Nýja dagblaðið - 27.06.1935, Blaðsíða 4

Nýja dagblaðið - 27.06.1935, Blaðsíða 4
4 i ! i i DfcGBLAÐIB B org'arflardar fastar ferðir alla miðvikudaga og laugardaga Til Reykjavíkur alla þriðjudaga og föstudaga Afgreiðsla í Reykjavík: Nýju Bifreiðastöðinni, Kolasundi. — Simi 1216 Finnbogi Guðlaugsson, m Sólarupprás kl. 2.06. Sólarlag kl. 10.56. Flóð árdegis kl. 2.35. Flóð síðdegis kl. 3.05. Ljósatími hjóla og bifreiða kl. 9.45—3,05. Veðurspá: Suðaustan kaldi. Litils- háttar rigning. Sttfn oo akiUatofwi Landsbókosafnið ............ 1-7 AlþýBubókasafniö ... 10-12 og 1-10 þjóðakjalaaafnið ........... 1-4 Landsbankinn .............. 10-3 Búnaöarbankinn .... 10-12 og 1-3 Útvegabankinn ...... 10-12 og 1-4 Útbú Landab., Klapparat..... 2-7 Póathúsið: Bréfapóstatofan .. 10-8 Bögglapóststofan ... . 10-5 Skriístofa útvarpsins.. 10-12 og 1-6 Landselminn 3-9 BúnaBarfólagið 10-12 og 14 Fiskifélagið (skrifst.t.) 10-12 og 1-5 Skipaútgerð ríkisins .. . 9-12 og 1-6 Eimskip 9-6 StjórnarráOsskrifst. .. 10-12 og 14 Samb. ísl. samv.fól. ... . 9-12 og 1-6 Sölus.b. ísl. fiskfrl. .. 10-12 og 1-6 Skrifstofur bœjarins . . 9-12 og 14 Skrifst. tollstjóra .... 10-12 og 1-4 Skrifst. lögmanns .... 10-12 og 14 Hafnarskrifstofan .... 9-12 Og 1-6 Skipa- og skránjst. rík. , 10-12 Og 1-6 Tryggingarst. ríkisins 10-12 Og 1-5 Skrifst. lögreglustjó.ra 10-18 Og 14 LégregluvarOst. opin allan aólarhr. Hetmaóknartíml ajúkrahúsa: ÍjiBdaapltalinn .............. 3-4 Landakotsspítalinm ........... 3-5 Vífilstaðah«lið . 12y2-iy2 og 3y2-4y2 Laugarnesspítali .......... 12%-í Sjúkrahús Hvitabandains .... 2-4 Fæðingarh., Eiríksg. 37 .. 1-3 og 8-1 Kleppur ...................... 1-5 ElUheimilið .................. 1-4 Nseturvörður í Laugavegs- og Ing- ólfsapóteki. Næturlœknir: Ólafur HelgEison, Ingólfsstræti 6. Sími 2128. Samuftngur og pástlorQix: Lyra til Færeyja og Bergen. Dr. Alexandrine væntanleg frá Kaupm.höfn. Skemmtanir og samkomuri Gamla Bíó: Maraþonhlauparinn ,kl. 9. Nýja Bíó: Ástarfóm kl. 9. Dagskxú útvarpslnsi Kl. 10,00 Veðurfregnir. 12,10 Há- degisútvarp. 15,00 Veðurfregnir. 19,10 Veðurfregnir. 19,20 Lesin dagskrá næstu viku. 19,30 Tónleik- ar: Létt hljóms#itarlög (plötur). 19,50 Auglýsingar. 20,00 Klukku- sláttur. Fréttir. 20,30 Erindi: Frá útlöndum (Viljtijálmur þ. Gísla- son). 21,00 Tónleikar: a) Útvarps- hljómsveitin; b) Einsöngur (Pétur Jónsson); c) „Kringum jörðina á 30 mínútum" (plötur). KirkjuritiS, 6. hefti er komið út. Birtast í því eftirfarandi greinar: Kveðjuávarp frá þjóðkirkju ís- lands til „Hins ev.-lút. kirkjufélags íslendinga í Vesturheimi" eftir Jón Helgason biskup, Forsetar Kirkjufélagsins eftir séra Friðrik Hallgrímsson, ísland tílsýndar eft- ir séra Jakob .Tónsson, Opið bréf til Gunnars Benediktssonar fyrrum prests í Grundarþingum eftir síra Benjamín Kristjánsson o. fl. Gamla Bíó sýnir þessa dagana Maraþonhlauparann. Myndin er stór-glæsileg. Sýnir hún kafla úr Olympiuleikunum í Los Angeles. Marathon- hlauparinn Stórfengleg þýzk tal- og