Nýja dagblaðið - 22.02.1935, Blaðsíða 4

Nýja dagblaðið - 22.02.1935, Blaðsíða 4
< N Ý J A DAGBLABIÐ IDAG Sólaruppkoma kl. 8,05. Sólarlag kl. 5,20. FJóð árdegis kl. 7,30. Flóð siðdegis kl. 19,45. Veðurspá: Allhvðss norðanátt. Úr- komulaust. Veðurspá: Stinningskaldi á norð- austan og austan. Víðast, úr- komulaust. Söfn, skrifstofur o. fl. Landsbókasafnið ...... 1-7 og 8-10 Alþýðubókasafnið ... 10-12 og 1-10 þjóðskjalasafnið ............. 1-4 Landsbankinn ................ 10-3 Búnaðarbankinn .... 10-12 og 1-3 Útvegsbankinn ...... 10-12 og 1-4 Útbú Landsb., Klapparst...... 2-7 Pósthúsið: Bréfapóststofan .. 10-6 Bögglapóststofan ......... 10-5 Slcrifstofa útvarpsins.. 10-12 og 1-6 Landssiminn .................. 8-9 Búnaðarfélagið ..... 10-12 og 1-4 Fiskifélagið (skrifst.t.) 10-12 og 1-5 Skipaútgerð ríkisins .. 9-12 og 1-6 Eimskip ...................... 9-6 Stjómarráðsskrifst. .. 10-12 og 1-4 Samb. ísl. samv.fél. .. 9-12 og 1-6 Sölus.b. ísl. fiskfrl. .. 10-12 og 1-6 Skrifstofur bæjarins .. 9-12 og 1-4 Skrifst. lögmanns .... 10-12 og 1-4 Skrifst. tollstjóra .... 10-12 og 1-4 Hafnarskrifstofan .... 9-12 og 1-6 Skipa- og skrán.st. rík. 10-12 og 1-5 Tryggingarst. rikisins 10-12 og 1-5 Hæstiréttur kl. 10. Heimsóknartími sjúkrahúsa: Landspítalinn ................ 3-4 Landakotsspítalinn ........... 3-5 Vífilstaðahælið . 12y2-iy2 og 3y2-W2 Laugamesspítali . 12%-2 Kleppur ...................... 1-5 Elliheimilið ................. 1-4 Fæðingarh., Eiríksg. 37 — 1-3 og 8-9 Sjúkrahús Hvítabandsins ......2-4 Næturvörður í Ingólfsapóteki og Laugavegsapóteki. Næturlæknir: Jón Norland. Lauf- ásvegi 17. Sími 4348. Skemmtanir og samkomur: Gamla Bíó: Enginn dagur án þín. Nýja Bíó: Lögregluhetjan. Dagskrá útvarpsins: Kl. 10,00 Veðurfregnir. 12,10 Há- degisútvarp. 12,50 þýzkukcnnsla. 15,00 Veðurfregnir. 18,45 Erindi Búnaðarfélagsins: Um kornrækt (Klemens Kristjánsson komyrkju- maður). 19,10 Veðurfregnir. 19,20 þingfréttir. 19,50 Auglýsingar. 20,00 Klukkusláttur. Fréttir. 20,30 Kvöld- vaka: a) Jón Sigurðsson skrifstofu- stjóri: Upplestur; b)Steingr. Matt- híasson læknir: Endurminningar um Gröndal, Steingrím og Matt- hías (frá Akureyri); c) Jochum Eggertsson: Gömul ferðasaga. — Ennfremur íslenzk lög. „Konan" Jakob Möllerl „Ég segi fyrir mig, að ég kæri mig ekki um að skipta við þá menn, sem hafa hér á vegum sínum dóna- stráka, sem em að spreyta sig á því að uppnefna okkur konurnar". Úr grein, sem Jakob Möller skrif- ar undir dulnefni í Vísir í gær. Farsóttartilfelli á öllu landinu í janúarmánuði voru 2277 talsins, þar af 1160 í Reykjavík, 409 á Suð- urlandi, 139 á Vesturlandi, 356 á Norðurlandi og 213 á Austurlandi. Kvefsóttartilfelli voru flest, 947 og þar næst kverkabólgutilfelli, 918. ísfisksalan. Selt hafa í Grímsby: Geir 1322 vættir fyrir 755 sterlings- pund og Haukanes 1451 vætt fyr- ir 777 sterlingspund. ©Gamla Bíó| Engin dagur án þín Gullfalleg þýzk söngmynd. Hinn nýi Caruso Herbert Emst Grob, leikur og syngur aðalhlut- verkið. Anná.11 Skipafréttir. Gullfoss kom til Leith í