Nýja dagblaðið - 15.05.1935, Side 1

Nýja dagblaðið - 15.05.1935, Side 1
 1 \ | ? Wmsp,'. &suSi. lifl I gærdag var Litlabeltisbrú- in danska vígð með mikilli viðhöfn. Er þetta stórkostleg- asta brúarmannvirki, sem enn hefir verið byggt í Evrópu og hafa danskir verkfræðingar séð um byggingu brúarinnar. Brúin liggur yfir Litlabelti og tengir saman Fjón og Jót- land í Danmörku. Litlabeltisbrúin er alls 1177,80 metrar á lengd. Fyrstu stöplar brúarinnar eru 137,5 m. frá landi, en frá þeim eru 165 m. að miðstöplunum tveim- ur. Milli miðstöplanna eru 220 metrar. Brúarstöplarnir rísa 32 m. úr sjó, en ná allt að því 40 m. undir yfirborð sjávar. Frá grunni er brúin því ámóta há og Ráðhús Kaupmanna- hafnar. Þungi sá, sem hvílir á I stöplunum er 13 þús. tonn og er brúin þannig helmingi J^yngri en hin fræga Brooklyn- brú í New York. Litlabeltisbrúin verður jöfn- v.m höndum notuð fyrir umferð járnbrautalesta, bifreiða og gangandi manna. Samkvæmt bréfi frá frétta- ritara Nýja dagblaðsins og fregnum í gærkvöldi. Laval í Rússlandi Flugufregnir um hernaðarbaitdalag m lli Frakka og Rússa London kl. 16, 14/5. F.Ú. Laval átti nokkra viðræðu við Stalin í morgun, og síðar við nokkra aðra æðstu embætt- ismenn Sovét-stjórnarinnar. í gærkveldi var honum haldin mikil veizla. Litvinoff sagði í skálaræðu, sem1 hann hélt fyrir heiðui'sgestinum, að sáttmál- inn milli Frakklands og Rúss- iands nyti óskiftrar samúðar og trausts allrar rússnesku þjóðarinnar og allra þeirra manna, hvar sem væri, sem vildu frið í stað ófriðar. 1 fylgd með Laval til Varsjá og Moskva, eru þau skrif- stofustjóri kennslumálaráðu- neytisins Alex Legére, einka- ritari hans Rochat og dóttir hans José Laval. Samkvæmt áður útgefinni áætlun uni ferðalagið, verður Laval og föruneyti hans haldin veizla í sendisveitarhöllinni í Moskva að kvöldi þess 14. maí, en mið- vikudaginn 15. maí er ráðgert að hann haldi af stað heirn- leiðis. Ýmsar flugufregnir gengu um erindi Lavals um' það leyti sem hann var að leggja af stað, meðal annars, að samið mundi verða um 4 miljarða franka lán handa Rússlandi. Það fylgdi fregninni, að láninu skyldi verja til þess að koma lagi á rússneskar járnbrautir. Ennfremur gengu ýmsar íregnir um það, að svo fremi að hinn nýi samningur milii Rússlands og Frakklands væri á nokkurn hátt víðtækari, en samningar þeir er fyrir voru, þá hlyti það að vera af því að jafnframf hefði verið samið um hei-naðarbandalag. Þessu hefir hvorutveggju verið opinberlega neitað af hlutaðeigandi frönskum yfir- voldum. Vertíðin 1 Vestmaunaeyjum Vetrarvertíðinni í Vestm- eyjum lauk almennt síðastl. laugardag. Alls stunduðu þar veiðar 84 vélbátar og 8 trillu- bátar. Afli var samtals 45 þús. skippund, miðað við fullverk- nðan fisk, auk 740 smál., er sendar voru ísaðar til útlanda. Lifrarafli varð 1.612.704 kg., sem unnið var úr 4178 föt af lýsi, eða 835.6 smál. Þrír aflahæstu bátarnir voru: 1. Frigg, 21 smál., skipstjóri Sigurður Bjarnason, með 129 þús. þorska í 65 róðrum, há- setahlutur kr. 1712.94. 2. Leó, 38 smál., skipstjóri Þorvaldur Guðjónsson, afli 123. 500 þorskar í 57 róðrum, há- setahlutur kr. 1511.00. 