Nýja dagblaðið - 11.05.1935, Blaðsíða 3

Nýja dagblaðið - 11.05.1935, Blaðsíða 3
N Ý J Á DKGBLABIB 8 NÝJA DAGBLAÐIÐ Útgefandi: „BlaOaútgáfan Ritstjóri: Gísli GuCmundsson. Ritstj ómarskrifstofumar Laugv. 10. Símar 4373 og 2353. Afgr. og auglýsingaskrifstofa Austurstr. 12. Sími 2323. Áskriftargjald kr. 2,00 á mán. í lausasölu 10 aura eint Prentsjniöjan Acta. Ætlar Jón frá Dal að komast á þing? Þegar kosningalögin voru til meðferðar á þingi, var það höf- uðkappsmál Jóns frá Stóradal að frambjóðendur og þing- menn yrðu sem allra óháðastir flokkum sínum, Þá var ekki búið að reka hann úr Fram- sóknarflokknum. Jón var m. a. mjög á móti því, að flokkamir eðia stjórair þeirra tilnefndu menn á landlista sinn eða réðu röð á honum. En svo hlálega vildi til að þessi afstaða Jóns kom einmitt ,einkafyrirtækinu‘ í koll. Þeir Jón í Dal og félag- ar hans hefðu áreiðanlega ekid sett Magnús Torfason efstan á landlista sinn, ef þeir hefðu mátt ráða röðinni. En Jón frá Dal er ekki mað- ur til að taka afleiðingum verka sinna. Bragðið sem hann hafði fundið upp til þess að geta stundað flugumennska rneðal samherja sinna, varð til þess að koma honum sjálfum út úr þinginu. Og þá er líka úr honum! rokinn allur áhugi fyrir þvtj, að jþingmeam séú óháðir flokki sínum. Þá lætur hann Hannes og Þorst. Briem gera „flokkssamþykktir" til að binda M. T. Og þá fer hann með Svafari Guðmundssyni austur í Árnessýslu til þess að láta reka Magnús úr „flokkn- um“. Og hér á ekki að sýna um- burðarlyndii. Það á svo sem ekki að nægja að reka M. T. úr „flokknum“ heldur á líka að veka hann af Alþingi. Auðvit- að er það ekki hægt. Og eitt má benda á til viðbótar í þessu sambandi: Ef uppbótarþing- maður, sem fer úr flokki, væri skyldur til að leggja niður um- boð sitt, þá væri þingmaður, sem1 kosinn er í kjördæmi, líka skyldur til að gera það. Fylgí kjördæmakosinna þingmanna er líka að meira og minna leyti flokksfylgi. Löggjafinn hefir viðurkennt það beinlínis með því, að skipa svo fyrir, að prenta skuli á kjörseðilinn fyr- ir hvaða flokk frambjóðandinn sé í kjöri. Þetta munu þeir Jón og félagar hans ekki hafa gef- ið sér tíma til að athuga. En af hverju er Jóni frá Dal svo mikið áhugamál að koma Magnúsi Torfasyni burt iaf þingi? Myndi það vera af umhyggju fyrir því að útvega sæti handa Stefáni í Fagra- skógi? Stefán er óskrifað blað í pólitík, og meðframbjóðandi hans í Eyjafirði lýsti yfir þ\i, að hann vildi helzt vinna með Framsóknarflokknum. kveðínn upp I Hæstaréttí fyr> ir 10 árum (sbr.Ndbl.í fyrradag) Úr Hæstaréttardómum, II. bindi, bls. 77. Mál nr. 14/1925, mánudaginn 11. maí. Réttvísin gegn G. og B. Brot gegn 253 gr. hegningarlaganna. Tónlistarlistarskolinn Fyrri nemendahljómleikur skólans verður 1 Gamla Bíó næstkomandi sunnu- dag (á morgun). Aðgöngumiðar hjá Viðar. Dómurinn hljóðar svo: „Héraðsdómarinn hefir rétti- lega heimfært brot ákærða B. undir 253. gr. alm. hegningar- laga, og með því að hæstiréttur fellst einnig á refsingu þá, sem ákærði er dæmdur til, ber að staðfesta aukaréttardóminn að þessu leyti. Ákærði G. undirritaði eyðu- blöð að tékkum í Landsbank- ann og setti nafn sitt aftan á þau og veitti um leið meðá- kærða B. ótakmarkaða heimiild til að útfylla eyðublöðin og láta þau af hendi til greiðslu á vór- um1 þeim, er B. ætlaði að kaupa fyrir ákærða, án þess að hann ætti þá nokkurt fé í bankanúm til þess að innleysa tékkana þá er þeim yrði framjvísað eða hefði nokkra vissu eða jafnvel líkur til að geta það. Ákærði hefir með þessum hætti gerst samsekur meðákærða B. um refsiverða notkun verðlauss gjaldeyris*), og verður einnig *) Leturbr. blaðsins. að heimfæra brot hans undir 253 gr. almennra hegningar- laga. Þykir refsing hæfilega ákveðin 2X5 daga fangelsi við vatn og brauð, en eftir atvikum málsins og sérstaldega vegna þess, að hann hefir játað brot sitt hreinskilnislega og undan- dráttarlaust, þykir mega á- kveða samkv. 