hljómmynd um íþróttir og ást. Aðalhlutv. leika: Brigitte Plelm, Victor Kowa og Hans Brause- wetter I myndinni eru márgar myndir frá Olympiuleik- unum í Los Angeles. Hún er spennandi og skemmti- leg. Mynd sem enginn íþróttamaður ætti að láta óséða. AnnáJl Skipafréttir. Gullfoss var á ísa- firði í gær. Goðafoss er á leið til Vestniannaeyja frá Hull. Dettifoss er á leið til Hull og Hamborgar. Brúarfoss er í Kaupm.höfn. Lag- arfoss er á leið til Kaupm.hafnar. Selfoss fór frá Aberdeen í gær á leið til Antwerpen. Farþegar með Dettifossi til Hull og Hamborgar í gærkvöldi: Guðm. Finnbogason prófessor, Nanna Zo- ega, Sigþrúður Jónsson, þorsteinn þorsteinsson, Kristín Magnúsdóttir o. fl. Hallgrímur Jónsson yfirkennari við Miðbæjarbarnaskólann átti sextugsafmæli 24. þ. m. í tilefni af afmælinu færðu samkennarar hans við Miðbæjarskólann honum að gjöf hina miklu orðabók Sig- fúsar Blöndals, en sjálfur gaf Hallgrímur Kennarasambandinu 500 kr. Hallgrimur er með allra vinsælustu kennurum hér í bæn- um og hefir látið sig miklu skifta öll menningar- og mannúð- armál. Knattspymukeppnín við JJjóð- verjh. Ákveðið er nú, hvernig keppninni skuli hagað við B- landsflokkinn þýzka, sem kemur hingað 13. næsta mánaðar. Verða þreyttir fjórir kappleikar, fyrst keppir K. R., þá Fram, síðan Val- ur og seinast úrvalsliðið. Miklar deilur hafa staðið um það milli knattspyrnumanna, hvort Fram keppti, en úrvalsliðið keppti í þess stað tvisvar sinnum. Urðu deilumar svo harðar um tíma, að Tómas Pétursson sagði af sér for- mennsku í Knattspyrnuráðinu, og skipaði stjóm í. S. í. Hilmar Thors lögfræðing í hans stað. Stórstúkuþingið hefst á Akur- eyri í dag. Síra Bjarni Jónsson þafði í gær verið í 25 ár starfandi prestur hér í bænum. Prestastefnan. Sr. Óskar þor- láksson prófastur í Vestur-Skafta- fellssýslu flytur erindi í dóm- kirkjunni kl. 8V2 í kvöld. Efni: Persóna Jesú Krists frá sjónarmiði nútímaguðfræðinnar. Fljót ferð. Vilhjálmur þór ók bifreið sinni í fyrradag frá Akur- eyri til Reykjavíkur. Fór hann frá Akureyri kl. 6% að morgni og kom til Reykjavíkur kl. 9Yz &ð kvöldi. Stanzaði rúmlega kl.tíma á leiðinni. Hekluför Ferðafélagsins verður farin á laugardaginn kemur og lagt upp frá Steindórsstöð kl. 4 síðdegis. Ekið að Galtalæk um kvöldið og gist þar um nóttina, en haldið snemma á sunnudags- morgun upp í Hekluhlíðar, að Hestarétt. Er riðið upp í 800—900 metra hæð, en gengið þaðan á tindinn. í bakaleiðinni verður staðið við í Hraunteigi, við skóg- arhólmann. — Verði ekki Heklu- skygni á sunnudagsmorgun, verð- ur riðið í Hraunteig og að Tröll- konuhlaupi í þjórsá og víðar. Far- miðar verða seldir þangað til ann- að kvöld í Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar. Karlakór K. F. U. M. kom til ísafjarðar í gær með Gullfossi. — Heilsaði hann með söng, er skipið lagðist að bryggju, en Karlakór ísafjarðar var viðstaddur og heilsaði gestunum með söng. Síð- an var kórinn boðinn í skemmti- för upp í Tungudal, og þar flutti bæjarstjóri þeim