Nýja dagblaðið


Nýja dagblaðið - 19.12.1934, Qupperneq 1

Nýja dagblaðið - 19.12.1934, Qupperneq 1
NYJA DAGBIAÐIÐ 2. ár. Reykjavík, miðv.daginn 19. desbr. 1934. 300. blað Vilja sfjórnarandstæðingar gera ísl. ríkið gjaldþrota? Greiðsluhalli á fjárlögum samkvæmt tillögum Sjálfstæðis- og Bændaflokks- manna myndi verða 4,870,000 kr. 900 þús. kr. utgjaldahækkun samkv. tillögum þeirra við 3. umræðu Eysteinn Jónsson fjármála- ráðherra reiknaði út í eldhús- dagsumræðunum, að samkvæmt fjármálatillögum íhaldsins (Sjálfstæðisfl. og Bændafl.), sem þá var kunnugt um ættu fjárlögin að verða með ca. 3^/2 milj. króna greiðsluhalla. Var þá tekið til greina: 1. Yfirlýst stefna Sjálfstæð- isflokksins í kosningunum í í vor um niðurlagning arðgæfra ríkisfyrirtækja. 2. Yfirlýst andstaða sama flokks gegn tekjuaukafrum- vörpum stjórnarinnar. . 3. Breytingartillögur Sjálf- stæðismanna í fjárveitinga- nefnd við fjárlagafrumvarpið. 4. Útgjaldatillögur Bænda- flokksmanna, fram komnar í þinginu. Þessari niðurstöðu fjármála- ráðherra var ekki mótmælt með rökum af hálfu stjórnarand- stæðinga, enda var það ekki hægt, þar sem fyrir lágu ákveðnar og óhrekjanlegar töl- ur, sem ekki var hægt að mót- mæla. Ráðherrann gat þess þá enn- fremur, að sér segði svo hugur um, að fram myndú koma auk þess ekki óverulegar tillögur til hækkunar á útgjöldum ríkisins frá einstökum þingmönnum stjórnarandstöðuflokkanna við 2. og 3. umræðu fjárlaganna. Sú hefir líka orðið raunin á, og það svo að um munar. Við 2. umræðu fluttu ein- stakir þingmenn þessara flokka tillögur um útgjaldahækkun, sem samtals námu um 452 þús. króna. Og við þriðju umræðu, sem nú þessa daga stendur yfir á Alþingi hafa þeir flutt nýjar hækkunartillögur, sem samtals nema 922 þús. króna. Eru þá ekki taldar hækkanir, sem fluttar voru við 2. umræðu, og nú eru teknar upp aftur lítið eitt lækkaðar. Samkvæmt þessu ætti þá greiðsluhalli sarakvemt tiUög- um og yfirlýstri stefnu stjóm- arandstæðinga að verða: Samkv. útreikningi fjármálaráðherra 3.500 þús. Hækkanir við 2. umr. 452 — _ — 3. — 922 — Samtals kr. 4.874 þús. Auk þessa hafa stjórnarand- stæðingar í þinginu lagt til, að ríkið gangi í eftirtaldar ábyrgðir: fyrir Ákureyri .... 500 þús.. — Stykkishólm . . . 180 — — Vestfjarðabátinn 90 — — bryggju í Hnífsd. 40 — — læknisbúst. í ögri 15 — — Ísafj.rafveitu . . 700 — auk a. m. k. tveggja ábyrgða fyrir ótilteknum upphæðum. Alls myndu þessar ábyrgðir nema rúml. l/z miljón króna. Slíkt er fárlegur vitnisburð- ur um fjármálastefnu stjórnar- andstöðuflokkanna. En hér verður ekki um þráttað. Töl- urnar tala. Hvað veldur slíku framferði? Eru slíkar tillögur frarn bornar í eintómu meiningar- leysi — til þess að fullnægja flokksofstæki eða til að sýn- ast fyrir kjósendum einstakra héraða — í þeirri von að þær verði ekki samþykktar af þeim sem ábyrgðina hafa? Eða eru þær bomar fram í fullkomnu sinnuleysi og ábyrgð arleysi um fjárhagslega af- komu ríkisins? Því mega stjómarandstæð- ingar sjálfir svara og standa reikningsskap á gagnvart þeini mönnum, sem kunna að hafa trúað þeim til alvarlegrar framkomu og gætni í fjármál- unum. En tæplega mun almenningi finnast, að formannsskiptin í íhaldsflokknum hafi leitt til aukinnar ábyrgðartilfinningar í þesavun efmunl Bkkert hernaðarbandalag milli Frakka og Rússa London kl. 17 18./12. FÚ. Franska stjórnin og Sovét- stjórnin hafa í dag algerlega Stjórnmálayiðsjár á Balkanskaganum Yeytitcli ntanríkisráðli. Jugoslava segir af sér Kommúnistar rísa gegn einræðisstjórninni i Búlgarín Lengst til hægri Jevtitch utanríkismálaráðherra Júgó- slava, þá utanríkismálaráðherra Rúmena, Titulescu, utanríkis- málaráðherra Tyrklands, Tevfik Rouchdy og utanríkismála- ráðherra Grikklands, Maximos. Flandin fcrsætisráðh. Frakka. neitað því, að um nokkurt hernaðarbandalag væri að ræða milli stjórnanna. 