Nýja dagblaðið - 22.01.1935, Blaðsíða 1

Nýja dagblaðið - 22.01.1935, Blaðsíða 1
s Jónas Þorbergsson íimmtagur 1 dag verður Jónas Þorbergs- son, útvarpsstjóri, fimm.tugur, og í kvöld minnast nokkrir vin- ir hans úr Reykjavík og ná- grenninu þess með samsæti að Hótel Borg. Jónas Þorbergsson er fæddur og uppalinn í Suður-Þingeyjar- sýslul Faðir hans var efnalítill sm'ábóndi. Hann missti konu sína frá þrem ungumj drengjum og gekk þeim, eftir því semi framast var unnt, í stað bæði föður og móður. Allir þessir bræður hafa niannast vel og eru1 þjóðkunnir menn. Tveir hinir eldri, Hallgrímur fjár- læktarfræðingur og Jón bóndi á Laxamýri, hafa lagt meiri stund á að nema fræðilega um fjárrækt, heldur en aðrir bænd- ur á sarna tíma. Yngsti bróðir- inn fór aðra leið. Þrátt fyrir mikla fátækt og heilsuleysi á æskuárunum, brauzt hann gegnum skólanám í skólanumj á Akureyri, þar sem mannast hafa margir af helztu forgöngu mönnum samvinnu- og lýðræð- ishreyfinganna hér á landi. Það- an fór hann til Ameríku og var þar sex ár í hinum erfiða skóla harðrar lífsbaráttu. Að þeimj tíma kom Jónas heim og var í næstu 10 árin ritstjóri að blöðum samvinnumanna, Degi, á Akureyri og Tímanum 1 Rvík. Um| áramótin 1930 tók hann við forstöðu útvarpsins og hefir gegnt henni síðan. Þegar Jónas Þorbergsson kom frá Ameríku og tók við ritstjórn Dags, var hann ó- venjulega fær til að stunda blaðamennsku. Hann hafði að eðlisfari mikla hneigð til rit- starfa, var létt um að rita, hafði margháttuð áhugamál, bæði um efnislega og and- lega hluti. Hann hafði þá þeg- ar fjölbreytta lífsreynzlu og hafði þroskast í hinum harða skóla þess, sem verður fyrst og fremst að treysta á mátt og rnegin og ryðja sér og áhuga- mál'U-m sínum braut með eigin orku og ástundun. Jónas Þorbergsson varð strax áhrifamikill blaðamaður, svo að hann þótti þá og síðar. í allra fremstu röð þeirra, er það starf hafa stundað hér á landi. Hann var hugkvæmur um áhugamál, djarfur og márkviss í sókn, en varfærinn og gætinn í vörn. Var Dagur lesinn með mikilli eftirtekt af áhugasöm- • um mönnum um allt land. Með- . an Jónas var ritstjóri Dags á Akureyri átti hann meginþátt í að hrinda af stað og í fram- kvæmd með mörgum öðrum ágætum mönnum hinu míkla verki, að koma upp berkla- Framh. á 3. síðu. Bíll frá Alþýðii' brauðgerðinni brennur I gær um; tvöleytið var bíll frá Alþýðubrauðgerðinni, RE 997, að taka benzín á af- greiðslu B. P. í Tryggvagötu. Var vélin í gangi meðan vei'ið var að taka benzínið. Allt í einu, án þess að menn viti nokkrar sérstakar orsakir, kviknaði í bifreiðinní og var Slökkviliðið óðara kvatt á vet- vang. Tókst því ekki að slökkva eldinn fyr en bíllinn var brunn- inn að mestu. í bílnum var töluvert af brauðum og munu þau öll hafa eyðilagst. lanbrotíFrfkirkJana Aðfaranótt sunnudagsins s.l. var brotist inn í Fríkirkjuna með þeim hætti að brotin hafði verið rúða í glugga á suður- hlið kii-kjunnar og skriðið þar inn. Strax og uppvíst vai'ð um innbrotið á sunudagsmorgun- inn, var lögreglunni gert við- vart. Blóðslettur voru á glugg- anum, þar sem rúðan hafði verið brotin. Varð það til þess, að lögreglan athugaði alla þá menn, sem hún hefir undir eftirliti og fann hún einn þeirra seint á sunnudagskvöld- ið með skurð á hendi og- var hann strax tekinn til yfir- lieyrslu. Játaði hann á sig, að vera valdur að innbrotinu og hafi það verið ætlun sín, að stela úr samskotabauknuml En hann hefir aldrei komið í