móttökuræðu. Heimsóttu gestirnir nemendaskál- ann Birkihlíð. Klukkan 4 söng kórinn á ísafirði, fyrir húsfylli og við mikinn fögnuð áheyrenda, og ætlaði kórinn að syngja aftur kl. 8,30 og halda síðan áfram ferðinni seinna um kvöldið með Gullfossi, áleiðis til Siglufjarðar, þar sem hann gerir ráð fyrir að syngja í dag. — FÚ. Síldveiðin. í fyrrinótt og gær komu þessi skip til Siglufjarðar með síld: Sæhrímur með 145 mál, Hilmir 415 mál, þorgeir goði 480 mál, Málmey 225 mál, Sæfari frá Eskifirði 215 mál, Sjöfn 435 mál, Vébjörn 600 mál, Gunnbjörn 650 mál, Már 660 mál, Sæborg 450 mál, Nanna 500 mál, Ármann úr Rvík 800 mál, öll til ríkisverksmiðj- anna, og Höskuldur með 500 mál og Freyja með 200 mál, bæði til Snorra og Hjaltalíns. Síldin er cnnþá í fremur litlum torfum og veiðin er mest. út af Siglufirði og Haganesvík. Eitt skip fékk þó mestalla sína síld við Skaga. — Mikil áta er í sjó og ágætt veiði- veður. — Fleiri skip voru væntan- leg þegar skeytið var sent. — FÚ. Veðrið. Sunnan og suðvestanátt um allt land; allhvasst við suður- og suðvesturströndina og talsverð rigning með 10—11 stiga hita. — Á Norðtir- og Austurlandi var veður þurrt með 12—16 stiga hita. Fyrsta söngmót norðlenzkra karlakóra var haldið á Akureyri á sunnudaginn. Tóku þátt í því þrír kórar, þrymur frá Húsavík, söngstjóri sr. Friðrik Friðriksson, Karlakór Mývetninga, söngstjóri Jónas Helgason Grænavatni og Geysir á Akureyri, söngstjóri Ingimundur Árnason. Söng hver fyrst 4 lög, en síðan sungu þeir 4 ættjarðarlög saman og stjómuðu >á söngstjórarnir sínu laginu hver. Húsfyllir var og létu áheyr- endur mjög vel af mótinu. Kennarastaða við gagnfræðaskóia Siglufjarðar er laus til umsóknar. Starfstíininn er 7 mánuðir. Leikflokkur frú Soffíu Guð- laugsdóttur og Haraldar Bjöms- sonar sýndi sjónleikinn „Syndir annara" í leikhúsinu á Akureyri sl. mánudagskvöld í þriðja sinn við húsfylli og fagnaðarviðtökur. Flokkurinn ætlaði til Siglufjarðar í fyrradag tii þess að sýna leik- inn þar. Morgunblaðið segir frá því í fyrradag, að landsmenn óski éftir „að skipastóll Eimskipafélagsins Fjðlmennur fnndnr á Seyðisfirði í fyrrakvöld var haldinn landsmálafundur á Seyðisfirði og var boðað til hans af Fram- sóknarflokknum. Fundarmenn voru hátt á þriðja hundrað. Ræðumenn flokkanna voru; Páll Zophóníasson, Jónas Guð- mundsson, Jón á Akri og Knút- ur Þorsteinsson (fyrir litla 1- haldið). Stjómarflokkamir voru í greinilegum meirahluta á fund- inum, og var mikil deyfð yfir íhaldsmönnum, sem' sátu fund- irm. Var líka allan fundinn hörð sókn af hálfu stjórnar- sinna, en hinir gerðu ekki ann- að en að verjast og gekk það báglega. Merkileg manndrápsvél London kl. 16, 26/6. FÚ- í dag var haldin fyrsta greinilega sýningin á mann- lausu herflugvélinni, The Queen Bee, sem enski herinn á. Liðsforingi, sem var niðri á jörðinni, stjómaði vélinni með litlum kassa, sem var viðlíka og útvarpstæki. Sjö einfaldir hnappar voru á þessum kassa, að öðru leyti sást vélaútbúnað- urinn ekki, því að hann var