Nýja dagblaðið - 22.02.1935, Page 1

Nýja dagblaðið - 22.02.1935, Page 1
3. ár. Reykjavík, föstudaginn 22. febrúar 1935. 43. blað Hneykslaníegt alvöruleysi Italir takmarka innflutning ~ “ " Landsfundur sinn og Morgunbl. hlakkar bænda yfir ótiðíndunum Fjölsóttur bæj arstjórnarfundur Ihaldið gngnnr í vinnumiðlunarmálinu. Borgarstjóri gefst upp yið að ræða mjólkur- málið, því fundarmenn „hafa engan áhuga fyrir því“ Ríkisstjóminni bárust í fyrakvöld frá utanríkisráðu- neytinu danska alvarleg og í- skyggileg tíðindi. Þau eru á þá leið, að Italir, sem hafa keypt mikið af salt- fisksframleiðslu okkar, hafi á- kveðig stórfelldar innflutnings- takmarkanir. Með tilskipun, sem ítalska stjórnin gaf út 18. þ. m., er innflutningur á öllum helztu vörutegundum hér eftir háður opinberu eftirliti. Fyrir hverja vörutegund verður ákveðið sér- stakt innflutningshámark, sem er miðað við vissan hundraðs- hluta af innflutningi ársins 1934. Má flytja inn þennan hundraðshluta án þess, að út- flutningur komi á móti. Um_ fram þetta innflutningshámark má því aðeins flytja inn, að jafnmikill útflutningur komi á móti. En tilgangur innflutn- ingshaftanna er m. a. sá, að reyna að ná hagkvæmari við- skiptasamningum við aðrar þjóðir. Nánari ákvæði um fram- kvæmd innflutningshaftanna verða birt innan skamms og hafa verið gefnar út bráða- birgðareglur fyrir tímabilið 19. febr. til 31. marz. Vitneskja mun þegar fengin um það að á tímabilinu frá 19. febr. til 31. marz muni salt- fisksinnflutningur ekki vera leyfður meiri en 20% af inn- flutningi þeim, sem var á samá tíma í fyrra. Hvað þá tekur við, er enn ekki ákveðið. Virð- ist mikil hætta á því, að inn- flutningur frá Islandi sæti verulegum takmörkunum, en hann mun hafa numið á síðasta ári 6—7 milj. kr. En útflutn- ingur Itala hingað aðeins 1% milj. kr. Morgunblaðið hefir í gær fengið lausafréttir um þennan lcvíðvænlega atburð, og endar það frásögn sína um hann á þessa leið: „Mætti ef til vill ætla, að rauðálfar þeir, er hér sitja við völd nú, kynnu við þessi tíðindi að fá önnur umhugsunarefni, en að hækka í sífellu álögur og skatta, til þess að fylla eyðslu- hítir sínar." Það má fullyrða, að í þessum orðum komi fram hámark þeirrai- spillingar og illvilja, sem einkennt hefir ofstækis- fyllsta íhaldið í landinui. Það er ekki uggur yfir afleiðingunum, sem verður efst í huga Morg- unblaðsritstjóranna við þessi tíðindi. Það er ekki nein ósk eða hvatning til þjóðarinnar um að standa sameinuð til að af- stýra örðugleikunum, sem af þessu kunna að hljótast. Það er hinn villimannlegi og siðlausi hugsunarháttur alvöruleysingj- ans, sem fagnar yfir því, að nú fái pólitískir andstæðingar erf- itt viðfangsefni, auk þeirra, sem fyrir eru, og nota megi vaxandi örðugleika þjóðarinn- ar til að ala á ríg og tortryggni gegn núverandi valdhöfum. Ótrúlegt mætti það vera, ef þessi tilhlökkun Morgunblaðs- ins gæti ekki orðið því nokkuð dýr hjá öllum þeim, sem skilja erfiðleikana og hættuna, er af þessum tíðindum hlýtur að leiða. Rússar fylgja Frökkum og Bret- um að málum London kl. 17, 21/2. FÚ. Sovétstjómin hefir í dag sent orðsendingu til brezku og frönsku stjómanna, út af Lundúnatillögunum, og tjáð sig fylgjandi þeim. í orðsending- unni er sagt, að Sovétstjómin leggi ríka áherslu á samninga milli einstakra þjóða, til trygg- ingar friðnum á ýmsum svið- um, og að hún telji nauðsyn. bera til að Austur-Evrópusátt- málinn nái fram' að ganga. Frönsk blöð gera sér tíðrætt um þessa orðsendingu í dag, og láta svo um mælt, að hún beri vott um það, að Rússland, Frakkland, Italía og Bretland hafi nú tekið höndum saman um að starfa eindregið að tryggingu friðarins. Ef að úr því skyldi verða, að Sir John Simon, eða einhver annar erindreki brezku stjórn- arinnar, færi til Berlínar, er talið líklegt að hann færi þá einnig til Moskva, og er vitað, að Sovétstjórnin myndi vera mjög ánægð með þá ráðagerð. I stjórn hins nýstofnaða Landssambands islenzkra bænda voru á landsfundinum í gær kosnir þessir fimm menn: Ólafur Bjarnason bóndi í Brautarholti, formaður. Jón Hannesson bóndi í Deild- artungu. Hafsteinn Pétursson bóndi Gu'nnsteinsstöðum. Gestur Andrésson, bóndi Hálsi. Sigurgrímur Jónsson, bóndi Holti. Og til vara: Guðmundur Jónsson bóndi, Iivítárbakka. Bjöm Konráðsson ráðsmáð- ur, Vífilsstöðum. í fulltrúaráð Landssambands- ins