Nýja dagblaðið - 28.12.1934, Síða 1

Nýja dagblaðið - 28.12.1934, Síða 1
NyJA DAGBIAÐIÐ 2. ár. Reykjavfk, föstudaginn 28. des. 1934. 306. blað Nýtt blóðbað í Þýzkalandi ? Eldurinn i Vatnajðkii Likur benda til að hann eé á sama stað og sl. vor Hítler ætlar að taka aftur orð sln um að „Þýzkaland verði að mylja Frakkland mjölinu smærra“ Londoii kL 17, 27/12. FÚ. Frá Þýzkalandi hafa ýmsar óljósar freg'nir borizt í dag, og jafnharðan bornar til baka eða sagt frá þeim í öðru formi. Hitler, boöar .eyðileggingu Frakklands. Iiin fyrsta er sú, að 230 leið- togar Nazista hafi verið teknir af lífi, og þar á meðal sé von Briickner, áður landsstjóri í Schlesíu. Ennfremur að teknir hafi verið höndum allt að 4 þús. manns. Frá Berlín er það opinberlega tilkynnt, að engar aftökur hafi farið fram, og að John Knox, aðalumboðsmaður pjóðabanda- lagsins í Saar. þrátt fyrir það, þó að alimarg- ir hafi verið handteknir, þá sé tala þeirra mjög ýkt. Ennfrem- ur, að þeir einir hafi verið handteknir, sem brotlegir hafi orðið við siðferðislög hins þriðja ríkis. Þá hefir enn komið fregn um’ það, að Hitler muni halda stóra ræðu þegar þjóðarat- kvæðagreiðslunni í Saar er lokið, og að hann muhi við það tækifæri taka aftur eina eftir- tektarverðustu setninguna úr sjálfstæðissögu sinni, en hún er á þessa leið: „Þýzkaland verður að mola Frakkland mél- inu smærra“. Hermir fregnin, að hann muni láta það í ljósi, að þessi orð hafi verið rituð í beizkju, þegar hann sat í fang- elsi eftir hina misheppnuðu uppreisnartilraun 1923. Blaðið, sem flytur þessa fregn, segir, að þessi afturköll- un hinna umgetnu orða sé fyrsta skrefið til þess að hlé mætti verða á vígbúnaðarsam- keppni milli Frakklands og Þýzkalands. Þessi fregn hefir hvorki verið staðfest né borin til baka. ( London kl. 17, 27/12. FÚ. 1 Saarbrticken hafa yfir- völdin nú mælt svo fyrir, að hér eftir skuli mönnum bannað að vera á ferli úti eftir að klukkan er orðin 8 að kvöldi, og skuli þetta bann gilda þar til þjóðaratkvæðagreiðslunni er lokið. Eina undantekningin frá þessu banni verður gerð á gamlárskvöld. — Atkvæða- greiðslan fer fram 13. jan. Húsbrnni á Isafirði i gær fsalirSi 27/12. Um kl. 10 í morgun kom upp eldur í íbúðarhúsi Soffíú Jó- hannesdóttur kaupkonu á ísa- firði og brann húsið að innan á örstuttum tíma, en slökkvilið- inu tókst að ráða við eldinn áð- ur en húsið félli inn, og nær- liggjandi hús tókst að verja. Húsið var tvílyft timburhús, járnvarið. Eldurinn koni1 upp á efri hæð hússins, og engu bjargað af þeirri hæð nema fólkinu, og einhverju af pen- ingum. Sumt fólkið bjargaðist með naumindum, og á nátt- klæðunum. Af neðri hæð húss- ins varð bjargað öllum innan- stokksmunum. Ókunnugt er um upptök elds- ins. 1 húsinu bjó Soffía Jóhannes- dóttir og systur hennar, Svava og Brynhildur; ennfremur Jón Sveinsson, fyrverandi bæjar- stjóri á Akureyri og fjölskylda hans. — FÚ. U p p r e i s n í franskri borg á jólanóttina London kL 17, 27/12. FÚ. 200 atvinnuleysingjar í borg einni í Norður-Frakkl. eyddu aðfangadagskvöldi sínu með nokkuð óvenjulegum hætti. Þeir réðust á ráðhús borgar- innar á aðfangadagskvöld, og náðu því á vald sitt. Var at- förin gerð vegna þess, að borg- arstjómin hafði neitað að greiða þeim viðbótaratvinnu- leysisstyrk um jólin, úr bæjar- sjóði. Þeir höfðust við í ráð- húsinu á aðfangadagskvöld og fram eftir jóladeginum, kröfð- ust matar og vína af vörðunum og skemmtu sér hið bezta með söng og galsa. Verðimir sáu sér þann kost vænstan, að verða við óskum þeirra, og gerðu það svo rækilega, að þeir voru allir reknir út úr húsinu hálffullir á jóladag, og létu þá hið bezta yfir jólum sínum. Bílslys i á Hafnttrfjarðarveginum Kona stórslasast 1 fyrrakvöld kl. 9.15 varð bíl- slys á Hafnarfjarðarveginum, við afleggjarann, sem liggur heim að hressingarhælinu í Kópavogi. Slysið vildi til með þeim hætti, að bifreiðin R. E. 218 ók á eftir strætisvagni, sem var á leið til Hafnarfjarðar. Strætisvagninn stanzaði 6 vegamótunum eins og venju- lega og ætlaði bíllinn að fara framhjá honum á méðan. En svo óheppilega vildi til að kona, sem var í vagninum, gekk yfir veginn í sömu and- ránni og kastaðist hún niður á veginn og undir bifreiðina milli hjólanna. Meiddist hún all- mikið, viðbeinsbrotnaði og leið henni frekar illa í gær. Konan heitir Sigríður Eyj- ólfsdóttir og er kona Magnús- ar Böðvarssonar kaupm. í Hafnarfirði. 