Nýja dagblaðið - 01.02.1935, Blaðsíða 1

Nýja dagblaðið - 01.02.1935, Blaðsíða 1
Stjómin fær traust r A verði við vélbyssurnar á fundi á Egilsstöðum Fundur var haldinn á Egils- stöðum s. 1. þriðjudag. Mun hafa mætt á fundinum um 150 manns, Sunnmýlingar og Norð- mýlingar úr nærsveitum. Fyrsta mál á dagskrá voru f jármál, og stóðu umræður um! þau samfleytt sex klukku- .stundir. 1 sambandi við umræð- umar komu fram tvær tillög- ur, önnur frá Gísla í Skógar- gerði og fól í sér vantraust á múverandi ríkisstjóm, en hin frá Þorsteini kaupfélagsstjóra á Reyðarfirði, um að lýsa trausti á stjóminni. Fór atkvæðagreiðsla svo, að vantrauststillaga Gísla var .íelld. En tillaga Þorsteins um að lýsa trausti á stjóminni var síðan samþykkt. Þegar búið var að slíta um- ræðum kom fram frá Sveini á JEgilsstöðum önnur tillaga uni að lýsa vantrausti á stjóminni. Sú tillaga var ekki rædd. Var því mótmælt á fundinum, að þessi tillaga væri borin fram, þar sem búið væri tvívegis að ganga úr skugga um vilja fundarmanna í þessu efni. Þó mun hafa farið fram einhvers- konar atkvæðagreiðsla um þessa tillögu, en í því leystist fundurinn upp. En stjómar- andstæðingar þóttust hafa meirahluta þeirra, sem eftir voru, og af því stafar flugu- fregn í Mbl. í gær. 4 íhaldsmenn og „einkafyrir- tækið" héldu svo einhverskon- ar sameiginlega flokkssam- komu, eftir að fundurinn var hættur og fundarstjórinn (Bjöm Hallsson bóndiáRangá) farinn. Er sagt, að Benedikt í Hof- teigi hafi aðallega staðið fyrir þeirri samkomu. Skjaldarglíma Armanns í kvöld Skjaldarglíma Ármanns verð- .ur háð í kvöld. Keppendumir eru óvenjulega margir í þetta sinn eða 11 tals- ins. Er langt síðan að svo margir keppendur hafa tekið þátt í Skjaldarglímunni. Eins og kunnugt er gilda þær reglur um skjöldinn, að sá maður, sem vinnur hann þrisvar í röð eða fimm sinnum alls, vinnur hans til fullrar eignar. Hefir skjöldurinn verið unninn til eignar fjórum sinnum áður og er það 5. skjöldurinn, sem keppt er um nú og hefir ekki verið keppt um hann óður. Þeir, sem unnið hafa skild- ina til eignar, eru Sigurjón Pét- ursson tvisvar, Sigurður Thor- arensen og Lárus Salomonsson. Þeir af keppendunum, sem talið er að hafi mestar líkur til að bera sigur af hólmi í kvöld, eru1 Ágúst Kristjánsson og Georg Þorsteinsson. Ágúst hef- ir oft verið kominn nálægt því áður að vinna skjöldinn, og hann vann Stefnuhomið síðastl. sumar. Georg er líka þekktur sem1 snjall glímumaður. Margir af keppendunum hafa ekki tekið þátt í kappglímum áður og yfirleitt eru keppend- ur af léttari þyngdarflokkum. Slíkir glímumenn leggja venju- lega meiri áherzluj á lipurð en krafta og ýtir það nokkuð und- ir þær vonir, að glímurnar, sem þreyttar verða í Iðnó í kvöld, verði fallegar og drengilegar, en á það hefir stundum þótt skorta í keppni glímumannanna seinustu árin. Dómarar verða: Þorsteinn Ivristjánsson, Sigurjón Péturs- son og Helgi Hjörvar. Fegurð- arglímudómarar verða Eyjólfur Jóhannsson, Guðm. Kr. Guð- mundsson og Jörgen Þorbergs- son. Glímustjóri verður Jón Þorsteinsson. Japanar reka Mongólíumenn á flótta London kl. 17 31./1. FÚ. Bai’dagar héldu enn áfram í gærkvöldi á landamærum Mon- gólíu og Manschuko. Þegar her- sveitir Japana og Manschkuo- manna höfðu tekið borg, sem Mongólíumenn höfðu á valdi sínu, gerðu þeir enn þrjár hríð- ir að Mongólíumönnum1, til þess eins og þeir sögðu, að reka þá 'Jíir landmærin til sinna eigin heimkynna. Þegar barizt hafði verið í 2 klst. tvístruðust her- sveitir Mongólíumanna gjör- samlega, og er sagt, að mikið mannfall hafði orðið í liði þeirra, að þeir skildu eftir á vígvöllunum særða menn sína og deyjandi. Þeir fóru suður á bóginn. Morð rússneska