Nýja dagblaðið - 28.05.1935, Síða 2
2
N Ý J A
DAGBLAÐX Ð
Karlakór Reykjavíkur
Vertn með íhaldmn“
Horfur í Austur-Evrópu
Sönéstjóri Sifi. Þórðarson
Samsöngur
í G-amla Bíó í dag (28. maí) kl. 7,15 e. hád,
með aðstoð hr. óperusöngvara
Stefáns Guðmundssonar
Við slaghörpuna :
Anna Péturss
Aðgöngumiðar verða seldir í hljóðfæraverzl. frú Katrínar
Viðar og Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar.
Aths. Pantaðir aðgöngumiðar verða að sækjast fyrir kl. 1
daginn sem sungið er.
V N
s au m av é lav
Höfum nú til stígnar
JUNO SAUMAVÉLAR
Samband ísl. samvinnufélaga.
FREYJU kaffibstisduftið
— nýtilbúið — inniheldur aðeins ilmandi kaffibeeti, ekkert vatn
•ða ðnnur efni til uppfyllingar. Þess vegna er Freyju kaffibœtia-
duftið drýgst, heilnæmast og bezt. Og þó er það ódýrara en kaffi-
bæti i atöngum.
Notið það bezta, sem unnið er í landinu
f^Slk
Pakkínn
I^oslcir
/ óflum vef'z/unum,
.,— Reykid
COMMÁIS jVfltölNU cioabeiiuh\ , mFp
er vígorð „bændaflokksins1
Framh. af 1. síðu.
mína úr flokknum. Þar sem
bréf mitt gaf ekki ástæðu til
að halda slíku fram, verð ég-
því að taka þessa kvittun sem
brottrekstur úr flokknum.
„Himdeltur flóttamað-
ur“.
Ég sný mér þá að greininni
í Fram'sókn. Þar segir, að
„Bændaílokkurinn" hafi tekið
við mér eins og „hundeltum
flóttamanni“. Sannleikurinn er
sá, að bæði rnenn hér í sýslu
og í Rvík lögðu fast að mér,
að vera í kjöri og áður en ég
afréði það, sagði ég frá því,
hvernig ég áliti að „Bænda-
flokkurinn“ ætti að vera og
setti skilyrði.
Þá er látið eins og ég hafi
ekkert gert, ég hafi verið ó-
magi „Bændaflokksins" og
sogið úr honum merginn. Ég
tel mig ihafa verið fullkominn
matvinnung eins og reynslan
líka sýndi.
Ef ég hefði ekki verið í
framboði, hefði „Bændaflokk-
urinn“ fengið miklu minna,
bæði hér í sýslu og víðar og
myndi liafa fengið einn mann
landskjörinn. Þá fékk stjórnar-
liðið hreinan m'eirahlúta í báð-
um deildum, en við Ásgeir sát-
um í skammakróknum1. Þannig
er sagan sönn, að Ólafur Thors
gat móðurskipið, móðurskipið
gat mig og ég gat Þorstein
Briem. Ég þykist því hafa
unnið fullkomlega fyrir mér,
ekki standa í neinni skuld og
geta horft í augu „bænda-
flokksmanna" með fullri ein-
urð.
Vertu með íhaldinu.
Þá er sagt, að ég hafi ekki
„sinnt flokksstarfi“. Ég vann
með þeim að málunum framán
af, en smátt og smátt trénað-
ist ég á vinnubrögðunum, því
ég fór að finna, að ég var
hafður að viðsjármanni.
Ég hætti því mikið að sækja
fundi. Mér fannst erindi
manna í ílokknum við mig
vera þetta eitt: Vertu með í-
haldinu, vertu með íhaldinu og-
vertu með íhaldinu!
Ég hefi aldrei verið íhalds-
maður og því ekki von ég vildi
vera það.
Óbreytt afstaða.
„Bændaflokkurinn“ var
stofnaður á þeim1 grundvelli,
að geta náð mönnum bæði úr
Framsóknarflokknum og
„Sjálfstæðisflokknum“. Vonin
var, að geta fengið það mikinn
liðsafla, að flokkurinn réði lög-
um og lofum í þinginu.
Því var tekið það ráð, að fá
menn í flokkinn, sem voru ó-
líkir að skoðunum. Þannig
myndaðist bæði hægri og
vinstri armur. Ég var í vinstra
armi.
Hvað frambjóðendur flokks-
ins hafa sagt í öðrum kjör-
dæmum, er mér ekki kunnugt,
en ég lýsti því yfir á framboðs-
fmidum hér, að ég stæði í sömu
sporum og á þingi 1933 og
teldi sjálfsagt, að „Bænda-
flokkurinn“ yrði í samvinnu
við Framsóknarflokkinn. Þess-
ari stefnu hefi ég fylgt.
Samkvæmt þessu var líka ó-
mögulegt að vænta þess, þeg-
ar ég kæmi á þing, að ég færi
að vinna á móti Framsóknar-
flokknum, en þóknast íhaldinu.
Ég hafði tvennt fyrir aug-
um: Gera það, sem bætti land-
ið bezt og bætti Bændaflokk-
inn bezt.
Aðstaða mín til þess var
betri en annara. Ég hafði
ákveðið að bjóða mig ekki
fram aftur. Ég þurfti alls
ekki að láta neinar flokkserjur
til mín taka. Ég var aðeins
maður hinnar líðandi stundar.
Ég þurfti ekki að taka tillit til
þess, hvað kæmi sér bezt við
kjósendaborðin í næstu kosn-
ingum.
