Nýja dagblaðið - 18.12.1934, Blaðsíða 1

Nýja dagblaðið - 18.12.1934, Blaðsíða 1
Yfirkjörstjórn kveöur rangan úrskurð Meirihluti kjörbrélanefndar á Alþingi telur síra Sigfús Jónsson rétt kosinn 2. þingmann Skagafjarðarsýslu án hlutkestis ! gærdag var lagt fram á Alþingi nefndarálit um kæru út af kosningunni í Skagafjarðarsýslu. Er það frá meirihluta kjörbréfanefndar, en henni var falið í þingbyrjun að athuga ágreining þann, sem varð um kosninguna. Nefndar- álitið er svohljóðandi: stjórnarinnar í Skagafjarðar- sýslu, bréf hreppstjóra Lýt- ingsstaðahrepps, dags. 25, júní þ. á., fylgibréf atkvæðaseðl- anna nr. 4601 og 4602, einn utankjörfundarseðill og einn kjörfundarseðill. Hefir meirihl. við þá athugun komizt að þess- ari niðurstöðu: Séra Sigfús Jónssou. Getur sá seðill ekki átt við aðra af frambjóðendum í Skaga- fjarðarsýslu heldur en Stein- grím Steinþórsson og sr. Sig- fús Jdnsson, og er því ekkert um1 að villast. Fjórða seðilinn, sem yfir- stjórn úrskurðaði ógildan, en það er kjörfundarseðill, þar sem 2 krossar standa á strik- inu á milli Magnúsar Gíslason- ar, frambjóðanda Bændafl., og Sigfúsar Jónssonar, frambjóð- anda Framsóknarfl., virðist rétt að meta gildan, þar sem krossarnir fara eigi út fyrir reiti þeirra Magnúsar Gíslason- ar og Sigfúsar Jónssonar, og það virðist því greinilegur vilji kjósandans að kjósa greinda frambjóðendur, enda þótt svo óhönduglega hafi tekizt, að krossarnir báðir hafa lent á strikunum á milli reitanna. Séra Sigíús íékk 913 atkv, en jón Sigurðsson 911 Afleiðing framanritaðrar niðurstöðu verður þá sú, að Sigfús Jónsson, frambjóðandi Framsóknarflokksins, hefir við kosninguna hlotið 2 gild at- kvæði í viðbót við þau 911 at- kvæði, sem yfirkjörstjórn við- urkenndi. Bar honum því kjör- bréf, án þess að hlutkesti færi fram, sem 2. þm- Skagfirðinga, því Jón Sigurðsson, frambjóð- andi Sjálfstæðisflokksins, hafði aðeins 911 atkvæði. Meirihl. hefir hinsvegar ekki viljað opna atkvæðaseðla þá, sem fylgja fylgibréfunum nr. 4601 og 4602, því hann telur, að með því sé brotinn leyndarréttur þeirra tveggja kjósenda, sem hér eiga hlut að máli. Úrskurður yfir- kjörstj. rangur Að lokum leyfir meirihl. sér, með skírskotun til framanrit- Saga kosningarinnar „Við talningu atkvæða í Skagafjarðarsýslu 26. júní þ. á., á atkvæðum frá alþingis- kosningunum, sem fram fóru 24. júní þ. á., varð ágreiningur um fjóra atkvæðaseðla á milli umboðsmanna Sjálfstæðis- flokksins og frainbjóðenda Framsóknarflokksins. Umboðs- mehn Sjálfstfl. mótmæltu öll- um þessum seðlum, en fram- bjóðendur Framsóknarfl. kröfð- ust þess, að þeir yrðu allir teknir gildir og tóku jafnframt fram, að ef yfirkjörstjórnin skyldi úrskurða seðlana ógilda, óskuðu þeir eftir úrskurði Al- þingis í málinu. Atkvæðaseðla þessa úrskurðaði yfirkjörstjórn alla ógilda. Á grundvelli þess úrskurðar yrðu úrslit kosning- arinnar þau, að frambjóðandi Sjálfstæðisfl., Jón Sigurðsson, hlaut jafna atkvæðatölu og frambjóðandi Framsóknarfl., sr. Sigfús Jónsson, hvor 911 atkv., og fór síðan fram hlut- kesti samkv. 119. gr. kosninga- laganna, með þeim úrslitum, að sr. Sigfús Jónsson hlaut kosn. ingu. Alþingi hefir úrskurðað kosningu hans gilda, en vísað ágreiningnum um fyrrgreinda 4 atkvæðaseðla til kjörbréfa- nefndar. Rannsókn kjörbréfanefndar Nefndin hefir athugað þau gögn, sem hún hefir fengið í hendur um mál þetta, sem eru útskrift úr gerðabók yfirkjör- Litilvæg vangá Utankjörfundarseðlana nr. 4601, Hermann Stefánsson, Brekkukoti, og nr. 4602, Herse- lía Sveinsdóttir, Ytri-Mælifells- á, ber að taka gilda. Hér er ekki um annan galla að ræða en þann, að greindir 2 kjósendur hafa ekki undirritað fylgibréf- in, en það er sannað með vott- orði hreppstjórans í Lýtings- staðahreppi og þeirra vitundar- votta, sem lögum ’ samkvæmt hafa skrifað undir fylgibréf greindra kjósenda, að kjósend- ur þessir fengu fylgibréfin af- hent, ásamt umslögunum, eftir að hreppstjóri hafði útfyllt allt, sem honum bar, svo að þeir gætu kosið í einrúmi og lokað síðan umslögunum með fylgi- bréfinu og sjálfir sett þau í kjörkássann. Hefir því kosn- ingin