Nýja dagblaðið - 28.05.1935, Blaðsíða 3

Nýja dagblaðið - 28.05.1935, Blaðsíða 3
N Ý J A D A G BLAÐIÐ 8 „Vertn með íhaldinn" er vigord „bændaflokksinsu NÝJA DAGBLAÐIÐ Útgefandi: „BlaBaútgáfan h.f.“ Ritstjórar: Gísli Guðmundsson, Sigfús Halldórs frá Höfnum. Ritstjómarskrifstofumar Laugv. 10. Símar 4373 og 2353. Afgr. og auglýsingaskrifstofa Austurstr. 12. Sími 2323. Áskriftnrgjald kr. 2,00 á mán. f lausasölu 10 aura eint I ‘rentsmiðjan Acta. Illl^^—lll■I^HI>lll II IIIIIIIII I IIIIIIIIIII I il I Smámennin í fjðluvarpannm Burt úr lilaði Rógur reið Rangsleitnin og Illgirnin Lýgi og Þvaður skelltu’ á skeið Skárri er það nú fytkingin! Svo kvað nú Páll Ólafsson einu sinni um' ferðalag- þessara hjúa um sveitina. Páll hefir sennilega verið ókvæðaskáld og gert þessi hjú sveitræk. Þá munu þau hafa lifað á snöpum langa hríð, unz farið var að gefa moðið á Morgunblaðsgarð- ann. Þar hefir þetta fólk síðan dvalið, þrifizt og bústnað og jafnaðarlega verið úmsvifamik- ið.> Tíðræddast hefir því orðið um Jónas Jónsson og miklu afkastamest, þegar hann hefir farið úr landi, ihvort heldur sem fulltrúi flokks síns eða þjóðar sinnar, eða þá aðeins sem ein- staklingur. Uni þessi afköst kemst Laxness, sem jafn- vel Mbl. þorir ekki að neita um stílsnilld, svo að orði, að það séu „ólistrænustu ritsmiðar á Islandi“. Undanfama daga hefir þessi lýður Morgunblaðsins brugðið á fjörugan leik, eins og jafnan er J. J. fer utan, og kálfast nú um Morgunbl.-túnið. Hann vinnur það jafnvel til, að veita Jóni Þórðarsyni prentara, sem það þó sjálfsagt ekki elskar, öndvegissess meðal íslenzkra rithöfunda, með því að þakka honum öll ritstörf Jónasar Jónssonar, af því að Jónas Jónsson m. a. nýlega vottaði honum opinberlega viðurkenn- ingu sína fyrir langt og gott samstarf. Af því að Jónas Jónsson sagði þar frá því sem allir rithöfundar vita, að þeir eiga mikið undir glöggum og góðum prentara, þá ætlar þetta sómafólk Mbl. nú að reyna að taka af Jónasi Jónssyni það réttmæta lof, er Laxness segir um hann, sem ritsnilling, er hann, meðal annarra lofsorða, segir: „Honum er jafn lagið viðkvæmni og háð, góðlátleg kýmni og naprasta ádeila. Og hann hefir vald á því upprunalega í íslenzku tungu- taki, betra en flestir þeir höfundar samtímis honum1, sem annars leggja stund á fagrar bókmenntir". Hún fer nú satt að segja því broslegar, þessi tilraun í blaði fjóluræktunarfélagsins, sem hún er oftar endurtekin. Hún er enn innihald eins sunnudagsguðspjallsins hjá þeim. Framh. af 2. síðu. Þingmennslcan. Ég kem þá að því, hvort mér beri að segja af mér þing- mennsku. Ég get verið fáorður um það. Ég myndi undir eins hafa lagt niður þingm'ennsku, ef ég hefði brotið skyldur mín- ar við „Bændaflokkinn". Það væri siðferðilég skylda. En ég lít svo á að ég sé sami „bændafl.maðurinn“ og áður og hafi engar skyldúr brotið. Og sé litið til yfirlýsinga minna og formanns „Bændaflokksins“ hér í sýslu fyrir kosningarnar, þá i'innst mér, að það sé ég, sem á að vera kærandinn, en það séu hinir, sem hafi brotið af sér og rekið