Nýja dagblaðið - 01.02.1935, Qupperneq 3
R ♦ J A
DAQÐL ABIB
3
Valtýstetur og „lítla lygasagan“
Valtýr Stefánsson hefir haft
það að lífsstarfi um nokkur
undanfarin ár, að búa til og'
dreifa út lygasögum um Fram-
sólfnarmenn. Þessar sögur hafa
oft verið langar og íburðar-
miklar, eins og t. d. kollusagan
umi Hermann Jónasson, eða
Kleppsmálið um mig. Nú hefir
Mbl. haft hina mestu skömm af
árás sinni á Hermann Jónas-
son og verður að játa algerðan
ósigur sinn, en þá fer Valtýs-
tetur af stað með ofboð litla
lygasögu um forráðamenn
Sambandsins og mig. Það er
ekki hægt að segja, að vel ári
fyrir Mbl. í þetta sinn, fremur
en áður. Litla lygasagan hefir
nú verið ómerkt með dómi og
Mbl. orðið að gefa með henni
nærri 400 kr.
„Litla lygasagan“ er á þá leið,
að skömmu fyrir jól 1930 hafi
ég sem dómsmálaráðherra í
nánuj samráði við Jón Ámason
framkvæmdastjóra í Samband-
inu, beitt mér til hins ítrasta
fyrir því, að tveir af leiðtogum
verkamanna, Héðinn Valdi-
marsson og ólafur Friðriksson,
yrðu hnepptir í fangelsi fyrir
forgöngu í verkfallinu við
gamastöð Sambandsins. Um
þetta hafi verið haldnir margir
fundir af þáverandi ríkís-
stjóm og frkvstjórum Sam-
bandsins, og að niðurstaðau
hafi orðið sú, að við J. Á.
höfum verið ofurliði bornir af
Sigurði Kristinssyni og Tr.
Þórhallssyni. Þeir hafi lagt svo
mikla áherslu á að hindra það,
að ofangreindir verkamanna-
forkólfar yrðu fangelsaðir fyr-
ir forustu þeirra í verkfallinu,
að Sigurður hafi ætlað að segja
af sér forstjórastarfi í Sam-
bandinu og Tryggvi forsætis-
ráðherraembættinu, ef ekld
væri látið undan.
Þannig er „litla lygasagan“
eins og Mbl. segir hana. En þó
að sagan sé svona lítil, þá er
ekki eitt orð satt í henni. Hún
er eingöngu skáldskapur Val-
týs eða einhverra hans líka.
Valtýstetur játaði þetta líka,
er hann sagði frá ósigri sín-
um í málinu. Hann játar að
liafa birt „litlú lygasöguna“ í
sumar eftir kosningar til að
spilla fyrir samkomulagi Frám-
sóknarmanna og Alþýðuflokks-
manna. Og hann játaði að
hann hefði prentað illyrði um
Sigurð Kristinsson í því skyni
einu, að koma tll leiðar meið-
yrðamáli, sem1 hann þó vissi
fyrirfram, að Mbl. myndi al-
gerlega tapa. V. St. er þess-
vegna búinn að játa, að hann
hafi haft flokkseigingjamar
hvatir til að birta „litlu lyga-
söguna", þ. e. til að reyna, að
koma upp deilum milli umbóta-
flokkanna, til framdráttar í-
haldinu.
Ég mun síðar rekja þetta
mál ítarlegar, og þá fyrst lík-
indin til þess, að við J. Á.,
sem höfðum staðið á móti í-
haldinu í „drengsmálinu", átt
aðalþátt í að íhaldið gæti þá
ekki kvalið lífið úr einum
þekktasta foringja verkamanna
með ranglátri fangelsun, bar-
áttu allra Framsóknamianna
og þar á meðai okkar J. Á.,
móti herfrumvarpinu 1925,
einmitt frv., sem átti að vera
undirstaða þess að verka-
mannaforingjar landsins yrðu
fangelsaðir í kaupdeilum, bréf
mitt til Hermanns Jónassonar
1929 um að það ætti ekki að
nota lögregluna í kaupdeilum,
nema sem rauða-kross, þ. e.
hvorki til hemaðai- á leiðtoga
verkamanna eða atvinnurek-
enda, allt þetta eru sterk sönn-
unargögn til að sýna, að engir
voru ólíklegri til að vilja beita
hervaldi við verkamenn í kaup-
deilum, heldur en m'enn eins
og við J. Á., sem höfum átt
mjög verulegan þátt í að hér á
landi er enn lýðræði, en ekki
þag stjórnarfar, sem Knútur
Amgrímsson og Clafur Thors
boðuðu sem framtíðarstefnu! í-
haldsins á landsfundinum í
fyrravetur.
