Nýja dagblaðið - 09.05.1935, Blaðsíða 1
NYJA DAGBIAÐIÐ
3. ár. Reykjavík, fimmtudaginn 9. maí 1935. 105. blað
„Drottinhollusta, vinsemd og erfðavenj-
ur“ tengja brezka heimsveldið saman
Avarp Bretakonungs í gœr til for-
sætisráðherra samveldislandanna
London, kl. 16,15 8/5. FÚ.
Avísanafölsun er ósaknam
samkvæmf domi Hæstaréttar í gær
En fyrir 10 árum varðaði hún fangelsi við vatn og brauð
Fyrir 10 árum.
Hæstiréttur felldi í gær dóm
í stórfelldasta ávísanasvikamál-
inu, sem þekkst hefir hér ó
landi. Fyrir 10 árum', 11. maí
1925, felldi sami dómstóll úr-
skurð í öðru, miklu veigaminna
ávísanasvikamáli. Maður nokk-
ur hafði gefið út ávísanir á
Landsbankann, sem! engin inni-
stæða var fyrir. Upphæð ávís-
ananna nam samanlagt, að því
er séð verður í dómabók hæsta-
réttar, tæplega 2500 kr. Mað-
ur sá var dæm!dur í 15 daga
fangelsi við vatn og brauð. —
Engar raddir komu fram um
það, að dómurinn væri of
strangur. Almenningur fann,
að við slíkum brotum varð að
liggja þung refsing.
Aðalmaðurinn.
Áratug seinna verður upp-
víst um miklu stórfelldari ávís-
anasvik. Tveir starfsmenn
Landsbankans höfðu verið
fengnir til að taka á móti á-
vísunum frá vissu fyrirtæki,
sem átti ekki innistæðu fyrir
þeim. Upphæð þessara fölsku
ávísana nam ekki 2500 kr., held
ur tugum þúsunda. Stundum
lágu í bankanum falskar ávís-
anir, sem Voru að úpphæð 100
þús. kr. Þessar fölsku ávísanir
gengu á milli bankans og fyrir-
tækisins í lengri tíma. Sannan-
legt vaxtatap bankans nam
rúmlega 10 þús. kr., en ólík-
legt er, að öll kurl hafi komið
þar til grafar.
Dómur almennings í þessu
máli er hiklaúst sá, að maður-
inn, sem gaf út fölsku ávísan-
imar, eigi upphafið og sé pott-
urinn og pannan í þessu svik-
samlega athæfi. Hann gefur út
ávísanir, sém hann veit að eru
algerlega verðlausar. Hann not-
ar sér veikleika kunningja
sinna til að láta þá gerast
brotlega vig stofnun, sem hafði
treyst þeim. Hann vissi, að
spilið var áhættusamt og veit-
ir þeim; ýms hlunnindi og fjár-
hagslegan stuðning. Hann er
aðalmaðurinn. Hinir eru eins
og peð í höndum slungins
taflmaxms.
Dómurinn í gær.
í gær felldi hæstiréttur dóm
í þessu máli. Undirréttardóm-
arinn hafði fengið mlkið álas
fyrir hlífni gagnvart aðalmaun
inuml. Þeir, sem múndu eftir
dóminum frá 1925, gerðu sér
nokkrar vonir um, að dómur
hæstaréttar myndi komast nær
'■éttarmeðvitund almennings.
Sú von átti ekki að rætast.
Dómararnir höfðu elzt um tíu
ár. Og aðal sökudólgurinn var
áhrifamikill póíitískur sam-
flokksmaður.
Dómurinn féll á þá leið, að
Guðmundur Guðmundsson var
dæmdur í þriggja mánaða fang
elsi, skilorðsbundið, Steingrím-
ur Björnsson í eins mánaðar
fangelsi, skilorðsbundið, og Sig_
urður Sigurðsson sýknaður.
Þess ber að gæta, að allir
þessir menn höfðu verið svift-
ir embættum sínum og höfðu
þannig sætt all harðri refsingu.
Þag sem veldur mestri xmdr-
un er hverja refsingu aðalmað-
urinn fær og hvaða augum
hæstiréttur lítur á brot hans.
Haxm er ekki upphafsmaður
svikanna, segja „gömlu menn-
irnir“ í hæstarétti. En samt er
hann þó ekki alveg saklaus.
„Ákærða verður að telja sam-
sekan hinum og varða þær at-
hafnir hans við 48. gr. alm1.
hegningarlaga", segja þeir.
Sú grein hljóðar svo:
j „Hafi tveir eða fleiri menn
: hjálpast að til að framkvæma
afbrot, skal hverjum þeixra um
sig refsáð, sem hann sé verks-
ins valdur. En hafi nokkur hlut
takaii einasta veitt forgöngu-
mönnunum liðsinni, er minna
er í varið, þá er hann fram-
kvæmdi afbrot sitt, skal beita
vægari refsingu að tiltölu“.
Það skín út úr álykt-
un „gömlu mannanna", að þeir
telja starfsmenn bankans „for-
göngumennina", en Eyjólf
bara „hluttakara", sem| senni-
lega hafi orðið til þess óafvit-
andi, ,,að veita þeim liðsinm"
og gerast þannig „samsekur".
