Nýja dagblaðið - 05.03.1935, Page 3

Nýja dagblaðið - 05.03.1935, Page 3
I t ) i DASBLABI* Magnús Sigurðsson.bankastjórí hefir verið umboðsmaður ríkísstjórnar við lántökuna, sem fer til greiðslu eldri og óhagstæðra lána. Þsttir úr sögu íslenzkra bankamála Það er búizt við, að Magnús Sigurðsson bankastjóri komi heim í dag eftir að hafa gengið frá, fyrir hönd landsins, hinni vaxtalægstu lántöku, sem ís- lenzka ríkið hefir nokkurntíma verið riðið við. Það er jafnan mikið vafamál í lífi einstaklinga og þjóða, að hve miklu leyti er heppilegt að taka lán og nota lánsfé. En um hitt verður ekki deilt, að ef lán er tekið og notað á annað borð, þá skiptir miklu, að kjörin séu góð, og að lántakandi komi fram með festu, sem vekur traust og virðing þeirra er féð lána. Nú vill svo til að Magnús Sigurðsson hefir verið banka- stjóri í Þjóðbankanum síðan í ársbyrjun 1917. Hann hefir á þessum tíma verið óvenjulega áhrifamikill maður í bankamál- um Islendinga. Hann hefir kom- ið nýjum blæ á íslenzk fjármál erlendis. Hann hefir fremur en nokkur annar Islendingur skap- að Islandi tiltrú og virðingu í fjármálaefnum hjá þeim þjóð- um, sem skipta við ísland. Það hafa orðið mjög djúp- tækar breytingar í fjármálalífi Islendinga síðan 1917. Sú saga er íöng og merkileg, og hér er ekki tími eða rúm að rekja nema lítið eitt af þeim atburð- um, sem marka tímamót í þessu efni, en þó verður gerð hér lítil tilraun að skýra og meta þá þýðingu, sem Magnús Sigurðsson hefir haft í því mikilvæga starfi að skapa trú á Islendinga og íslenzka atvinnu- vegi, hjá erlendum fjármála- rnönnum. Þegar Magnús Sigurðsson var settur bankastjóri í Lands- bankanumi snemma árs 1917, var hann 36 ára að aldri. Hann var fæddur í Reykjavík, hafði numið lög í Khöfn, kvænzt dóttur Magnúsar Stephensen landshöfðingja, og' setzt að í Reykjavík sem málafærslumað- ur. Þegar hér var komið sög- unni þóttu þeir mestir skör- ungar í lögmannsstarfi þre- menningamir Sveinn Björns- son, Eggert Claessen og Magn- ús Sigurðsson. Slíkuml mönnum varð vel til um tekjur af starf- inu, eins og'sást á því, er Jón Magnússon samdi litlu síðar við E. Claessen um 40 þús. kr. laun í Islandsbanka. E. Cl. taldi sig hafa þvílíkar tekjur af starfi sínu við málfærslu og samninga. Og þó að það hafi verið ýkjur, þá var álitsmikill lögfræðingur á þeim tíma ör- uggur um miklar tekjur í Reykjavík. Þegar Magnús Sigurðsson hætti við málfærslu og gerðist bankastjóri, var aðstaðan í fjármálum og stjórnmálumj öll önnur en nú. Þegar íslands- banki var stofnaður laust eftir aldamótin voru Islendingar eins og þroskaláus böm í fjármál- um. Alþingi var í þann veginn að leggja Landsbankann niður og afhenda erlendu gróðafélagi allt bankavald í landinu og þar með seðlaútgáfuréttinn í nærri heila öld. Stephensen landshöfð- ingja tókst að vísu að bjarga Landsbankanum og stytta leyf- istíma íslandsbanka mjög mik- ið. En íslandsbanki varð samt aðalbankinn í landinu, og utan unf hann og hans hágsmuni snerist allt það fólk, sem nú eru kallaðir Morgunbl.menn. Lands- bankinn lifði einskonar van- ræktri skuggatilveru, var lítils megnugur og að'litlu hafður. B. Ki\ hafði verið aðalbanka- stjóri þar síðan 1909 og legið í þrálátum, en vanmáttugum deilum við íslandsbanka, og að- standendur hans, án þess að verða nokkuð ágengt, sem gagn var að. Pólitíska aðstaðan í ársbyrj- un 1917 var sú, að þá var ný- mynduð hin fyrsta þriggja manna rílusstjóm. Jón Magn- ússon var forsætis- og dóms- málaráðherra. B. Kr. var fjár- málaráðherra og Sigurður 1 Yztafelli var atvinnu. og banka- inálaráðherra. Jón Magnússon og íhaldsmenn þorðu ekki að trúa B. Kr. fyrir valdinu yfir bönkunum, af ótta við að hann myndi þrengja að kosti íslands- banka. Sigurði Jónssyni voru falin bankamálin. Engum af samherjum Mbl. datt í hug, að roskinn sveitabóndi, sem allt í einu kæmi úr sveitakyrrðinni í ráðherrastólinn myndi byrja að blanda sér í bankamálin. B. Kr. vænti hins sama. Hann fékk í fyrstu settan einn af