Nýja dagblaðið - 02.05.1935, Qupperneq 3
U Ý J A
DáSBiABlB
8
NÝJA DAGBLAÐIÐ
Útgefandi: „BlaÖaútgáfan h.f.“
Ritstjóri:
Gísli Guðmundsson.
Ritstjórnarskrifstofumar
Laugv. 10. Símar 4373 og 2353.
Afgr. og auglýsingaskrifstofa
Austurstr. 12. Sími 2323.
Áskriftargjald kr. 2,00 á mán.
í lausasölu 10 aura eint.
Prentsmiðjan Acta.
Ragnhildur
Ragnhildur í Háteigi er ein
af þeim fáu konum hér í bæn-
um, sem tekið hafa að sér þá
þjónustu fyrir íhaldið, að ala
á ófriði hér í bænum út af
mjólkurmálinu. En lítið hefir
henni orðið ágengt — ekki einu
sinni tekizt að verða formaður
í „húsmæðrafélaginu“ — og þó
dauðlangað til þess.
Afstaða Ragnhildar í þessu
máli er líka býsna kátleg. Hún
þykist koma fram eins og frels-
ari og forsvarsmaður neytenda
hér í bænum. En sjálf er hún
mjólkurframleiðandi með marg-
ar kýr. Og enginn þarf að ef-
ast um, að henni sé miklu ann-
ara um „fjósið sitt“ en verka-
mannafjölskyldurnar í Rvík,
sem þurfa að kaupa mjólk.
Fyrir nokkru tók Ragnhild-
ur sig til og skrifaði smágrein
í Saurblaðið Vísi. Og það er
mesta furða, hvað þessari göf-
ugu íhaldsfrú tekst að koma
fyrir mikilli illkvittni og fárán-
legum barnaskap í ekki lengra
máli.
Ragnhildur í Háteigi veit það
rétt eins og aðrir, að sögusagn-
irnar um sótthættu í Klepps-
mjólkinni voru bornar út í vet-
ur gegn betri vitund. Hún veit
að venzlamaður hennar á Nýja
Kleppi hefir sjálfur notað þessa
mjólk handa fjölskyldu sinni.
Þessu getur frúin heldujr ekki
mótmælt. Hún segir bara ósköp
sakleysislega: „Þó heyið sé
ekki talið saknæmt af læknum,
þá er þó engin örugg sönnun
fyrir því, en þó er óskandi og
vonandi, að engin hætta stafi
af því“!
Myndi ekki einhverjum, sem
þetta les, detta í hug orð Stef-
áns G.:
„Við sérhverja afsökun
ásökuh var,
sem eitri í kaleikinn bætt“.
En þetta þykir víst bæði
„kvenlegt" og „kristilegt" á
„fínu“ heimilunum héma í
bænum!
Ragnhildur segist vera undr-
andi yfir því, að strangar kröf-
ur séu gerðar ujm aðbúnað í
fjósum hjá þeim, sem selja
beint til neytenda, en hinsveg-
ar ekki hjá þeim!, sem selja
gegnum Samsöluna. Skilur eða
veit manneskjan ekki, að það
er af því, að hjá Samsölunni
er mjólkin gerilsneydd, en hina
mjólkina, sem ekki er geril-
sneydd, þarf að tryggja á ann-
an hátt.
En svo virðist Ragnhildur
furða sig á því, að Samsalan
skuli ekki vilja taka súra mjólk
til sölu — og er það eftir öðni
í þessari Vísisgrein.
Þrjú tímarit
---
Jarðarför föður okkar og tengdaföður, Þórð-
ar Flóventssonar, er ákveðin að Odda á Rangár-
völlum miðvikudaginn 8. þ. m. á hádegi. Kveðju-
athöfn á heimili hans hér, Ingólfsstræti 21C,
föstudaginn 3. þ. m. kl. 10 f. h.
Björg Þórðardóttir Anna Bjarnadóttir
Sigurður Jónsson Erlendur Þórðarson
Tízkutídindi
Etni nnnin úr islenzkri ull eru í tízku i ár
Eimreiðin, 1. hefti 1935.
Margt fróðlegt og læsilegt
er í þessu hefti, en þó vill allt-
af nokkur þröngsýni og ein-
hæfni í skoðunum loða við
Eimreiðina síðan hún flutti
heim, — og þrátt fyrir „mottó-
ið“ á kápu hennar, en það er
tekifj úr hinu alkuhna og frjáls-
lynda kvæði Þorst. Erlingsson-
ar, „Brautin".