gær. Goðafoss er á leið til Vestmannaeyja frá Hull. Brúar- foss var á Vopnafirði í gær. Dettifoss er á leið til Hull frá Vestmannaeyjum. Lagarfoss er í Kaupm.höfn. Selfoss fór frá Vest- mannaeyjum í gær á leið til Ab- crdeen. Gestur Andrésson bóndi, Hálsi, biður þess getið að hann hafi á- kveðið að afsala sér sæti sínu i stjórn Landssambands bænda til varamanns, Bjönis Konráðssonar ráðsmanns á Vífilsstöðum. Skátarnir hér i Reykjavík halda ársskemmtun sína í Iðnó í kvöld. Er líklegt að þar verði fjölmenni mikið, því skátar eru vinsælir. Frá Akranesi. Iðnaðannannafé- lag er nýstofnað á Akranesi með um 50 félagsmönnum. Taka þátt í félaginu menn frá öllum iðngrein- um kauptúnsins: trésmiðir, járn- smiðir, steinsmiðir, skósmiðir,mál- arar, rafvirkjar o. s. frv. Stjómina skipa: Jóhann Guðnason trésmið- ur (formaður), Daníel Vigfússon trésmiður og Jón Guðmundsson skósmiður. Leikfélagið á Akra- nesi er nú að æfa leikritið Lén- harð fógeta, sem það býst við að sýna bráðlega. Samkomuhús Ak- umesinga hefir nú verið stækkað og endurbætt stórlega, svo nú eru góð skilyrði á Akranesi til funda- halda og leiksýninga. — Gæftir hafa verið mjög stirðar það sem af er vertíðinni, en fiskaðist sæmi- lega vel síðast þegar róið var. Á bændafundinum kom taisvort áberandi hrEpðsla í ljós hjá ýms- um sem valdir höfðu verið á fund- inn af búnaðarfélögum bænda og samvinnufélögum bænda yfir því að hættulegt væri að þessir aðilar kysu fulltrúa á landsfundi bænda framvegis. þetta sýnist benda á, að Jón í Dal, Gísii Sveinsson og aðrir, sem valdir voru af slíkum félögum í þetta sinn, álíti, að val- ið hafi ekki verið til eftirbreytni. peir, sem verða fyrir vanskiluni á blaðinu, eru beðnir að láta af- greiðsluna tafarlaust vita um það. pingið í Danzig kom saman í gær. Búist er við, að fyrsta starf þess verði að ákveða þingrof, með því að National Socialistar vilja losna við andstæðinga sína á þingi, til þess að geta numið stjórnarskrána úr gildi, en það geta þeir ekki nema með tveim þriðju hlutum allra greiddra at- kvæða, en það atkvæðamagn hafa þeir ekki á þingi. Ef þing verður rofið nú, munu nýjar kosningar fara fram 7. apríl. — FÚ. Vikuna 20.—26. jan. síðast. voi’u þrjú mannslát hér í bænum. Es]a var á Flatey í gær. Er væntanleg hingað á laugardaginn. EP þið viljið að auglýs- ingar ykkar beri árangur, þá auglýsið helzt í Nýja dag- blaðinu. 1 því er bezt tekið eftir aug- lýsingum. Skíðahlaup Fimmtíu km. skíðahlaup eft- ir ókunnu landslagi, sem farið er á 3V2 kl.st. Er hægt að benda á noklcurt íþróttaafrek, sem jafnist á við slíkt hlaup og sem eingöngu er komið und- ir skiðamanninum sjálfum? Fyrir þá, sem ekki hafa al- izt upp við skíðagöngur frá blautu barnsbeini, er þvílík skíðaför eitt það furðulegasta, semi fyrir augu ber. Niður brattar brekkur og dali, yfir hæðir og hálsa, gegnum skóg- lendi og eyðisléttur, yfir skurði og hverskyns hindranir, þar sem allur þróttur líkama og sálar er lagður fram, ekki má eyða andartaki í tafir né hvíld. Framundan markmiðið, sig- urinn, bak við geisandi