(Þessu næst rakti sýslumað-
ur gang nokkurra mála til að
sanna, að afstaða hans hefði
verið í samræmi við loforð
hans og yfirlýsingar fyrir
kosningar).
Fundurinn I Tryggva-
skála.
Ég kem þá að fundinum í
Tryggvaskála. Flokksmenn
mínir úr Reykjavík boða hér
fund, án þess að láta mig vita.
Ég kann ekki vel við, að vera í
fiokki, sem boðar fund á bak
við mig í mínu eigin kjör-
dæmi.
En ekki nóg með það. Á
fundinum kom fram tillaga,
sem ég hefi að vísu ekki heyrt
nákvæmlega. En samkvæmt
upplýsingum frá tveimur skil-
ríkum mönnum, var aðalinni-
hald hennar það, að annað-
hvort yrði ég að segja af mér
þingménnsku, ellegar yrði ég
rekinn úr flokknum1.
Vænti ég, að hver maður
sjái, að þegar svo er búið að
manni af stjóm flokksins, þá
er ekki annað hægt en slíta
við hana samvinnu.
Ég hefi ekkert að athuga
við Bændaflokksmenn í Ámes-
sýslu, og því sagði ég mig ekki
úr flokknum1, að ég áleit rétt
vegna kjósenda minna, að ég
héngi í flokknum eins lengi og
unnt var.
Greinarhöfundurinn,
Ég vil loks minnast nokkr-
um orðum á greinarhöfundinn,
manninn, sem nefnir sig Svaf-
ar Guðmundsson. Mér hefir
fundizt hann góður og gegn
maður og fallið heldur vel við
hann. Ég gat því illa skilið, að
hann væri slíkt pólitískt roð-
hænsni, að sjá ekki, að hann er
að skaða „Bændaflokkinn" með
því að bola mér í burtu.
Mér þykir trúlegast, að
skýra þessa framkomu hans
þannig, að vegna þessa míkla
fylgis, sem hann vann sér í
Rangárvallasýslu, hafi honum
vaxið mikilmennskuæði og
honum finnist hann vera sá
Napoleon, sem eigi að ráða lög-
um og lofum í „Bændaflokkn-
um“.
Framh. á 3. síðu.
Framh. af 1. síðu.
hann var fyrsti forseti pólska
lýðveldisins og eins síðústu
árin, þegar hann, þrátt fyrir
það þótt hann bæri enga form-
lega ábyrgð á stjórn landsins,
haJði meira vald en nokkur
forseti. Tortryggni Pilsudski í
garð Rússa kom mjög greini-
lega í ljós, þegar Þýzkaland,
við valdatöku Hitlers, komst í
mjög skarpa andstöðu við
Rússland. Pilsudski tók þann
kostinn, að Pólland skyldi
hefja nánari samvinnu við
„hið þriðja ríki“. Það hamlaði
ekki þessari ákvörðun, þótt
með því móti væri teflt á tvær
hættur um vináttu Frakka.
Vinátta Pólverja og Frakka
kólnaði til muna þegar Frakk-
ar og Rússar gerðu með sér
samning um vamarbandalag
gegn Þýzkaxandi. Höfuðákvæði
þeirra samninga er um gagn-
kvæma aðstoð, ef Þjóðverjar
herjuðu á annað landið. Pils-
udski óttaðist, Rússar mundu
fara með her um Pólland til
hjálpar Frökkum, ef Þjóðverj-
ar réðust á þá. Síðustu orð
hans gefa til kynna, hve mjög
hann óttaðist þetta.
Sú spurning vaknar við and-
lát pólska alræðismánnsins,
hvort Pólverjar munu eftirleið-
is halda við þá stefnu í utan-
ríkismálum, sem hann hélt svo
fast við, eða hverfa til vináttu
við Frakka? Laval utanríkis-
m'álaráðherra Frakka, hefir
nýverið lýst því yfir, að ef til
styrjaldar komi milli Frakk-
lands og Þýzkalands, muni
i’ússneskur herafli, sem1 komi
Frökkum til hjálpar, ekki
leggja leið sína um Pólland, því
hann geti farið annarsstaðar.
Yfirleitt er gert ráð fyrir
því í Frakklandi, að Pólverjar
muni nú smátt og smátt átta
sig og stefna til frekari vin-
áttu við Frakka. Það er vitað,
að í Póllandi er mikil andstaða
gegn utanríkismálastefnu Pils-
udski. Og nú þegar hann er
látinn, er gert ráð fyrir, að
andstæðingar hans taki við
stjórnartaumunum. Þann veg
myndast síðasti hlekkurinn í
lvrirxg stórveldanna gegn Þýzka-
landi. Þ. e. a. s. svo framar-
lega sem1 bandalag Frakka og
Rússa verður varanlegt, sem!
mikið er undir því komið,
hvort Rússar hætta allri
pólitískri undirróðursstarfsemi
í Frakklandi. Aukið fylgi kom-
múnista við nýafstaðnar
sveitastjómarkosningar í
Frakklandi, hefir skapað nokk-
urn ótta um afkomu þessara
mála. Samt sem áður hefir
Stalin gefið Laval það loforð,
að kom'múnistiskri undirróð-
ursstarfsemi skuli með öllu
nætt í Frakklandi. Verði þetta
loforð haldið, er rutt úr vegi
mestu örðugleikunumj fyrir
vinsamlegri samvinnu Frakka
og Rússa í framtíðinni.
Sem sagt, er gert ráð fyrir,
að fráfall Pilsudski múni hafa
þau áhrif, að stórveldin múnu
algerlega einangra Þýzkaland.
Má vænta þess, að þoð muni
liafa víðtækar afleiðingar í för
með sér. B. S.