„Við þjóðveginn“ hnýtur rit-
stjórinn um sömu pólitísku
ásteiningarsteinana; áður marg
þvæld., sókt og varin atriði,
s.vo sem fjárlagafrumvai’pið
síðasta o. fl. Flestum lesendum
mun nægja slagur dagblaðanna
um þau efni.
Af öðrum greinum í heftinu
má nefna „Fiskveiðar og menn-
ing“ og er það upphaf að grein
þýddri úr dönsku, eftir Matt-
hias Þórðarson. Er það fróðleg
byrjun og víðar komið vig en
fyrirsögn bendir til. Þá er
grein eftir Pál Þorleifsson
prest að Skinnastað, „Trúin á
hamar og sigð“, löng grein og
skörulega rituð, um efni, sem
virðist sérstaklega vel fallið til
rökfræðilegra skilminga.
Upphaf þýðingar á ritverki
um dulræn efni eftir Alex-
ander Cannon hefst í þessu
hefti. Cannon er enskur læknir
og hafa ritverk hans vakið all-
mikla eftirtekt, sérstaklega í
enskumælandi löndum. Annars
er það eftirtektarvert hve trú
é dulspeki og dularöfl fer mjög
vaxandi meðal þjóðanna á síð-
ari árum, en svo vill oft verða
þegar illa árar til langframá,
og grundvöllur efnislegra verð-
mæta gjörist fallvaltur.
Áthyglisverð er smágrein
eftir ritstjórann „Um bóklest-
ur fyr og nú“; er það svo mleð
bækur, eins og flestar aðrar
vörur, að framleiðslan stjóm-
ast löngum fremur af persónu-
legum hag fárra einstaklinga
en þörf almennings.
Nokkrar sögur og kvæði eru
í heftinu, hvorttveggja læsilegt,
en kvæðin flest efnislítil. Gam'-
en er þó að vísum eftir Sig-
urjón Friðjónsson og K. N.
Skinfaxi XXVI., 1. apr. 1935
Hefti þetta er fjölbreytt að
efni og fremur skemmtilegt af-
lestrar, en það hefir sama
galla og flest önnur tímarit
okkar: það skortir skipulag og
formfestu.
Ýmsar góðar og uthyglis-
verðar greinar eru í þessu
hefti, og má þar nefna „Sam
vinnubyggðir og unga fólkið“
eftir Steingrím Steinþórsson.
Er þar drepið á þann mikla
vanda er fylgi framkvæmd
samvinnubúskaparins; að í
þann starfshóp megi veljasc
fólk, er hafi nægan félags-
þroska til að skilja hlutverk
sitt og aðstöðu á þeim' nýja
vettvangi.
Steingrímur Steinþórsson ber
mest traust til ungu kynslóð-
arinnar í þessum efnum, og
hann heitir á ungmennafélög
og alþýðuskóla að veita undir-
búningsfræðslu í alménnri sam.
vinnu.
Klemenz Kristjónsson ritar
„Framleiðsla og starfserni
æskunnar til sveita“ og Einar
Kristjánsson „U.M.F. og sam-
tíðin“. Báðar greinarnar hníga
í svipaða átt og eru sérstak-
lega hvatning til ungmenna-
félaganna um að snúa sér meir
að hinum raunverulegu vanda-
málum sveitanna, framleiðslu-
og búskaparmálum.
Þá eru tvær smásögur, nokkr
ar smágreinar ýmislegs efnis
og fáein kvæði. Fyrst kvæð-
anna er eftir Jóhannes úr
Kötlum. Það er kröftugt í sín-
um barnslega einfaldleik, en
endirinn er vafasamur. Sama
veilan er í lok smásögunnar
eftir Stefán Jónsson, sem einn-
ig birtist í þessu hefti. Hvor-
ugur höfundanna virðist gæta
þess, að það er óeðlilegt að
lítil börn sjái meinsemdir þjóð-
félagsins, sem þó kunna að
birtast í þeirra hversdaglega
sorgum. I báðum tilfellunum
eru það höfundafnir sjálfir, en
ekki persónur þeirra, sem tala.
Samtíðin 2. hefti 1935.
E. P. Briem, Reykjavík er
nú eigandi og útgefandi þessa
t.ímarits, og er þetta annað
heftið frá hinni nýju ritstjórn.
— Tímaritið flytur sögur og
greinar ýmislegs efnis, en til-
gangur þess mun þó aðallega
vera sá, að kynna nýungar í
bókaútgáfu hér og í nágranna-
’öndunum, og virðist þar þó
fremur lausllega og óákveðið
tekið á hlutunuml
1 þessu hefti er saga, sem
týndist, en fannst aftur, eftir
H. K. Laxness. Hún er um
ungan mann og unga stúlku,
og svo þriðja aðilan, sem H.