sínum nánustu vinum í stað sinn í bankann, og ætlaði að vera í einu bankastjóri og ráðherra. Hinn „setti“ átti að koma til B. Kr. eftir vinnutíma og fá fyrirskipanir um vinnubrögð næsta dags. Jón Magnússon studdist á þingi við Mbl.mennina. B. Kr. var fyrir hina svonefndu „þversum“menn, en það voru hinir kröfuharðari menn í bar- áttumálunum við Dani. Hefir mest af því liði síðar runnið saman við Mbl.liðið, en þá var úlfúð á milli þessara flokka. t þriðja lagi voru liðsm'enn Sig- urður í Yztafelli, samvinnu- bændurnir og einn þingmaður, sem kosinn var af socialistuin í Reykjavík og liði B. Kr. Framsóknarflokkurinn var þá nýmyndaður og fékk undir eins mann í ríkisstjómina og mikil áhrif á meðferð landsmála. Einn af þeim bændum, sem mestan þátt átti í að koma Sig- urði á Yztafelli á þing 1916, var Gestur Einarsson á Hæli. liann var tiltölulega ungur bóndi í Árnessýslu. Hann var stórgáfaður maður, fullur af áhuga, kjarki og skapandi hug- myndum. Hann hafði hinn mesta metnað fyrir hönd stétt- ar sinnar, bændanna, og hann sá, að bændumir gætu aldrei notið sín í atvinnubaráttunni, nema að hafa aðgang að fjár- magni eins og útgerðin. Höfuð- takmark Gests á Hæli var að veita fjármagni í stríðum straumum í atvinnulíf sveit- anna. 1 þeim efnum var hann í einu stórhuga, djarfur og ráð- kænn. Gestur á Hæli og Magnús Si'gurðsson vom vinir. Gestur trúði því, að ef Magnús Sig- urðsson fengi mikil mannafor- ráð í fjármálum, þá myndi hann muna eftir sveitinni og landbúnaðinum engu síður en hinum atvinnuvegunum. Gest- ur beitti sér fyrir því að Fram- sóknarmenn lögðu áherzlu á að Magnús Sigurðsson yrði settur bankastjóri í Landsbankanum, í annað áf tveim bankastjóra- sætunum, þar sem! aðalmenn- imir voru fjarverandi um stund. Sigurður Jónsson var ungur í anda, þótt roskinn væri að árum. Hann kunni að meta þann stórhug, sem fólginn var í þessari ráðagerð og setti Magnús Sigurðsson inn í Lands- bankann með fullum! óvilja B. Kr. Fyrir Magnús Sigurðsson var aðstaðan ekki glæsileg. Launin voru 6000 kr. og langtum lægri en tekjur hans af málfærslu. Hann var settur í óvissa stöðu, og hans eigið fyrirtæki, mál- færsluskrifstofan, hlaut að leggjast niður. En fyrir fortöl- ur Gests og annara vina sinna tók Magnús Sigurðsson móti setningu í bankanum og ófriði þeim, sem eftir hlaut að fylgja. Og sá ófriður kom fljótt. B. Kr. hóf undir eins glímu um váldið yfir bankanum. Hann þekkti hinn nýja mann og vissi, að þeir gátu ekki búið saman í bankanum. B. Kr. vissi, að hinn nýi bankastjóri var skarp- vitur, vel menntur, framsýnn og ráðkænn og mjög ófús að láta hlut sinn. Þeir tilheyrðu hvor sinni kynslóð. Lífsskoðan- ir þeirra og vinnubrögð voru ólík. Milli þeirra var ekki um annað að tala en stríð, og full- an sigur annars og ósigur hins. B, Kr. lagði hiklaust út í styrjöldina, með öllum þeim úr- ræðum, er hann hafði yfir að ráða. Deilan stóð allt árið 1917, 1918 og mikinn hlut ársins 1919. Þá hafði Alþingi búið til þriðja embættið í stjórn Lands. bankans, og skyldi sá maður vera lögfræðingur. Sigurður í Yztafelli veitti það starf vini sínum Magnúsi Sigurðssyni. B. Kr. hafði beðið hvern ósigur- inn af öðrum í málinu. Hann undi ekki í ráðherrastöðu af ótta við hinn nýja mann í bankanum. Hann hætti að vera ráðherra og fór inn í bankann til að mæta á sjálfum vígvell- inum. En er í bankann kom hafði hann ekki persónukraft til að haldast þar við. í her- bergjum bankastjóranna heyrð- ust ekki hörð orð né heitar deilur milli bankastjóranna. Þar var tekið á málum eins og í höll Goðmundar Glæsivalla- konungs. Eftir stutta stund flutti B. Kr. sig úr herbergí bankastjórans fram í biðstof- una og síðan út úr bankanum og á æfilöng eftirlaun. Nýi tíminn hafði sigrað, eins og vænta mátti. Lítið dæmi úr viðskiptasögu Landsbankans frá þessum ár- um! sýnir um hvað var barist. Formaður í myndarlegu kaup- íelagi kom í bankann og bað um hóflegt viðskiptalán. Það var 1917, og allt flaut í pen- ingum. Meðbankastjóri