Nýja dagblaðið - 22.01.1935, Page 3
N Ý i A
DAGBLADIB
8
NÝJA DAGBLAÐIÐ
Útgefaruli: „Blaðaútgáfan h.f.“
Ritstjórar:
Gísli Guðmundsaon.
Hallgrímur Jónasson.
Riist jómarakrifstof umar
Laugnv. 10. Símar 4373 og 2353
afgr. og auglýsingaskrifstofa:
Austurstrœti 12. Sími 2323.
Askriftargjald kr. 2,00 á mán.
í lausasölu 10 aura eint.
Prentsmiðjan Acta.
Sjálfsvarnir
hinna seku
Ritstjórar Mbl. gera fremur
skoplega tilraun til þess að
hylja niðurlæging sína í hinu
nýdæmda rógburðarmáli á
hendur þeim.
Þeir viðurkenna, að þeir séu
dæmdir ósannindaménn og róg-
berar. Og þeir viðurkenna, að
rógnum hafi verið lostið upp í
svo vesalmannlegum tilgangi,
að engum gæti hæft öðrum.
En svo segjast þeir samt
hafa unnið málið. Þeir eru að
burðast við að leika hlutverk
klókra þjófa, sem hrópa hástöf-
um á réttvísina samtímis og
þeir hylja þýfið undir klæðum.
Þeir hafa ráðist með
heimsku fólsins á einn mætasta
og vinsælasta mann þjóðarinn-
ar, Sigurð Kristinsson. Þeir
ætluðu að níða af honum mann-
orð hans og álit í þeim til-
gangi m. a., að spilla sam-
starfsmöguleikum frjálslyndu
flokkanna í landinu.
Hvorugt tókst, Forstjóri S.
1. S. nýtur sama ágæta trausts-
ins sem áður. Og samvinna nú-
verandi stjóraarflokka varð
ekki hindruð.
En eitt hefir unnizt.
Stimpli ósanninda og róg-
burðar hefir af dómstólum
landsins verið enn á ný þrýst
fyrir brjóst vesalinganna við
Mbl.
Ulfaþyturinn út af
■Jólkorsðlonni
Ihaldsmenn héldu, að þeir
gætu æst húsmæður bæjarins
RPP gegn bættri skipulagningu
mjólkursölunnar. Þeir hóuðu
saman fundi með kommúnist-
um. Kommúnistar eru alltaf
að bjóða upp á ,samfylkin£u“.
Ihaldið þáði boðið. Á þeim
fundi var sem þau Guðrún Lár-
usdóttir og Einar Olgeirsson
kepptust um það, hvort gæti
flutt ofsafengnari æsingaræður.
Eftir að Guðrún hafði flutt
Mbl.-lestur sinn í Nýja Bíó,
braust hún í gegnum þéttan
mánngrúann og æddi niður í
„sæluhús“ íhaldsins á hafnar-
bakkanum og vitnaði. Samfylk-
ingin fór í handaskolum. Kom-
múnistarnir drógust drjúgum
aftur úr. Gamla konan steðjaði
fram úr þeim, bæði í æsilegu
orðfæri og líkamlegum! tilburð-
um.
Frá einu mjólkurbúi í ná-
grenni bæjarins sannaðist fyrir
nokkrum árum, að mjólkin var
svikin, hún var blönduð vatni.
Jónas Þorbergsson
fimmtugur
Framh. af 1. síðu.
spítala fyrir Norðurland að
Kristnesi.
Þau tíu ár, sem Jónas Þor-
bergsson var ritstjóri að blöð-
um samvinnumanna, óx flokkn-
um mjög fylgi um' allt land og
mun enginn neita því, að hann
átti mikinn þátt í signim
flokksins og vaxandi gengi.
Sjálfur var hann í framboði
1931 og var þá kosinn þing-
maður fyrir Dalasýslu. Hefir
mörgum F ramsóknai'mönnum
orðið að harma það, að atvikin'
hafa hagað því svo, að hann
starfar nú að alþjóðlegu en
ekki flokkslegu málefni.
Tvennt einkenndi mjög starf
J. Þ. meðan hann var blaða-
maður. Annað voru meðfæddir
hæfileikar hans til að taka með
mikilli skarpskygni lögfræðis-
lega á málum, og hitt var
hæfileiki hans til góðrar fjár-
stjórnar á fyrirtækjum þeim
er hann stýrði.
