Nýja dagblaðið


Nýja dagblaðið - 23.01.1935, Qupperneq 4

Nýja dagblaðið - 23.01.1935, Qupperneq 4
4 N Ý J A DAGBLAÐIÐ IDAG Sólaruppkoma kl. 9.41 Sólarlag kl. 3,42. Flóð árdegis kl. 7,30. Fióð síðdegis kl. 19,45. Ljósatími hjóla og bifreiða kl. 4.00—9.15. Veðurspá: Allhvass norðvestan, hríðarveður. Söín, skriístofur o. fL: l.andsbókasafnið ..... 1-7 og 8-10 Alþýðubókasaínið ... 10-12 og 1-10 þjóðskjalasafnið .............. 1-4 Landsbankinn ................ 10-3 Búnaðarbankinn ...... 10 12 og 1-3 Útvegsbankinn ....... 10-12 og 1-4 Útbú Landsb., Klapparst....... 2-7 Pósthúsið: Bréfapóststofan ... 10-6 Bögglapóststoían .........,v- 10-5 Skrifstofa útvarpsins . 10-12 og 1-6 Landssíminn ................ 8-9 Búnaðaríálagið ....... 10-12 og 1-4 Fiskiíélagiö (Skrifst.t.) 10-12 og 1-5 Skipaútg. ríkisins .... 9-12 og 1-6 Eimskip ....................... 9-6 Stjómarráðsskrifst. ... 10-12 og 1-4 Samb. ísl. samv.fél. .. 9-12 og 1-6 Sölus.b. ísl. fiskfr.l. .. 10-12 og 1-6 Skrifst bæjarins ...... 9-12 og 1-4 Skrifst. lögmanns .... 10-12 og 1-4 Skrifst. tollstjóra .... 10-12 og 14 Hafnarskrifstofan ..... 9-12 og 1-6 Skipa- og skrán.st. rík. 10-12 og 1-5 Tryggingarst. ríkisins 10-12 og 1-5 Hæstiréttur kl. 10. Heimeóknartimf sjúkrahósa: i.andspítalinn ................. 34 Landakotsspftalinn ............ 3-5 VifilstaðRhæ’iið . 12yrl% og 3%4V2 Laugamesspítali ............. 12^-2 Kleppur ....................... 1-5 Elliheimilið ................... 14 Fæðingarh., Eiriksg. 37.. 1-3og8-9 Sjúkrahús Hvítabandsins ....... 2-4 Næturvörður í Ingólfsapúteki og Laupavegsapóteki. Næturlæknir: Guðm. Karl Péturs- son, sími 1774. Skemmtanlr 03 samkomnr: Nýja Bíó: „Salon Dora Green“. Gamla Bíó: Nótt í Kairo kl. 9. Samgöngur og póstferöir. Brúarfoss frá ísafirði. Ðagskrá útvarpsins: K). 10,00 Veðurfregnir. 12,10 Há- degisútvarp. 12,50 Dönskukennsla. 15,00 Veðurfregnir. 19,00 Tónleikar. 19,05 Veðurfregnir. 19,15 Endur- varp frá Kaupmannahöfn (islenzk- ii tónleikar). 19,50 Auglýsingar. 20,00 Klukkusláttur. Fréttir. 20,30 Erindi: Galdrabrennur, II (þór- bergur þórðarson rithöf.). 21,00 Tónleikar: a) (Útvarpstríóið; b) Grammófónn: Symphonia No. 2 í D-dúr, eftir Schumann. Sálmur. Endurvarp frá Kaupmannahöfn. Danska útvarpið hefir íslenzka tónleika á dagskrá sinni kl. 7,15 í kvöld. Dagskráin er þannig: Hljómsveit undir stjóm L. Grön- dal leikur: Ó, guð vors lands og ísland, ouvertúre ei'tir Jón Leifs Elsa Sigfúss syngur: Vetur, lag eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson, í dag skein sól, lag eftir Pál ís- ólfsson, Ave Maria, iag eftir þór- arinn Jónsson. Nú er glatt í borg og bæ, lag eftir Sigfús Einarsson og Hátt ég kafla, lag eftir Sigfús Eínarsson. Tónleikunum verður endurvarpað af útvarpsstöðinni liér og einnig nokkrum erlendum útvarpsstöðvum eins og éður hefir verið skýrt frá hér í blaðinu. GAMLA BÍÓ Nótt í Kaíro Gullfalleg og bráðskemmti- leg tal- og söngvamynd í 9 þáttum. Aðalhlutverk: RAMON