Nýja dagblaðið - 01.02.1935, Blaðsíða 2

Nýja dagblaðið - 01.02.1935, Blaðsíða 2
2 M t J A DAttBLABID Líftryggingardeild Það er aðeins eiii ís» lenzki lífiryggingarfélag og það býður beiri kjör en nokkuð annað líf- iryggingafélag siarfandi hér á landi. Llftryggfngardeild Eimskip II hœð, herbergi nr. 21 Simi 1700 Stúdentafélag Reykjavíkur heldur dansleik að Hótel Borg laugardaginn 2. febrúar. Dansleikurinn hefst með borðhaldi kl. 8 e. h. Aðgöngumiðar verða seldir í Háskólanum í dag kl. 5—7 e. h. og laugard. kl. 10—11 f.h. Allir stúdentar eru velkomnir, en aðgangur er að öðru leyti takmarkaður. 8tj órnin Samkvæmt 12 gr. d.-lið áfengis* Jaganna nr. 33, 9. jan. 1935, er útsölu- stöðum Áfengisverzlunar ríkisins óheim- ilt að afhenda áfengi nema gegn stað- greiðslu. Fjármálaráðuneytið Tekju- og eignaskattur Samkvæmt 32. grein laga um tekjuskatt og eign arskatt, er hór með skorað á þá, sem ekki bafa þegar sent framtal til tekju- og eignarskatts, að senda það 8em fyrst og ekki seinna en 7. febrúar, til Skattstof- unnar, Hafnarstræti 10, Ella skal, samkvæmt 34. grein skattalaganna, „áætla tekjur og eign svo ríflega, að ekki só hætt við að upphæðin verði sett lægri en hún á að vera í raun réttri“. Gilda þessi ákvæði jafnt um verzlanir og fólög, sem einstaklinga. Skattstofan verður opin kl. 10—12 og 1—5 til 7 febrúar. Skattstjórinn í Reykjavík Halldór Sigfússon settur Um skáldskapargáfu Franskur rithöfundur lét þess einu sinni getið, að haxm hefði sína skáldskapargáfu frá ketti, sem hann átti, og eftir að kötturinn var dauður, kvaðst hann hafa verið alls ófær til að skrifa í langan tíma. Danska stórblaðið Politiken hefir fengið nokkra hinna yngri rithöfunda til þess nýver- ið, að skýra frá því, hverjar væru skoðanir þeirra á skáld- skapargáfu sjálfra þeirra og annara nútímahöfunda. Bláðið hefir birt allmörg og all sund- urleit svör um þessi efni, og eru hér lauslega þýdd tvö þeirra frá ungum skáldum, Leck Fischer og Niels Anesen. Leck Fischer farast þannig orð: Ég hefi enga skáldgáfu, og hafi ég einhvemtíma átt hana, hefir hún fyrir löngu síðan fal- ið mér sitt indæla andlit og farið sína leið. Ég er óbrejrttur atvinnurithöfundur, sem skrifa á ritvél. Og þó hefi ég ef til vill skáldgáfu samt sem áður. Venjulega hitti ég hana í rign- ingu og að næturþeli, þegar allar götur liggja votar af vatni og mennimir bretta upp kápukraganum og ganga álútir leiðar sinnar. Ég viða að mér efni með því að líta kringum mig. Ferð hvers sporvagns geymir efni í margar skáldsögur, og sérhvert andlit segir. mér sína sögu. Á einum stað í Gautaborg er þröng gata méð þrepum, sem ég hefi heimsótt þrisvar sinn- um, og sem ég er tilneyddur að rita um. Ég hefi gengið um götur Berlínar heila nótt, og fengið efni í bók um drenginn af götunni. Ég hefi fundið að stórborg er eins og fenjaskóg- ur, sem vekur ótta og skelf- ingu, og sem maður ratar aldrei út úr, villist maður þar á annað borð, hjálparlaus gegn seiðmagni hans, fegurð hans og ógn. Og ég hefi haldið í hendi dá- ins manns og gæti ritað bók um1 það handtak eitt. Bæir, menn og mannlegir hlutir láta mig ekki í ró. Hlut- irnir mæla um' oss sínu máli. Vér gefum þeim eitthvað af vorri eigin sál og látum þá bera oss vitnisburð. Fjöll, skóga og akra skil ég ekki, og ég hefi aldrei mætt Pan (skógarguðinum). Nei! Fáið mér gamlan skó og látið mér eftir loftherbergi i mannhafi mikillar borgar. Og ég skal segja yður frá mönn- unumj og lífi þeirra. Annar ungur rithöfundur, Niels Anesen, skrifar þetta um sjálfan sig og skáldgáfu sína: Lítil þrístin telpa, Thyra hét hún, blés mér í brjóst mínu fyrsta ljóði. Við vorum 8—10 ára og gengum saman í skóla. Kennarinn komst yfir kvæðið og lamdi mig miskunnarlaust fyrir mitt syndumspillta Ijóð, sem var um roða morgun- bjarmans í hárlokkum vin- stúlku minnar og bláma him- insins í hennar blikandi augum. Sex árum seinna gerði ég aðra tilraun í tilefni af brúð- kaupi húsbónda míns. En skáldalaun mín urðu þau, að ég var rekinn úr vistinni. Og svo leið langur tími. Svo hóf ég að skrifa á nýjan leik, knúinn af fögrum og góð- um tilfinningum, sem fallegar konur, dýr og hraustir menn höfðu vakið hjá mér. Mamma hjálpaði mér, móðir náttúra hjálpaði mér einnig og lítil ástúðug Kaupm.hafnarkona. Ég var á góðri leið með að verða góður maður og fann, að rrennimir þörfnuðust meir ástúðar en hirtinga. En heimkynni mitt, þar sem ég svalt, kallaði mig fábjána, líka að mér áheyrandi. Og þeg- ar ég tók í mig kjark og fór á stúfana við útgefendur, skýrði ritstjórinn það mjög nákvæm- lega út fyrir mér, hve lítið væri til af pappír í heiminum, og kvaddi mig hjartanlega með þeirri ósk, að mig þyrfti hann sem1 sjaldnast að sjá. Smátt og smátt breyttist ég í vondan maxm. I sjö ár var ég á þönum milli ritstjóra, án þess að koma einni línu á prent. Hefnihvötin óx ár fré ári. En að lokum tókst það. Og nú sé ég, að það voiu mistök að -ég varð rithöfund- ur. Því með hefnihvötina sem vakningarafl, hefði ég átt að verða hnefaleikamaður. Og þeg- ar ég nú skila handriti til rit- stjóra eða útgefanda, hefi ég það á tilfinningunni að hafa gefið þeim utanundir. Úrval al' allskonar vðrum tll Tækifærisgjafa HARALDUR HAGAN Sími 3890. Austurstræti 3. ■ Nýiu Rósarsápa, Möndlusápa. Baðsápa, Pálma- sápa, jafnast fyllilcga á við beztu erlend ar sápur. Biðjið um Sjafnar handsápur. i rjónavélar Husqvarna- prjónavélar eru viðurkenndar fyrir gæði Þó er verðiö ótrúleya l&gt Samband ísl. samvinnufélaga HSunið eftir útsölunni hjú Marteini Einarssyni & Co. Allir til Marteins!

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.