Nýja dagblaðið - 11.05.1935, Blaðsíða 1

Nýja dagblaðið - 11.05.1935, Blaðsíða 1
r Karlakór Reykjavíkur Mikíl aðsókn og ágætir blaðadómar í Noregi Islendingar í Danmörku Viðtal við Martin Bartels, formann íslendinga- félagsins í Kanpmannahöfn Kórinn syngur í Gautaborg íkvöldogíStokkhólmiámorgun Þær fregnir, sem borizt hafa af söngför Karlakórs Reykja- víkur, eru á þá leíð, að hverj- um góðum Islendingi mega þær vera fagnaðarefni. Á útleið sinni söng kórinn í Færeyjum við ágæta aðsókn og undirtektir. 1 Björgvin hélt hann fyrstu söngskemmtun sína á mánu- dagskvöld. Aðsöknin var góð og fögnuður áheyrenda mjög roikill. Bárust kórnum og söng- stjóra hans margir blómvendir og lárviðarkrans. Blaðaummæli um; söng kórsins eru m. a. á þá leið, að íslendingamir hafi „lagt borgina undir sig í einni svipan“ og kórinn mundi sóma sér vel, hvar í heimi sem væri. Kórinn söng aftur í Björgvin á miðvikudagskvöld. Meðan kórinn dvaldi í Björg- vin, var hann boðinn í bílferð um nágrenni borgarinnar og síðan haldin veizla á Flöjen. Á fimmtudagskvöld söng kórinn í Oslo við mikla aðsókn og ágætar viðtökur. Rigndi blómum yfir söngstjórann, Sig- urð þórðarson, og í blaðadóm- um segir, að hann sé „list- fengur stjórnari og kórinn svo fágaður, ag leitun sé á öðru Sigurður Þórðarson, söngstjóri eins“. Stefán Guðmundsson fær einnig lofsamlega blaðadóma og segir eitt blaðið, að hann sé , ,guðinnblásinn söngsnillingur“. I dag syngur kórinn í Gauta- borg og á morgun syngur hann fyrir Ingrid prinsessu, í höil hennar í Stokkhólmi. (Að nokkru eftir útvarpina). 110 þús. Þjóðverja hata flúid land, segir blaö Hitlers r I fangabúðunum eru „nám skeið i samiögun við hið nýja Þýzkalandu London kL 16, 10/5. FÚ Fyrstu opinberu tölurnar, sem þýzk stjórnarvöld hafa lát- ið uppi um fjölda þeirra manna, sem flúið hafa frá Þýzkalandi síðan nazistar tóku við völdum, voru birtar í Berlín í dag. — Skýrslan er byggð á upplýsing- um frá leynilögreglunni þýzku. í skýrslunni segir að 90.000 gyðingar hafi flúið land og um 20.000 annara þýzkra manna. Af þessum 110.000 er talið að 10.000 hafi aftur horfið til Þýzkalands. Völkischer Beobachter, blað Hitlers, segir í grein um þessa sltýrslu, að við flótta þessara manna hafi Þýzkaland misst 80 miljónir sterlingspunda í reiðu fé, eða jafngildi þess. Fjár- Framh. á i. síðu. Ríkid keypti í gær síldarverksmiðiuna á Baniarhöfn Frumvarp til laga nm heímild til verksmidjukaupanna var flu' t á sldasta þingi at Gísla Guðmundssyni þingmanni Norður- Þingeyinga. Síðdegis í gær var undirrit- aður á Siglufirði samningur milli ríkisstjórnarinnar og norska firmans Gundersen í Björgvin, um að ríkið kaupi síldarverksmiðjuna á Raufar- höfn. Þormóður Eyjólfsson for- maður síldarverksmiðjustjórn- ar ríkisins hefir aðallega ann- ast samningumleitanir af hálfu ríkisins og undrritaði hann, á- samt einum meðstjórnanda, Jóni Þórðarsyni, samninginn fyrir hönd ríkisstjómarinnar. En Böðvar Bjarkan málafl.maður á Akureyri var umboðsmaður norska firmans og undirritaði samninginn fyrir þess hönd. Samkv. samningnum kaup ir ríkið verksmiðjuna með hús- um, vélum, áhöldum, bryggjum' og öðrum mannvirkjum fyrir 60 þús. norskar krónur. Helm- ingurinn af verðinu, kr. 30 þúa., á að greiðast 1. okt. n. k. Eft- irstöðvarnar greiðast með jöfn um afborgunum og 5% vöxt- um á næstu fimm árum. Verksmiðjan bræðir um 800 mál á sólarhring. Raufarhöfn liggur mjög vel við síldarmið- um, því að oft er aðal síldar- gangan fyrir norðan austur á Axarfirði og þistilfirði. Sérsták lega er það mikilsvert fyrir smærri skip, að geta losað sig við síld, sem þar veiðist, til bræðslu á Raufarhöfn, í stað þess að þurfa að fara með hana alla leið vestur á Eyjafjörð eða Siglufjörð. Undanfarin ár hefir stundum legið við borð, að verksmiðju- reksturinn á Raufarhöfn legð- ist alveg niður. En það myndi hafa þýtt mjög alvarlegt at- vinnutjón fyrir þorpsbúa á Raufarhöfn og fjárhagserfið- leika fyrir viðkomandi hrepp. Sl. haust fluttu eigendurmr mikig af útbúnaði verksmiðj- unnar burt og munu hafa verið staðráðnir í því að reka hana ekki framvegis. Gísli Guðu undsson, þingmað ur N.