Enda þykir refsingin fyrir
„samsektina“ „hæfilega ákveð-
in 400 kr. sekt“, segja „gömlu
mennirnir“ að lokum!
Dómurinn og við-
skiptaöryggið.
Samkvæmt þessum dómi
hæstaréttar er ekkert hegning-
arvert við það, að gefa út íalsk
ar ávísanir, hitt er miklu refs-
ingarverðara að kaupa þær,
jafnvel þó óafvitandi sé gjört.
Það er ekki óglæsileg tilhugsun
í'yrir óreiðumenn og svindlara
að eiga von á því, að geta und-
Framh. á 4. bíöu. j
Georg V. Bretakonungur
þakkaði opinberlega fyrirham-
ingjuóskir þær, sem honum
höfðu borist hátíðisdagana í
tilefni af 25 ára ríkisstjórnar-
afmæli hans.
Ný lögreglustöð
í Reykjavík
Hér í blaðinu hefir áður
verið skýrt frá því, að ákveðið
hafi verið, að flytja aðsetur
lögreglunnar í göxxilu símstöð-
ina.
Þarf að gera ýmsar breyt-
ingar á húsinu, áður en lög-
reglan getur flutt þangað, og
hefir undanfarið verið gerð at-
hugun á því, hverjar þær
breytingar þyrftu að vera.
Þeim undirbúningi er nú
lokið og ákvað dómsmálaráð-
herra í gær, að þegar skuli
byrjað á því að breyta húsinui
og ætti því verki að vera lokið
á 2—3 mánuðum.
Ráðstöfun þessi er nauðsyn-
leg. Starfshættir lögreglunnar
eru slíkir, að illa samrýmist,
að hún sé í sama húsi og
margar aðrar skrifstofur. Er
húsnæði það, sem hún hefir
haft, algerlega ófullnægjandi.
I hinum fornu hátíðasölum
konungshallarinnar tók kon-
ungur í dag á móti sendiherr-
um erlendra ríkja og fulltrúum
samveldislandanna. Forsætis-
ráðherrar samveldislandanna
fluttu því næst konungi holl-
ustuyfirlýsingar fyrir hönd
þjóða sinna, en sendiherra
Brazilíu talaði fyrir hönd
sendihei’ra erlendra ríkja.
Að lokum bar konungur
fram þakkir fyrir sína hönd
og drotningar og fjölskyldu
sinnar, fyrir vinsemd þá, sem
þeim hefði verið sýnd.
Konungur ávarpar tor-
sœtisráðherra samveld-
islandanna
Því næst snéri konungur sér
til forsætisráðherra samveldis-
landanna og bað þá að færa
þjóðum sínum hinar innileg-
ustu þakkir konungs og fjöl-
skyldu hans, fyrir vinsemd þá,
er þær hefðu sýnt sér og sín-
um við þetta tækifæri. Kon-
ungurinn minntist á heimsókn-
ir sínar til hinna ýmsú landa
hins brezka veldis, áður en
hann kom til ríkis, og sagði að
endurminningar um! þessar
heimsóknir væru sér flestum
öðrum kærari. „Jafnvel sem
foringjaefni varð ég þess var,
er ég sigldi u!m úthöfin, til
hinna ýmsu ríkshluta, að þó
að loftslag væri margskonar í
brezka ríkinu, þá var þar að-
eins einn andi“. Þá minntist
konungur á það, að stjómlaga-
legur gnmdvöllur brezka
heimsveldisins hefði oft verið
gagnrýndur með þeim rökum,
að hann skorti rökfræðilegt
samhengi, og að opinberar
stofnanir ríkisins vænx lítt
skilgreindar í lögum, og breyti-
legar í störfum. En á hinumí
miklu reynslutímum, sem
gengið hafa yfir ríkið hin síð-
ustu ár, kvaðst konungur oft
hafa verið knúinn * til þess að
hugleiða, hvort stjórnlaga
kerfi með minni möguleikum
til hreyfinga og breytinga
hefði staðizt þá í’aun, sem á
það var lögð. „Því“, sagði kon-
ungur, „vér höfum varðveitt
arf hins persónulega frelsis til
handa þjóð vorri og þeim
kynþáttum, er nú mynda rík-
ið“. — „Brezka ríkið er nú“,
sagði konungur, „tengt ósýni-
legum þráðum drottinhollustu,
vinsemdar og erfðavenju, sem
að sönnu eru viðkvæmir, en
mynda til samans sterka taug,
sem heldur ríkinu saman sem
einni heild“.
Heimssýningin mikla í Briissel
Sýningarhallirnar nýju, sem reistar hafa verið af þeim 30 þjóðum, er þátt taka í
sýningunm, eru heill bær út af af fyrir sig. Myndin sýnir aðalgötuna. Þessi nýi bær er um
145 hektarar að stærð. Sýningarhalliraar eru 140. Ennfremur er þarna útileikhús og leik-
völlur með sætum fyrir 75 þús. manns. Hæsta byggingin er ítölsk, með 30 metra tumi.