Þegar Mbl. kom með „litlu
lygasöguna“ í sumar, birti Sig.
Kristinsson strax eindregin
mótmæli, og lýsti með hvöss-
um og sterkum orðum, að Mbl.
segði allt ósatt urn afstöðu
hans. Hann sem átti að hafa
átt aðalþátt í fundunum um
fangelsun verkamannaleiðtog-
anna, og lagt stöðu sína að
veði til að hindra ’þá fram-
kvæmd, gaf þá drengskaparyf-
irlýsingu um að hann hefði
ekki einu sinni heyrt minnzt á
þessar hemaðarráðstafanir. Sig.
Kristinsson, sem átti að vera
einn aðalþátttakandi í málinu,
lýsti alla sögu Mbl. eintóm
ósannindi að því er hann snerti
eða vissi til. En ef þáttur Sig-
urðar Kristinssonar var tekinn
út úr skáldverki Valtýs, þá var
ekkert eftir. Hernaðarplön rík-
isstjómarinnar áttu auðvitað
að vefa til stuðnings Samband-
inu, að dómi Mbl.-manna. Ef
forstj óri Sambandsins -vissi
ekkert um þau, gátu þau ekki
verið til.
Út af þessari yfirlýsingu
ræðst Valtýr Stefánsson á Sig-
urð forstjóra, bregður honum
um að hafa gefið „falsvottorð"
og stimplar hann sem1 mann,
sem ekki megi trúa til dreng-
skapar í opinberú lífi. Fyrir
þessa árás fór Sigurður Krist-
insson í mál, vann það, fékk
Valtý Stefánsson dæmdan í
stórsektir og öll gífuryrði hans
ómerkt. Málið valt á því, hvort
„litla lygasagan“ var sönn eða
rógmælgi og uppspuni Valtýs
Stefánssonar og hans líka.
Meiðyrðamálið var allmarga
mánuði á döfinni. Mbl. gerði
auðvitað allt, sem það gat til að
reyna að rökstyðja orð sín, að
forstjóri Sambandsins hefði
gefið „falsvottorð“ og væri þar
af leiðandi ekki maklegur þess
mikla trausts, sem allir heiðar-
legir menn bera til hans. En
þegar til kom hafði Mbl. ekk-
ert fram að færa í málinu,
nema það, að Ólafur Thors I
segði, að Tr. Þ. hefði sagt sér
þetta litla æfintýri. Annað vissi
Ólafur ekki, og Valtýr ekki.
Frumheimild þeirra var Tr. Þ.
Eftir honum átti „litla lygasag-
an“ að vera komin á gang.
Morgunblaðið stefndi Tr. Þ.,
en hann neitaði algerlega að
bera vitni. Fjórum sinnum var
hann sektaður, heldur en að
láta undan og koma.
Málið fór nú að verða ljóst.
Tr. Þ. hefir verið forsætisráð-
herra í 5 ár. Hann er starfs-
maður í mikilli trúnaðarstöðu
fyrir þjóðfélagið. Ef „litla lyga.
sagan“ var sönn, eins og Mbl.
vill vera láta, þá var leið hans
afar einföld. Hann hafði þá ver-
ið einn aðalþátttakandi í um-
ræddu rnáli 1930, og eftir því
sem Mbl. segir, við hlið Sigurð-
ar Kristinssonar stöðvað fang-
elsan verldýðsleiðtoganna með
því að hóta að leysa ráðuheytið
upp. Mbl. segir, að hann hafi
sagt ólafi Thors um þessa at-
burði, og sína þátttöku í þeim
og máske fleirum. Ef þetta var
satt, og ef Tr. Þ. var búinn að
segja Ólafi Thors þennan þátt
úr æfisögu sinni, þá var ekki
minnsta ástæða fyrir Tr. Þ.
annað en ganga beina braut
skyldunnar, segja það fyrir
dómstólunum, sem hann hafði
sagt Ól. Th. einslega, og stað-
festa framburg sinn með eiði„
ef þess var óskað. Maður, sem
hafði þvílíka fortíð eins og Tr.