-Þingeyinga, flutti því á síðasta þingi frv. um að veita ríkisstjórninni heimild til að kaupa og starfrækja verksmiðj una. Varð frv. að lögum á þing- inu. Fyrir nokkrum dógum skýrði einn af meðlimum' í stjórn síldarverksmiðja ríkisins frá því í Vísi og Mbl., að búið væri að semja um kaup á verksmiðj- unni. En eins og sjá má hér að framan var sú frásögn röng, því að samningurinn var ekki undirritaður fyr en í gær. Er það undarleg lausmælgi af manni í opinberri þjónustu að hlaupa í blöð með samninga, sem ekki er búið að ganga frá, enda mun það ekki hafa verið gert með leyfi þeirra, sem önn- uðust samningana. FRÁ FRÉTTARITARA NÝJA DAGBLAÐSINS. Kaupm.höfn í apríl. Er ekki erfitt fyrir íslend- inga að una sér í Danmörku, sökum þess hve náttúra lands- ins er gagnólík því sem þeir eiga að venjast? Er ekki örð- ugt fyrir ísíendinga að fá at- vinnu í Danmörku? — Það hlýtur að vera áhugaefni fyrir marga Islendinga, sem hafa í byggju, að heimsækja landið ftalir ákæra Þjöðverja fyrir að flytja vopn til Abyssiniu London kl. 16, 10/5. FÚ í grein, sem út kom í Joum- ai de Italia í morgun, er Þýzka land sakað um það, að hafa Keisarinn í Abyssiniu. sent til Abyssiniu miklar birgð ir af rifflum, vélbyssum, skot- færum, brynvögnum, junkers- flugvélum og efnavörum, sem livort heldur sem er megi nota til eiturgasframleiðslu eða til sprengjugerðar. Frá því í jan- úar og þangað tl um miðjan apríl, segir í þessari grein, voru flutt inn frá Þýzkalandi til Abyssiniu 10.000 rifflar, 2 miljónir skothylkja og allmikið af vélbyssum. Ennfremur er frá því skýrt, að vörur þessar skuli greiðast á 9 árum með útflutn- ingsvörum frá Abyssiniu til Þýzkalands. í greininni segir ennfremur, að almennt sé svo álitið að vissir bankar í Evrópu hafi veitt Abyssiniukeisara lán til að standa straum af þessura vígbúnaði. Ástandið er afar hættulegt, segir að lokum í greininni, og Italía verður að taka upp hinar ströngustu var- úðarráðstafanir. Blaðið fullyrð- ir, að Abyssiniukeisari láti nú þjóðina hervæðast á tveimur Framh. á 4. síðu. rnilli Skagerak og Kattegat, að fá svör við þessum og öðrum slíkum spurningum, sem máli skipta. Einn þeirra manna, seni hefir bezta þekkingu á þessum málefnum, er Martin Bartels bankafulltrúi. Hann hefir verið formaður fyrir Is- lendingafélaginu í Kaupmanna- höfn síðan 1926 og nýtur mik- illa vinsælda í því starfi. Enn- fremur er hann í stjórn Dansk- íslenzka félagsins og auk þess vel kunnugur dönsku athafna- lífi. Sökum þessarar aðstöðu sinnar hefir hann náin kynni bæði af íslendingum og Dön- um. Þess vegna hefi ég beðið hann að svara fyiTgreindum spurningum, og farast honum svo orð: — Staðhættir hér eru auð- vitað á margan hátt mjög ó- líkir íslenzkum staðháttum og hver og einn verður að sætta sig við það. En samt sem óður gengur Islendingum það yfir- leitt vel. Þess vegna hefir mér virzt, að flestir I slendingar kunni vel við sig hér í Dan- mörku. Sökum atvinnuleysisins og samtaka stéttafélaganna, er það ríkjandi skoðun að nú sé örðugt fyrir Islendinga að fá atvinnu í Danmörku. Samt sem áður eru Danir yfirleitt mjög ánægðir með vinnubrögð íslendinga. Því til sönnunar nægir að benda á það, að inn- an ýmsra starfsgreina hafa ts- lendingar áunnið sér vinsældir. Ilér starfa m. a. íslenzkir verzlunarmenn, læknar, hand- verksmenn, hjúkrunarkonur og saumakonur, við góðan orðstír. Launakjör eru yfirleitt góð. I Frainh. á 2. síðu. Forstjóraskipti í Samsölunni Arnþór Þorsteinsson, fram- kvæmdarstjóri Mjólkursamsöl- unnar hefir í gær ritað Mjólk- ursölunefnd og óskað eftir að fá lausn frá starfi sínu við Samsöluna, þar sem honum standi til boða annað starf, er honum leiki fremur hugur á. Ósltaði hann eftir að geta skipt úm' starf nú þegar. Mjólkursölunefndin hefir fall izt á að verða við ósk hans. Ennþá er ekki ráðið um, hver taki að sér starfið, en það mun verða gert mjög fljótlega.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.