Á Norðurlandi voru lengi í
minni höfð viðskipti hans við
íhaldsmenn á Sauðárkróki.
Nokkrir forsprakkar andstæð-
inga hans þar höfðu fengið all-
márga menn til að undirrita
einskonar ávarp til ritstjóra
Dags, og var það birt í öðru
blaði á Akureyri. Var J. Þ. þar
borinn sökum um óviðeigandi
rithátt. En þeir, sem ávarpið
sömdu, höfðu ekki gætt betur
en svo orðalags í þessari
„áminningu“, að í því voru hin
frekustu meiðyrði og vörðuðu
við lög. En J. Þ. brá við skjótt
og stefndi í einu 32 mönnum,
er undir ávarpið höfðu ritað,
og á meðal þeirra var sýslu-
maður og dómari Skagfirðinga.
Vann J. Þ. málið, svo sem vita
mátti, og þótti þessi stefnu-
för eigi lítil tíðindi í Skaga-
firði. — Á Akureyri lilaut J.
Þ. líka mikla æfingu í rekstri
mála. Mætti hann oft í rétti
fyrir Böðvar Bjarkan, sem
vandaði þó jafnan mjög til mál-
færslu sinnar.
Það kom og vel fram hér
syðra, eftir að J. Þ. tók við
ritstjórn Tímans, hversu töm
honum var gagnrýni í slíkum
Nú þykir hafa sannazt, að
mjólk frá sama búi hafi verið
seld í sviknum ílátum. En
þessa mjólk og einmitt þessa,
heimtar Guðrún og allt íhaldið.
Vegna hvers? Af því að þeirri
framleiðslu stendur hið litverp-
asta íhald bæjarins. Pétur
Halldórsson beinlínis boðar því-
líka bruggun, sem á Korpúlfs-
stöðum fór fram. Hann eggjar
að blanda mjólkina með vatni,
en af einhverri órannsakan-
legri speki vill Pétur hafa
vatnið heitt.
'Svikin mjólk á sviknum
flöskum, heimablönduð með
heitu vatni, en úr kúm rétt-
trúaðra, það er goðadrykkur
íhaldsins.
efnum. Má á það drepa t. d.,
hversu mikla vinnu hann lagði
í að leggja Hnífsdalsmálið,
Stokkseyrarmálið, Shellmálið og
Bolungarvíkurmálið 1 j óst fyrir
almenning og hversu glöggar
voru greinar hans um þau mál.
Vildu sumir ekki trúa, að ólög-
fróður maðuir hefði skrifað.
Fjármálamennska J. Þ. kom
glöggt fram, bæði meðan hann
starfaði við Tímann og Dag og'
síðar við útvarpið. Hann var
allra manna duglegastur að
afla blöðum þeim er hann
stýrði tekná með auglýsingum
og góðu skipulagi á innheimtu.
Verður sérstaklega vikið að
þessu efni í sambandi við út-
varpið.
Þegar J. Þ. hætti blaða-
mennsku eftir 10 ára starf,
naut hann almennrar viður-
kenningar fyrir mikla hæfi-
leika til þeirra starfa. Flestir
þekktu skarpskygni hans og
vígfimi í sókn og- vörn mála.
En þeir, sem nær stóðu þekktu
hagsýni hans og áhuga íyrir
því að gera fyrirtæki þau er
hann stýrði íjárhagslega sjálf-
stæð.
v Með áramótunum 1930 byrj
ar nýr þáttur í starfsemi hans.
Hann hættir að vera blaða-
maður og byrjar að bygg’ja upp
með nýju og- heilbrigðu skipu-
lagi eitt stærsta og að mörgu
leyti mesta menningartæki
þjóðarinnar, útvarpið. Það varð
að skipta um vinnuaðferð. 1
stað þess að vinna sigra á and-
stæðingunum með því að beita
allri vígfimj til að vera sem;
raarkvissastur í sókninni, þá
var nú megináherzlan lög’ð á
hið fullkomnasta hlutleysi, að
vera þjónn allrar þjóðarinnar
og hvergi andstæðingur.