Þ. hefði vafalaust gengið þessa
beinu braut, ef sú saga, sem
ól. Th. bar á hann, og bar hann
fyrir, hefði verið sönn.
„Litla lygasagan", árásin á
Sigurð Kristinsson fyrir fals-
vottorð, og á okkur Jón Árna-
son fyrir rangan framburð,
hvílir á þessari einu stoð: Að
Ól. Th. segi satt frá því, sem
hann segir að Tr. Þ. hafi sagt
við sig. 1 öðru lagi, að Tr. Þ.
hafi sagt við Ólaf, það sem öl.
Th. hefir eftir honum, og í
þriðja lagi, að ef Tr. Þ. hefir
sagt eitthvað við Ól. Th., að
það hafi þá verið sannleikur.
Málstaður Mbl. hrundi undir
eins fyrir dómnum á því atriði,
að fyrst bentu allar almennar
ástæður á, að framburður V.
St. væri hrein lýgi, og að
hann eins og síðar hefir komið
fram í Mbl. sjálfú, hafi vitað
að svo var. En í öðru lagi
reyndist hið eiginlega sönnun-
gagn að vera versta kjafta-
kindaþvaður. ólafur Thors
þóttist hafa frétt eitthvað, ein-
hver hafði sagt honum, en sá,
sem átti að hafa sagt Ólafi,
\ildi hvergi koma nærri, og
ómerkti Ólaf til fulls með því
að líta ekki við, að vilja standa
undir kviksögum, sem Ólafur
og Valtýr vildu eigna honum.
Þegar svo að dómurinn kom'
yfir Mbl., þá hefndi V. St. sín
á Tr. Þ. fyrir að hafa ekki vilj-
að feðra „litlu lygasöguna"
vegna íhaldsins með því að
taka upp aftur „Trampe“-
myndina frá 1931, myndina
sem Valtýr lét falsa af Tr. Þ.
til að reyna að sýna, að hann
hefði íhaldssvip.
Ef V. St. hefði trúað á, að
„litla lygasagan“ væri sannleik-
ur, og að ráðherramir 1930 og
leiðtogar Sambandsins hefðu
verið á mörgum fundum út af
umræddum hemaðai’plönum, þá
gat Mbl. leitað til margra, sem
hlutu að geta gefið upplýsing-
ar. Sigurður Kristinsson var í
yfirlýsinguimi í Mbl. búinn
að stimpla sögu Mbl. sem hrein
ésannindi. Við Jón Árnason
höfðum gert hið sama fyrir
rétti Þar með voru þrír af
þeim, sem mest áttu að vita
um málið, búnir á hinn áhrifa-
mesta hátt að hrekja hinn upp-
logna framburð andstæðing-
anna. En Mbl. gat stefnt fleir-
um, fyrst og fremst Einari á
Eyrarlandi, einum af ráðherr-
unum frá 1930 og líka í stjórn
Sambandsins. Sannarlega hlaut
hann að vita um hemaðarplön
ráðuneytisins og Sambandsins,
ef þau voru einhver. Mbl. gat
stefnt Aðalsteini Kristinssyni
frkvstj. í Sambandinu. Víst
hlaut hann að vita um, ef Sig-
urður bróðir hans hefði ætlað
að fara úr Sambandinu vegna
hemaðarplananna. Mbl. gat
stefnt Hermanni Jónassyni lög-
reglustjóranum í Reykjavík.
Hann hlaut allra manna mest
að vita um allar hernaðarráða-
gerðir stjórnarinnar, því að í
hans hlut hlaut að falla að stýra
hemum. Þeir, sem vita hvílík-
an unditbúning Jón Magnússon
hafði út af liðssamdrætti í
„drengsmálinu", skilja, að hern-
aður eins og sá, sem hér um
ræðir, krafði undirbúnings, sem
yfirforinginn hlaut að leggja
mikla vinnu í.
Mbl. gerði ekkert af þessu.