NOVARRO og MYRNA LOY. Jóhann Sæmundsson læknir heíir opuaö lsekaingastoiu í Kirkjustræti 8 B. Viðtalstími kl. 4—6, sírni 2262, heimasími 3486 Frá bsjarstjðrnarfuRdi f gær. Framh. af 1. síðu. istanna, en ræða Ragnhildar var hin skemmtilegasta. Ragn- hildur sagði að hún hefði reynt að halda „sínu fjósi“ sem hrein- legustu og stundum hefði hún haft fjósamenn, sem voru til fyrirmyndar. Þó fannst henai fjósið á Korpúlfsstöðumí fullt eins gott, ef ekki betra. „Það kom amerískur fræðimaður til Korpúlfsstaða fyrir þremur ár- um og hann lét svo ummælt: „Við megum leita í Améríku ' að svona búi“,“ sagði Ragn- ! hildur. „Sá hefir verið vitlaus", sagði Ólafur Friðriksson, en áheyrendur skellihlógu. Þegar hér var komið hafði fundurinn staðið í þrjá tíma 0g var gefið fundarhlé til kl. 9V&. Frá kvðldfundinum Fundur í bæjarstjórn hófst aftur kl. 91/2. Stóðu umræðurnar til kl. rúmlega 11 og tóku til máls: borgarstjóri, Stefán Jóh. Stef- ánsson, Ragnhildur í Háteigi, Bjarni Benediktsson, Guðmund- ur Oddsson og Einar Olgeirs- son. Atkvæðagreiðsla um tillög- urnar féll þannig, að tillögur Bjama Ben. voru' samþykktar með atkvæðum íhaldsmanna og sumar með atkvæði Einars Olgeirssonar. Aðrir bæjarfull- trúar sátu hjá eða greiddu at- kvæði á móti. Verðlækkunartillögu Einars var vísað frá með dagskrá frá Bjarna Ben. og fer vel á því, að íhaldið sjálft drepi tillög- urnar, sem samþykktar voru á húsmæðrafundinum á dögun- um. Kosning: i mjólkur- söluuefnd Eins og kunnugt er, sagði Guðm. Ásbjörnsson sig úr Mjólkursölunefnd samkvæmt kröfu íhaldsins. Kaus bæjar- stjórn í gær mann í hans stað. Kosningu hlaut Jako b Möller og Maria Maaek var kosin til vara. Með þessari kosningu sinni opinberar íhaldið greinilegar en nokkuru sinni fyr fjandskap sinn gegn hinu nýja skipulagi. Fyrst og fremst með því að velja þann mann til þessa starfs, sem reyndur er að ó- nytjungshætti og trassaskap, sennilega meira en nokkur maður, sem gegnt hefir opin- beru starfi 1 seinni tíð. Og í öðru lagi með því að velja þær manneskjur í þessar stöður, sem sýnt hafa hinu nýja skipu- lagi hinn megnasta illvilja eins og Jakob Möller hefir gert með níðskrifum sínum í Yísi og Maria Maack, með því að gang- ast fyrir æsingafundum1, sem haldnir eru í því skyni að rægja samsöluna í augum hús- j mæðra. Annáll Að geínu tilefni skal það tekið fram, hð nefndin sem mjólkursölu- nefndin kaus tii að athuga flösk- urnar fró Korpúlfsstöðum, fann þrjár flöskur, sem voru of litlar og voru þær síðar sendar löggild- ingastofu ríkisins, sern. mældi, hversu mikið vantaði á það, að þær gætu tekið það mjólkurmagn, sem þeim var ætlað. Sjálf atliug- aði nefndin það ekki, hversu mik- ill sá munur mvndi vera. Lyra fer héðan á morgun kl. 6 síðd. óleiðis til Bergen. Kemur við í Vestmannaeyjum og Færeyjum á útleið. pvottakvennaiélayið Freyja held- ur aðalfund sinn í K.R.