farið að öllu lögform- lega fram, nemá að því leyti, að kjósendur sjálfir hafa gleymt að skrifa nöfn sín á fylgibréfið, og virðist ekki rétt að láta slíka vangá varða ógildingu atkvæða þeirra. Að hreppstjóri skrifaði á umslögin fyrir þau, er algert aukaatriði. En rétt virðist út af þessu að áminna utankjör- stjórnarkjörstjóra, um að gæta vel allra formsatriða. Vilji kjósandans ótvíræður Þá virðist rétt að taka gild- an utankjörfundarseðil, sem yfirkjörstjóm las sem „Stein- grímur Sigfússon", en kjósandi hefir greinilega ætlað að skrifa „Steingrímur Sigfús séra“. Stipulagsnefnd < atvinnuveganna 1 gær var frv. um heimild handa skipulagsnefnd atvinnu- veganna til þess að krefjast skýrslna o. fl. afgreitt frá efri deild, sem lög frá Alþingi. Aðalefni laganna er þetta: Nefnd sú, sem ríkisstjórnin skipaði 29. ágúst 1934, til þess að rannsaka fjármál ríkis og þjóðar og hverskonar atvinnu- rekstur í landinu, og til þess að gera tillögur um hagskipu- lag þjóðarbúsins o. fl., skal hafa heimild til þess að heimta skýrslur, munnlegar eða bréf- legar, bæði af embættismönn- um og einstökum mönnum, stjómendum félaga og stofn- ana, um þau atriði, sem hún telur þörf á í starfi sínu, enda sé þá þingflokki sjálfstæðis- manna gefinn kostur á að til- nefna tvo menn í nefndina. Meðlimum skipulagsnefndar- innar og starfsmönnum hennar er bannað, að viðlagðri ábyrgð eftir ákvæðum almennra hegn- ingarlaga um embættis- og og sýslunarmenn, að skýra óvið- ^comandi mönnum frá þeim at- riðum, sem þeir verða áskynja um eftir skýrslum þeim, sem um getur í 1. gr., að því leyti sem þær varða einstaka menn eða einstök fyrirtæki. Sá, sam vanrækir að gefa umbeðnar skýrslur, skal sæta 10 til 100 kr. dagsektum unz skyldunni er fullnægt. BIFREIÐABSLYS Síðastl. laugardagskvöld varð bifreiðarslys á Laugarnesvegi milli Tungu og Kirkjusands. Var Jón Gíslason, Baróns- stíg 22, að fylgja heim konu, sem verið hafði gestkomandi hjá honum. Gengu þau sam- kvæmt framburði konunnar ut- arlega á veginum1 vinstra meg- in. Jón þó heldur innar. Mun hann því ekki hafa verið eins viðbúinn að koma sér undan, þegar bifreið kom á eftir þeim af mikilli ferð og varð því fyr- ir henni. Meiddist hann mikið, vinstri fótleggurinn brotnaði og annað beinið í vinstra fram- handlegg brotnaði, en hitt gekk úr liði um olnbogann. Bílstjórinn, sem ók bifreið- inni, heitir Sigurður Bárðar- son, bróðir Oddgeirs Bárðar- sonar, sém er þekktur úr aðs, að leggja fyrir Alþingi svo- fellda TILLÖGU: Alþingi telur, að ógildingar- úrskurður yfirkjörstjórnar Skagafjarðarsýslu á 4 atkvæð- um frá alþingiskosningunum 24. júní þ. á. sé rangur og yfir- kjörstjórn hafi borið að veita Sigfúsi Jónssyni kjörbréf, sem 2. þm. Skagfirðinga, án undan- gengins hlutkestis. Alþingi, 14. des. 1934. Bergur Jónsson, form., frsm. Stefán Jóh. Stefánsson, fundaskrifari. Einar Árnason. Minnihluti kjörbréfanefndar- innar hefir engu áliti skilað. „kollumálinu“. Hafði hann fengið bifreiðina lánaða hjá Oddgeir, sem er eigandi henn- ar. Sigurður ber fyrir réttinum, að vegna þess, hve ljósin á bif- reiðinni voru dauf, hafi hann ekki séð þau Jón, fyr en hann var alveg kominn að þeim. Sýndist honum bilið það langt milli þeirra, að hann reyndi að fara þar í stað þess að fara hægra megin við Jón. En svig- rúm mun hafa verið til þess, því vegurinn er þarna breiður eða um 6 m. Bifreiðinni mun hafa verið ekið hratt, því maðurinn, sem var með Sigurði í bílnum, segir að hann hafi ekki stöðvast fyr en 8 m. frá því, sem árekstur- inn varð, en „bremsurnar“ voru í góðu lagi. Súðin strandar við Skagaströnd Súðin strandaði um kl. 6 á sunnudagsmorgun um 600 m. frá legunni á Skagaströnd á svonefndum Vesturskerjum. Brotnáði skipið töluvert í botn- inn við áreksturinn. Leki hefir þó ekki komið í lestimar. Veð- ur var hið bezta, þegar óhappið vildi til. Þór var strax sendur á vett- vang og kom á strandstaðinn seint í gærkveldi. Búizt var við, að skipið losnaði með kveldflóð- inu en það varð ekki. Með morgunflóðinu byrjaði Þór að Framh. á L aiðu

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.