keppi- nautarnir eins og þjótandi úlf- ar eftir bráð. Þetta firna langa hlaup fór fram ekki alls fyrir löngu, suð- ur undir Alpafjöllum. Og það voru Norðmenn, sem sigurinn hlutu, eins og svo oft fyr. Skíðagöngur og hlaup eru margskonar. Eitt þeirra er hið svonefnda Abfahrt. Orðið er þýzkt og þýðir niður. Kepp- endur velja sér stað frá háum hálsi eða hlíð og markið er ein- hversstaðar lengst niður í daln- um. Þetta hlaup krefur geysi- legrar æfinga, valds og leikni. Sigurvegarinn í þessu hlaupi varð einnig Norðmaður Birger Ruud. Vegalengdin var 5 km. og hann fór hana á 5 mínútum og 17 sekúndum. Það svarar til 55 km. á klst. Ruud vann sig- ur sinn með því að fara beinni leið en keppinautamir, sem er fyllilega leyfilegt, en um leið stórum áhættumeira. Hann hentist bókstaflega niður bratt- ann, tók hvert stökkið á fætur öðru og stökk síðast innað markinu. Áhorfendumir stóðu mállausir af undmn nokkur andartök. Svo brutust fagnað- arópin út. * En skíðastökkin þykja þó það aðdáunarverðasta af öllum afrekum þessarar íþróttar. , Á Holmenkollen er skíða- bakkixm ægilega hár. Við Olym. piska skíðabakkann í Garmisch- Partenkirkchin getur stökk- lengdin orðið 80 metrar. Hátt, hátt upp í hlíð fjalls- ins byrjar atrennan. Það sér móta fyrir litlum, döklcum depli, sem kemur þjótandi nið- ur brekkuna. Atrennubrautin er 70 m. löng og fram að sjálfri brúninni hallar henni upp á við á stuttum kafla. Frammi á brúninni hniprar skíðamaður- inn sig saman í kuðung. Svo spymir hann sér út í loftið. Eins og svífandi fugl, með út- breidda arma þýtur hann gegn- um loftið með um það bil 80 km. hraða á klst. Hann notar mótstöðu loftsins i þarfir hlaupsins, stýrir ferð sinni með handleggjunum, eftir nokkrar sekúndur nemur hann við hála, skáhalla brekkuna á geisilegri fleygiferð. Það krefur alveg ótrúlegrar æfingar og leikni að komast heill frá slíku heljar- hlaupi. Hæðin er röskir 40 metrar. Korpúlfsstaðir eða þjóðin Framh. af 3. síðu. stjórn þess, verða teknar álíka hátíðlega, eins og hótanir skap- illra vesalmenna, sem ekkert eru annað en munnurinn og gífuryrðin. Það er alkunna að ritstjórar þessir eru ekkert annað en húðarjálkar íhalds- flokksins, sem fá laun sín fyrir baksæri og drápsklyfjar í aug- lýsingum máttarstólpa flokks- ins. Hótanir þessara manna eru máttlausar og sýna einungis eitt, — hver er vilji íhalds- flokksins í mjólkurmálinu. Fjölsóttur bæjarstjórnarfuudur Framh. af 1. síðu. yrðu atvinnuleysingjar að rísa gegn því. Kváðu þá við hróp víða um salinn: „Við viljum ekki meira kjaptæði um mjólk- urmálið, við viljum fá atvinnu“. „þegiðu, Jón“, „þið eruð búnir að láta kerlingarnar rífast nóg um þetta“ o. s. frv. Þagði borgarstjóri þá góða stund, horfði á áheyrendurna og gekk til sætis síns. Að lít- illi stundu reis 'hann upp aftur, sagðist ekki geta talað hátt, því hann væri lasinn og bað menn hafa hljótt. Kyrrði þá nokkuð, en þegar borgarstjórí fór aftur að tala um mjólkur- málið, byrjuðu köllin á ný. „Ég verð að hætta. Ég sé að þið hafið engan áhuga fyrir þessu“, sagði borgarstjóri