Nýja dagblaðið - 28.12.1934, Blaðsíða 2
a
H ♦ 3 A
Ð&QBLAÐIS
Jólatrésskemmtun
Framsóknarmanna
Séð og heyrt
í
99
rikínu“.
verður haldin í K.-R.-húsinu
í kvöld og hefst kl. 5 síðd.
Væntanlegir þátttakendur vitji
aðgöngumiða á afgr. Nýja
dagblaðsins, Austurstr.12 og
í Kaupfélag Reykja-víkur,
Bankastr. 2, sem fyrst í dag.
Aðgöngumiðar kosta kr. 2,50
fyrir börn (þar í innifaldar
veitingar) og kr. 2,00 fyrir
fullorðna (án veitinga). Móðir
hverjum heimilishóp barna og
án veitinga.
eða ein kona má fylgja
fær ókeypis aðgöngumiða
Fullorðíð fólk fær aðgang kl. 10,
6 manna hljómsveit skemmtir.
Framkvæmdanetndin.
Jólatrésskemtun
verður haldin fyrir gamalt fólk í Bæjarþingsalnum í dag
Jólatré og margt til skemmtunar.
Netnd verkalýðsíélaganna í Hafnarfirði.
Framkvænidar-
stjórastaðan
við Verzlunarfélag Hrútfirðinga á Borðeyri er laus.
Umsóknir sendist til Sambands islenzkra samvinnu.
félaga fyrir 20. janúar n. k.
Hér í blaðinu hefir áður ver-
ið nokkuð drepið á kirkju-
deiluna í Þýzkalandi, sem hef-
ir orðið svo hvöss undanfama
mánuði.
En ef til vill þykir lesendum
blaðsins fróðlegt að heyra,
hvað norski læknirinn Dr.
Kristian Schjelderup segir, eft-
ir nokkurra mánaða dvöl í
„Þriðja ríkinu:“. Var hann þar
til að kynna sér hina nýju
strauma í trúar- og kirkjulífi.
1 blaðinu ,,Aftenposten“
skýrir Dr. Schjelderup aðallega
frá þeirri trúarstefnu, sem
kallast „Deutsche Glaubensbe-
wegung“ (h. u. b. „Þýzka
trúarhreyfingin“. Hún hefir nú
þegar hálfa miljón áhangenda
og fjölgar þeim óðum. Dregst
unga fólkið mjög að þessari
hreyfingu, og fyrst og fremst
„Hitlersjugend", þ. e. sports-
menn og íþróttavinir meðal
Hitlerssinna. Þessi trúarstefna
er að vísu ekki opinberlega við-
urkennd jafn rétthá hinum
tveim öðrum kirkjulegu trúar-
stefnum í landinu, en Dr.
Schjelderup álítur hana þó
hættulega fyrir evangeliska
kristni í Þýzkalandi, svo fram-
arlega að „Þriðja ríkið“ yerði
varanlegt. Stefnan hefir marga
fylgjendur meðal hinna á-
hrifameiri nazista og einnig
marga, sem áður hafa talizt
meðal fremstu manna innan
kirkjunnar. Meginþáttur hreyf-
ingarinnar, eins og nú standa
sakir, er uppreisn hennar gegn
kristninni, sem er talin ókarl-
mannleg, hebresk aðkomutrú,
og á óeðlilegan hátt þving-
andi fyrir Þjóðverja. Þúsund
ára saga kristninnar í Þýzka-
landi ætti að falla í gleymsku
svo sem auðið er.
Þeir, sem vilja verða með-
limir þessarar stefnu, verða
við inntöku að votta með eiði,
að þeir tilheyri ekki annari
trúarstefnu, séu ekki Gyðinga-
ættar eða kynblendingar. For-
ingi stefnunnar er hinn vel-
þekkti trúarbragðafræðingur,
prófessor Wilhelm Hauer, sem
er í miklu áliti hjá öllum stétt>-
um þjóðfélagsins.
Dr. Schjelderup var staddur
á mörgurn samkomum hreyf-
ingarinnar og talaði við marga
af leiðandi mönnum hennar.
Dr. Jöckel sagði honum, sem
dæmi, að eftir fyrirlestur, sem
haldinn var um þessi efni í fé-
lagi ungra nazista, hefðu 60
ungir menn sagt sig (næsta
dag) úr kirkjufélaginu. Dr.
Sch. segir, að það hafi gert
sig mest undrandi, eða réttara
sagt óttasleginn, að sjá hvem
sess Hitler skipar í þessari
nýju trúarbragðahreyfingu. —
j Þann dag, þegar eitt ár var
liðið frá því, að hún var opin-
berlega skipulögð, var hann
sjónar- og heymarvottur að
guðsþjónustu, þar sem Hitler
var guðinn. A opnu svæði
hafði altari verið reist og á
því stóð mynd af Hitler um-
kringd logandi vaxkertum.