kommúnistaforingjans, Kirov, hefir orðið einhver afdrifaríkasti at- burður í réttarfarsmálum Ráðstjómarríkjanna. Fregnir herma, að á annað hundrað manns hafi verið af lífi teknir út af þeim atburði. Og enn er ekkifyrir endann séð á þeim eftir- leik. I Moskva og Leningrad var eftir morðig settur afarsterkur hermannavörður um allar stjórnarbyggingar. — Á myndinni sjást tveir hermenn á verði við vélbyssurnar fyrir fram- an eina ríkisbygginguna. »Húsmæðrafé!aéið« Viðtal við Maríu Marc Sjónyarp Marg-ar sjónvarpsBtööv- ar verð . reistar í Eng- landi London kl. 17 31./1. FÚ. Álit nefndar þeirrar, sem skipuð hefir verið í Englandi til þess að rannsaka möguleika á framkvæmd sjónvarps var birt í dag. Nefndin hefir rann- sakað margar sjónvarpsaðferð- ir í mörgum löndum, og komizt að þeirri niðurstöðu, að hin svo nefnda háskýrleika aðferð til sjónvarps sé komin á svo hátt stig, að rétt sé að byrja á því að framkvæma hana, Nefndin leggur til að sjónvarpið verði rekið í sambandi við útvarpið. Nefndin leggur til að skipuð verði sérstök nefnd til þess að hafa umsjón með sjónvaiiiinu fyrst í stað, og vill láta skipa nefndina fulltrúum frá póst,- stjórninni, útvarpinu og vís- indalegu ráði til rannsókna. Nefndin var skipuð í kvöld. Hún á að ákveða tölu stöðv- annav og staði þeirra og dag- skrártímann, sem1 helgaður verði þessum parti útvarps- staríseminnar. Útvarpað verður á örstutt- um bylgjum og stöðvarnar þurfa að vera hátt uppi með eins háum stöngum! og unnt er. Stengur þær, sem nú erú not- aðar í Berlín eru 430 feta háar og eru nú gerðar ráðstafanir til þess að setja Þar nýjar og Stofnfundur húsmæðrafélags- j ins, sem þau Ragnhildur í Há- teigi og Páll frá Þverá hafa verið að gangast fyrir að yrði stofnað, var haldinn í Nýja Lió um miðjan dag í fyrradag. Sótti hann töluverður hreyting- ur af íhaldskonum og eitthvað ! af kommúnistum. Ræðukonur voru flestar þær sömu og á fundinum í Gamla bíó. enn hærri stengur. Slík stöð með 10 kw. orku mundi geta aregið út cirka 50 km. á sæmi- legu sléttlendi, en nokkuru skemra í mjög hæðóttu lands- lagi og sumstaðar er gert ráð fyrir því, að sjónvarpið yrði svo að segja óframkvæmanlegt. Þessvegna mundi þurfa margar stöðvar til þess að sjónvarpið næði yfir allt England, og er búizt við því, að frá 10 stöðv- um geti um helmingur íbúanna í Englandi notið sjónvarpsins. Fyrst um sinn er gert ráð fyrir því, að notuð verði tvö sjónvarpskerfi samhliða, en á víxl, frá einni sendistöð í London. Kerfin sem nota á eru Baird og Marconi. Áætlað er að kostnaður við uppsetningu og rekstur slíkrar stöðvar til ársloka 1936 muni verða 180 þús. sterl.pd. Ragnhildur Pétursdóttir hafði framsögu og sagði hún, að fé- lagið ætti að vera ópólitískt og vinna ' að hagsmunamálum kvenna. Að fráskildum þeim örfáu orðum talaði Ragnhildur um mjólkurmálið og sama gerðu aðrar ræðukonur. Voru það hinar venjulegu íhaldsum- ræður um „samsullið“, óhæfni ný j a m j ólkursöluskipulagsin3, kryddað venjulegum ósannind- um og óhróðurssögum eins og á hinum fyrri bíófundum, en ekk- ert af þessu rógshjali þorðu íhaldsmenn að hafa yfir í út- varpsumræðunum eins og frægt er orðið. Ein fundarkona hafði orð á því, að hún kynni illa við, að verið væri að prédika mjólkur- bindindi og nota peninga, sem kynnu að sparast á mjólk, til , að kaupa brennivín fyrir. En henni skildist að þetta ætti nú að bera upp á sama daginn! Morgunblaðið og Vísir skýra frá því í gær, að aðeins tvær tillögur hafi verið bornar upp til samþykktar. Þetta er rangt. Tillagan um mjólkurlækkunina og mjólkurverkfallið var borin upp á fundinum og að því bezt er vitað samþykkt. Framh, 6 4. síðu.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.