1 yfirlýsingunni segir, að ekkert samkomulag hafi verið gert milli Frakka og Rússa nema það, sem gert var í Genf á dögunum og tilkynnt var þá opinberlega, og var í því fólgið, að hvorugt ríkið skyldi gera samninga við þriðja ríki, án vitundar hins og samþykkis, meðan samningarnir um Aust- urevrópubandalagið stæðú yfir. Þingslít Þingstörfin hafa gengið óvenju greiðlega seinustu dag- ana og valda því einkum hin skipulegú vinnubrögð stjórnar- flokkanna. • Má fastlega gera ráð fyrir, ef andstöðuflokkar stjórnarinn- ar beita ekki óeðlilegum töfum, að hægt verði að slíta þinginu á föstudag eða laugardag. En íhaldsmenn gerðu sitt til að tefja tímann með því að neita um afbrigði fyrir fjögur mál í gær. London kl. 17 18./12. FU. Margar sögur ganga í dag fum ástandið í Belgrad og ekki gott að henda reiður á því öllu, sem þaðan berst. Þó virðist mega fulljrrða það, að Yevtitch, utanríkismálaráð- herra, hafi sagt af sér. Aðrar fregnir segja, að búnaðarmála- ráðherrann hafi einnig sagt af sér og að Páll prins hafi hvatt til þess ýmsa gamla stjórn- málamenn, sem lengi hafa ekki tekið þátt í stjómmálum, að gegna ráðherraembættunum. — Ein fregnin segir, að Yevtitch hafi sagt af sér vegna óánægju þeirrar, sem mjög hefir gert vart við sig í Júgóslavíu út af afstöðu hans á Þjóðabandalags- fundinum í Genf. Stjórnin virðist sitja enn að öðru leyti. London kL 17 18./12. FÚ. í Búlgaríu eru einnig marg- ar sögur á sveimi um einræðis- stjórnina. 1 vikunni sem leið var sagt, að ýmsar ráðstafanir hefðu verið. gerðar til þess að bæla niður kommúnisma, en nú er svo að sjá, að ráðstafanir stjórnarinnar hafi verið ennþá víðtækari, og að 700 manns hafi verið teknir fastir, grunaðir um uppreisnaráform. Það er sagt, að kommúnistar hafi gert sér von um liðsinni hersins. Piltur og stúlka lilð nýja lcikrit Emils Tlioroddsen vorður sýnt annan í jólum Leikfélag Reykjavíkur er nú að undirbúa sýningu á Pilt 0g stúlku, hinni vinsælu skáldsögu Jóns Thoroddsen. Hefir Emil Thoroddsen búið hana á leik- svið. Inn i leikritið hefir verið komið mörgum af hinum þekkt ústu kvæðum Jóns og hefir Emil Thoroddsen samið við þau ný lög. M. a. hefir hann samið nýtt lag við „Ó, fögur er vor fósturjörð" 0g láta þeir vel af því, sem það hafa heyrt. Söguhetjurnar í Pilti og stúlku eru flestum gamalkunn- ugar. Guðmund Bárðarfóstra hinn annálaða aulabárð, leikur Valur Gíslason, Bárð gamla leikur Brynjólfur Jóhannesson, Indriða leikur Kristján Krist- jánsson söngvari og Sigríði leikur Magnea Sigurðsson. Annars er of langt mál, að telja uppp alla leikendurna, því þeir eru yfir tuttugu. En þeir sem eru ótaldir eru flestir gamalkunnugir eins og t. d. Gunnþórunn Halldórsdóttir, Soffía Guðlaugsdóttir, Gestur Pálsson, Þorsteinn ö. Stephen- sen, Martha Indriðadóttir, Þóra Borg, Arndís Bjömsdóttir o. fl. Indriði Waage hefir leik- stjóraina á hendi. Framh. á 4. aíðu.

x

Nýja dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.