erindi íhaldsins. Mér fyndist það vera skyldubrot við kjósendur mína, ef ég legði niður þingmennsku og ég segi þvx að lokurn: Þú verður að þreyja og þrauka, Moggi minn, því enn líða nokk- ur ár þangað til þú getur sagt: Góða nótt, Mangi (Dynjandi lófaklapp). Hinir skuldugu þjónar. Eftir x-æðu Magnúsar var tímanum skift milli flokka, en þó fékk „Bændaflokkurinn“ alltaf lengstan tíma. Talaði fyrst Jón í Dal og svo Eysteinn Jónsson fjármálaráðherra. Eysteinn rakti fyrst sögu „Bændaflokksins", stofnendur hans hefðu sagt sig úr Fram- sóknarflokknum með þeim for- sendum, að flokkurinn gerði þá kröfu til þingmanna sinna, að brjóta ekki stefnuskrá flokks- ins. „Bændaflokkurinn“ hefði talið það sitt helzta og feg- ursta boðorð, að þingmaður- inn væri engu öðru háður en sannfæringu sinni. En svo komu kosningarnar. íhaldið ‘hjálpaði Hannesi á Hvammstanga á þing og lengdi líf „Bændaflokksins“ iiokkra stund. En á þann hátt urðú „bændaflokksmennimir“ hinir skuldugu þjónar. En heimskan ríður ekki við einteyming. Því að um leið og menn hlæja að tilhugsuninní uni1 samanburð á ritlist J. J. og Mbl., þá kemur því gleggra í ljós, sem eigendur þess halda lengur áfram, hin sjúka lítil- magnakennd þeirra. Mikilhæf- ur maður er aldrei hræddur við að viðurkenna og þakka opin- berlega hverja gagnlega bend- ingu, er hann fær, en smá- mennin lítilfjörlegu eru alltaf á steikjandi glóðum um að það kunni að vitnast, að einhver hafi rétt þeim hjálparhönd. Þess vegna viðurkenna þau aldrei opinberlega þá hjálp sem þeim er veitt, og þess vegna neita þau oftast í heimsku sinni þeirri aðstoð, sem einmitt þeim væri öllum. hlutum naúðsynlegri. Og þess vegna er fjólugróð- urinn allt af jafn blómlegur í Morgunblaðsvarpanum. Skuldarinnar krafið. íhaldið náði strax tangar- haldi á Briem og Hannesi. En Magnús Torfason lét sig ekki. Þá var það, sem Ólafur Thors krafði skuldarinnar. 1 nýjárs- boðskapnum lagði Ólafur fram skuldakröfuna. — Annaðhvort varð að „handjárna" Magnús Torfason eða reka hann úr flokknum. Hinir skuldugu þjónar hlýddu, sti-ykuðu yfir öll hin stóru orð og yfirlýsingar. Það var eltki lengur brottfararsök, að gera flokkssamþykkt. Það var ekki framar stjórnarskrár- brot að beita „handjái*num“. Það var skuldakrafa, sem skil- yrðislaust varð að hlýða. Fyrir Framsóknarflokkinn' væri það sönn ánægja, að sjá „Bændaflokkinn" ganga þann- ig á bak allra sinna gífuryrða og sanna þann málflutning Framsóknai-manna, að til burt- fararinnar úr Framsóknar- flokknum lágu raunverulega allt aðrar ástæður. Ræðu Eysteins var fagnað með dynjandi lófaklappi og fékk enginn ræðumanna jafn góðar undirtektir og hann. Svafar sleppir sér og fær tilsögn í fundar- sköpum. Fyrir „Bændaflokkinn“ töl- uðu auk Jóns, Þorvaldur í Arn- arbæli og Svafar Guðmundsson. Þorvaldur talaði skikkanlega. Hélt hann því fram, að mjólk- urverðið í Reykjavík ætti að lækka niður í 35 aura, en rétt áður hélt Jón í Dal langa skammaræðu út af því, að mjólkin hafði verið lækkuð úm 2 aura! Svafar Guðmundsson sagði fátt af