inni í flugskýlinu og í flugvél- inni sjálfri. Liðsforinginn þrýsti á hnapp og eftir fáar mínútur var flug- vélin yfir höfði áhorfendanna með hundrað mílna hraða á klukkustund. Síðan voru gefn- ar skipanir til vinstri, niður, á- fram, beint, með því að snúa viðeigandi hnapp, og alltaf varð flugvélin við skipunum viðstöðulaust. Tilraunum1 var haldið áfram í rúma klukkustund. Einn maður var í vélinni til vara, ef til þess skyldi koma, að vélar hennar væru eitthvað í ólagi, en þess várð engin þörf, að hann snerti neitt við þeim. Vélamar létu algerlega að stjóm útvarpstækjanna niðri á jörðinni. Næst á að fljúga vélinni yfir sjó við skotæfingar, og hafa hana að skotspæni og verður hún þá að sjálfsögðu mann- laus. fjölgi“(!i) og að nauðsynlegt sé að geyma fossanöfnin. — Hann er dálítið leiðinlegur þessi kvíði um að fossanöfnin muni þrjóta, haldi skipastólnum áfram að „fjölga"! En þeim sem bera kvíðboga fyrir, að „fjólurnar'* séu að visna í júrtagarði Mbl., má vera ánægja að því að sjá þær enn í fullum blóma. I DAG Nýja. Bíó I Astirfórn (moral und Liebe). þýzk tal- og tónkvikmynd efnismikil og snilldarlega vel leikin af fjórum þekkt- ustu skaplistarleikurum þjóðverja, þeim: Grete Mosheim, Oskar Ho- molka, Camille Hom og Jo- hannes Reimann. Aukamynd: TALMYNDAFRÉTTIR, er sýna meðal annars vígslu Litlabeltisbrúarinnar. Böm fá ekki aðgang. # OdLýrn # anglýsingarnar Vikoria kakerlak-púlver fæst í Kaupfélagi Reykjavíkur. Nuss extrakt hörundsolía ver sólbruna. mýkir húðina og gerir hana betur brúna en nokkur önnur hörundsolía eða creme. Fæst í Kaupfélagi Reykjavíkur. Vinnuföt, karlmanna. og drengjabuxur, karla-, bama- og kvensokkar, léreft, tvisttau o. m. fl. í miklu úrvah í Glasgow, Freyjugötu 26, sími 3432. - —------------------s------ Saltfiskbúðin er vel birg af uýjum fiski. Sími 2098. Sanurt brauð, margar teg- ondir. Laugavegs Automat. Góðar og ódýrar sportbuxur selur GEFJUN, Laugaveg 10. Sími 2838. HILLUPAPPlR fæst í Kaupfélagi Reykjavíkur. Tilkynniii£&r Ef þér viljið fá góðan mið- degisverð sendan heim, þá hringið í síma 1289. Nýja bifreiBast. Slntl 121«. Sími Kjartans Ásmundsson- ar gullsmiðs er 1290. Beztar, ódýrastar viðgerðir á allskonar skófatnaði t. d. sóla og hæla kvenskó fyrir kr. 4,00. Kjartan Ámason, Njálsgötu 23. Sími 3814. Atvinna 2 kaupakonur óskast á gott heimili upp í Reykholtsdal. Uppl. hjá Guðjóni Þórðarsyni skósmið Vesturg. 57. 0 Knattspyrnumót, fyrsta flokks, var háð á Akureyri dagana 15.— 17. þ. m. um Júníbikarinn, gefinn af Knattspyrnufélagi Akureyrar. Úrslit urðu þannig: Fyrsti leikur: þóí' vann K. A. með 4:2. Annar leikur: K. A. vann Völsung frá Húsavík með 2:1. þriðji leikur: Völsungur og þór skoruðu 2:2. — þór hafði því 3, K. A. 2 og Völs- ungur 1 stig. — FÚ. Jónas Sveinsson læknir fór utan á sunnudaginn var og mun hann inæta á íundum skurðlækna, öör- um í Kaupmannahöfn, en hinum í Vínarborg. Gerir hann ráð fyrir að verða mánaðartíma í ferðinni.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.