Sumir þeir, sem átt höfðu í
höggi við J. Þ. meðan hann
var blaðamaður og þótt hann
oft höggva stórt og vera bein-
skeyttur í meira lagi, þóttust
ekki vilja trúa því, að hann
gæti gætt nægilegs hlutleysis í
útvarpinu. Hófu andstæðingar
hans að honum sókn, bæði
leynt og opinberlega, og með
álíka smásmygli eins og þegar
sönnuð þótti sjóðþurð á Skúla
Thoroddsen sem sýslumann af
því að í tveggja ára endurskoð-
un fannst skekkja sem munaði
1 krónu og 65 aurum. Eðli
þessa áróðurs sást bezt á því,
að um leið og útvarpsstjórinn
hætti að vera þingmaður, féllu
ásakanir andstæðinga hans nið-
ur með öllu.
Útvarpið var nýmæli á ís-
landi. Aðeins ein tilraun hafði
verið gerð áður og misheppn-
aðist svo sem mest mátti
verða. Jónas Þorbergsson varð
að byrja hér algerða nýsköpun
og hann gat ekki nema að
nokkru stutt sig við erlenda
reynslu, af því að skilyrði hér
voru alveg sérkennileg. Tak-
mark hins nýja útvarpsstjóra
var að gera útvarpið íslenzka
sem allra bezt úr garði, og að
.................—■
leggja þegar í byrjun trausta
undirstöðu. Skipulagsbreyting
sú, sem gerð var með lögunum
1930, var samkvæmt hans til-
lögum, þar sem meðal annars
var tekin upp einkasala við-
tækja. Var honum falig að
stofnsetja verzlunina árið 1930.
— Þá lagði hann hina mestu1
stund á að fá heppilegt staifs-
fólk. Kom honum þar að góðu
halda meðfædd skarpskygni og
fjölbreytt lífsreynsla. Tókst
honum að velja að útvai*pinu
hvern starfsmanninn öðrum
nýtari, jafn konur sem karla.
Sjálfur telur hann sig hafa
notið ómetanlegrar aðstoðar í
skipulagssstarfinu af samstarf-
inu við verkfræðing útvarpsins.
En þar fannst líka laginn mað-
ur, Gunnlaugur Briem, sonur
Sigurðar Briem póstmálastjóra,
íjölmenntaður um verkfræðileg
efni og ágætur starfsmaður.
Þegar feng’in voru góð áhöld,
heppilegur húsakostur og ágætt
starfsfólk var lagður undirbún-
ingur að gagnlegu starfi.
Vegna rúmleysis verður sú
saga ekki sögð nema í stuttu
máli hér. Útvarpsstjóri hefir
með höndum umsjá með skrif-
stofuhaldi, fjárreiðum, inn-
heimtu afnotagjalda og allt
eftirlit með daglegum fram-
kvæmdum. Um dagskrá ræður
hann ekki, en stjórnar dagleg-
um fréttaflutningi. Hefir hon-
um tekizt að vanda svo áreið-
anleik fréttanna, að allir trúa
útvarpinu. Allar tilraunir fyrri
andstæðinga J. Þ. 1 þá átt að
sanna hlutdrægni á útvarpið,
hafa fallið um sig sjálfar og
orðið að engu.
Og í fjármálunum getur út-
varpsstj óriiln líka hrósað sigri.
Hann hefir gert útvarpið að
vel sjálfstæðu fyrirtæki fjár-
hagslega. Á fjórum árum er
gróðinn af verzluninni með út-
vai-pstæki 500 þús. kr. og þó
eru tækin seld V3—V4 ódýrari
en í næstu löndum. Gróðinn
af auglýsingum er orðinn um
25 þús. kr. á ári og af frétta-
stofu og ýmsum aukastörfum
um 15 þús. kr. Hlustendum1
hefir fjölgað svo, þrátt fyrir
kreppuna, að eigendur tækja
eru nú yfir 10 þús. og óhætt að
fullyrða, að 50 þús. af þjóðinni
hlusti stöðugt á útvarp og oft
fleiri. I stað þess að menn
bjuggust við að útvarpið á Is-
landi hlyti að verða byrði á
skattþegnunum í svo stóru og
strjálbyggðu landi, þá er nú
svo komið að útvarpið getur
með sínum eigin tekjum staðið
undir afborgunum af dýrri
stöð og húsi, greitt kostnað við
skemmti- og fræðslustarfsemi
sína og þó átt skilding til að
koma upp hleðslustöðvum fyrir
fólk í dreifbýlinu, og til að
bæta stöðina sjálfa, ef þess
þarf með til að forðast erlenda
samkeppni um öldulengdir.
