleysingja.
Kristniboðsfélag kvenna heldur
fund kl. 41/2 í Bctaníu. Lög fólags-
ins vcrða rædd. Áríðandi að fé-
lagskonur mæti.
Samningar
Rússa og Frakka
London kl. 17 6./12. FÚ.
Laval og Litvinoff komnst í
dag að samkomulagi í Genf.
Bæði löndin lofa því, að gera
ekki samninga við önnur ríki,
án þess að bera þá undir hitt.
Þetta samkomulag á að standa,
unz lokið er Austur-Evrópu-
samningunum.
Frv. um atvinnuileild
Framh. af 1. siðu.
hafi stundað sérfræðinám að
tilhlutun Fiskifélagsins og seg-
ir síðan á þessa leið:
„Fiskiféiagið hefir þannig,
ef svo mætti að orði komast
„búið til“ þá tvo menn, sem
fremst standa nú á sviði hag-
nýtra fiskirannsókna, en það
er ekki vitanlegt, að Háskóli
íslands eða háskólaráðið hafi
lagt á sig það erfiði að hugsa
þetta mál nokkuð, eða vinna að
því að undirbúna þessi störf
eða leiða hugi ungra manna inn
á braut hagnýtra viðfangsefna.
Það er fyrst þegar aðrar
stofnanir eru með margra ára
fyrirhyggju búnar að undirbua
þessi störf og ltoma þeim á
hagnýtan grundvöll, að háskóia-
ráðið fer að veita því eftirtekt,
hvað er að gerast, en ekki þó
á þann hátt að beina hugurn
fleiri ungra námsmanna inn á
þessar brautir, heldur á þann
hátt, að heimta þau störf, sem
búið er að hugsa af öðrum og
komin á fastan grunn, séu slitin
úr sínu upprunalega sambandi
og lögð undir háskólann; oss
finnst, að hér kenni meira
„fordildar“ hjá háskólaráðinu
heldur en að málið hafi verið
gaumgæfilega athugað.
Fiskilélag-ið stendur
nær sjómö num
Þá er einnig vert að athuga í
þessu sambandi, að Fiskifélag-
ið er í miklu beinna sambandi
við fiskimenn og útgerðina
heldur en háskólinn og á þ\í
j hægra með að beina þessum
rannsóknum á hverjum tíma
inn á þær brautir, sem mest
kalla að í svipinn, enda má bú-
ast við því, að fiskimennirnir
verði ávallt fúsari til þess að
vinna í sambandi við rannsókn-
imar og leggja þeim lið, er
þær eru á þennan hátt nátengd-
ar þeim, heldur en ef þær væru
í sambandi við Háskóla íslands,
sem þeim finnst yfirleitt að só
stofnun fjarskyld sér.
Nú er Fiskifélagið nybúið að
koma sér upp húsi, 0g var tek-
ið tillit til þess við byggingu
hússins, að þessi störf heyrðu
undir félagið, enda er ekki hægt
að segja annað en að í náinni
framtíð sé það húsnæði viðun-
andi, enda hægt að bæta við
það eftir þörfum, bæði af því
húsnæði, sem' nú er leigt öðr-
um, enda auðvelt að stækka
bygginguna, ef þörf krefur.
Virðingarfyllst.
Kr. Bergsson.“
jBHMB Nýjs Bíó
20000 ár í
Sing Sing
Stórfengleg amerísk tal-
og tónmynd saman af for-
stjóra Sing-Sing fangels-
isins í Bandaríkjunum og
sýnir æfi og ölrög þeirra
2000 fanga, sem þar eru
inniluktir og sem refsi-
vist allra tekur 20.000 ár.
Aukamynd:
KONUNGSMORÐIÐ
í MARSEILLE
# Odýru §
auglýsingarnar.
D
Eaup og sala
I
VÍNBER 1 kr. Vi kg.
Kaupfélag Reykjavíkur
__________Bankastræti 2.
Gyldendals Leksikon og
Brehms Tierleben (allt verkið)
til sölu með tækifærisverði. A.
v. á.
LUMA ljósaperurnar
komnar aftur.
Kaupfélag Reykjavíkur,
eru
Fallegu lampana og allt til
rafmagns, kaupa menn í raf-
tækjaverzlun Eiríks Hjartar-
sonar, Laugaveg. 20. Simi 4690.
Fasteignasala Helga Sveins-
sonar er í Aðalstræti 8. Inng.
frá Bröttugötu. Sími 4180.
Hrísgrjón með híði, selur
Kaupfélag Reykjavíkur.
Morgunkj ólar, Morgunk j ól o_
tau, Svuntur, Svuntutvistur,
Sloppar, hvítir og mislitir.
_________Vcrzl. „Dyngja“.
K J ö T af fullorðnu fé. —
Verð: Læri 50 aura V% kg.,
súpukjöt 40 aura V2 kg.
Ishúsið Herðubreið,
Fríkirkjuveg 7, sími 4565.
Harðfiisk hvítan 0g bragð-
góðan selur Kaupfélag Reykja-
víkur.
Hanzkasaumastofan
Þórsgötu 22. Nýkomið mikið
úrval af svörtum og mislitum
hanzkaskinnum. Símar 4705 og
3888.
Saltfiskur
1. fl. Spánarmetinn, fæst í
Kaupfélagi Reykjavíkur.
y
Tnpað-Fimdið
y
Tapast hefir krosssaums-
„motiv“ í miðbænum. Skilist á
afgreiðslu blaðsins.
Tilkynningar
Brauða- og kökugerð Ingi-
mars Jónssonar Skólavörðustíg
28, hefir síma 2547.
Kolaofn
notaður óskast
til kaups strax
A. v. á.