Magn- úsar var vinur og skjólstæðing- ur B. Kr. Hann neitaði kaupfé- lagsmanninum með kuldalegum orðum. Magnús Sigurðsson sagði ekki neitt. Kaupfélags- maðurinn fór út í bili og hitti samherja sína og sagði sínar farir ekki sléttar. Þeir ráðlögðu manninum að fara í bankann næsta dag, flytja fram rök sin, bera sig saman við kaupmenn- ina, sem stöðugt gætu fengið fjármagn í bankanum, og benda umboðsmanni B. Kr. á, að ef ekki fengist úrlausn myndi verða að fá atvinnu- málaráðherra Sigurð frá Yzta- felli til að segja sitt álit um skiftingu veltufjárins. Þetta hreyf. B. Kr. þótti ekki álit- legt að láta sinn mann þver- synja og lánið var veitt. Um það leyti sem Magnús Sigurðsson varð fastskipaður í stjóm bankans, varð Kaaber annar bankastjóri og stuttu síðar Georg ólafsson. Þessir þrír menn hafa borið saman hita og þunga dagsins síðan í fyrstu kreppunni eftir stríðið. Undir þeirra stjórn hefir bank- inn vaxið frá því að vera van- ræktur kotbanki, án nokkurra nýtilegra sambanda erlendis og orðið að höfuðvígi Islendinga 1 fjármálum. Þegar þessir þrír menn byrjuðu að vinna saman, skyggði útlendi hlutabankinn á Landsbankann. En síðan hefir skift um hlutverk. Útlendi hlutabankinn, sem Mbl.-liðið trúði mest á, rak hvað eftir annað upp á sker, og hefir nú verið endurreistur í nýrri mynd og undir nýrri stjóm. Sigur Landsbankans er sigur hinnar þjóðlegu meðvitundar, sem ekki gat unað því, að meginfjárráð íslendinga væru í höndum er- lendra fésýslumanna. B NÝJA DAGBLAÐIÐ Útgefandi: „Blaðaútgáfan h.f.“ Ritstjórar: Gísli Guðmundsson. Hallgrímur Jónasson. R i tst j ómarskrif stofumar Laugv. 10. Símar 4373 og 2353. Afgr. og auglýsingaskrifstofa Austurstr. 12. Simi 2323. Áskriftargjald kr. 2,00 á mán. í lausasölu 10 aura eint. Prentsmiðjan Acta. Þetta er saga Landsbankans heima fyrir. En hann á líka sína sögu út á við, og sú saga er að mestu leyti um starf Magnúsar Sigurðssonar. Þegar hann kom 1 bankann, var stofn- unin án verulegra sambanda erlendis, nema lítillega við einn banka í Danmörku. Tryggvi Gunnarsson hafði skapað þá þræði, en eftir að B. Kr. tók við, þá vantaði hann skörungs- skap og þrek til að færa út kvíarnar. Kunnugir menn telja, að hann hafi yfirleitt ekki fengið að tala við yfirmenn þess banka og sætt sig við það. I Englandi voru engin við- skiptasambönd, sem heitið gátu fyr en 1920. Jón Magnússon var þá staddur í London og vildi freista að opna Islandi viðskiptalán, en gat ekki. Sím- aði hann þá til Magnúsar Sig- urðssonar og tókst honum að fá fyrstu beinu bankaskiptin við England, sem síðan hafa haldizt. Árið eftir þrýstu spekulant- ar íhaldsflokksins Magnúsi Guðmundssyni til að taka „ó- kjaralánið“ 1921. M. Guðm. var móti því að taka lánið, og tal- ,aði á móti því í þinginu. En spekulantarnir þurftu að fá lánið. íslandsbanki var að fara á höfuðið. Forráðamenn Mbl.-flokksins afréðu að taka lánið. Og þeir létu gera það undir aumustu kringumstæð- um, af því þeir höfðu ekki manndóm til meira. Hvorki Jón Magnússon eða Magnús Guð- mundsson gátu beitt sér fyrir vinnunni við lánið. Til þess voru fengnir tveir spekulantar, danskur glæframaður, og um- komulaus, íslenzkur loftkastala- maður. Þessir menn fengu 100 þús. kr. fyrir starf sitt við lán- tökuna. Vextir voru gríðarhá- ir og tolltekjur landsins voru „bundnar" sem trygging, eins og frægt er orðið. Enska lánið og allir atburðir við það sýndu á hvaða stigi forráðamenn íhaldsstefnunnar voru. Sú lántaka gefur mynd af persónugildi þeirra og mann- dómi, svo að ekki verður um það bætt. Sá blettur, sem fallið hafði á fjármálaheiður Islendinga með enska láninu 1921, var ekki auðveldlega þveginn af. Og þó hefir það sár nú gróið. Landsbankinn efldist með hverju ári, fyrst og fremst fyrir sækni og manndóm bankastjórnarinnar. Meðhverju ári sem leið styrktist samband Landsbankans við banka á Norðurlöndum og í Englandi. Magnús Sigurðsson myndaði Framh. á 4. ftí&u.

x

Nýja dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.