Jónas Þorbergsson hefir
komið á þremur ným'ælum,,
sem hvergi eru þekkt við út-
varpsrekstur nemla hér á landi,
en eru til samans undirstaða
að gengi útvarpsins. Fyrst er
einkasala á viðtækjum. Hún
tryggir notendum hin beztu
tæki með lægra verði eins og
áður er sagt, heldur en þekk-
ist í næstu löndum, þar sem
einstakir menn annast söluna.
Og samt græðir ríkið á annað
hundrað þúsund krónur árlega
á heildsölunni og hefir þaðan
meginstuðning við daglegan
rekstur fyrirtækisins. í öðru
lagi er viðgerðarstofan. Verk-
efni hennar eru almennar
viðgerðir og breytingar á tækj-
um, miklar ókeypis leiðbein-
ingar um meðferð og viðgerðir.
Ahðgerðarstofan hefir námskeið
fyrir viðgerðarmenn utan af
landi og menn í förum út um
land til viðgerða og eftirlits.
Loks hefir útvarpið í sambandi
við viðgerðarstofuna styrkt á
einu ári 30 hleðslustöðvar, til
að létta fyrir þeim, sem ekki
hafa rafmagn og verður þeirri
starfsemi vafalaust haldið
áfram. I þriðja lagi er frétta-
stofa útvarpsins algerlega ný
og frumleg stofnun hér á landi.
Fréttastofan hefir fréttamenn
út um allt land, í hverju hér-
aði, kaupstað og á skipaflot-
anum. Samhliða þessu tekur
fréttastofan fregnir frá mörg-
um útvarpsstöðvum í öðrum
löndum handa hlustendum sín-
um! og heimilar síðan dagblöð-
unum til birtingar eftir samn-
ingi.
Það mun hafa verið von
sumfa gamalla andstæðinga
Jónasar Þorbergssonar, að þeim
gæti tekizt með pólitískri
rangsleitni að flæma hann frá
útvarpinu og hindra hann frá
atvinnu. Það myndi síðarmeir
hafa þótt lítið frægðarverk að
svifta útvarpið þeim húsbónda,
sem á fáum árum hefir megn-
að að gera hag þessarar stofn-
unar miklu meiri og traustari,
heldur en nokkur gat búizt við
að hægt yrði að gera á svo
skömmum tíma. En jafnvel þó
að slíkt óhappaverk hefði mátt
vinna á útvarpinu, þá gættu1
andstæðingar hans ekki að því,
að J. Þ. er einn hinn mesti
blaðamaður af núlifandi ís-
lendingum, og . að jafnan er
mikil ef tirspurn ef tir vinnu
slíkra manna. En að líkindum
hafa þessir menn ennþá síður
haft vitneskju uni það að út-
varpsstjórinn gæti allt í einu
verið orðinn heppilegur hús-
bóndi fyrir samvinnufyrirtæki,
sem þyrfti að fá glöggan og
útsjónarsamán forráðamann.
Saga útvarpsst j órans er
táknmynd um það, sem gerist
hvarvetna á Islandi og hvar-
vetna í næstu löndum heims-
ins. Úr fátækum heimkynnúm
sveitanna koma hinir ötulustu
og afkastaméstu forráðamenn.
I hörðum skóla lífsbaráttunn-
ar temja þeir krafta sína, sýna
í verki mátt sinn og verða eft-
irsóttir af því mannfélagi, sem
aldrei hefir nógu mggga dugn-
aðarmenn til vandasamra
starfa.
Þannig er sagan um munað-
arlausa drenginn úr Þingeyjar-
sýslu, sem hafði lítið annað en
góðar gáfur og menningu átt-
haga sinna í veganesti út í
lífsbaráttuna, en er nú búinn
að sýna í vandasömum störf-
um hve miklu þvílíkir menn
Framh, 6 4. síðu.