-húsinu í kvöld kl. 9. ísfisksalan. Hávarður ísfirðingur seldi í Englandi i fyrradag 1198 vættir fyrir 1431 sterl.pd. Safnun heimilda að sögu Vestur- íslendinga. Síðasta órsþing þjóð- rækisfélags Islendinga i Vestur- heimi ákvað að fela stjóm félags- ins að hefja „söfnun söguiegra skilríkja, prentaðra sem ritaðra, er snerta sögu íslendinga vestan liafs, til þess að slíkar heimildir séu varðveittar frá glötun". Hefir stjómin falið Richard Beck að vinna að þessu starfi og skrifar hann ávarp til landa sinna vestan hafs og austan, að senda sér slík gögn, sem þeir hefðu handa á milli, þó ekki væri nema t. d. sendibréf. Nýlátinn er Guðmundur þórar- insson ættaður frá Kjartansstöðum í Biiskupstungum, en hefir dvalið allan síðari hluta æfinnar í Mos- feilssveit; lengst af á Lágafelli og Álafossi. Við Álafoss byggði hann sér bæ á landspildu, sem hann fékk og bjó þar lengi. Bæinn byggði hann í ígripavinnu frá öðr- um störfum og þótti sveitungum hans sú bygging gerð af svo mikl- um dugnaði og áræði að þeir nefndu bæinn Drift og festist það heiti við hann. Guðmundur var mikill verkmaður og ótrauður til allra athafna, lífsglaður og mjög samgróinn íslenzku sveita- lífi. Hann var óvenjulega frjáls- lyndur maður í skoðunum, miðað við kynslóð samtíma hans. Og unni engu meira en eigin sjálf- stæði og umbótum ó æfikjörum þeirra, sem miður megasín. G. p. Glimufélagið Ármann. Glímu æfing verður í kvöld kl. 8—9 í fimleikasól menntaskólans. Glímu- menn, fjölmennið og mætið rétt- stundis. Á bæjarráðsfundi var nýlega lögð fram beiðni frá Jóni Nor- mann Jónassyni barnakennara um ókevpis far með strætisvögnun- um, sem ganga inn í Sogamýri! Úr Loðmundarfirði. í bréfi dags. 27. d.es. s. 1. úr Loðmundarfirði segir m. a. sem dæmi um veður- blíðuna þar: „í blómgarðinum lifna belfísar, kongaljós, gullfíflar og sóleyjar. Ein sóley hefir sprung- ið út þar og önnur í túninu“. Almennur stúdentafundur, sem var haldinn s. 1. föstudagskvöld, samþykkti að skora á bæjarstjóm- ina að skerða ekki væntanlega háskólalóð með umferðargötu né á annan hátt. Er áskomn þessi í j samræmi við þingályktunartillögu j Jónasar Jónssonar og Jóns Bald- vinssonar, sem samþykkt var á seinasta þingi, og er sprottin nf þeirri tilraun Jóns þorlákssonar j borgarstjóra og bæjarverld'ræðings, að byggja breiðan akveg suður í Skerjafjörð í gegnum háskólafóð- ina. Frá Laugarvatni. Á Laugarvatni hefir tjald verið notað til gufu- baða þangað til í haust, að reist- ur var timburskúr yfir hverinn og hefir það reynzt til mikilla bóta. Hafa nemendur að jafnaði í vetur fengið sér guíubað eftir leikfimis- æfingar. Líkar þeim það svo vel, að þeir myndu fyrir enga muni vilja missa af þeim þægindum. Mó geta þess. í samhandi við þetta, að As- geir Ásgeirsson fræðslumálastjóri fékk því komið til leiðar ó sein- .asta þingi, að nokkur fjárhæð var veitt á þessa árs fjárlögum til að koma upp gufubaðstofu í finnsk- um stíl við alþýðuskólann á Núpi. Bendir reynslan af gufubaðinu á Laugarvatni til þess, að góðs árangurs megi vænta af þeirri framkvæmd. Munurinn. Ragnhildur