að lokum, en fundarstjóri skar niður frekari umræður og tók málið af dagskrá. Fundurinn fór vel fram að öðru leyti, þrátt fyrir afarmik- il þrengsli, svo að margir urðu að standa allan tímann. Tillðgar í afurðasiSlumálum Landsfundur bænda samþ. í gær svofelldar till. um' afurða- söluna: 1. Landsfundur íslenzkra bænda 1935 lítur svo á, að lög þau um sölu landbúnaðarafurða, er sett voru á síðasta Al- þingi hafi verið tímabær og stefna í rétta átt, en þar sem reynslutími þeirra er enn svo skammur, telur fundurinn ekki rétt að kveða upp fullnaðardóm um fram- kvæmd þeirra. 2. Landsfundurinn skorar á Al- þingi og ríkisstj órn: a. að leggja áherzlu á að leita markaða erlendis fyrir ís- lenzkar landbúnaðarafurðir, einkum kjöt, og verja þar til fé úr ríkissjóði eftir því sem nauðsyn krefur. b. að styðja að því að úr hrá- efnum íslenzkum, svo sem skinnum og ull verði unnar útgengilegar vörur til notk- unar innan lands og utan. c. að láta fram fara ná- Nýja Bíó Lðgregluhetjan Amerísk tal- og tónmynd er gerist meðal hinnar víð- frægu lögreglu í norðurauðn- um. — Aðalhlutv. leika: Buck Jones, Greta Gran- stedt 00 Mitchell Lewis. Aukamynd: Hvaladrápið í Fossvogi ’34 Kvikmynd tekin af Lofti Guðmundssyni. Böm fá ekki aðgang. © Odýrn © a.aglýsingarnar Tapað-Fundið Tapast hefir nýtt armbands- úr frá Stútentagarðinum suðúr að Aðalbóli, Þormóðsstöðum. Finnandi geri viðvart í síma 4537. Góð fundarlaun. Hæg jörð við þjóðveg austanfjalls til sölu. Laxveiði. Sanngjarnt verð. Semjið við Jón Ólafsson lögfr. Sími 4250. Ný og notuð húsgögn til sölu. Gömul, keypt upp í viðskipti. Sími 2896. Efni til útrýmingar „Kakkalökkum" fæst í Kaupfél. Reykjavikur. Fermingin nálgast. Þegar mæður fylgja bömum sínum inn kirkjugólfið, klæðast þær jafnan sínum skrautleg- ustu fötum. Ekkert er fallegra til fyrir konur á peysufötum, í slifsi og svuntur, en Geor- gette með flöjelisrósum, hvítt eða mislitt. Sent gegn póst- kröfu um allt land. Fæst ávalt í úrvali í ________Verzlunin „DYNGJA**. HILLUPAPPÍR fæst í Kaupfélagi Reykjavíkur. Við erum eina verzlunin á landinu, sem hugsar aðal- lega um íslenzkan búning, og hefir saumastofu eingöngu fyr- ir hann. Höfum því fyrirliggj- andi: Silkiklæði, Ullarklæði, Peysu- fatasilki, Upphlutasilki, Upp- hlutsborða, Knipplinga, Gull- leggingar, Peysufata- 0g úpp- hlutafóður og allt tillegg, Kven- brjóst, Hvítar Pívur, Svartar Blúndur, Skotthúfur, flöjel og prjónaðar, Skúfa, Skúfasilki, Vetrarsjöl, Kasimirsjöl, Frönsk Sjöl, Kögur á Sjö.l, Slifsi, Slifsisborðar, Svuntuefni, Upp- hlutaskyrtuefni. — Hvergi betra úrval í þessum vörum. Spegilflöjel og Prjónasilki í peysuföt væntanlegt bráðlega. Vörur sendar gegn póstkröfu um allt land. w Verzlunin „DYNGJA". kvæma rannsókn á kostnaði við framleiðslu landbúnaðar- afurða í hinum ýmsu lands- hlutum. Á rannsókn þessari telur fundurinn að byggja skuli meðal annars ráðstaf- anir í þá átt að hver grein framleiðslunnar sé stunduð þar sem a. m. k. viðunanleg skilyrði eru fyrir hendi.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.