1 seinasta blaði var skýrt frá því, að á Mælifelli í Skaga- firði, Raufarhöfn, Grímsstöð- um á Fjöllum, Þórunúpi í Rangárvallasýslu og úr austan- verðri Húnavatnssýslu hafi menn séð síðdegis á Þorláks- messudag eldbjarma og leiftur í sömu átt, og eldamir frá gosinu í Vatnajökli sáust sl. vor. Fregnir hafa borizt um það síðan, að eldblossar hafi sézt um líkt leyti á Kópaskeri, Húsavík, Akureyri og í Dölum. Virtust þeir frá þessum stöð- um vera í sömu átt og eldam- ir sl. vor, nema úr Dölum, þaðan sýndust þeir vera lítið eitt austar en þá. 1 næstu byggðum við eld- stöðvarnar, í Fljótshverfi, ör- æfum og á Síðu, urðu mehn ekki varir við nein eldsumbrot. Var líka mikið dimmviðri þar þennan dag. Síðan á Þorláksmessudag hafa ekki borizt neinar fréttir um það, að menn hafi orðið varir við að eldur væri uppi. Ekki verður sagt um það méð neinni vissu, hvar eldsum- brot þessi hafi verið, en allar líkur benda til, að þau hafi ver- ið á sama stað og sl. vor, ef tíl vill þó nokkuð austar. irlulli illlliyillr í vikunni sem leíð Morð og óeirðir í Rússlandi Morð Kirovs, rússneska kom- múnistaforingjans, hefir leitt til meiri tíðinda en búist var við í fyrstu. Má telja nokkúm- veginn upplýst, að það eigi rót sína að rekja til samtaka, sem hafa það markmið, að steypa hinum núverandi vald- höfum Rússlands af stóli. Hafa tveir af helztu forvígis- mönnum kommúnista verið handsamaðir, grunaðir um hluttöku í glæpnum. Era það Kamenev og Sinoviev. Kame- nev var einn af harðsnúnustu fylgismönnum Lenins og tvö seinustu árin fyrir byltinguna, var hann fangi í Síberíu. Eftir valdatöku kommúnista komst hann fljótt til áhrifamikilla starfa. Sinoviev var fyrst jafn- aðarmaður, en síðar kommún- isti. Vann mikið í þágu flokks- ins fyrir byltinguna. 1919—26 var hann formaður fram- kvæmdanefndar flokksins og síðan 1928 forstjóri ríkisverzl- unarinnar. Báðir vom þeir reknir úr flokknum 1927, vegna náins samstarfs við Trotsky, en fljótlega teknir í sátt aftur. Nú er því haldið fram, að þeir hafi átt í launmakki við Trot- sky og það sé flokkur stuðn- ingsmánna hans. sem staðið hafi að morði Kirovs. Auk þessara tveggja hafa margir aðrir lægra settir trún- aðarmenn flokksins og ríkisins verið handsamaðir af sömu á- stæðu. En hversu margir þeir eru, verður ekki sagt með neinni vissu, því um það eru fréttirnar harla ósamhljóða. Er það ekki að undra, því and- stæðingum kommúnista hefir þessi atburður verið kærkomið tilefni til þess að útbásúna hat- ursæði og glæpafýsn Rússa- bolsa, sem þeir hafa opt orðið að gera tilefnislaust áður. Það er líka víst. að Rússa- stjórn mun ekki taka á and- stæðingum sínum með neinum, silkihönzkum. Það er háttemi allra einræðisstjóma að út- rýma gagnbyltingarstarfsemi með þeim hætti, að það vekji sem mestan hrylling og óhug, og menn verði því ófúsir, að byrja á nýjan leik. Nýja stjórnin i Jugoslavín 1 lok fyrri viku myndaði Jevtitch nýja stjóm í Júgó- slavíu. Eftir þeim fregnum, sem hingað hafa borizt, virðist orsök stjómarskiptanna sú, að töluverð óánægja hafi verið hjá Júgóslövum útaf þeim enda- lokum, sem varð á deilumálum þeirra og Ungverja í Genf. Þessi óánægja varð til þess, að Jevtitch, sem var utanríkisráð- herra og fulltrúi þeiiraí Þjóða- Framh. á l, tiðu.

x

Nýja dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.