3. Hilmir, 38 smál., skip- stjóri Haraldur Einarsson, afli 115 þús. þorskar í 58 róðrum, hásetahlutur kr. 1522.58. Vidauki vid eldri reglugerð um sölu og meðterð mjólkur var gefínn út í gær 1 umræðum, sem fóru fram um mjólkurmálið á Alþingi í vetur, lýsti landbúnaðarráð- herra því yfir, að hann teldi sölu ógerilsneyddrar mjólkur , lieimila samkvæmt mjólkurlög- I um og myndi hann vinna að því, sökum ítrekaðra óska margra neytenda, að hægt yrði að fá holla, ógerilsneydda mjólk hér í bænum. Álit sérfróðra manna, m. a. lækna á þessu máli, er þó vit- anlega það, að gerilsneydd mjólk sé langtum öruggari frá heilbrigðislegu sjónarmiði og sýkingarhætta geti jafnan stafað af ógerilsneyddri mjólk, jafnvel þó hún sé undir ströngu heilbrigðiseftirliti. — Kemur þetta m. a. mjög skýrt * fram í bréfi, sem Vilmundur" Jónsson landlæknir hefir skrif- að Mjólkursölunefnd, en hún hafði óskað eftir áliti hans. En þar sem allmargir mjólk- urkaupendur hafa ekki viljað taka álit þessara manna til greina og eindregið óskað eft- ir ógerilsneyddri mjólk, hefir verið talið rétt, að gefa þeim1 kost á þeirri vöru, sem þeir óska eftir, enda verður hún hér eftir undir strangara heilbrigðiseftirliti en áður hef- ir verið. Fól landbúnaðarráðherra Mj ólkursölunefnd fyrir nokkru að undirbúa þær breytingar, sem gera þyrfti, til að hrinda þessu í framkvæmd. Samþ. Mjólkursölunefnd á fundi í fyrrakvöld, að leggja til að gefinn yrði út viðauki við eldri reglugerð. Bárust ráðh. til- lögur nefndarinnar í gær og brá hann strax við og gaf út samhljóða tillögum nefndar- innar eftirfarandi reglugfrð um viðauka við reglugerð frá , 15. marz 1935 um framleiðsiu, I meðferð og sölu mjólkur og rjóma: Aftan við „Ákvæði um stundarsakir“ komi ný máls- grein svohljóðandi: -Meðan ekki er kostur á nægj- legri mjólk, sem framleidd er samkvæmt ákvæðum VII. kafla þessarar reglugerðar, til þess að seljast ógerilsneydd, skal Mjólkursamsölunni í Reykja- \ík heimilt að selja ógeri!- sneydda þá mjólk, sem fram- leidd er samkvæmt ákvæðum VI. kafla, enda sé til þess • ■ valin 1. flokks mjólk frá semj fæstum mjólkurframleiðendum i Reykjavík og grennd, er að dómi héraðslæknis og dýra- læknis komast næst því að íullnægja ákvæðum VII. kafla við framleiðslu mjólkurinnar. Siík mjólk skal síuð gegnum þrýstisíu, fyllt á flöskur og merkt ógerilsneydd mjólk B. Reglugerð þessi er hérmeð sett samkvæmt lögum nr. 1, 7. janúar 1935 til þess að öðlast gildi þegar í stað og birtist til eftirbreytni öllum þeim, sem hlut eiga að máli. Atvinnu- og samgöngumála- ráðuneytið, 14. maí 1935. Hermann Jónasson. /Vigfús Einarsson. Verður heimild sú, sem gef- in er í þessari reglugerð, þeg- ar hagnýtt, og kemur ógenl- sneydda mjólkin á markaðinn innan fárra daga. Bilieilsrslys Um kl. 3 í fyrrinótt ók vörubifreiðin RE 395 út af veginum rétt fyrir ofan Árbæ. Var hraðinn mjög mikill á bif- reiðinni og valt hún margar veltur, stýrishúsið mölbrotnaði og einnig skemmdist hún mik- ið að öðru leyti. í bifreiðinni voru tveir menn, bifreiðarstjórinn, Karl P. Símonarson frá Vatnskoti og eigandi bifreiðarinnar, Sig- urður Jónsson frá Laug. Sig- urður meiddist töluvert á höfði og höndum, en bifreiðarstjór- inn slapp ómeiddur. Liggur Sigurður á Landsspítalanum. Italskar hersveitir kvaddar til vopna London kL 16, 14/5. F.Ú. Enn er verið að kveðja ít- alskar hersveitir til vopna. Fjölda manna úr árgöngunum 1910 og 1912 hefir verið gert aðvart um að vera viðbúnir að grípa til vopna hvenær sem er. Opinberlega er það þó tilkynnt að ekki sé ætlunin að bjóða út öllúm þessum árgöngum í heild, en aðeins nokkrúm sér- fræðingum.

x

Nýja dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.