V. St. vissi að „litla lygasag-
an“ gat ekki fengið stuðning
nema frá Ijúgvottum. Mbl. lét
undir höfuð leggjast að stefna
sem vitnum E. Á., A. Kr. og
H. J., af því að ristj., höfund-
um lygasögunnar, þótti nóg að
við S. Kr. og J. Á. lýstum
framburð þeirra rakalaus
ósannindi, þó að ekki kæmu
hinir þrír, sem nú eru nefnd-
ir og tækju í sama streng.
Ritstjórum Mbl. er sjálfsagt
orðið alveg ljóst hvert stefnir
nú fyrir þeim. Eftir því sem
meira reynir á, verða fleiri af
þeim, sem málið snertir til að
hrinda lygum þeirra og öll
þjóðin veit, að „litila lygasag-
an“ fer í söm'u gröf og vitnis-
burður „útlagans" frá Kleppi
um mig, eða vitnisburður
„ódáðamannanna" um Hermann
Jónasson í „kollumálinu".
Tr. Þ. hefir sýnt með fram-
komu sinni, að hann vill ekki
feðra krógann, sem íhaldið
kennir honum. Framkoma hans
er augljós sönnun fyrir því, að
íhaldið lýgur upp á hann.
„Litla lygasagan" verður þess-
vegna um ókomin ár að hvíla
á þeirri trú, sem menn hafa á
þeim. kviksögum, sem Ólafur
NtJA DAGBLAÐIÐ
Útgefandi: „Blaöaútgáfan h.f.“
Ritstjórar:
Gísli Guömundsaon.
Hallgrímur Jónaaaon.
Rifatjómarekrifstofumar
Laugnv. 10. Símar 4373 og 2353
afgr. og auglýsingaskrifstofa:
Austurstræti 12. Sími 2323.
Áskriftargjald kr. 2,00 á mán.
í lausasölu 10 aura eint.
Prentsmiöjan Acta.
Thors og V. St. fleipra með, og
bera fyrir menn, sem heldur
vilja láta sekta sig með háumj
fégjöldum, heldur en koma
nærri glæpaáformum íhalds-
leiðtoganna.
Út af framburði okkar ólafs
Thors vil ég hans vegna benda
á, að hann er ekki nema að
litlu leyti um sama atriði. Ég
hefi lýst ósanna alla „litlu lyga-
sögu“ Mbl. að því er mig snert-
ir og unnið eið að þeim fram-
burði. Ólafur Thors hefir unnið
eið að því, að honum hafi ver-
ið sögð „lygasagan". Nú er það
út af fyrir sig fremur líklegt,
að ýmsir verði til að ljúga að
Ólafi, m. a. til að halda því
jafnvægi á viðskiptunum, sem
nú þykir svo eftirsóknarvert í
milliríkjaviðskiptum. V. St. og
J. Kj. væru t. d. manna líkleg-
astir til að stunda þá iðju. Auk
þess eru fleiri atriði, sem nú
þegar er farið að ræða í blöð-
unum, sem geta gert mögulegt,
að ól. Th. hafi sjálfur verið í
góðri trú fyrir réttinum, þó að
saga sú, er hann taldi sig hafa
frétt úti í bæ, væri ómenguð
lýgi. En þær hliðar heyra undir
umræður um arfgengt minnis-
leysi, afleiðingar af að lifa oft
of hátt o. s. frv. Þær hliðar
málsins biða seinni tima. En
„litla lygasagan“ er að byrja
að þoka sér inn í þá sögulegu
frægðarhöll íhaldsins, þar sem
Egill skögultönn, Helgi á Kleppi
og Oddgeir Bárðarson halda
vörð um minningu tveggjú
sögulegra dýrgripa, Klepps-
vottorðsins og „kollunnar“,
beggja frá hátíðaárinu 1930.
„Fjólupabbinn“ og „moðhaus-
inn" verða sennilega að fylgja
þangað hinu andvana fædda
fóstri, „Litlu lygasögunni“.
J. J.
Goðafoss
fer á sunnudagskvöld 3.
febrúar um Vestmannaeyj-
ar til Hull og Hamborgar
Borðið fsl, mat
k,w#w..íj w isl. fötpm
Notið lel. húabúnað
perðist með isl. skipom