Fólkið gekk í skrúðgöngu
framhjá altarinu og beygði sig
í lotningu fyrir því. Þetta virð-
ist ef til vill líkjast afguða-
dýrkun, en það sýnir hið ríkj-
andi álit og trú fólksins á Hit-
ler. Trúarjátningin gekk þó
sýnu lengra. Eins og siður er
við vorar guðsþjónustur, var,
trúarjátningin, lesin upp, og
söfnuðurinn hlýddi á stand-
andi. Trúarjátningin hljóðar
svo: 1. grein. Vér trúum á hina
heilögu Þjóðverja, innan og
utan landamæra Þýzkalands.
2. gr. Vér trúum á Adolf Hit-
ler, guðanna útvalda, sem var
sendur oss til að gefa þjóð
vorri trúna á sjálfa sig að
nýju. 3. gr. Vér trúum á Wil-
helm Hauer, hertoga vora. —
Hér er ekki að ræða um
stemningu, sem skapast hefir
við sérstakt tækifæri, heldur
þrautprófaða sannfæringu með
ákveðið takmark framundan.
Dr. Sch. hitnaði í hamsi, er
hann heyrði þetta upplesið, og
ætlaði varla að trúa sínum eig-
in eyrum. Hinum fagra jóla-
sálmi: „Heims um ból“, og
sálminum: „Lofið herrann",
hafði verið snúið upp á Hitler
á álíka heiðinn hátt.
Við sjáum af þessu, að
Hitlersdýrkunin á sér dýpri
rætur í Þýzkalandi en við í
fljótu bragði hefðum trúað.
Þýtt af J. J. J.
reykjapipur
með hálmsíum í munnstykkinu
verndar heilsuna frá hinum
skaðlegu áhrifum reykinganna.
Sjöpunkt pípan er gerð sam-
kvæmt 7 kröfum vísindanna
um fullkomna pípu.
Hentug og kærkomin jóla-
gjöf. — Fæst víða.
35 kronur
kosta nýir dívanar og
madressur á 35—45 kr.
Dívanskúffur 7 kr.
Notaður dívan með sér-
stöku tækifærisverðL
Uppl. Laugaveg 49 A.
(gula timburhúsið).
Erlendir yiðbnrðir
í vikunni sem leið
Framh. af 1. síðu.
bandalagsráðinu, baðst lausnai',
en það leiddi af sér fráför allr-
ar stjómarinnar.
Þrátt fyrir þetta tilefni
stjómarskiptanna féll það í
hlut Jevtitch að mynda nýja
stj.óm. Hann hefir notið mik-
illa vinsælda sem stjómmála-
maður og reynzt farsæll og
slyngur í utanríkismálunum.
Með því að fela honum þetta
vandamikla starf hefir ríkis-
ráðið, sem er skipað nánustu
ættingj um og trúnaðarvinum
Alexanders konungs, sýnt hon-
um mikið traust og játað sig
fylgjandi stefnu hans í Genf.
Aðeins þrír af gömlu ráð-
herrunum eiga sæti í nýju
stjórninni. Margir nýju ráð-
herramir eru utanflokkamenn.
Jevtitch er bæði forsætis- og
utanríkismálaráðherra.
Því hefir verið hreyft, að
Jevtitch muni afnema þær
hömlur, sem settar hafa verið
á málfrelsið. Haim hefir áður
látið þær skoðanir í ljósi, að
hann væri hlynntur málfrelsi
bæði í ræðu og riti. Ennfrem-
ur hefir verið haft á orði, að
hann muni beita sér fyrir end-
urskoðun á kosningalöggjöf-
inni og auka frelsi kjósenda
frá því, sem nú er.
Fyrir friðinn í álfunni virð-
ist það æskilegt, að Jevtitch
vai- fahn stjórnarforystan.
Iiann er þekktasti og mest-
metni maðurinn, sem Júgóslav-
ar eiga á sviði utanríkismál-
anna. Fyrir Þjóðabandalagið er
það nýr styrkur, að ríkisráð
Júgóslava hefir á áberandi hátt
játað sig samþykkan gerðum
hans í Genf.
Nazistar reka
höfund stetnu-
skrár sinnar
úr embætti.
Nazistastjómin þýzka hefir
nýlega vikið háttsettum manni
í atvinnumálaráðuneytinu
þýzka frá störfum. Nafn hans
er Gottfried Feder. Þykir þessi
burtvikning merkileg vegna
þess, að hann samdi stefnu-
skrá nazista í atvinnumálum,
sem þeir notuðu í baráttunni
meðan Hitler var að komast
til valda. Haim var líka ráð-
gjafi Hitlers í atvinnumálum
fram til byltingarinnar.
Það er ekki vitanlegt, að
Feder hafi í neinu brotið af
sér við flokkinn. En hitt er
vitanlegt, að stefna flokksins,
einkum í atvinnumálum), var að
ýmsu leyti róttæk, á meðan
flokkurinn var að komast til
valda. En hann hefir gersam-
lega brugðizt þeirri stefnu.
Hann hefir fylgt leiðum hins
afturhaldssama og kyrstæða í-
halds til hins ítrasta. Því er
talið, að nazistar hafi með
brottrekstri Feders ekki aðeins
varpað fyrir borð höfundi
stefnuskrár þeirra í atvinnu-
málum, heldur sínum fyrri lof-
orðum og fyrirætlunum í þeim
málum.