frá Há- teigi hafði' mikið á móti gerii- sneyðingunni á bæjarstjórnar- fundinum i gær. Talaði um þving- un og kúganir stjórnarliða í því sambandi. Ólafur Thors hafði að j I vísu, sagði hún, flutt frv. áður, j þar sem gert var ráð fyrir geril- sneyðingu, „en munurinn er sá“, bætti hún við, „að nú er það stjórnarfrumvarp og nú er þetta pólitískt". þetta þótti áheyrendum óvenju rétt hjá Ragnhildi og fékk hún góðar undirtektir. Hermann Jónasson forsætisráð- herra komi til Kaupmannahafnar í gær. Messufall í ‘„Fjalakettinum’1. Einar Olgeirsson boðaði til hús- mæðrafundar í Bröttugötusalnum í gærkvöldi og átti þar að ræða mjólkurmálið og undirbúa mjólk- urvei-kfall 1. febr. En engin kona kom á fundinn og varð Einar því að aflýsa honum. Virðist þetta því benda til, að íhaldið verði að smala vel, ef það á að fá aðsókn, að „samfylkingarfundinum“ í dag. Togarastöðvunin. Á bæjarstjórn- arfundi í gær, þegar lokið var um- ræðum um mjólkurmálið og kosn- ingu i mjólkursölunefnd, var sam- þykkt að taka togarastöðvunina til umræðu. Stóðu þær umræður vfir, þegar blaðið fór i prentun. Áshjónin og Einar. Ástvaldur í Ási fékk 1 atkv. í bæjarstjóm í gær sem fulltrúi bæjarins 1 mjólk- ursölunefnd og Guðrún Lárusdótt- ir fékk 1 atkv. sem varaskeifa. Mun Einar Olgeirsson hafa þannig aitlað að launa Áshjónunum sam- 1 fylkinguna í mjólkurmálinu. Nýja Bíó Saloon Dora Green Efnismikil og vel leikin þýzk tal- og tónmynd, er sýnir spennandi njósnara- æfintýri, sem gerist í Berlín og víðar. Aðalhlutverkin leika: Mady Christians, Paul Hartmaun o. fl. AUKAMYND: Abe Lyhman og Okchostra spila og syngja víðfræga jazzmúsik. Börn fá ekbi aðgang. @ Odýrii ® aug’lýgingarnar. IL Kanp og sala Bækur til sölu. Islendinga- sögurnar með þáttum og Edd- um, Menn og menntir, Ein- okunarsaga Jóns Aðils, Morg- unn I—XI, Fylkir allur, Þús- und og ein nótt, Sögur her- læknisins, Nýall, Þjóðsögur Sigfúsar Sigfússonar, Spegill- inn og Fálkinn fyrstu árang- arnir, talsvert af skáldsögum, dönskum ritum 0. fl. Uppl. í síma 2218. Hinir ágætu sjálfblekungar, Orthos, fást í Kaupfélagi Reykjavíkur. Fasteignastofan Hafnarstr. 15. Annast kaup og sölu fast- eigna í Reykjavílt og úti um land. Viðtalstími kl. 11—12 og 5—7 og á öðnim tíma eftir samkomulagi. Sími 3327. Jónas H. Jónsson. Hásaaeði Trésmiður, reglusamur, skil- vís, óskar eftir 1 lítilli stofu til íbúðar og .kjallaraplássi til smíða. Tilboð merkt: „Smiður“ leggist inn á afgreiðslu Nýja dagblaðsins._______________ _____ Vinnupláss. 2 samliggjandi stofur óskast til kyrláts iðn- reksturs á góðum stað í bæn- um 1. eða 14. maí n. k. Tilboð merkt Vinnupláss leggist í lok- uðu umslagi á afgreiðslu blaðs þessa fyrir 1. febrúar. Goðafoss fer á fimmtndagskvöld i hraðferð vestur og norður. Farseðlar óskast sóttir fyrir hádegi sama dag. Brúarfoss fer á föstudögskvöld (25. janúar) um Vestmannaeyj- ar til Grimsby og Kaup- mannahafnar.

x

Nýja dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.