K. L. tekst vanalega að gera
svo ljóslifandi í sögum sínum,
að lesandinn getur næstum bú-
ist við að sjá hann koma labb-
andi út úr bókum hans, —
hundtíkina.
Þá er í heftánu smlágrein
FRÁ FRÉTTARITARA
NÝJa DAGBLAÐSINS.
Kaupm.höfn í apríl.
Hr. Arboe forstjóri fyrir
„Arboe“, sem er eitt stærsta
vöruhúsið hér í borginni, segi).
að hin nýja og komandi tízka
kvenfólksins sé sniðin fyrir
grannvaxnár konur. Eftir því
að dæma ættu holdugar konur
ekki að geta klætt sig eftir
nýjustu tízku. Þær mundu líta
illa út og kjóllinn þeirra mundi
bókstaflega eyðileggjast, ef
h,ann yrði að vera nr. 52 eða
enn stærri.
— Til þess að gleðja hinar
holdugri konur, bætir hr. Ar-
boe samt sem áður við, þá
hafa komið hing-að ný efni,
sem eru ágætlega til þess fall-
in að klæða holdugu kvenfólki
ágætlega vel. Bæði ullar. og
silkiefnin nýju falla í mjúkum
og þungum línum. Ennfremur
er komið á markaðinn eitt efni
enn, sem klæðir öllu! kvenfólki
vel. — Er þar átt við efni sem
unnið er úr íslenzkri ull í Eng-
landi. Ég hefi aldrei þekkt
um talmyndatæki, þar sem1 höf.
stingur upp á því að Ríkisút-
varpið eignist ein slík, svo hægt
verði að geyma ábyggilegar
minningar merkra atburða, og
sem! einnig geti verið útvarps-
efni. Mál þetta er vel vert at-
hugunar.
Prentun ritsins er smekk-
leg, en óþarflega mikill handa-
liófsblær er á litun kápunnar.
1 Etca.
• eins mjúkt ullarefni. Það er
' mjög létt og þó yndislega
hlýtt. Kjólar úr þessu íslenzka
efni eru fullkomin trygging
gegn hættulegum vorkuldum,
jafnframt því sem þeir hafa
þær verkanir, að holdugar kon-
ur, sem klæðast þeim, sýnast
hreint og beint vera grann-
vaxnar. 1 öllu falli getur hver
kvenmaður, með aðstoð góðs
klæðskera, látið sauma sér
kjól úr þessu efni og borið
hann, án þess að brjóta 4
nokkurn hátt í bága við ver-
andi tízku. Sökum þeirra yfir-
burða, sem þetta íslenzka ull-
arefni hefir til klæðagerðar.
sér í lagi handa þrekvöxnu
1 kvenfólki, er gert ráð fyrir
mikilli sölu á því hér í Dan-
mörku á næstunni. Því verður
sem sé ekki neitað, að kven-
þjóðin okkar er yfirleitt frek-
ar vel í skinn komin.
Einhnepptir hanzkar.
Samkvæmt nýjustu tízku
eiga beltin og kragamir að
' era úr rúskinni. Hanzkarnir
ciga að vera stuttir og ein-
imepptir. Kvenfólkið í París er
farið að nota þessa stuttu ein-
hnepptu hanzka. Er ekki erfitt
að geta sér til um það, að kyn-
systuir þeirra í öðrum löndum
munu brátt feta í fótspor
þeirra í þessu efni.
Ljósgrá göngnföt með
síðum buxum.
Kvenþjóðin í Englandi hefir
nú tekið upp þann sið, að
Framh. á 4. síðu.
Stærsta íarþeéaskip heimsins
Hér í blaðinu hefir áður verið sagt frá því, að Frakkar hefðu í smíðum stærsta far-
þegaskip heimsins og á það að heita „Noi*mandie“. Er því ætlað að sigla milli Evrópu og
Ameríku. Smíði skipsins er nú svo langt komið, að það á að fara í fyrstu ferð sína 29. þ.
mán. — „Normandie“ ihefir rúm fyrir 2170 farþega og er búið öllum hugsanlegum þægind-
um, hefir m. a. leiksal, bíó og sundlaug. Sérstakur salur er fyrir guðsþjónustur. — Starfs-
menn á skipinu verða á annað þúsund og í eldhúsinu einu eiga að starfa um 200 manns.