vora á sama fundi kosnir þessir menn: Kolbeinn, Högnason bóndi, Kollafirði. Guðmundur Jónsson bóndi, Hvítárbakka. Sverrir Gíslason bóndi, Hvammi. Hallur Kristjánsson bóndi, Gríshóli. Þorsteinn Þorsteinsson sýslu- maður, Búðardal. Guðmundur Jónsson kaupfé- lagsstjóri, Sveinseyri. Jóhannes Davíðsson bóndi, Hjarðardal. Páll Pálsson bóndi, Þúfumi Gunnar Þórðarson bóndi, Grænumýrartungu. Eggert Levy bóndi, Ósum. Runólfur Bjömsson bóndi, Korasá. Sigurður Þórðarson bóndi, Nautabúi. Garðar Sigurjónsson bóndi, Öngulsstöðum1. Amór Sigurjónsson bóndi, Hjalla. Pétur Siggeirsson bóndi, Oddsstöðum. Björn Hallsson bóndi, Rangá. Benedikt Blöndal bóndi, Hallormsstað. Sigurður Jónsson bóndi, Stafafelli. Eyjólfur Guðmundsson bóndi, Hvoli. Guðjón Jónsson bóndi, Ási. Gísli Jónsson bóndi, Stóru- Reykjum. Auk þessara 22 aðalmanna í fulltrúaráði, vorú kjömir jafn- margir varamenn. Bændafundinum var slitið í gærkvöldi kl. 7V2. Ýmsra merkilegra ályktana frá fund- inum verður síðar getið. Bæjarstjóraarfundur var haldinn í Kaupþingssalnum í gær og hófst hann kl. rúmlega 5, eins og venjulega. Aðalmálin á dagskrá voru: Bréf frá atvinnumálaráðherra um stofnun vinnumiðlunar- skrifstofu og kosningar í stjórn hennar og atvinnuleysismáhð. Vinnumiðlunin. Borgarstjóri skýrði frá bréfi ráðherra, sem var svar við þeirri samþykkt meirahluta bæjarstjómarinnar „ag bærinn. hefði nýtízku ráðningarskrif- stofu“, teldi því nýja skrif- stofu óþarfa, en væri hinsvegar fús til samninga um málið. Var bent á það í bréfi ráð- herrans, að þetta fengi á eng- an hátt staðizt og bæjarstjórn- inni bæri lagaleg skylda til þess að kjósa menn í stjóm vinnu- miðlunarskrifstofunnar. Taldi borgarstjóri, að ekki myndi þýða að þrózkast meira í máli þessu og lagði til að mennimir yrðu kosnir. Var það samþykkt. Kosnir vom Jón Back sjómaður og Ragnar Lárusson fátækrafull- trúi. Auk þeirra koma til með að vera í stjóm vinnumiðlunarinn- ar einn maður frá atvinnurek- endum, einn maður kosinn af verkamannafélaginu og fimmti maður er stjómskipaður. Mikil fundarsókn. Þegar hér var komið, var fundarsalurinn orðinn þétt- skipaður, ekki aðeins áheyr- endasvæðið, heldur einnig sá hlutinn, sem ætlaður er bæjar- fulltrúum eingöngu. Komst ekki fleira fólk í salinn og náði þröngin um allan ganginn og niður í stiga. Höfðu Sjómannafélagið og Dagsbrún boðað til atvinnuleys- ingjafundar í Iðnó og komu menn þaðan á bæjarstjómar- fundinn. Umræður um atvinnu- leysismálið. Að lokinni kosningunni í stjórn vinnumiðlunarinnar, var atvinnuleysismálið tekið tilum- ræðu. Voru fyrst lesnar af fundarstjóra tillögur frá at- vinnuleysingjafundinum í Iðnó og voru þær um það, að’fjölga nú þegar upp í 400 manns í atvinnubótavinnunni og að bæj- arstjómin uppfyllti það skil- yrði, að leggja 2/3 hluta gegn ríkissjóðsframlaginu og tryggði sér þannig sem mest fé til at- vinnubóta. Urðu um tillögur þessar mikl- ar umræður og tóku margir til máls. Bjarni Benediktsson bar fram tiilögu um það, að tala manna í atvinnubótavinnunni yrði sú sama og áður hefði verið ákveðin. Var tillaga hans samþykkt og fjölgun í at- vinnubótavinnuna þar með sjálffallin. Borgarstjóri vill ekki at- vinnubætur heldur öl- musu. Ræður borgarstjóra. voru langar og loðnar að vanda. Hann sagðist hafa heyrt flð ríkisstjórnin hefði enn talsvert óráðstafað af atvinnubótafé þessa árs. Hefði hann komið fram með þá tillögu, að þetta fé færi ekki til venjulegra at- vinnubóta, en þó til atvinnu- leysingja. Væri á þann hátt hægt að komast hjá skilyrðinu um' 2/3 hluta framlag bæjar- sjóðs. Ætti að verja þessu fé þannig, að greiða þeim mönn- um, sem ekki væru í atvinnu- bótavinnu, en væru þó atvinnu- lausir, 25 kr. fyrir hverja viku, sem þeir ekki ynnu. Þetta væri miklu hagfelldari leið, sagði borgarstjóri, en að vera að hrekja mennina til vinnu á morgnana út í vond veður. (Varð þá hlátur um allan salinn). Ihaldinu og kommúnist- um varnað að ræða mjólkurmálið. Næsta mál á dagskránni var mjólkurmálið, flutt af fulltrúa kommúnistanna. Bar hann fram hina þekktu lækkunartil- lögu kommúnistanna. Þegar Björn hafði lokið máli sínu ætlaði borgarstjóri að tala. Komst hann ekki lengra en það, að segja að ríkisstjórn- in væri að leggja einn atvinnu- veg Reykvíkinga í rústir og Framh. á 4. síðu.

x

Nýja dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.