1. gr. laga nr. 39 16. nóv. 1907, að fullnustu refsingarinnar skuli fresta og hún niður falla, að 5 árum liðn- um frá uppsögn dóms þessa, ef ákærði fullnægir lögmætum skilyrðum.-------- __ ___ti Því dæmist rétt vera: Ákærði B. sæti 3X5 daga fangelsi við vatn og brauð. Á- kærði G. sæti sömuleiðis 2X5 daga fangelsi við vatn og brauð en fullnustu refsingar hans skal fresta, og skal hún niður falla, að liðnum 5 árum frá uppsögn þessa dóms, ef skilorð laga nr. 39, 16. nóv. 1907 eru haldin. Sumir halda að hér liggi annað á bak við. Þ. e. að koma Jóni sjálfum inn í þingið. Það er ekkert ólíklegt, að Stefán mundi fáanlegur til þess, fyrir góða aðbúð, að afsala sér sín- um rétti sem varam'aður. Hann er ungur maður og mun varla þykja álitlegt að byrja þing- mennsku fyrir dauðan flokk. Og þá stendur Jón frá Dal næstur til að erfa hnossið. Eða ef Stefán reyndist örðugur — — Myndu þá ekki vera einhver ráð til fyrir þá Jón og Hannes að bregða sér til Eyjafjarðar og láta reka hann úr flokkn- um? En það er bara einn galli á öllu þesu ráði. Jón frá Dal hefir reiknað skakkt nú, eins og liann reiknaði skakkt þegar kosningalögin voru til með- ferðar á Alþingi. Magnús Torfa son verður kyr á þingi. — Og Jón frá Dal verður að vera utan gátta, nema ef íhaldinu ]>óknast að bjóða honum inn í bæjardyrnar við næstu kosn- ingar. Nýlátinn er á Akureyri Þórður Gunn- arsson, sem um langt skeið bjó að Höfða í Höfðahverfi, við mikla rausn og myndarskap. Hjá Höfðabræðrum (Þórði og Baldvin og konum þeirra) var lengi eitt af allra fjölmennustu) heimilum hér á landi, myndar- legt, friðsamt og sérstaklega á- nægjulegt. Munum við margir, sem á því heimili dvöldumst, minnast þaðan einhverra á- nægjulegustu stunda æfi okk- ar. Hefi ég aldrei þekkt jafn mikinn gleði- og myndarbrag á einu sveitaheimili og að Höfða meðan þeirra bræðra naut þar og aldrei jafn mikinn heimilis- höfðingja og Þórð Gunnarsson. V. G. ■ Dívanar, dýnur og allskonar stoppuð húsgögn. Fjölbreytt- ast úrval. — Vatnsstíg 3. Húsgagnaverzl. Reykjavíkur. ■ ■ Vönduðustu og smekklegustu ferminéaréjafirnar fást hjá Haraldi Hagan Austurstrœti 3 Nýjasta og skemtílegasta ferminéargjöfín er ávísun á „Silfurplötu“ með rödd fermingar- drengsins eða stúlkunnar sjálfrar! Hljóðrítunarstöðin í Atlabúð John InRlis óíCo.L^ Millers, Leith Edinhurgh 6. VtJrur vorar eru alþektar á íslandi FYRIR OÆDI: INGLIS — blandað hænsnafóður. INGLIS — alifuglafóður. INGLIS — maísmjöl. INGLIS — maís kurlaður og fleiri fóðurvörur. Alt í „Blue Staru-sekkjum. Pantanir annast. Samband ísl. samvinnufélaga. M.s. Dronning Alexandrine fer sunnudaginn 12. maí kl. 8 síðd. til Kaupmannahafnar (um Vestmannaeyjar og Thorsh.). Farþegar sæki farseðla í dag. Vörur komi í dag. Tryggvagötu — Sími 3025. Sktpaafgreiðsla Jes Zimsen kjólar Fallegar blússur. Skemmtilegar peysur. Vorpils. Nýtízltu slæður, og nýjasta nýtt í krögum er nýkomið í Ninon þessa dagana. Stærst úrval. Bezt verð. NIN0N Austurstæti 12. Opið 11—121/2 og 2—7.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.