Fríkirkj- una áður og tókst honum því ekki að finna baukinn, sem er greyptur inn í stoð í fram- kirkjúnni. Kveðst hann því hafa farið tómhentur aftur. En síðar upp- lýstist, að tvær flöskur af messuvíni hefðu verið teknar úr altarinu. Neitar hann að hafa tekið þær og styður það frásögn hans, að engar blóð- slettur fundust þama, sem hon- um hefði átt að vera illt að varna. Benda því nokkrar líkur til þess, að fleiri en einn hafi verið ag þessu verki. En því neitar hann og sömu- leiðis að vera valdur að inn- brotinu í Landakotskirkju. Maður þessi heitir Egill Jó- hannesson og á heima í Soga- mýri. Hann hefir áður verið dæmdur þrisvar sinnum fyrir þjófnað og hefir játað á sig fleiri þjófnaði, m. a. að hafa stolið allmiklu af þjölum frá Fossberg og andareggjum af kaffihúsinu „Aldan“, Jónas Þorbergsson. Verður Austurríki aftur konungsríki? Evgen hertoga boðið torseta* embœttið í Austnrriki London kl. 19.50, 20/1. FU. | Ráðstefna hefir verið haldin | í Vín þessa dagana, og er sagt, ■ Miklas, íorseti Austurríkis. að samþykkt hafi verið að bjóða erkihertoga Evgen for- setaembættið, þegar Miklas lætur af því. Evgen hertogi og Otto hertogi, sem kallar sig „ríkiserfingja Austurríkis“ eru systkinasynir, og er Evgen her- togi fyrstur manna af Habs- borgarættinni útlæg-u1, til þess að fá aftur dvalarleyfi í Aust- urríki. Sé þ’essi fregn sönn, er þetta talið fyrsta sporið í átt- ina til að gera Austurríki aft-. ur að konung’sríki. Hyggja þýzkir naz- ístar á yfirráð í Austurríki London kl. 17, 21/1. FÚ. í Austurríki er nokkur ugg- i ur í mönnum þessa daga út af I úrslitum atkvæðavreiðslunnar í ! Saar. Hinir gömlul andstæðing- ! ar sameiningarinnar við Þýzka- i land, segjast óttast það, að ! Þjóðverjar muni nú beina at- | hygli sinni að suðurlandamær- I unum. I dag er þjóðernisjafnaðar- mönnum eignaður orðrómurinn um það að bjóða, eigi Evgen erkihertoga forsetatignina í Austurríki, og vilja margir rekja fréttina til von Papen sérstaklega. Stöðugur straumur flótta- manna úr Saar vestur yfir landamæri Frakklands Berlin kl. 8, 21/1. FÚ. Samkvæmt fregnum frá Frakklandi er nú daglega stöðugur straumur flótta- manna yfir frönsku landamær- in frá Saar. Á laugardaginn múnu um 550 manns hafa far- ið yfir landamærin. Margt af þessu fólki hefir franskan rík- isborgararétt, og er þeim, sem ekki hafa neinn samastað, komið fyrir til bráðabirgða á ýmsum stöðum við landamær- in. Erlendu flóttamennirnir liafa flestir verið fluttir til V estur-F rakklands. Gaðm. Asbjðrnsson segir sig úr Mjólkur- söluuetndínni Guðmundur Ásbjörnsson út- gerðarmaður, sem kosinn var af bæjarstjórninni í Mjólkur- sölunefndina, sagði sig úr henni á laugardaginn var. Eysteinn Jónsson fjármála- ráðherra, sem nú gegnir störf- um landbúnaðarráðherra, hefir skrifað bæjarstjóminni og gef- ið henni frest til þess að til- nefna annan mann í nefndina fyrir kl. 1 á morgun, að öðrum kosti m'un stjórnin skipa mann í hans stað í nefndina fyrst um sinn. Fundur i Sjómannatél. Reykja- víkur hafnar tilboði út- gerðarmanna Fundur var haldinn í Sjó- mannafélagi Reykjavíkur í Iðnó í gærkvöldi um tilboð tog- araeigenda. Tillaga kom framl um að hafna tilboði útgerðar- manna, en gefa stjóm Sjó- mannafélagsins heimild til samninga. Atkvæðagreiðsla fór fram skiúflega. Greiddu 325 atkvæði. Var tillagan samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta at- kvæða.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.