viti, enda var hann reiður mjög. Þegar hann hélt seinni ræðuna, ætluðu þeir að skipta með sér tímanum, Þorvaldur og hann. En Svafar talaði allan sinn tíma, allan tíma Þorvaldar líka og góða stund til viðbótar. Hafði hann áminningar fundarstjóra að engu. Var þá Magnúsi Torfa- syni gefið orðið, en Svafar hélt áfram. Tóku þá fundar- menn ráðin og klöppuðu hann niður. Hætti þá Svafar, en Jón í Dal tók hann undir hend- ina og leiddi hann afsíðis. — Verður Svafari þessi tilsögn í fundarsköpum vonandi lengi minnisstæð. Fóru „Bændaflokksmenn" mjög halloka í umræðunum, enda stóðu efni þar til. Fyrir íhaldið talaði Sigurð- ur Kristjánsson og einhver Gunnar, semt var fullur og gátu fundarmenn illa greint á milli, hvor var meiri strákur. Þó sagðist Sigurði vel í ræðú- lokin. Hann sagðist ekki vilja þreyta menn lengúr og skyldi hann því hætta! Fundinum lauk á tíunda tím- anum. ftllt með islenskmn gkipum! »jfll Ráöningarstofa Reykjavikurbæjar Lsakjartorgi 1 (1. lofti) Karlmannadeildm opin kl. 10—12 og 1—2. Kvennadeildin opin kl. 2—5 e. h. Simi 4966. Atvinnurekendur! Munið að þér sparið yður tíma og .pen- inga með því að láta ráðningarstofuna aðstoða yður við ráðninguna. Þér skapið einnig hinum atvinnulausu hagræði með því. Úrvals karlmenn og kvenmenn eru jafnan á tak- teinum til þeirrar vinnu er þér þurfið að láta leysaaf hendi í rekstri yðar eða við heimilið. Hringið, sendið eða komið á ráðningarstofuna í hvert sinn, sem yður vantar fólk um skemmri eða lengri tíma í virmu. öll aðstoð við ráðningu er veitt án nokkurs endurgjalds. Ráðningarstofa Reykjavíkurbsjar Lækjartorg' 1 (1. lotti) — Simi 4966. Borgarfíardar I og Borg-arness I fastar ferðir alla miðvikudaga og laugardaga Til Reykjavíkur alla þriðjudaga og föstudaga Afgreiðsla í Reykjavík: Nýju Bifreiðastöðinni, Kolasundi. — Slmi 1216 Finnbogi Guðlaugsson, Bo^arnesi oiml 18. Skemmfiferð til Akraness fyrir Reykvíkinga öllum bæjarbúum gefst kostur á meðan skiprúm leyfir, að fara skemmtiferð með K. R. fimmtudaginn 30. þ, m. (Uppstigningardag). Lagt verður af stað með e.s. Súðinni kl. 9 árd. frá Hafnarbakkanum Lúðraav.eit. Reykjavíkur spilar á leiðinni, Dagskrá á Akranesi er þessi: Kl. 1—2 Lúðrasveitin leikur valin lög. Kl. 2 fimleikasýning. Kl. 3 knattspyrnukeppni. Kl. 4 sund. Kl. 41/,—8 dans. Lagt á stað heimleiðis kl. 8V« stund- víslega. Aðgöngumiðar kosta kr. 4 fyrir fullorðna og kr. 2,50 fyrir börn að fermingaraldri. Verða þeir seldir í dag og á morgun í verzlun Haraldar Árnasonar. hjá Guðm. Ólafssyni Vesturgötu 24 og 1 verzl. Drífandi Laugavegi. Er vissara að tryggja sér þá í tírna. Dynjandi Musik, dans á staðnum og báðar leiðir. ,Fallegasti badstadur Norðurlandah Komið öll meö Virðingarfyllst Stjórn Knattspyrnufélags Beykjavikur. Kottueitrun. Kvörtunum um rottugang í húsum er veitt móttaka á skrifstofu minni við Vegamótastíg 4 alla yirka .daga frá 28. maí til 5. júní kl. 10—12 og 2—7. Sími 3210-. Munið að kvarta á tilsettum tíma. Heilbrlgðisfulltrúinn.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.